Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 44

Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 ________________________________________» 1M3 Unlvirul Pr.». t.ndlcl. Qujrdu ót> muincí... fyrir íveimur drurvi... 5e\dW&u mér hannstur." ást er... ... „að láta blómin tala. “ TM Reg U.S Pal. Oft.—aH ríQhls reswved e1984 Los Angeles Times Syndicale l>etta skeði þegar ég lækkaði í hátalarakerfinu. HÖGNI HREKKVISI „Umbótastefna Andropovsu? Lýðræðissinni skrifar: „I fréttum ríkisútvarpsins þann 13. þ.m., var þess getið að hinn nýi aðalritari sovéska kommúnista- flokksins, Konstantin U. Chern- enko, væri talinn fulltrúi þeirra sem lögðust gegn „umbótastefnu" Andropovs. Já, það hefur ekki tekið frétta- mann ríkisútvarpsins nema örfáa mánuði að gera þennan fyrrverndi yfirforingja ógnarlögreglunnar KGB í 15 ár að umbótamanni, með jákvæðum formerkjum, í ímynd íslensku þjóðarinnar. Fyrir þá sjá- andi fólst þó „umbótastefnan" í utanríkismálum aðallega í stans- lausum hræðsluáróðri og hótunum gagnvart vestrænum lýðræðisríkj- um, ef þau voguðu sér að efla varnir sínar gegn hömlulausum vígbúnaði Sovétríkjanna, nú og á undanförnum árum. Þessi „um- bótastefna“ naut að sjálfsögðu fullrar aðstoðar allra Treholtinga. í innanríkismálum fólst „um- bótastefnan" aðallega í hertum þrælatökum gömlu samstarfs- mannanna í KGB á andófs- mönnum, rithöfundum og öllum almenningi. Eins og áður sagði, tók það ekki marga mánuði fyrir starfsmann Sannleiks-ráðuneytis ríkisút- varpsins að breyta ímynd Andro- povs. Eitt verða þeir þó að varast, en það er að hamra ekki of lengi á því að nýi leiðtoginn Chernenko hafi lagst gegn „umbótastefnu" Andropovs, því nú þarf að taka til óspilltra málanna og skapa nýja „umbótastefnu-ímynd" Chernenk- os.“ Um göngur glerálsins að suðurströndinni Til Velvakanda. f Morgunblaðinu 3. febrúar sl. er viðtal við Þórir Jónsson fiski- fræðing þar sem talað er um göngur glerálsins í Faxaflóa og hugsanlegar göngur hans upp að suðurströndinni. Þar sem ég er alinn upp við ósa Ölfusár, á Eyrarbakka, og aðal- leikvöllurinn var fjaran og skerin, langar mig að leggja orð í belg. Á svæðinu austan Ölfusár hef ég oft orðið var við töluveran glerál á vorin, þó ekki torfur. Hann virtist dreifður um fjöruna, en var þó mest í kring um ræsin þar sem mýrarvatnið rann fram. Einnig man ég eftir að hann kom upp í bátinn hjá manni með þararusli þegar dregin voru rauðmaganet. Á leirunni vestan Óseyrarness var oft mikið af glerál í pollum þar sem áin féll yfir á flóði. Ég er hræddur um að gleráls- göngurnar hafi ekki verið árviss- ar, að minnsta kosti mismiklar á þessum árum. Á seinni árum hef ég ekki fylgst með þessu. í sambandi við veiðitilraunir er þetta helst að segja. Það er vitað mál að áll er í flestum lækjum og síkjum á þessu svæði, en ég er hræddur um að erfitt geti orðið að setja upp gildrur þar sem helst væri veiðivon, því ekki má hindra göngur lax og silungs. Hvað við kemur álaveiði baróns- ins á Hvítárvöllum, tel ég að þar sé alls ekki um neina fjarstæðu að ræða — a.m.k. finnst áll hér alla leið upp í Hvítá. Jón V. Ólafsson Frá sýningu verslunarskólanema á rokkóperunni Rocky Horror. Þessir hringdu . . . Til hamingju rás 2! Ánægður útvarpshlustandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að vitna í grein, sem birtist í Velvakanda síðastliðinn laugardag (4. febrú- ar) þar sem farið var ófögrum orðum um nýju útvarpsrásina okkar. Mér finnst þetta ansi stórorð grein og viðkomandi hef- ur örugglega mjög sjaldan gerst svo djarfur að hluta á rás 2. En hvað um það, við verðum víst að sætta okkur við eðli ís- lendinga, að sjá sjaldnast björtu hliðarnar á hlutunum. Alveg er ég viss um að krakkarnir sem stjórna þáttunum á rás 2, taka svona skrif mjög nærri sér. Við vitum öll að skammdegið fer illa í suma íslendinga, en að láta það bitna á nýjungunum, sem við erum alltaf svo hrædd við, finnst mér út í hött. Annars langar mig til að óska þessum krökkum, og sérstaklega honum Þorgeiri Ástvaldssyni, til hamingju með góða byrjun. Mér finnst sumt mega missa sín, en við verðum að gefa fólkinu tíma. Þátturinn „Pósthólfið", finnst mér bera af öðrum þáttum rás- arinnar. Hann virðist vera með eindæmum vel unninn og Valdís Gunnarsdóttir, annar umsjón- armanna, hefur mjög góða rödd. Ég er hissa að sú rödd skuli ekki vera meira notuð í útvarpi, því ekki er mikið um kvenraddir á rásinni. Til hamingju krakkar! Þetta er stórfínt hjá ykkur. Haldið áfram af krafti, öllsömul! Stórgóð upp- færsla nem- enda VÍ á rokk- óperunni Rocky Horror Verslunarskólanemi hringdi: „Ennþá er ég altekinn hrifningu eftir að hafa séð uppfærslu nem- enda Verslunarskóla fslands á rokkóperunni Rocky Horror laugardaginn 10. þ.m. Háskóla- bíó var þétt setið og þar var brjáluð stemmning. Ásamt kórnum, sem er skipaður sextíu nemendum, komu fram átta ein- söngvarar sem lifðu sig inn í hlutverkin eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað en syngja í rokkóperum. Geysimikil vinna liggur að baki slíkri sýningu og á þar stærstan þátt kórstjórinn, Jón ólafsson, kornungur maður, en hann útsetti lögin og er jafn- framt meðlimur hljómsveitar- innar Toppmanna sem átti atlan heiður af tónlistinni. Sóley Jó- hannsdóttir danskennari aðstoð- aði hópinn við uppfærsluna. Búningar, lýsing og hljóðstjórn var allt með miklum ágætum. Þið stóðuð ykkur vel krakkar! Ég hrópa húrra fyrir ykkur og skora á ykkur að endurtaka óperuna. Ég er viss um að þið getið troðfyllt Háskólabíó aftur ef þið kærið ykkur um. Með þökk fyrir frábæra skemmtun." Fyrirspurn varöandi sjón- varpsskerminn á sovéska sendiráðinu Björn Hjaltason hringdi og óskaði eftir að ítreka fyrirspurn sem hann fékk birta hér í Vel- vakanda sunnudaginn 5. febrúar: — Hinn 5. febrúar gerði ég fyrir- spurn til yfirvalda vegna sjón- varpsskermsins sem er á sendi- ráði Sovétríkjanna við Túngötu. Hafa verið gerðar ráðstafanir til að fjarlæga þennan skerm? Ekki veit ég til hvaða aðila maður á að snúa sér með slíka fyrirspurn og bið þig þess vegna að ítreka hana í dálknum þínum Velvak- andi góður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.