Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 75 Nú var ðllu lokið; áhorfendurnir höfðu ekk- ert annað að gera en að blða eftir þvl að eldurinn slokknaöi og leita slðan að minja- gripum. Ættingjar látnu búskaranna biðu til þess að fá sviöin llkin afhent og grafa þau. Ned Kelly var færður til Melbourne og þar gréru fljótt þrjátlu sár, sem hann haföi fengið. Hann var leiddur fyrir rétt og dómarinn var sá sami og hafði dæmt móður hans tveimur árum áður. Engum kom á óvart að Ned Kelly var fundinn sekur og dæmdur til dauða. Hörð barátta fyrir þvl aö fá dóminn mildaöan fór út um þúfur og kl. 10 að morgni fimmtudagsins 11. nóvember 1880 var Ned Kelly hengdur. Goðsögnin um Ned Kelly varð til. Eftir dauða Neds varð til urmull af sögum og sönglögum um Kelly og félaga hans. Samkvæmt einni sögunni fórust Dan Kelly og Steve Hart ekki I eldslogunum I Glenrowan, heldur komust þeir undan til Suður-Afrlku þar sem þeir böröust I Búastrlðinu — með Búum. Jafnvel fimmtlu árum eftir atburðinn var ekki óalgengt að heyra um menn, sem héldu þvl fram að þeir væru Dan Kelly eða þekktu einhvern sem væri hann. Sönglög um búsk- arana voru samin og sungin og þar var þeim lýst sem hetjum og vinum fátækra. Þjóðhetja Bækur, leikrit, sönglðg og jafnvel fyrsta ástralska kvikmyndin i fullri lengd fjölluðu um sögu Kelly á ýmsan máta, en venjulega þannig að hrært var saman staöreyndum, uppspuna og þjóðsögum. Enn þann dag I dag eru sagðar sögur af Ned Kelly og segja má að hann hafi oröið uppspretta blómlegs fjölmiðlaiðnaðar. Jafnvel fyrir eldsvoðann I Glenrowan reyndu fjölmiölar að græða á Kelly-genginu. Dagblað I Mansfield gaf út bækling, sem hét „Kelly-gengið, eða útlagarnir I Wombat- hæðunum“. Hann kom út 1879 og hafði að geyma frásögn um afrek búskaranna og nokkur sönglög I sama dúr. Sum þeirra eru sungin enn þann dag I dag. Um svipað leyti var flutt leikrit, sem var kallað „Gammar Wombat-hæða“, fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld i Melbourne. Þótt yfir- völd bönnuðu sýningu þess (aðallega vegna þess að búskararnir léku venjulega á lögregl- una) var varla búið að hengja Ned Kelly þeg- Jól í Áatralíu: laatln atödvuð tll að komaat í veizlu, 1886. Á veggnum er apjald með leiðbeiningum um hvernig atöðva eigi leatina. ar annað leikrit um búskarana var frumsýnt að kvöldi 11. nóvember. Ekkert er vitað um þetta leiklistarframlag annað en þá furðulegu staöreynd að ein af systrum Neds, Kate, fór með eitt hlutverkið I leiknum þegar hann var frumsýndur. Engum kom á óvart aö fjölskylda hennar afneitaði henni. Seinna giftist hún og fluttist til Nýju Suður-Wales, þar sem hún fyrirfór sér aö lok- um. A árunum milli 1880 og aldamótanna slð- ustu sýndu rithðfundar og lagasmiðir heima- sveit Kelly-bræöra stöðugan áhuga og 1906 kölluðu höfundar fyrstu áströlsku kvikmynd- arinnar I fullri lengd framleiöslu slna einfald- lega „Söguna um Kelly-gengið". Hún náði geysimiklum vinsældum hvarvetna I Astrallu og tryggöi Ned Kelly sennilega þann sess sem hann hlaut að lokum I vitund almenn- ings. Og rétt eins og til að koma I veg fyrir að almenningur gleymdi Ned Kelly minntu bóka- útgefendur á hann með stöðugu flóði bóka og greina um hann og félaga hans á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar. Frétta- menn feröuöust til Kelly-sveitarinnar til að taka viðtöl við „þá sem voru þar“. Áatralakir liatamenn hafa löngum gart aér mat úr ævintýrum Kellya. Þaaaa mynd gerði J. Naah akömmu eftir dauða hana og kallaði hana „Kelly í úlfakreppu“. Gamall þorpari, Jack Bradshaw að nafni, sem kallaði sig „slðasta búskarann", samdi bækur, þar sem hann hélt þvl fram aö hann hefði verið góðkunningi Kelly og félaga hans — og allra annarra frægra búskara frá þvl um 1860! Þetta eru aðeins nokkur dæmi um ýmis viöbrögð fjölmiðla við Kelly-goðsögninni á þessum tima. Með tilkomu útvarps og innflutningi „dreif- býlistónlistar" frá Norður-Ameriku til Astrallu um og eftir 1930 varð Ned Kelly fljótlega „fastur liður" I hinum nýju fjölmiðlum, útvarpi og á hljómplötum. Ótal lofsöngvar um Ned og afrek hans voru gefnir út á hljómplötum um þetta leyti og nokkrir þeirra, eins og „The Ned Kelly Song“ og „Poor Ned Kelly (Aum- ingja Ned Kelly), hafa náð hylli almennings og lifa enn góðu llfi. Hauskúpunni stolið_____________________ Slðan 1940 hafa fleiri leikrit, skáldsögur, kvæði, kvikmyndir og jafnvel söngleikur um Ned Kelly séð dagsins Ijós. Nú slðast hefur sjónvarpsfyrirtæki gert framhaldsmyndaþátt um búskarana fyrir stórfé og hann hefur verið sýndur um gervalla Ástrallu. Og eins og til að sanna að Ned sé fræg persóna stal einhver hauskúpu hans fyrir nokkrum árum úr gröf hans I gamla fangelsinu I Melbourne, sem nú er lögreglusafn. En þótt hauskúpa Neds sé týnd og tröllum gefin lifir hetjuímynd hans, bæði I fjölmiðlum og munnmælasögum. Það er aðallega vegna vfxláhrifa umfjöllunarinnar I fjölmiðlum og þjóðsagnanna að Ned Kelly hefur orðið eina raunverulega þjóðhetja Astrallu. Sú Imynd, sem varðveitist vegna þessara vlxláhrifa, spannar yfir mótsagnir og áhyggjur hinnar áströlsku þjóðarskapgerðar. Já, Ned Kelly var morðingi, en hann skaut aðeins lögreglumenn og þeir hafa hvort sem er aldrei verið mjög vinsælir I Astrallu. Hann rændi frá rfkum, kannski ekki til að hjálpa fátækum, en að minnsta kosti til aö sýna að hinir auðugu og voldugu gátu ekki alltaf fengið vilja sínum framgengt. Loks var Ned Kelly áræöinn, þrautseigur og góður félagi („game“ eins og Astrallu- menn kalla það) og það skiptir ef til vill mestu máli. Hann barðist fyrir þvl sem hann trúði á og lét llfið I sölurnar. Eitt mesta hrós sem Astrallumenn geta veitt er aö segja að ein- hver sé óstöðvandi eins og Ned Kelly. Látið blómin tala á konudaginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.