Morgunblaðið - 24.02.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
Forsætisráðherra um afgreiðslu ríkisstjórnar varðandi fjárlög:
Sjálfur verið fjarstaddur
afgreiðslu mála á mínu sviði
„VITANLEGA er alltaf lögd áhersla á þad að sá hinn sami ráðherra sam-
þykki slíkt, en ég vil leggja áherslu á það, að þegar ráðherra fer til útlanda þá
gegnir annar ráðherra störfum hans. Og ég gerði mjög ítrekaðar tilraunir til
að ná í fjármálaráðherra í London strax eftir rfkisstjórnarfundinn, en tókst
ekki,“ sagði forsætisráðherra, er hann var spurður í gær, hvort ekki væri
óvanalegt að ríkisstjórn tæki ákvarðanir gegn vitneskju og vilja þess ráð-
herra sem tilheyrandi málaflokkur fellur undir.
í máli Alberts Guðmundssonar
fjármálaráðherra á Alþingi í gær
kom m.a. fram, að hann er andvíg-
ur þeirri ákvörðun sem ríkis-
stjórnin tók í fjarveru hans um
tilfærslur innan fjárlagaramm-
ans, en eins og komið hefur fram í
fréttum er yfirlýst loforð ríkis-
stjórnar að allt að 340 millj. kr.
verði varið til að rétta hag þeirra
verst settu. Albert sagði þetta
ákveðið án sinnar vitneskju, en
hann myndi þó reyna að fram-
fylgja ákvörðuninni.
Steingrímur sagði ennfremur:
„Málin stóðu hins vegar þannig, að
formannafundur ASÍ beið og það
var bókstaflega ekki um annað að
ræða. Þess vegna tók ríkisstjórnin
einróma þá ákvörðun að afgreiða
málið, enda með samþykki stað-
gengils Alberts, Matthíasar
Bjarnasonar. En þess var m.a.
vandlega gætt og undirstrikað,
ekki sízt vegna fjarveru fjármála-
ráðherra, að ríkisstjórnin gæti
ekki skuldbundið sig á nokkurn
máta til þess að fara út fyrir fjár-
lagarammann. Sömuleiðis var
undirstrikað að það yrði að vera
eftir nánara samkomulagi, hvaðan
þetta væri flutt, því að sjálfsögðu
verður fjármálaráðherra að hafa
forustu um þær tilfærslur."
— En er ekki einsdæmi, að rík-
isstjórn taki ákvarðanir á þennan
hátt, gegn vilja viðkomandi ráð-
herra?
„Ég skal ekki segja um það. Það
hefur komið fyrir að ráðherrar
hafa verið fjarverandi og hiutir
hafi orðið að afgreiðast. Það er þá
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra:
Framsókn hlýt-
ur að vera búin að
semja við bændur
„ÞAÐ VERÐUR AÐ gerast í fullu
samráði við bændur. Og ég trúi
því úr því Framsóknarflokkurinn
hefur gengist inn á þetta í ríkis-
stjórninni, að þeir hafi þá tekið
ákvörðun í samstarfi eða í sam-
ráði við bændasamtökin. Eg
reikna þá með að þau séu búin að
samþykkja það og ég get þá sam-
þykkt það einnig, svo framarlega
sem ég fæ ekki bakreikning
vegna útflutningsbóta eða eitt-
hvað slíkt,“ sagði Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra, er
hann var spurður, hvort hann gæti
fallist á þá leið, sem nefnd hefur
verið, m.a. af forsætisráðherra, að
til fjármögnunar bóta til hinna
verst settu verði notaðir peningar,
sem nú er varið til niðurgreiðslna
landbúnaöarvara.
Albert var einnig spurður,
hvort hann hygðist segja af sér
ráðherradómi, þar sem hann
hefði lýst sig andvígan ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar um þessa
millifærslu, en Albert telur
hana beina niðurgreiðslu á
launagreiðslum atvinnurekenda
í landinu. Hann sagði: „Það get-
ur vel verið, ég hef ekki tekið
neina ákvörðun um það. Ég vil
ekki hlaupa frá dæminu meðan
Fjármálaráðherra:
Reiðubúinn
til samninga
LAUST fyrir miðnætti lauk sátta-
fundi BSRB og samninganefndar
ríkisins, sem hófst klukkan 20.00. Á
fundinum var lögð fram eftirfarandi
bókun Alberts Guðmundssonar fjár-
málaráðherra:
Fjármálaráðherra hefur kjara-
samninga BSRB nú til skoðunar
og endurmats. Hann hefur fullan
hug á því að semja við samtökin á
næstu dögum og er nú að láta
kanna með hvaða hætti unnt er að
skapa svigrúm innan ramma fjár-
laga til þess að unnt sé að semja
við ríkisstarfsmenn á sama
grundvelli og samningar hafa nú
tekist um milli ASÍ og VSÍ.
það er í lausn. Það er ætlast til
þess að ég vinni að lausn, en ef
mér mistekst þessi lausn, þá hef
ég ekkert með það gera að halda
áfram að vera ráðherra."
kannski spurningin hversu stórir
eða litlir. Eg hef sjálfur verið fjar-
verandi og menn starfað fyrir mig
og mikilvægir hlutir verið
afgreiddir á mínu sviði."
— Gegn þínum vilja?
„Kannski ekki, en ég hef treyst
þeim mönnum sem hafa farið með
þetta fyrir mig, og ég get ekki sagt
að það hafi verið gegn vilja mín-
um, en stundum get ég sagt að ég
hafi kosið einhvern annan veg,
hefði ég sjálfur verið viðstaddur."
— Telur þú að hægt sé að bjóða
opinberum starfsmönnum upp á
minni kauphækkanir en samið
hefur verið um milli VSÍ og ASf?
„Það er alveg augljóst að þessir
samningar á opinberum vettvangi
hafa áhrif á þá, en ríkisstjórnin
hefur ekki tekið afstöðu til máls-
ins, en hún hlýtur að gera það
mjög fljótlega."
— Fjármálaráðherra hefur lýst
því yfir, að samningamálin séu á
hans sérsviði. Mun ríkisstjórnin
samþykkja launahækkanir til
opinberra starfsmanna á sama
hátt og fyrirgreiðsluna tengda
samningum ASÍ og VSÍ, þ.e. að
samþykktar verði hærri launa-
hækkanir en 4%, sem fjármála-
ráðherra hefur lýst sig andvígan
þar sem þar séu mörk fjárlag-
anna?
„Vitanlega er þetta í hans
verkahring, en meðan ég hef verið
í ríkisstjórn hafa þessi mál ætíð
verið rædd þar. Vitanlega hefur
hann forustu og hefur gert þetta
með prýði, en þetta viðkemur auð-
vitað allri ríkisstjórninni. Fjár-
málaráðherra hefur auðvitað gert
ríkisstjórninni grein fyrir þeim
tilboðum sem hann hefur gert og
ég er ekki í nokkrum vafa um að
það næst samstaða um þetta í rík-
isstjórninni."
Mbl./Kristján Einarsson.
Ræninginn ók fram hjá leigubifreiðinni gegnt Laugavegi 138 og beygði
síðan á mikilli ferð upp Mjölnisholt. „Ég helt að hann myndi velta
bifreiðinni,“ sagði leigubílstjórinn í samtali við blm. Mbl.
„Hársbreidd munaði að
ræninginn æki á mig“
— segir bflstjóri sem síðastur sá til ræningjans
„HÁRSBREIDD munaði að ræninginn æki á mig. Hann keyrði Ijóslaus
eins og vitfirringur austur Laugaveg og beygði upp Mjölnisholt hjá
Timburverslun Árna Jónssonar. Ég hélt að hann myndi velta bifreið-
inni, slíkur var aksturinn," sagði leigubflstjóri á Bæjarleiðum í samtali
við MbL, en hann sá síöastur til ræningjans, sem hirti 1840 þúsund
krónur af tveimur starfsmönnum ÁTVR fyrir viku.
„Ég sá ekki hvort maðurinn ég mig hvers kyns var. Ég til-
var einn í bifreiðinni, eða hvort
fleiri voru með honum. Hann ók
ljóslaus og myrkrið grúfði yfir.
Þetta var rétt fyrir klukkan átta
og ég var með tvo farþega í bif-
reiðinni á leið austur Laugaveg.
Til móts við Laugaveg 138 ók
leigubifreiðin R-320 framúr mér
á miklum hraða. Bifreiðin var
ljóslaus og ég sá ekki til öku-
mannsins vegna myrkurs. Ég
var síst að skilja, að leigubifreið-
arstjóri skyldi aka svona eins og
vitfirringur.
Það var svo ekki fyrr en um
klukkan níu að tilkynning barst í
talstöðinni um ránið og þá áttaði
kynnti þegar um atburðinn og
eftir það fóru þeir að leita í
Holtunum. Höfðu áður leitað í
austurbæ Reykjavíkur. Bifreiðin
fannst skömmu síðar yfirgefin í
Brautarholti eftir ábendingu
minni.
Ég hefði elt ræningjann, hefði
hann ekið utan í mig, og látið
vita um ferðir hans. Eins ef ég
hefði vitað að leigubifreiðin
hefði verið tekin traustataki til
ráns skömmu áður. Nú óska ég
þess helst, að hann hefði ekið
utan í mig. Þá væntanlega væri
ræninginn bak við lás og slá,“
sagði leigubílstjórinn að lokum.
„Verum harðir — en
yfirvegaðir og rólegir“
— sagði Guðmundur J. Guðmundsson á fjölmennum Dagsbrúnarfundi í gær
MIKILL einhugur ríkti á almennum
félagsfundi Dagsbrúnar sem hald-
inn var í gær, gegn þeim samningi
sem ASÍ og VSI hafa gert með sér
til næstu 15 mánaða og var hann
felldur með 17 mótatkvæðum, en á
áttunda hundrað manns sátu fund-
inn samkvæmt upplýsingum stjórn-
ar félagsins, enda flest sæti í Aust-
urbæjarbíói setin.
Tillaga um leynilega atkvæða-
greiðslu um samningana var bor-
in undir fundinn og felld með yf-
irgnæfandi meirihíuta atkvæða,
svo atkvæði voru greidd með
handauppréttingum. Ekki reynd-
ist hljómgrunnur á fundinum
fyrir þeirri tillögu stjórnar um að
bíða með atkvæðagreiðslu um
samningana, þar til niðurstaða
viðræðna lægi fyrir og greiða þá
um þá atkvæði. Heldur var sam-
þykkt tillaga Péturs Tyrfingsson-
ar og Brynjars Jónssonar að
greiða atkvæði um samningana,
sem varð með fyrrgreindri niður-
stöðu. Ályktun stjórnar var síðan
samþykkt einróma, með þeirri
breytingu að í stað samninga ASÍ
og VSI kæmu samningar sem
Dagsbrún færi nú í viðræður við
viðsemjendur sína um.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar, setti fund-
inn og fór i samninginn lið fyrir
lið. Fann honum flest til foráttu
og sagði Dagsbrún marg hafa lýst
því yfir að hún gerðist ekki aðili
að slíkum samningi. Sagði hann
mikla deyfð hafa ríkt innan ASÍ í
samningamálum og félögin hefðu
nánast verið áhorfendur að þeim,
en meirihlutinn þar hefði því mið-
ur viljað þessi vinnubrögð.
Af einstökum atriðum samn-
ingsins nefndi hann ákvæðið um
að fólk innan 18 ára aldurs nyti
ekki sömu lágmarkslauna og
eldra fólk, sem hann sagði að
Dagsbrún hefði tekist að koma
inn í samninga 1937 í miðri
kreppu, þ.e. að fólk 16—18 ára
nyti sömu launa fyrir sömu vinnu
og aðrir þjóðfélagsþegnar. Sagði
hann illa hafa reynst að versla
með slík prinsipmál og nefndi sem
dæmi að 1969, þegar 800 Dags-
brúnarmenn hefðu gengið
atvinnulausir, hefði verið fallist á
í nauðvörn, að eftirvinna skyldi
aldrei vera minni en 40% ofan á
dagvinnu og 80% á næturvinnu,
en áður hefðu samsvarandi tölur
verið 60% og 100%. Síðan þá hefði
aldrei tekist að ná fram leiðrétt-
ingu á þessu. Nú væri talað um að
eftirvinna yrði allt ofan í 10%
ofan á dagvinnu eftir við hvaða
launaflokk væri miðað. Til að
mynda sagði hann að eftirvinna í
9. flokk A, sem bónus er reiknaður
út frá í fiskvinnu, yrði ekki nema
17% ofan á dagvinnu. Yfirvinnu-
álag væri skorið niður um helm-
ing, en yfirvinna væri þriðjungur
af tekjum Dagsbrúnarmanna.
Hann dró einnig mjög í efa að
verðbólgan yrði ekki meiri en
10—11% á árinu og yrði því um
áframhaldandi kjararýrnun að
ræða, sem þegar væri orðin
25—30% á síðasta ári.
Sagði hann kröfur Dagsbrún-
armanna að strika út lægstu
taxta. Þá hefði einnig fram-
kvæmdastjóri Eimskips sagt að
engir Dagsbrúnarmenn ynnu á
þeim töxtum sem tekjutryggingin
næði til. Sagði Guðmundur ástæð-
una vera þá að þeir hefðu 20%
álag á kaup sem þeir hefðu fengið
meðal annars vegna þess að fækk-
að hefði verið í lestum, þeir hefðu
breytt kaffitímum og fleira. Væri
þetta nú skorið niður um helming
miðað við dagvinnutekjutrygg-
ingu.
Sagði hann kröfur Dagsbrúnar
vera um samræmingu og nefndi
dæmi máli sínu til stuðnings, þar
sem félagar annarra félaga njóta
betri kjara en Dagsbrúnarmenn
þó þeir vinni sömu vinnu. Sagði
hann að ef samningarnir væru
samþykktir væri einnig verið að
pakka öllum þessum kröfum
niður.
Minnti Guðmundur fundar-
menn á sögu Dagsbrúnar, fyrir
hennar tilverknað hefði átta
stunda vinnudagurinn náðst í
gegn, atvinnuleysistryggingasjóð-
ur, sjúkrasjóður og önnur rétt-
indamál. Dagsbrún hefði fórnað
sérhagsmunum til að halda uppi
almennum réttindamálum: „Ver-
um harðir — en yfirvegaðir og ró-
legir. Gleymið ekki merki félags-
ins, sem er merki rísandi sólar,
ekki merki hnígandi sólar. Ég
legg þetta óhræddur í ykkar
dóm,“ sagði Guðmundur að lok-
Pétur Tyrfingsson tók einnig til
máls. Sagði hann það að bæði at-
vinnurekendur og ríkisvald væru
ánægðir með þessa samninga
benda til að full ástæða væri til
þess að fella þá. Sagðist hann
myndu koma því á framfæri við
stjórnarandstöðu að flutt yrði
frumvarp um að taka fjármagn
vegna félagslegra aðgerða fyrir
hina verst settu af hátekju-
mönnum. Sagði hann að kjara-
skerðingin jafngilti því að menn
ynnu kauplaust í 3 mánuði á ári
og hefði hann ekki efni á því.
Sagði hann að verið væri að gera
landið að gósenlandi fyrir inn-
lendan og erlendan atvinnurekst-
ur og verkalýðurinn yrði að vera
sameinaður og sterkur til að verja
sig. Aðgerða- og úrræðaleysi ein-
kenndi verkalýðshreyfinguna,
hún hefði haft 9 mánuði, eða heil-
an meðgöngutíma til að undirbúa
aðgerðir og þetta væri niðurstað-
an. Sagði hann það nauðsynlegt
að fella þessa samninga hér og nú
og að menn yrðu að vera því við-
búnir að fara í verkföll ef þeir
felldu þá. Sagði hann að Dags-
brún gæri orðið leiðandi afl og
fordæmi öðrum að fella samn-
ingana. Verkafólk krefðist þess að
halda reisn sinni og fá að búa í
þessu landi.
Af þeim sem til máls tóku
mælti aðeins einn með samþykkt
samningana og var á hann púað.
Fundurinn samþykkti að senda
starfsmönnum í álverinu í
Straumsvík baráttukveðjur.