Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 13 efnakerfi Mendelejeffs, sem kallað hafði verið „períódíska sýstemið" áður fyrr. Og þegar ég fór að blaða í kennslubókinni kom fleira merkilegt í ljós. Ég hafði á sínum tíma prófað að nota orðið efnahvörf um það fyrirbæri sem kallað var „kem- iskur prósess". Orðið var að sjálfsögðu fleirtöluorð, hugsað samkvæmt því, að þá verða efni fyrir umskiptum (ný efni mynd- ast af öðrum sem þverra) og eru þá einatt í bókstaflegri merkingu „á hvörfum" eftir að- stæðum. Orði þessu hafði ég svo látið fylgja önnur skyld eða af því leidd, svo sem hvarfahraði, sögnina að hvarfast, o.fl. Og hvað sé ég nú, nema allt þetta efna- hvarfa-orðagóss og fleira úr sama búi trónandi bísperrt á blaðsíðum kennslubókarinnar. — Og þó. Mér til furðu og trega sé ég að „efnahvörfin" góðu eru komin í eintölu — efnahvarf! Fyrst hélt ég að þetta hlyti að merkja þjófnað úr vöruskemmu, og vafðist nú fyrir mér sam- hengið. En brátt varð mér ljóst, að einhverjum hjartagóðum mönnum hafði blöskrað að ætla nemendum þá raun að tala um ein og tvenn efnahvörf, eða hvortveggju efnahvörfin, og talið áhættuminna að þeir fengju að segja eitt efnahvarf og bæði efnahvörfin, enda þótt botninn væri þar með dottinn úr merkingunni. Fleira sá ég þarna af orðum, sem voru mér kunnugleg en höfðu verið heilaþvegin. Svo nefndar „hómógenar og heteró- genar efnablöndur" hafði ég prófað að kalla einleitar og mis- leitar, enda er útlit látið greina þar á milli. En í bókinni var ein- leita blandan orðin „einsleit". Ég hélt að þetta merkilega málfyr- irbæri hlyti að vera prentviíla, en ekki var því að fagna; orðinu var haldið til streitu gegnum þykkt og þunnt. Ég hef ekki enn getað glöggvað mig á náttúru þess, og læt útrætt um orðafar á þeim vettvangi. Ég hygg að ýmsum þyki þau frávik frá íslenzkri málhefð, sem hér hefur helzt verið drepið á, næsta meinlítil. Ef til vill eru þau framar öðru til marks um varhugavert andvaraleysi og lausatök í almennu mál-uppeldi. Og víst er um það, að á vorum tímum steðjar að íslenzkri tungu margur ófarnaður drjúgum skuggalegri, og mætir furðu litlu viðnámi, þó að sífellt sé höggvið nær sjálfum innviðum málsins. Úr þeim sóknarþunga dregur naumast í bráð, og verður ekki við það ráðið. Hitt er vítavert, að góð vígstaða til varnar er ekki hagnýtt sem skyldi. Víst skal til þess ætlazt, að umfram allt sé vörnum uppi haldið í skólum, enda gangi þar fram kennarar allra námsgreina. Fjöldi þeirra rækir þá skyldu eftir föngum með hinni mestu prýði; en þar er á fleira að líta. Eg er ekki einn um þá skoðun, að mikil ófremd verði til þess rakin, að kennsla í erlendum málum sé hafin allt of pnemma í skólakerfinu, og ís- lenzkukennsla sé að sama skapi allt of lítil. Hins vegar væri frá- leitt að saka skólana eina um það sem miður fer. Þar bera sök allir þeir sem gefast upp í vörn- inni, sætta sig við að allt reki á reiðanum, mæla bót látlausu undanhaldi, kalla jafnvel spjöll á þjóðtungunni, sem framin eru í ræðu og riti, eðlilega þróun, og reka þannig sjálfir þann flótta sem hverjum Islendingi er skylt að leitast við að stöðva. Hvenær sem ég heyri einhvern mæla undanslættinum bót, kemur mér í hug hin fræga vísa dr. Brodda Jóhannessonar: Húskinn velur hægan sið heims í skriðuróti, að veita öllum auium lið og alltaf niður í móti. Um þessar mundir eru ráða- menn í ýmsum löndum að vakna við vondan draum. Þeim er loks orðið ljóst, að meingun er að eyða skógum og útrýma lífi í vötnum og ám, og veit þó enginn til hlítar hver ógn er þar á ferð- um. Þeir sem á liðnum áratugum hafa hrópað á varnir gegn þess- ari skelfilegu vá, hafa víða verið kallaðir sérvitringar og ofstæk- ismenn. Nú óttast ráðvilltir leið- togar að allt sé að verða um sein- an, og velkja það fyrir sér í ræf- ildómi sínum, til hvaða örþrifa- ráða sé hægt að gripa á elleftu stundu. Vér Islendingar þykj- umst enn sem komið er hafa sloppið að mestu við þessa bölv- un i eigin landi. En ekki er síður brýnt að halda vöku sinni á öðr- um sviðum, og mun þó helzt til fast sofið á ýmsum varðstöðvum íslenzkrar menningar, meðan laumuleg meingun fer sínu fram. segja um allt skýrsluhald," segir Pétur í skýrslu sinni. Um niðurstöður skýrsluhaldsins og kynbótanna á Hamri í Mos- fellssveit segir Pétur ennfremur: „Tekist hefur að lækka meðalald- ur sláturgrísanna við slátrun um 34 daga frá árinu 1980, en þrátt fyrir það er þessi meðalaldur við slátrun án efa einn sá allra hæsti í Evrópu í dag. Ef fitumálin eru at- huguð sést, að enginn árangur hefur náðst í að minnka fitusöfn- un hjá grísunum. Þessi mikla fitu- söfnun hjá grísunum er mjög bagaleg, því að neytendur gera stöðugt meiri kröfur um fitu- minna kjöt. Einnig verður að hafa í huga að þetta gerir svínakjöts- framleiðsluna mun dýrari en nauðsyn er til, því að það þarf 5—6 sinnum meira fóður til þess að framleiða 1 kg af fitu en 1 kg af kjöti, ef nægileg vaxtargeta er fyrir hendi." Árið 1982 voru 1.720 gyltur í landinu, og var áætlað að þær gæfu af sér 22.373 sláturgrísi á ár- inu 1983 að verðmæti 115 milljón- ir. Ef farið yrði að tillögum Péturs um skýrsluhald og skipulagðar kynbætur og þannig að 18 grísir fengjust eftir hverja gyltu á ári og fallþungi grísa yrði að meðaltali 60 kg hefði verðmæti svínakjöts- framleiðslunnar orðið 175 milljón- ir i stað 115 milljóna. Um þetta segir Pétur: „Þegar þessir mögu- leikar eru bornir saman sést best, hversu dýrt það er fyrir svína- bændur og neytendur að vera að burðast með svona lélegan bú- rekstur og svínastofn." Mikill sam- dráttur í sölu búvéla 1983 MJÖG mikill samdráttur varð í sölu búvéla á árinu 1983. í skýrslu verk- færaráðunauts Búnaðarfélags ís- lands til Búnaðarþings kemur fram að á árinu voru seldir 257 traktorar en á árinu 1982 voru seldir 308 traktorar. Á árinu 1978 voru hins vegar seldir meira en helmingi fleiri traktorar eða 594. Af öðrum algengum búvélum má nefna að seldar voru 197 sláttuvélar en á undanförnum ár- um hafa verið seldar 250—300 sláttuvélar á ári hverju. Sala snúningsvéla minnkaði um helm- ing. Seldar voru 146 vélar á móti 304 árið áður. Sömu sögu er að segja um heybindivélar. Aðeins voru seldar 69 heybindivélar á ár- inu á móti 126 árið 1982. Þá má geta þess að seldar voru 180 áburðardreifarar á móti 288 árið áður og 87 mykjudreifarar á móti 123 árið áður. Húsbygging Aðalfundur Kattavinafélagins verður haldinn á Hallveigarstöð- um sunnudaginn 26. febrúar næstkomandi kl. 14. Þar verður meðal annars rætt um húsbygg- ingu félagsins en það hefur fengið lóð að Stangarhyl 2 í Reykjavík. v\>- Or \\V <? 0 sendingin af Dallas Viö erum aö taka heim síöustu sendinguna af Dallas leöur/ skai settinu sem viö fáum í langan tíma TILBOÐ meðan birgðir endast út og á mánuöi -m Hornsófar kr. 32.960.- IDE 3+2+1 kr. 29.950.- húsgögn færa þér raunverulegan arð Meö því aö vera hluthafar í IDÉ MÖBLER A/S, stærstu innkaupasamsteypu norö- urlanda og taka þátt í sameiginlegum innkaupum 83ja stórrahúsgagnaverzlanaí Danmörku, víöa um lönd, tekst okkur aö hafa á boðstólum úrvals húsgögn — öll meö 2ja ára ábyrgð — á miklu lægra veröi en aörar húsgagnaverzlanir geta boðið. Gæöaeftirlit IDÉ er svo geysistrangt, aö þú ert örugg(ur) um aö fá góö húsgögn þó verðiö sé svona lágt. Þú þarft aö æfa verðskyn þitt og líta til okkar. HDSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.