Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
Fjárhagsáætlun til fyrri umræðu á Akureyri:
Álagningarprósenta
útsvaranna 10,6%
Akureyri, 22. febrúar.
„VIÐ sáum ekki ástæðu til þess að
skapa ágreining um þessa fjár-
hagsáætlun, sem hér liggur fyrir,
svo nálægt er hún okkar hugmynd-
um um álagningar og framkvæmd-
ir,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, við
fyrri umræðu um fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs Akureyrar, sem fram
fór í gær. „Þó er því ekki að leyna
að við hefðum kosið að álagn-
ingarprósenta útsvara yrði ekki
hærri en 10,5% í stað 10,6% eins og
frumvarpið gerir ráð fyrir, og eins
er Ijóst að standist ekki spár stjórn-
valda um verðlagsmál, þá er ekkert
svigrúm í þessari áætlun til að
Skólastjórar
í kynnis-
ferð til Kína
UM ÁTJÁN skólastjórar og
yfirkennarar úr Reykjavík
og nágrenni halda þann 16.
mars nk. í kynnisferð til
Kína. Er ferðin farin í boði
Kínversk-íslenska menning-
arfélagsins og dvelja ís-
lensku skólaaðilarnir þar í
tvær vikur, kynna sér skóla-
mál, kennsluhætti og æsku-
lýðsstarf.
mæta breytingum þar á,“ sagði Sig-
urður ennfremur.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætl-
unarinnar á rekstraráætlun eru
kr. 325.290.000.- Á eignabreyt-
ingar eru færðar kr. 62.583.000.-.
Helstu tekjuliðir eru: Útsvör kr.
169,9 millj., aðstöðugjöld kr. 49
millj., skattar af fasteignum kr.
55,2 millj., jöfnunarsjóðsframlag
er áætlað kr. 35 millj. Þá er gert
ráð fyrir nýjum lántökum að
upphæð kr. 25.152.000.-.
Helstu rekstrarliðir á áætlun-
inni eru: Yfirstjórn bæjarins kr.
13.087.000, félagsmál og al-
mannatryggingar kr. 59.785.000,
heilbrigðismál kr. 10.967.000,
fræðslumál kr. 44.783.000, menn-
ingarmál kr. 9.430.000, fegrun og
skrúðgarðar kr. 11.535.000,
íþrótta- og æskulýðsmál kr.
10.084.000, eldvarnir og örygg-
ismál kr. 8.989.000, hreinlætis-
mál kr. 14.640.000, skipulags- og
byggingarmál kr. 7.249.000, götur
og holræsi kr. 16.844.000, fast-
eignir kr. 2.430.000.
Gjaldfærður stofnkostnaður er
samtals áætlaður kr. 36.196.000.
Þá er gert ráð fyrir að til ný-
bygginga fari kr. 58,7 millj. og til
vélakaupa kr. 6,6 millj.
Afborganir lána eru áætlaðar
kr. 25,2 millj.
Síðari umræða um fjárhags-
áætlunina verður væntanlega að
hálfum mánuði liðnum.
GBerg
Viðtalstími
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12.
Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum
og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtals-
tíma þessa.
Laugardaginn 25.
febrúar verða til viðtals
Magnús L. Sveinsson
og Vilhjálmur G. Vil-
hjálmsson.
Bladburóarfólk
óskast!
Austurbær
Hvassaleiti
C K W KB K
Á miðvikudag hafði prinsinn Michael af Kent stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli.
til Kanada í opinbera heimsókn.
Ljósm. Gunnar Sigtryggsson.
Hann var á leið frá Englandi
Meðal 45 mála fyrir Búnaðarþingi:
Tillögur að nýjum lög-
um um útflutning hrossa
45 mál hafa nú verið lögð fyrir Bún-
aðarþing. Meðal mála sem lögð voru
fram á miðvikudag var tillaga Gunn-
ars Bjarnasonar, hrossaútflutnings-
ráðunautar Búnaðarfélags íslands að
nýjum lögum um útflutning hrossa.
Tillagan er f 15 greinum og fylgir
henni ítarleg greinargerð.
Um ástæður þess að þessar tillög-
ur eru lagðar fyrir Búnaðarþing
segir Gunnar í greinargerðinni:
„Ástæður j)ess, að ég hef nú tekið
mér fyrir hendur að semja upp að
nokkru leyti lög um útflutning
hrossa, eru helst tvær. Annars veg-
ar eru það hinar langvarandi deilur
í landinu um hrossaútflutning og
hvernig að honum skuli staðið, og
hins vegar tel ég rétt, áður en ég
hætti afskiptum af þessum máium
sem útflutningsráðunautur, að ég
setji fram ákveðnar tillögur mínar
um, hvernig ég tel réttast að standa
að þessum málum, og hef ég þar að
byggja á 44 ára starfi, en það hófst
í árslok 1939 eftir að ég hafði að
óskum Búnaðarfélagsins kynnt mér
hrossarækt og hestaverslun á Norð-
urlöndum og í Þýskalandi á fimm
mánaða námsferðalagi að loknu há-
skólaprófi frá dýralækna- og land-
búnaðarháskólanum i Kaupmanna-
höfn.“ Mbl. hefur sagt frá fyrstu 36
málum Búnaðarþings en hér á eftir
fer listi yfir þau sem síðan hafa
komið fram:
Mál nr. 37. Tillaga frá formanna-
fundi búnaðarsambanda vegna
skerðingar á framlagi til grænfóð-
urræktar.
Mál nr. 38. Tillaga frá formanna-
fundi búnaðarsambanda um mál-
efni ræktunarsambanda.
Mál nr. 39. Erindi Búnaðarsam-
bands Austurlands um aukið frjáls-
ræði veiðifélaga við hvert vatna-
svæði um stjórn á veiði vatnafiska.
Mál nr. 40. Erindi Guttorms V.
Þormars um breytingu á reglugerð
nr. 62/1964 um skiptingu framlags
ríkissjóðs til sýsluvega. Flutt að ósk
sýsluráðs Norður-Múlasýslu.
Mál nr. 41. Erindi Jóns V. Jón-
mundssonar og Halldórs Árnasonar
um tölvuþjónustu búnaðarsam-
banda.
Mál nr. 42. Erindi Búnaðarsam-
bands Austur-Húnavatnssýslu um
heildarstefnumörkun í landbúnaði.
Mál nr. 43. Erindi Búnaðarsam-
bands Austur-Húnavatnssýslu um
greiðslur til Framleiðnisjóðs skv.
lögum nr. 43/1979 á framlagi vegna
jarðræktarlaga.
Mál nr. 44. Erindi Gunnars
Bjarnasonar um útflutning hrossa.
Mál nr. 45. Erindi Árna G. Pét-
urssonar, Júlíusar J. Daníelssonar
og Ólafs R. Dýrmundssonar um
gerð og gæði vegagirðinga.
26933 íbúð er öryggi 26933
Raðhús Seltjarnarnesi
Þessi glæsilegu hús á einum besta stað á Sel-
tjarnarnesi eru til sölu. Húsin eru afhent fokheld
með jární á þakí. Tilb. til afh. strax. Vel kemur til
greína að taka íbúðir upp í kaupin. Verð 2,3 millj.
Teikningar á skrifstofunni.
niiiijif
II Wll
Veðdeíldarián 2—4 m. fjölsk. 639.000 5—6 m. fjölsk. 748.000 7 m. o.fl. 864.000 Flatarmál 2. h. 70 m Flatarmál 1. h. 95 m Flatarm. bílak. 47,98 m Alls 212,98 m
Ath.: Aðeins 2 hús eftir. frs
markaðurinn
Hafnarstræti 20, simi 26933 (Nyja husmu viö Lækjartorq)
<í<$<í<S<í<£<í<2<£t£eí<£<5G;<í<£<í Jón Maqnússon hdl.
Borðapantanir
í síma 30400
í Húsi verslunarinnar viö Kringlumýrarbraut