Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
sinn koma þeim boðum áleiðis að
hún færi fram á lögskilnað í stað
skilnaðar að borði og sæng.
Aga Khan var syni sínum afar
reiður og kenndi honum um
hvernig komið væri. Aly prins fór
þá fram á það við Ritu að hún
frestaði skilnaðarbeiðni um sex
mánuði, hann mun hafa óttast að
faðir hans myndi svipta hann líf-
eyrinum og samþykkti Rita það,
hafði þar hagsmuni dóttur þeirra
efst í huga.
Leikkonan hélt nú til Hollywood
og hugðist hefja kvikmyndaleik að
nýju. Columbia-kvikmyndafélagið
hafði ekkert á móti því að notfæra
sér auglýsinguna, sem leikkonan
hafði fengið í öllum fréttaflutn-
ingi af einkalífinu.
Snemma árs 1952 varð Aga
Khan fyrir hjartaáfalli og sonur-
inn Aly þurfti að taka að sér ýms-
ar þær opinberu skyldur, sem áður
hvíldu á föðurnum, og honum
fannst nú mikilvægara en áður að
sættast við konu sína. Hún tók á
móti honum í Hollywood og sam-
þykkti að koma til Evrópu, þegar
hún hefði lokið leiknum í mynd-
inni Salome.
Hún taldi að hugur fylgdi máli
hjá prinsinum og enn væri ekki
útilokað, að þau gætu eignast eðli-
legt fjölskyldulíf.
Þegar hún kom með skipinu til
Le Havre í Frakklandi var hann
þar ekki til að taka á móti henni.
Hann var heldur ekki í húsinu
þeirra þegar hún kom þangað og
lét ekki sjá sig fyrr en næsta dag.
Ritu var nú nóg boðið, hún flutti
út og sá nú að ástæðan fyrir
beiðninni um frestun á skilnað-
armáli þeirra var eingöngu af fjöl-
skyldu- og fjárhagsástæðum
Khan-ættarinnar. Skilnaðurinn
gekk í gegn árið 1953, en 1955 var
gengið frá öllu, er viðkom forsjá
og erfðarétti Yasmin dóttur
þeirra, hún var viðurkennd einn af
fimm erfingjum Aga Khan, svo
hún mun ekki þurfa að óttast fjár-
skort það sem eftir er æfinnar.
Dick Haymes söngvari
Við komum til Hollywood á nýj-
an leik sást Rita í fylgd ýmissa
herra á skemmtistöðum, má þar
nefna Kirk Douglas, Victor Mat-
ure og Dick Haymes. Söngvarinn
var álitinn keppinautur Frank
Sinatra um vinsældir á 5. ára-
tugnum, hann var 35 ára þegar
hér er komið sögu og allt á niður-
leið hjá honum, starfið í molum og
þrjú misheppnuð hjónabönd að
baki.
Vinnuveitendur Ritu og vinir
hennar voru lítt hrifnir af félags-
skap þeirra tveggja og glöddust
þegar hún var send til Hawaii til
kvikmyndatöku. En þangað elti
söngvarinn hana og þótti hafa
miður æskileg áhrif á meðan á
myndatöku stóð, hún mætti ekki á
réttum tíma og tók að neyta
áfengis í of miklum mæli.
Söngvarinn átti í útistöðum á
ýmsum vígstöðvum, skattalögregl-
an var á eftir honum vegna van-
talinna tekna, lögmenn vegna van-
goldinna barnsmeðlaga og auk
fjárhagserfiðleika kom í ljós að
hann hafði ekki tiiskilin skilrlki
til dvalar í Bandaríkjunum, en
hann var argentínskur þegn.
Við tilraunir vina til að fá leik-
konuna til að slíta sambandi við
hann virtist hún verða ákveðnari
að hjálpa honum og þau gengu í
hjónaband í september árið 1953.
En hamingjan entist ekki, eigin-
manninum gekk illa að fá vinnu og
hún sjálf var svo andlega þreytt,
að hún treysti sér ekki til að leika
í kvikmynd og þar kom að kvik-
myndafyrirtæki hennar, Beck-
worth, var selt fyrir 750 þús. doll-
ara til að geta borgað skuldir,
verðið sem fékkst var ekki talið ná
raunvirði. I maímánuði árið 1955
flutti Rita út af heimili þeirra í
Kaliforníu með dætur sínar og fór
til Evrópu, samtímis hóf hún
skilnaðarmál, hjónabandi þeirra
var lokið.
Samningurinn við
Coiumbia rennur út
Við komuna til Bandaríkjanna
aftur lék Rita í myndinní Pal Joey
á móti Frank Sinatra og Kim Nov-
ak. Eftir það var hinn 20 ára
gamli samningur við Columbia
loks útrunninn.
Hún kynntist leikstjóranum
James Hill, fertugum manni, sem
aldrei hafði kvænst og átti hlut í
Hecht-Hill-Lancaster-kvikmynda-
félaginu. Hann fékk Ritu til að
leika í myndinni Separate Tables,
og fékk hún mjög góða dóma fyrir
leik sinn, hún lýsti því yfir að héð-
an í frá ætlaði hún að velja sér sín
eigin hlutverk.
En sambandið við leikstjórann
varð meira en vináttan ein,' bau
gengu í hjónaband í febrúar aj-ið
1958 og voru báðar dætur hennar
viðstaddar athöfnina sem var hin
hátíðlegasta. Hjónin virtust lifa'
kyrrlátu lífi og umgengust aðeins
þröngan vinahóp og bárust Iítt á.
Næstu tvær myndirnar sern
Rita lék í, voru misheppnaðar og
svo var einnig um hjónaband
hennar og Hill leikstjóra, hún fór
fram á skilnað árið 1961.
Eftir þetta skipbrot tók hún upp
samband við leikarann Gary
Merrill, sem var nýskilinn við
leikkonuna Bette Davis. Þau ferð-
uðust til Evrópu saman og vöktu
þar athygli vegna drykkju, rifrild-
is og hávaða. Það sama var upp á
teningnum hjá þeim þegar þau
komu til Bandaríkjanna, þau voru
jafnvel beðin um að yfirgefa
matstaði. Það bar oft á því, eftir
slíkar uppákomur, að leikkonan
mundi ekki nokkurn skapaðan
hlut af því sem gerðist og var það
skrifað á reikning áfengisdrykkj-
unnar.
Það var nú svo komið að hlut-
verk i kvikmyndum biðu ekki leng-
ur eftir henni, en þó lék hún í
nokkrum minniháttar myndum á
sjöunda áratugnum. Hún varð
fimmtug í október 1968 og um-
gekkst ekki marga, dæturnar báð-
ar í námi í háskólum og móðirin
ákaflega hreykin af þeim.
Faðir Ritu, Eduardo Cansino,
lést árið 1968 og varð henni mikill
harmdauði. Bræður hennar létust
með mánaðar millibili í byrjun árs
1974. Missir ástvinanna varð
henni mikið áfall.
Árið 1976 var Ritu boðið til
London þar sem taka átti við hana
sjónvarpsviðtal. Flugferðin varð
henni mikil þolraun, hún þjáðist
mjög af flughræðslu. Hún hafði
fengið sér áfengi áður en hún hélt
af stað og bætti við það magn á
leiðinni yfir Atlantshafið.
Við komuna til Heathrow-flug-
vallar var hún illa til reika, ætlaði
að neita að fara frá borði og
fréttaljósmýndarar, sem alltaf
höfðu verið á eftir henni, smelltu
ákaft af. Myndirnar sem birtust í
fréttablöðum um allan heim
næsta dag sýndu konu sem virtist
ofurölvi og skelfingin uppmáluð.
Myndirnar bárust meira að segja
alla leið hingað til fslands. En
leikkonan náði sér fljótt og viðtal-
ið gat farið fram á réttum tíma.
Veturinn 1977 lenti Rita á spít-
ala í Los Angeles og læknirinn,
sem annaðist hana, gaf út þá yfir-
lýsingu að hún væri það illa á sig
komin af áfengisneyslu að hún
virtist hafa misst alla stjórn á
sjálfri sér. Minnstu munaði að
hún yrði gerð að skjólstæðingi
hins opinbera og svift sjálfræði.
Dóttir hennar, Yasmin, hafði þá
snör handtök, fékk móður sína
flutta á sjúkrahús í Connecticut
þar sem hún fékk hina bestu um-
önnun. Fullvíst þykir að hún hafi
ekki neytt áfengis eftir það.
Af sjúkrahúsinu fór hún aftur
til Kaliforníu, þar sem hún kom
vinum og fyrrum samstarfsfólki á
óvart með minnisleysi, hún mundi
alls ekkert eftir þessu fólki. Vin-
unum fannst hún líta vel út en
fannst sem eitthvað væri að.
Við nánari rannsókn kom í ljós,
að leikkonan er haldin Alzheim-
er-sjúkdómi, sem í upphafi kemur
meðal annars fram í minnisleysi
og endar með því að gera fólk ör-
vasa og ósjálfbjarga langt um ald-
ur fram. Yasmin dóttir hennar fór
fram á það við dómstolana að hún
yrði skipuð fjárhaldsmaður móður
sinnar, og 63 ára að aldri var Rita
Hayworth svipt sjálfræði vegna
þess að hún var ekki fær um að sjá
um sig sjálf lengur.
Hún var flutt frá Kaliforníu og
býr í íbúð á Manhattan í New
York, nálægt heimili Yasmin, þar
fær hún þá bestu umönnun, sem
völ er á og hjá henni býr kona sem
hugsar alveg um hana.
Fyrir nokkrum árum var Rita
spurð hvers hún óskaði sér helst i
framtíðinni og hún svaraði um
hæl að hún óskaði sér hamingju og
góðrar heilsu, „Be happy, have
Health“ voru orð hennar. En það
rætast ekki allar mannanna óskir
og leikkonan og fegurðardísin Rita
Hayworth er all fjarri þeirri
framtíðarsýn, sem hún batt vonir
við.
Samantrkt: Bcrgljót Ingólfsdóttir.
Ileimild: Rita. The Life of Rita Hay-
worth. Höf. Josep Morella og Edward
Z. Epstein. Úíg. Delacorte Press.
Rita og Yasmin. Þær mæðgur þykja mjög líkar.
Það
nýjasta
frá
Háskólabíói
Kynnist ævintýrum Garps (He-man), Tílu og
Vopna. Fæst hjá öllum betri myndbandaleigum.
BíSJI -í?
HJALPARKOKKURINN
KENWOOD CHEF
„CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg
hrærivél.
Kynnið ykkur kosti hennar og notkunarmöguleika.
UMBOÐSMENN:
REYKJAVÍK
JL-húsið, Hringbraut 121
Rafha hf., Austurveri
AKRANES
Rafþjónusta Sigurd. Skaga-
braut 6.
BORGARNES
Húsprýði
STYKKISHÓLMGR
Húsið
BÚÐARDALGR
Verslun Einars Stefánssonar
DALASÝSLA
Kaupfélag Saurbæinga,
Skriðulandi
ÍSAFJÖRÐGR
Póllinn hf.
BOLGNGARVÍK
Verslun Einars Guðfinnssonar
HVAMMSTANGl
Verslun Sigurðar Pálmasonar
BLÖNDGÓS
Kaupfélag Húnvetninga
SAGÐÁRKRÓKGR
Kaupfélag Skagfirðinga
Radío- og sjónvarpsþjónustan
AKGREYRI
Kaupfélag Eyfirðinga
HÚSAVÍK
Grímur og Árni
EGILSSTAÐIR
Verslun Sveins
Guðmundssonar
HELLA
Mosfell
SELFOSS
Kaupfélag Árnesinga
Radío- og sjónvarpsþjpnustan
VESTMANNAEYJAR
Kjarni
ÞORLÁKSHÖFN
Rafvörur
GRINDAVÍK
Verslunin Bára
KEFLAVÍK
Stapafell hf.
Eldhússtörfin verða leikur einn
með KENWOOD CHEF