Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 39

Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 87 Guðubaðstofa Jónasar Halldórssonar 25 ára: Léttlyndi, kæruleysi og kvensemi lykillinn að góðu lífi Gamlir og nýir gufubaösgestir draga inn magann fyrir Ijósmyndarann. — segir Jónas „Ég hef aðeins þrjú boðorð í lífinu, og ég þakka þeim hvað ég er hraustur og lífsglaður. Það er léttlyndi, hóflegt kæruleysi og svolítil kvensemi," sagði Jónas Halldórsson nuddari og fyrrver- andi sundkennari, þegar blaða- maður tók hann tali nýlega í til- efni af 25 ára afmæli Gufubað- stofunnar við Kvisthaga 29, sem Jónas rekur og hefur gert frá upphafi. Síðastliðinn laugardag var haldið upp á afmæli stofunn- ar, og fékk Jónas fjölda gjafa og kveðja frá gömlum og góðum kúnnum, meðal annars högg- mynd eftir Kjartan Ragnarsson af Jónasi að nudda. „Þeir hafa verið margir kúnn- arnir hjá mér í gegnum tíðina," segir Jónas, „sumir allt frá byrj- un, eins og til dæmis Guðlaugur Bergmann í Karnabæ. Gulli er nú reyndar kallaður húsdraug- urinn í okkar hópi, því hann er hérna sex daga vikunnar. Gufubaðstofan er enginn kjaftaklúbbur, þótt vissulega sé margt skrafað og fátt af viti, eins og kallinn sagði. Menn koma til að slappa af og hitta góða félaga, enda er stofan orðin eins og annað heimili hjá mörg- um. Annars ætla ég að loka stof- unni í vor. Ég verð sjötugur í sumar og það er orðið tímabært að fara að slaka á, því það er mjög erfitt starf að nudda og ég orðinn slæmur í öxlunum og verð að fara að hvíla mig. Og þá getur maður gefið sér meiri tíma til að stunda veiðar, en veiðar af öllu möpilegu tagi hafa alla tíð verið mitt hobbý númer eitt. Mér er alveg sama hvort það er lax, silungur, rjúpa eða hreindýr. Ég hef jafn gaman af öllu. Jónas heldur því fram að gufu- böð séu gífurlega holl, og senni- lega neita því fæstir. „En það verður að stunda böðin rétt,“ segir hann, „ég er ekki hrifinn af því að fara beint í kalda sturtu úr 80 stiga hita. Það held ég að sé beinlínis óhollt. En það þýðir ekkert að segja mönnum hvað þeir eigi að vera lengi inni í einu. Það er mjög einstaklingsbundið, og nokkuð sem menn verða að finna út sjálfir." Ólafur Jóhannesson, fyrrver- andi ráðherra, hefur verið tíður gestur á gufubaðsstofunni hjá Jónasi um langt skeið. „Ég man MorgunbladiA/ Friðþjórur eftir því að þegar ólafur kom fyrst, var hann spurður hvort hann hefði verið nuddaður áður. Hann sagðist nú ekki hafa verið svo mikið nuddaður, en hins veg- ar væri fólk sífellt að nudda í sér, en það væri annar handlegg- ur.“ Sæbjörgin VE 56 landar: Loksins lét loðnan sjá sig Loónunni landað. Á innfelldu myndinni er Sæbjörgin að leggj- ast við bryggju með fullfermi. MorKunhi.ðiv ói.k.m. „ÞAÐ HEFUR aldrei veiðst eins mikið á jafn skömmum tíma frá því að loðnuveiðar hófust og þessa viku frá 2. febrúar síðast- liðnum til miðvikudagsins 8. febrúar. Það lætur nærri að um 100 þúsund tonnum hafi verið landað á þessu tímabili, eða tæplega helmingnum af allri loðnuveiðinni frá því að veiðar hófust í nóvemberbyrjun," sagði Andrés Finnbogason hjá loðnu- nefnd í spjalli við blm. Morgun- blaðsins, en meðfylgjandi mynd- ir eru teknar í Örfirisey þann 7. febrúar sl., af loðnulöndun Sæ- bjargar VÉ 56, sem kom með fullfermi, 550 tonn. Menn nefna einkum þrjár ástæður fyrir þessu góða gengi. Fyrst ber auðvitað að telja að nóg virðist vera af loðnu í sjón- um, en hitt skiptir ekki síður máli að veður hefur haldist sæmilegt og nægt þróarrými verið til staðar. Siðustu daga hefur tíðin verið heldur rysjótt og skortur á þróarrými er farinn að verða verulegt vandamál, svo mikið, að bátar hafa orðið að sigla langar leiðir til að fá lönd- unarpláss og síðan þurft að bíða allt að þrjá sólarhringa eftir að komast að. Eins og landslýð er kunnugt, hefur sjávarútvegsráðherra heimilað veiðar á 265 þúsund tonnum af loðnu til viðbótar þeim 375 þúsund tonnum, sem þegar hafði verið gefið leyfi til að veiða. Það er því keppt að 640 þúsund tonnum, en sl. fimmtu- dag voru tæp 300 þúsund tonn komin á land. Það er svo á valdi loðnunnar sjálfrar og veðurguð- anna hvort tekst að ná í þessi 340 þúsund tonn sem á vantar. Hingað til hefur loðnan ein- göngu verið veidd til bræðslu, en upp úr mánaðamótunum febrú- ar-mars fer að vera grundvöllur fyrir að veiða loðnuna til hrognanýtingar. Það hefur verið samið við Japani um sölu á 3000 tonnum af hrognum, sem sam- svarar um 80 til 90 þúsund upp úr sjó. Hjálmar brosir breitt yfír fundi loðnunnar Fiskifræðingarnir okkar hafa ekki haft mörg tækifæri tii þess að brosa upp á síðkastið. Hver „svarta skýrslan" eftir aðra hef- ur komið frá þeim um ástand fiskstofnanna en nú varð breyt- ing á. Loðnurannsóknaleiðangur gaf af sér „ljósa skýrslu” um ástand loðnustofnsins og fleiri krónur munu því renna í illa statt þjóðarbúið. Ekki mun af veita. Það er því engin furða að Hjálmar Vilhjálmsson brosi breitt í tækjaklefa sínum um borð í rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. MorgunbUAið Rafn Olnfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.