Morgunblaðið - 19.02.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
69
ekki koma til greina í hlutverkið
og skömmu síðar, þegar henni var
tilkynnt að hún þyrfti ekki að
koma framar til vinnu, fannst
henni heimur sinn hrynja saman.
Hún var þá aðeins 17 ára gömul.
Umboðsmaður kemur
til sögunnar
Edward Judson hét maður, sem
fékkst við allt mögulegt viðvíkj-
andi kvikmyndum, þar á meðal að
finna leikurum hlutverk. Lítið var
vitað um fortíð þessa manns en
hann virtist vera einn af þessum
ríku glaumgosum.
Hann bauð nú foreldrum Ritu
að gerast umboðsmaður hennar og
eitt fyrsta verk hans varð að
breyta eftirnafni hennar í Hay-
worth, notaði þar nafn móðurinn-
ar að viðbættu y. Leikkonan Rita
Hayworth var komin fram á sjón-
arsviðið. En það breyttist fleira en
láöur,.*.. uðurinn taldi
tír-.r „„ska útlitsins liðinn,
..tu fékk aftur eigin lit. Hon-
um tókst að koma stúlkunni að í
nokkrum kvikmyndum árið 1936.
Fljótlega var samband um-
boðsmannsins og ungu stúlkunnar
orðið náið, foreldrunum var það
mikið á móti skapi og töldu að
hinn fullorðni maður hefði not-
fært sér æsku og reynsluleysi
dóttur þeirra. Þau fengu þó ekkert
að gert og Ed Judson og Rita Hay-
worth gengu í hjónaband árið
1937, hún var þá á nítjánda ári en
hann fertugur. Ed Judson lagði sig
fram við að koma hinni ungu konu
á framfæri, hann fór með
hana á þekkta skemmtistaði þar
sem vænta mátti að tekið væri eft-
ir þeim, svo þeirra væri getið í
slúðurdálkum blaðanna og birtar
af þeim myndir. Eiginmaðurinn
„•.jornaði nú alveg lífi Ritu, tók
þar við hlutverki föður hennar,
hún lét sér það vel líka, að láta
segja sér fyrir um hvaða fatnaði
hún ætti að klæðast auk heldur
annars. Leikkonan treysti eigin-
manni sínum í hvívetna þar til
hún komst að því, að hún var
þriðja eiginkona hans, honum
hafði láðst að geta um fyrri hjóna-
bönd. Ed Judson réði blaða-
fulltrúa til að koma Ritu á fram-
færi við virt tímarit, til að höfð
væru við hana viðtöl. Það var ekki
síst eftir að viðtal og myndir birt-
ust í hinu þekkta tímariti Look að
farið var að taka eftir henni. Hún
komst að við Columbia-kvik-
myndafélagið árið 1938 og fyrsta
Rita Hayworth með Ed Judson,
fyrsta eiginmanninum.
mikilsverða myndin var: The
Strawberry Blonde, en í þeirri
mynd kom hún fram ljóshærð.
En stóra stundin kom þegar hún
var ráðin til að leika í myndinni
Blood and Sand, sem Twentieth
Century Fox félagið lét gera með
Darryl Zanuck í fyrirsvari, en það
var einmitt hann sem hafnaði
henni i Ramona forðum daga.
Næsta mynd var You’ll Never Get
Rich, þar sem hún dansaði á móti
Fred Astaire, sem þá (og lengi síð-
ar) þótti fremstur dansara í
kvikmyndum. Fred Astaire lýsti
því síðar yfir að enginn af mót-
dönsurum sínum hefði verið Ritu
Hayworth fremri, ekki einu sinni
Ginger Rogers.
Það var birt grein um Ritu Hay-
worth í Life-tímaritinu árið 1941
og myndin af henni, sem skrýddi
forsíðuna, fór víða. Á myndinni
var hún klædd flegnum hvítum
satin-náttkjól með svartri blúndu
og varð myndin að veggspjaldi í
bröggum hermanna á stríðsárun-
um.
Árið 1941 lék Rita Hayworth í
músíkmyndinni My Gal Sal á móti
Victor Mature.
Leikkonan hafði, er hér er kom-
ið sögu, sagt skilið við fyrsta
mann sinn og sást í fylgd ýmissa
þekktra leikara svo sem Errol
Flynn, David Niven og einnig
Victor Mature, sem var kvæntur
maður.
Skilnaður Ritu og Ed Judson
gekk í gegn árið 1942 og seinni
hluta þess árs og byrjun þess
næsta ferðaðist leikkonan um og
skemmti víða á spítölum her-
manna og einnig við útvarpsstöðv-
ar þeirra. En blöðin í Bandaríkj-
unum héldu áfram að birta mynd-
ir af Ritu og segja frá henni, kona
Victor Mature hafði farið fram á
skilnað frá manni sínum og menn
gerðu því skóna að þau Rita
myndu ganga í hjónaband þegar
allt væri komið í kring.
Orson Welles
En Victor Mature eignaðist
keppinaut um ástir hinnar fögru
leikkonu, mörgum fannst Orson
Welles ólíklegur til þeirrar
keppni. Hann sló í gegn sem leik-
ari og leikstjóri í kvikmyndinni
Citizen Kane árið 1941. Kornung-
ur maður, þá 23 ára, vakti hann
athygli fyrir útvarpsdagskrána
War of the Worlds, sem kom öllu á
annan endann í Bandaríkjunum
eins og kunnugt er.
En þau löðuðust hvort að öðru,
Rita Hayworth og Orson Welles,
mörgum til undrunar, það var tal-
að um þau sem fulltrúa fegurðar
og gáfna, þ.e. „Beauty and the
Brain", og menn furðuðu sig á að
þau skyldu eiga eitthvað sameig-
inlegt.
Þau voru gefin saman í hjóna-
band hjá dómara í Kaliforníu í
septembermánuði árið 1943 og
eignuðust dótturina Rebeccu árið
1944.
Fyrsta mikilvæga myndin, sem Rita
Hayworth lék í var „Only Angels
Have Wings“ með Gary Grant árið
1939.
Árið 1943 gengu þau f hjónaband
Rita Hayworth og Orson Welles.
Leikkonan með dstur sínar ungar;
Yasmin Khan til vinstri og Rebecca
Welles til hægri.
Hjónabandið færði leikkonunni
ekki það heimilislíf, sem hún hafði
vonast eftir, Orson Welles var
mikið í burtu, blandaði sér t.d. i
stjórnmál fyrir Roosevelt forseta.
Honufti gekk heldur ekki vel að
fylgja eftir sigrinum með Citizen
Kane. Það fóru að koma þver-
brestir í hjónabandið og entist að-
eins í tvö ár alls.
Kvikmyndin Gilda
Eftir skilnaðinn fór Rita Hay-
worth að vinna aftur og fyrsta
myndin sem hún lék í var Gilda,
mótleikari var Glenn Ford. Mynd-
in var frumsýnd árið 1946 og er
skemmst frá því að segja, að
myndin og leikkonan fengu svo
lofsverða dóma að fór langt fram
úr djörfustu vonum framleiðenda.
Leikkonan þótti svo glæsileg í
hlutverkinu að lengi fannst
mönnum Rita og Gilda ein og
sama persónan. Rita Hayworth
stóð nú á hátindi ferils síns og
stofnaði eigið kvikmyndafyrir-
tæki, Beckworth Corporation, og
fyrsta myndin sem tekin var til
framleiðslu var The Loves of
Carmen, þar sem Rita lék og dans-
aði aðalhlutverkið. Eftir að töku
þeirrar myndar lauk sigldi hún,
ásamt vinkonu sinni, til Evrópu
sér til hvíldar.
Aly Khan
Á frönsku Rívíerunni kynntist
Rita mörgu fólki, sem var á fullri
ferð í samkvæmislífinu, einn í
Myndin af leikkonunni sem var i forsíðu Life árið 1941. Myndin var notuð
sem veggspjald meðal hermanna á stríðsárunum.
í myndinni Gilda, irið 1946, sló Rita Rita og Aly Khan prins gengu í
Hayworth í gegn. Mótleikari var hjónaband árið 1949.
Glenn Ford.
Rita og fjórði eiginmaðurinn Dick
Haymes söngvari.
Rita giftist kvikmyndaframleiöand-
anum James Hill árið 1958, hjóna-
bandið entist til ársins 1961.
þeim hópi var Aly Khan prins, 37
ára, sonur Aga Khan sem var vell-
auðugur leiðtogi milljóna músl-
íma, múhameðstrúarmanna, sem
bjuggu víðsvegar um heim. Aly
Khan var að nafninu til kvæntur
breskri konu af auðugum ættum,
Joan Guinness að nafni, og áttu
þau saman tvo syni, Karim og
Amyn.
Aga Khan hélt vel utan um auð
sinn og skammtaði glaumgosan-
um syni sínum fé til eyðslu, talið
var að honum litist ekki alls kost-
ar á að gera hann að eftirmanni
sínum, skilja söfnuðinn eftir í
hans umsjá.
Rita og Aly prins hrifust hvort
af öðru og fréttamenn fylgdust
með af áhuga, þau voru hvorugt
löglega skilin við maka sína þegar
þau fóru saman í ferðalag. Þegar
Rita hélt aftur til Hollywood elti
prinsinn hana, hvert fótmál þeirra
var vaktað og gefin um það
skýrsla í blöðunum.
Það var því fylgst með því þegar
Rita tók sér far með „lúxus“-
skipinu Britannica, ásamt dóttur
sinni, og ekki eyðilagði það fyrir
að Aly prins sást einnig fara um
borð. Þau ferðuðust til írlands,
London, París og Sviss, þar sem
þau heimsóttu syni prinsins í
heimavistarskólann. Pressan
fylgdist vel með hvar sem þau
komu. Aga Khan skipaði syni sín-
um að koma með Ritu á sinn fund,
og er skemmst frá því að segja, að
gamli maðurinn varð mjög hrifinn
af leikkonunni og fannst hún all
frábrugðin þeirri mynd, sem dreg-
in hafði verið upp af henni í frétt-
um. Eftir að hann hafði sannfærst
um að þau væru ástfangin hvort
af öðru hvatti hann þau til að
ganga í hjónaband. Aly Khan hóf
þá strax að leita lögskilnaðar frá
konu sinni. Skilnaður Ritu og
Orson Welles varð löglegur í des-
ember 1948.
Rita og Aly prins voru gefin
saman í hjónaband í maí-mánuði
1949 í litlu frönsku þorpi. Tilefnið
varð meira en til stóð, ljósmynd-
arar, fréttamenn og forvitinn al-
menningur þyrptust að til að sjá
brúðhjónin, fegurðardísina og
prinsinn, svo að löggæslumenn
áttu fullt í fangi með að halda
uppi lögum og reglu.
Mánuði eftir brúðkaupið kom
opinber yfirlýsing frá prinsinum
þess efnis, að þau hjón ættu von á
barni. Aly Khan gat þó ekki alveg
sagt skilið við hið ljúfa líf þó hann
væri nýgenginn í hjðnaband og
ætti barn í vændum. Dóttir þeirra
Yasmin fæddist í desember 1949,
sjö mánuðum eftir brúðkaupið.
Fæðing telpunnar kom föðurnum
ekki heldur til að meta kyrrlátt
fjölskyldulíf, eins og sagt var að
Rita Hayworth þráði, og þegar
þau héldu upp á eins árs brúð-
kaupsafmæli sitt í London var
þegar uppi orðrómur um, að
hjónabandið væri ekki upp á það
allra besta.
Leikkonan tók nú að huga að
kvikmyndaleik eftir tveggja ára
hlé, en í þess stað lét hún undan
þrábeiðni eiginmanns síns og fór
með honum í opinbera heimsókn
til Afríku. Ferðin varð henni hin
mesta þolraun, á daginn sinnti
prinsinn opinberum skyldum og á
kvöldin spilaði hann bridge við
vini sína. Stundum hvarf hann
jafnvel svo dögum skipti. Rita
varð eftir í Kaíró og þegar prins-
inn flaug þangað sagði hún honum
að hún væri á förum, ætlaði að
segja skilið við hann.
Hún fór ein til Frakklands til að
sækja telpurnar og þaðan beint til
Bandaríkjanna. Við komuna þang-
að biðu blaðamenn eins og hræ-
gammar, þeir vildu fá að vita
hvort þau hjón væru skilin að
skiptum, hún kvað nei við því.
Telpurnar voru nú 1 V4 og 6 ára
gamlat- og talið er að leikkonan
hafi í lengstu lög vonað að allt
lagaðist á milli þeirra hjóna og
þau gætu átt saman gott heimili.
En eftir bréf, sem hún fékk frá
prinsinum, fannst henni eins og
hann hefði meiri áhyggjur af yfir-
vofandi hneyksli vegna skilnaðar
en því að bjarga hjónabandi
þeirra. Hún lét því lögfræðing
SJÁ NÆSTU SÍÐU