Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
Orósending frá
Lífeyrissjóði verziunarmanna
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna sendi í byrjun febrúar
yfirlit til allra sjóöfélaga um greiöslur til sjóösins
þeirra vegna á síöasta ári, 1983. Yfirlit þessi voru
send á heimilisföng, sem sjóðfélagar höföu 1. des-
ember 1983, samkvæmt þjóöskrá.
Þeir sjóöfélagar, sem fengiö hafa sent yfirlit, en hafa
athugasemdir fram að færa, svo og þeir sjóöfélagar,
sem telja sig hafa greitt til sjóösins á síöasta ári en
ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um aö hafa
samband við viökomandi vinnuveitenda eöa skrif-
stofu sjóösins.
Lífeyrissjódur verzlunarmanna.
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
LESBOK
Flugvélar
framtíðarinnar
Þær veröa sumar meö hringlaga vængi en aörar
einungis eins og fljúgandi risavængur, sumar
lenda aldrei og þaö er alveg ótrúlegt hvaö er í
vændum.
Sól ek sá
Matthías Johannessen skrifar nokkrar hugdettur
um Sólarljóö þar sem kemur fyrir lýsing á dauöa
manns og för inn í aöra tilveru.
Aö lifa elska og yrkja
Viötal viö Nínu Björk Árnadóttur í tilefni sýningar
Leikféiags Akureyrar á Súkkulaöi handa Silju.
Viltu veröa
sjúkraþjáifari?
Þá er ráö aö lesa samtal viö Maríu Ragnarsdótt-
ur, formann námsbrautar f sjúkraþjálfun.
Vöndud og menningarleg helgarlesning
Helgi Hálfdanarson:
Tvær ástúðir
í einni buxu
I nýkomnu hefti af ritinu fs-
lenskt mál og alraenn málfræði er
m.a. gagnorð smágrein eftir rit-
stjórann, dr. Höskuld Þráinsson
prófessor, og ber yfirskriftina
„Ekki til í fleirtölu". Þar minnist
hann á nokkur þeirra orða í ís-
lenzku máli, sem kölluð hafa
verið eintöluorð (sykur, mjólk,
ástúð, o.s.frv.) með því að þau
eiga sér enga fleirtölu, og einnig
nokkur hinna, sem kallazt hafa
fleirtöluorð (mjaltir, feðgar, bux-
ur, o.s.frv.) og eru ekki til í ein-
tölu. Enn er flokkur orða, sem
ýmist eru aðeins höfð í eintölu
eða þau fá einnig fleirtölu og þá
um leið aðra merkingu, oftast
náskylda, en aðra þó (ævi, gleði,
gull, o.s.frv.). Ef til vill væri nær
að kalla orð af þessu tagi fremur
tvö orð en eitt, þegar hvorki
merking né beyging er hin sama;
t.d. annars vegar eintöluorðið
ævi í merkingunni lífstími, og
hins vegar tölubeygða orðið ævi í
merkingunni lífssaga, sem fær
fleirtöluna ævir að eðlilegum
hætti.
Talsvert hefur borið á því að
undanförnu, að orðum, sem
vegna merkingar sinnar eða
hefðar hafa verið talin eintölu-
orð, sé fengin fleirtala, oft án
nokkurs merkingar-tilefnis, og
hefur margur ömun af slíkri
meðferð á orðum eins og keppni,
sala, árangur, o.s.frv. Á það bend-
ir Höskuldur réttilega, að engin
beygingafræðileg vandkvæði eru
á myndun fleirtölu af slíkum
orðum, og ýtir það að sjálfsögðu
undir þessa þróun. Þó telur hann
að sum þeirra, eins og mjólk,
myndu eiga erfitt uppdráttar í
fleirtölu, hvaða erindi sem þau
ættu þangað. En hver veit? Nú
er ekki aðeins seld í búðum ný-
mjólk, heldur einnig léttmjólk
og súrmjólk, og aldrei að vita
nema brátt verði sagt, að seldar
séu þrjár mjólkir ef ekki fleiri.
Víst er auðvelt að nota orðið
keppni í fleirtölu og gefa því
merkinguna kappleikur. Og vel
mætti hugsa sér að sagt væri: „f
öllum keppnum á þessu ári hefur
verið hörð keppni milli Péturs og
Páls.“ Hitt er svo annað mál,
hvaða sæld menn hefðu af fá-
tæktinni, og hvort ekki væri þá
björgulegra að tala um kappleika
en keppnir.
Fyrir nokkrum árum var ég að
halda því fram, að gefnu tilefni,
að orðið tími væri eintöluorð og
ekki til í fleirtölu; hins vegar
væri orðið tímar fleirtöluorð og
ekki til í eintölu. Þessi tvö orð, ef
svo má kalla, hafa sína merking-
una hvort; hið fyrra er einkum
haft um það fyrirbæri sem mælt
er í árum eða sekúndum („tím-
inn líður"), en hið síðara um til-
tekin skeið sögunnar eða um ald-
arhátt („tímarnir breytast").
Hér mætti raunar fleira nefna,
svo sem tölubeygða tökuorðið
tími (í merkingunni klukkustund
og kennslustund). En svo koma
íþrótta-fréttamenn og segja að
„tímarnir" hjá öllum hlaupurun-
um hafi verið nokkuð góðir. Og
fæ ég þá ekki betur séð, en þar sé
„eintöluorðið tími“ komið
blaðskellandi í stolinni fleirtölu,
eða „fleirtöluorðið tími“ sé látið
sölsa undir sig merkingu þess.
Ýmsum þætti víst betur sagt, að
„tími hlauparanna" hafi verið
góður (og auðvitað eins þótt
hann hafi ekki verið sá sami hjá
þeim öllum). Sennilega hikuðu
flestir við að segja, að allir
„árangrarnir" væru góðir.
Greinilegt er, að mörg nýstár-
leg tölubeyging á sér erlendar
fyrirmyndir; en þó hygg ég að
mestu valdi, að ýms orð (lýs-
ingarorð, fornöfn, töluorð), sem
einatt fylgja eintöluorðum og
fleirtöluorðum, hafa fallið í slíka I
óhirðu, að engu er líkara en
notkun þeirra sé orðin fjölda
fólks verulegur vandi. Þar má
nefna orðin tvennur, þrennur,
margur, fár, ýmis, allur, hvor-
tveggi» sinn (með hvor, hver eða
hvað), hvor og hver (með annar),
o.s.frv.
Og þá dettur mér í hug sorgleg
gamansaga af undirrituðum.
Það var einhvern tíma á stríðs-
árunum, að ég gerði mér það til
dundurs að svipast um eftir ís-
lenzkum orðum fyrir nokkur
hugtök í efnafræði, þau sem
einna oftast bar á góma í dag-
legu tali og kennslu í almennum
skólum. Fór þá svo sem vænta
mátti, að einatt þóttu hægust
heimatökin, og varð árangur þá
eftir því, og oftar en hitt býsna
spaugilegur, enda hafði ég hina
beztu skemmtun af, þótt lítill
væri áhuginn á fræðum þessum
að öðru leyti. Að sjálfsögðu hélt
ég öllum heimabökuðum nýyrð-
um til haga, prófaði hvernig þau
stæðu sig í samhengi, og kallaði
þá sum þeirra vel nothæf. Ég
sýndi kunningjunum, sem sumir
voru kennarar í þessari grein, og
auðvitað leizt þeim ærið mis-
jafnlega á gripina, rétt svo sem
mér leizt afar illa á flest orð sem
aðrir höfðu gert, enda er það að
jafnaði aðalgallinn á nýyrðum,
að maður hefur ekki búið þau til
sjálfur.
En fyrir kímnigáfu almættis-
ins atvikaðist svo, að einn góðan
veðurdag er ég gerður að skóla-
kennara í efnafræði. Hafði þá
mikið vatn til sjávar runnið og
miklar breytingar orðið á ýms-
um hugtökum, orðafari og
kennsluefni. En viti menn! Það
fyrsta sem ég rek augun í, þegar
ég kem inn í kennslustofuna, er
eitt af mínum gömlu nýyrðum,
því þar stóð með stóru letri uppi
á vegg „Lotukerfi", haft um
Möguleikar á 50% verðmæta-
aukningu í svínarækt með
kynbótum og skýrsluhaldi
„Ástand svínastofnsins mjög bágborið,“ segir í
skýrslu svínaræktarráðunautarins til Búnaðarþings.
NIÐURSTÖÐUR athugana sem Pét-
ur Sigtryggsson, svínaræktarráðu-
nautur Búnaðarfélags íslands, hefur
gert sýna að ástand íslenska svína-
stofnsins er mjög bágborið, svo ekki
sé meira sagt. A Norðurlöndum er
talið viðunandi að 17—19 grísir fáist
til slátrunar og ásetnings eftir hverja
gyltu á ári en samkvæmt samantekt
Péturs á upplýsingum frá sláturleyf-
ishöfum fá íslenskir svínabændur
aðeins 12—13 grísi eftir hverja
gyltu. Telur Pétur að með skýrslu-
haldi og skipulögðum kynbótum
væri hægt að auka afkastagetu ís-
lenska svínastofnsins upp í það sem
er á Norðurlöndum. Með þessu væri
hægt að auka heildarverðmæti
svínakjötsframleiðslunnar um 50%
eða ná sama kjötmagni með þriðj-
ungi færri gyltum og samsvarandi
minni fóðurkostnaði.
í skýrslu til Búnaðarþings 1984,
þar sem ofangreindar upplýsingar
eru fengnar, segir Pétur m.a.:
„Hvað svínaræktina varðar þá
ætti það að vera tiltölulega auð-
velt hér á landi að auka hlutdeild
íslensks svínakjöts og jafnvel úti-
loka ólöglegan innflutning á
svínakjöti og kjötiðnaðarvörum úr
svínakjöti með því að stórauka
þekkingu svínabænda á svina-
rækt, koma á almennu skýrslu-
haldi og skipulögðum kynbótum
og flytja siðan inn i landið kyn-
bótadýr, sem gefa af sér afurðir,
sem eru í samræmi við þær kröf-
ur, sem neytendur gera i dag.“
Pétur segir að í júní 1980 hafi
verið byrjað á skýrsluhaldi í
svínabúi Kristins Sveinssonar að
Hamri í Mosfellssveit. Þar hafi nú
verið safnað miklum upplýsingum
um notagildi íslenska svínastofns-
ins. Fjöldi grísa eftir hverja gyltu
hefði við skipulega vinnu þar kom-
ist upp í 18 á árinu 1982 í stað
13—14 árið áður. Þeim gyltum
sem reyndust illa skv. niðurstöð-
um skýrsluhaldsins var miskunn-
arlaust slátrað eða um 60% af
gyltufjöldanum og í stað þeirra
voru settar á unggyltur undan
bestu gyltunum á búinu. Pétur
segir í skýrslu sinni að það séu
einkum þrjú atriði sem geri það að
verkum að íslenski svínastofninn
stendur svona langt að baki sam-
svarandi svínastofnum á Norður-
löndum. Lítill fæðingarþungi, lítill
lífsþróttur og lítill vaxtarhraði.
Þessi litli vaxtarhraði ásamt litl-
um fæðingarþunga segir Pétur að
valdi því að íslenskir svínabændur
verði að ala grisi sína allt að
þremur mánuðum lengur en
svínabændur á Norðurlöndum, til
þess að ná 90 kg lifandi þunga við
slátrun. „Þegar þessar niðurstöður
eru athugaðar verður að hafa í
huga, að íslenski svínastofninn er
og hefur alltaf verið mjög lítill og
frá árinu 1932 hefur hann verið
einangraður. Samkvæmt talningu
frá árinu 1932 voru aðeins 138
svín, 6 mánaða og eldri, í landinu.
Af þessu má sjá, að mikil skyld-
leikarækt og þeir ókostir, sem
henni fylgja, hljóta að hafa hér
mikið að segja. Auk þess hafa eng-
ar skipulagðar kynbætur verið
framkvæmdar og sömu sögu er að