Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 7 Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim er glöddu mig á 85 ára afmœli mínu þann 11. febrúar sl. Alberta Albertsdóttir, ísafírði. Bíll til sölu: Range Rover ’80 Litur hvítur, ekinn aöeins 30 þús. km, lituð gler, útvarp og segulband, teppalagður, góð Michelin- dekk, listar á hliðum. Mjög fallegur og vel með farinn bíll. Tilboð merkt: „R — 1836“ leggist inn á augld. Mbl. Tónleikar Hinir heimsfrægu listamenn Los Paraguayos ásamt lceland Seafunk Corporation í Háskólabíói í kvöld, föstudaginn 24. febrúar, kl. 23.30. Miöasla í Háskólabíói frá kl. 4 í dag. Fyrstu félögin hafa samþykkt samningana .............. Karl Steinar —■ —-------- i „Hvet alla eindregio til a<V sambykkja samningana f _ segir CuðrmmdJ. Guömundsson fara meö rangfersiur varöand, eftirvinnu.aunj ri.An.ain varaformaður Verkamannagambandsing: Meiri hækkun til láglauna- fólks en annarra „Við fáum með þessum samningi 151/2% hækkun á lág- markstekjur, fyrir þá sem eru á lægstu tekjum og vinna aðeins dagvinnu. Þá höfum við lagt fyrir ríkisstjórnina til- lögur um tilfærslur til þeirra sem hafa lágar tekjur og framfærslubyrði, sem styrkir töluvert aöstöðu þeirra.“ (Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í blaðaviðtali í fyrra- dag.) Skynsamlegt mat í stöðunni Asmundur Stefinsson, forseti ASÍ, lét svo um mælt, er samningar lágu fyrir milli ASf og VSf: „Ég tel að þeir samning- ar sem við höfum gert séu skynsamlegt mat i þeirri stöðu sem við erum í í dag. Ég lít ekki i þá sem mat i réttmætum hlut okkar í þjóðartekjum, eða að við fium sanngjarnt skipta- hlutfall á milli launafólks og atvinnurekenda, en ég tel hinsvegar að miðað við þi samningsstöðu sem við höfum í dag sé skynsam- legra að gera þennan samning en stefna í átök sem hlýtur að verða hinn kosturinn." Þi lagði forseti ASf iherzlu á að þessi samn- ingur fæli f sér, gagnstætt öðrum samningum, all- nokkra hækkun til lág- launahópa, umfram þá sem betur eru settir. Varaformaður- VMSÍ leiðrétt- ir formanninn Karl Steinar Guðnason, varaformaður VMSÍ, segir í blaðaviðtali í gær: „Ég tel að meginþorri fé- laga VMSf muni sam- þykkja samningana og ég hvet alla félaga sambands- ins eindregið til að greiöa þeim atkvæði." Karl vék síðan aö þeirri staðhænngu Guðmundar J. Guðmundssonar að laun fyrir eftirvinnu muni lækka og sagði orðrétt: „Það sem skeður er að tekjutrygging hækkar en eftirvinna lækkar ekki. Það er í reynd hlutfallið sem raskast og það er ekk- ert nýtt I*etta hefur verið að raskast undanfarin ár einfaldlega vegna þess að sú leið var valin að lita sem mest koma til þeirra sem verst eru settir.“ Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, fortnaður Sóknar, segist „ekki koma auga i aðra betri leið í stöðunni", þegar hún ræðir um samn- inginn, og Kagna Berg- mann, formaður Fram- sóknar, tekur í sama streng. Hún minnir i að könnun Kjararannsókna- nefndar hafi leitt í Ijós að 50% félagsmanna í Fram- sókn hafi verið undir 13 þúsund krónum, en nú sé samið fyrir alla upp fyrir þau mörk. „Það detta niður hjá okkur þessir lágu taxtar sem verkakvennafélagið er með. Við byrjum í rauninni i 15. flokki með þessari dagvinnutryggingu. Það er þetta fólk sem við höfum verið að reyna að berjast fyrir og ég sé ekki að ann- að sé fært en að skrifa undir þennan samning." Sérstaða Ólafs Ragnars Grímssonar Ólafur Ragnar Gríms- son, fyrrverandi formaöur þingflokks Alþýðubanda- lagsins, kom i óvart i fundi í Sameinuðu þingi í fyrradag. 1 fyrsta lagi krafðizt hann nafnakalls um tillögu (samstarf við Grænlendinga um fisk- veiðimál), sem vitað var fyrir fram aö allir vóru sammála um). í annan stað gerði hann grein fyrir at- kvæði sínu, eða nýtti tíma sem hann fékk til þess, til irása á tvo ráðherra á kol- röngum forsendum. í þriðja lagi fékk hann orðið um þingsköp og nýtti þá heimild til efnislegra um- ræðna um annaö efni, áframhaldandi árása á for- sætis- og utanríkisráð- herra. Forseti deildarinnar sló í bjöllu og áminnti varaþingmanninn, sem er afar fátíður atburður á Al- þingi. Um þetta efni sagöi Geir Hallgrímsson, utanrfkLs- ráðherra, í þingræðu: „Ég skal fara eftir til- mælum forseta og ræða um greinargerð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem brot á þingsköpum. Hon- um gafst tækifæri í um- ræðu hér í gær, að taka efnisatriði málsins til með- feröar, en þá svaf þessi þingmaöur og sá ekki ástæðu til að taka þátt í umræðu um málið. Kemur síðan og krefst hér nafna- kalls um tillögu, sem ein- hugur er um á Alþingi, í því skyni, að rjúfa þá sam- stöðu, sem er á meðal þing- manna í þessu mikilvæga máli. Ih ss vegna eru ásak- anir hans út í hött og til þess fallnar að spilla fyrir málstað okkar íslendinga. Að lokum hlýt ég að vekja athygli á því, að ásökun hans í garö okkar forsætisráðherra felst í því að við höfum ekki hafist handa eftir að þessi tillaga kom fram á þingi. Það er algjörlega ósatt. Á þeim tíma og raunar fyrr reynd- um við að stofna til við- ræðna við Grænlendinga, en efnislega voru þeir ekki reiðubúnir til þeirra fyrr en málið væri útkljáö af þeirra hálfu gagnvart Efnahags- bandalaginu. I«etta eru staðreyndir málsins." Bflasýning í Hafnarfirði Sýnum í dag og á morgun ’84 árgeröirnar af Ford og Suzuki FORD ESCGRTLX FORD FIESTA suzuki snawa Opiö: Föstudag og laugardag frá 10—18 Bifreiðaverkstæði Guðvarðar Elíassonar, Drangahrauni 2, sími 52310. $ SUZUKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.