Morgunblaðið - 24.02.1984, Side 3

Morgunblaðið - 24.02.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 3 Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI um ummæli Alberts Guðmundssonar: Rangt að verið sé að niðurgreiða launin Samningarnir snerust um að bæta hag þeirra verst settu „ÞAÐ ER alls ekki réu, þegar fjármálaráðhcrra segir, að með þessum tilfærsl um sé verið að niðurgreiða laun fyrir fyrirtækin í landinu,** sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands fslands, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þeim ummælum fjármálaráðherra, að með framlagi ríkisins í nýgerðum kjarsamningum ASÍ og VSÍ væri verið að niður- greiða laun, sem fyrirtækjunum bæri í raun að greiða. „Stór hópur þeirra, sem fær úr- lausn með þessari millifærslu er alls ekki á vinnumarkaðnum. Sam- kvæmt áætlun er gert ráð fyrir að þriðjungur upphæðarinnar renni til elli- og örorkulífeyrisþega og það er furðulegt ef ráðherran kall- ar það niðurgreiðslu á launum," sagði Magnús ennfremur. „Þá segir ráðherrann að fyrir- tækin taki ekki á sig eðlilegan launakostnað við þessa samninga, sem er auðvitað ekki rétt. Fyrir- tækin taka á sig tæplega 7% heild- arlaunakostnaðarhækkun á þessu ári, að viðbættri 3% launahækkun í upphafi næsta árs. Samhliða þessu er verið að hækka lágmarks- tekjutryggingu um tæplega 16%. Ég skil því ekki þegar ráðherrann talar um að fyrirtækin taki ekki á sig réttmætan launakostnað," sagði Magnús. „Þessir samningar snerust í raun um hvernig hægt væri að koma til hjálpar þeim sem lægstu launin hefðu og verst væru staddir. Það er gert með beinum launahækkunum og þessum tilfærslum. Hugmynd- irnar, sem legið hafa til grundvall- ar þessum tilfærslum hafa flestar snúist um að nýta fjármuni, sem þegar er gert ráð fyrir að séu nýttir til einhvers konar tekjuöflunar, betur en gert er í dag. Málið snýst í raun um að færa frá þeim sem bet- ur mega sín til þeirra sem búið er að skilgreina, að eigi erfitt í þjóð- félaginu. Það kemur mér því veru- lega á óvart, að fjármálaráðherra skuli ekki sjá hinar jákvæðu hliðai þessara samninga og þeirra til- færslna, sem farið er fram á. Þaf er alls ekki verið að tala um aukir útgjöld ríkissjóðs heldur aðeins verið að færa frá þeim sem betui mega sín til hinna, sem verr ert settir," sagði Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ, að end ingu. Verðbólgan á undanhaldi: Hækkun lánskjaravísi- tölu er liðlega 0,47% VERÐBÓLGA hefur verið á miklu undanhaldi undanfarna mánuði og nýjustu útreikningar á hækkun vísitölu staðfesta það. Hækkun lánskjaravísitölu milli febrúar og marz sl. er um 0,47%, eða úr 850 stigum í 854 stig. Hækkun vísitölu byggingar- kostnaðar milli janúar og febrú- ar var enn minni, eða 0,23%, úr 155,22 stigum í 155,58 stig. Ef hækkun lánskjaravísitöl- unnar er framreiknuð næstu tólf mánuði, fæst tæplega 5,8% árshraði. Á síðustu þremur mánuðum hefur lánskjaravísitala hækkað um 2,15% og er árshraðinn miðað- ur við þessa þriggja mánaða hækkun tæplega 8,9%. Ef hækkun vísitölu bygging- arkostnaðar milli mánaðanna janúar og febrúar er fram- reiknuð næstu tólf mánuði, fæst út um 2,8% árshækkun. Á síðustu þremur mánuðum hefur vísitala byggingarkostn- aðar síðan hækkað um 1,19%, sem jafngildir um 4,85% árshraða framreiknað. Að mati Seðlabanka íslands er verðbólguhraðinn nú á bil- inu 11—14%, en þá er tekið mið af svokallaðri fjögurra mánaða reglu. Tekið er mið af hækkun vísitölu síðustu tvo mánuði og spá um næstu tvo mánuði. Stefán Valgeirsson mætir á þingflokksfundum: Fékk skriflega yfir- lýsingu um „lýðræð- isleg vinnubrögð“ „ÞAÐ ER BÚIÐ art setja starfsreglur í stíl virt þart sem ég var búinn að tala um og sem fullnægja því sem ég var búinn að fara fram á,“ sagði Stefán Valgeirsson þingmaður Framsóknarflokksins í virttali virt Mbl. í gær, en hann hefur á ný tekirt sæti í þingflokki sínum, eftir art hafa fengirt skriflega yfirlýsingu þingflokksins um art hann muni stunda þart sem Stefán sjálfur kallaði, er hann hætti að sækja þingflokksfundi: „lýðræðisleg vinnubrögð". Stefán sagðist hafa fengið komandi málefni. skriflega sendar nýjar starfsregl- ur, sem samþykktar hefðu verið af þingflokknum. Hann sagði þær fela í sér að ef fundarstjóri, þ.e. formaður þingflokks, teldi ein- hvern vafa á því að verða ætti við beiðni þingmanns um atkvæða- greiðslu, þá skuli hann skjóta því til þingflokks, þannig að atkvæða- greiðsla fari fram um hvort til at- kvæðagreiðslu skuli koma um við- „Þetta er alveg eftir þeim regl- um sem ég tel að eigi að vera í þessu sambandi," sagði Stefán. Hann sagðist þegar vera búinn að mæta á þingfundi. „Mér var tekið alveg eins og ég hefði farið út í gær,“ sagði hann aðspurður um móttökurnar. „Ég er búinn að fá því fullnægt sem ég fór fram á og ég lét ekkert troða á mér með þetta,“ sagði hann að lokum. Þetta er fermingarfatnaðurinn sem slær í gegn nú er hann loksins kominn í allar verslanir okkar. BS) KARNABÆR Ir LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.