Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBROAR 1984
Ortega, leiðtogi herstjórnarinnar í Nicaragua:
Kosningar breyta
engu um marx-
ískar fyrirætlanir
Managúa, 23. febrúar. AP.
DANIEL Ortega Saavedra leiðtogi
herstjórnarinnar í Nigaragua sagði í
dag að ýmsum neyðarákvæðum sem
gilda í landinu, þ.á m. ritskoðun,
yrði aflétt áður en kosningar fara
fram í nóvember n.k.
Aftur á móti yrði ekki gefið eftir
gagnvart stjórnarandstæðingum
sem hunsa kosningarnar, stuðn-
Veður
víöa um heim
Akureyrí 7 akýjað
Amsterdam 6 skýjaó
Aþana 17 skýjaó
Bracetona 8 alskýjaó
Bartín 2 akýjaó
Brflasat 5 skýjaó
Buonoa Airoa 30 skýjaó
Chicago 16 heiðakin
Dtibitn 7 akýjaó
Gonf 6 heióakfrt
Itoliinki +4 heióskírt
Hong Kong 25 skýjað
kiníinkim 16 hetóakírt
JóhiinnnifboiQ 27 heióekírl
Kaupmannahöfn 1 akýjaó
Laa Pafanaa 19 skýjaó
Liaaabon 14 akýjaó
London 5 akýjað
Lo» Angolot 21 heióskírt
Mnligw 16 hótfakýjaó
Maflorca 11 akýjaó
Mexðcóborg 2Sheióskírt
Miami 27 heióakírt
Montreal 2 skýjaó
Moakva +7 heióakirt
New York 11 heiðskírl
Oaló -3 heióskírt
Paría 6 heióakirt
Peking 4 skýjaó
Perth 22 skýjaó
Reykjavik 4 aúld
Ríó de Janeiró 37 heióakirt
Róm 13 akýjaó
San Francisco 15 heióakírt
Seoul 4 skýjað
Stokkhólmur -1 anjókoma
Sydney 27 heióskírt
Tókýó 4 anjókoma
Vancouver 5 rigning
Vmarborg 2 snjókoma
Varajá 2 skýjaó
Þórshöfn 8 atskýjaó
ingsmönnum Somoza fyrrum ein-
ræðisherra, og uppreisnar-
mönnum, sem bækistöðvar hafa í
nágrannalöndum Nicaragua.
Tilkynning herstjórnarinnar á
þriðjudag um að kosningar skyldu
fara fram 4. nóvember kom á
óvart, þar sem ekki hafði verið bú-
ist við að kosið yrði fyrr en þremur
mánuðum síðar. 1 kosningunum
verður kjörið löggjafarþing og
jafnframt kosinn forseti og vara-
forseti.
Ortega hefur þó bætt því við að
kosningar breyti engu um fyrir-
ætlanir sandinista um marxíska
stjórnarhætti i landinu. Á útifundi
með 130 þúsund stuðningsmönnum
sínum sagði hann að sandinistar
„samþykktu ekki lýðræði sem
Bandaríkjastjórn fyrirskipaði".
Margir stjórnarandstæðingar
eru enn fullir efasemda um að
kosningarnar í nóvember fari fram
á lýðræðislegan hátt, en Ortega
sagði á biaðamannafundi í gær að
skref í frjálsræðisátt yrðu tekin
smátt og smátt. í marsmánuði
yrðu ný kosningalög afgreidd frá
ríkisráðinu og fengju þá stjórnar-
andstæðingar aðgang að opinber-
um fjölmiðium. Sem stendur er
dagblaðið La Prensa eini vettvang-
ur stjórnarandstæðinga, en það
sætir harðri ritskoðun yfirvalda.
Einkaleyfi til
framleiöslu
á Interferon
í Evrópu
Cambridge, 22. febrúar. AP.
SVISSNESKT lífefnafyrirtæki hefur
fengið einkaleyfi til framleiðslu á
alpha interferon í Evrópu, samkvæmt
upplýsingum höfuðstöðva dótturfyrir-
tækis þess í Bandaríkjunum.
Búist er við að interferonið, sem
framleitt er með litningasplæs-
ingu, komi á markað í Evrópu seint
á þessu ári eða í byrjun þess næsta.
Verður það notað fyrst um sinn
gegn ákveðnum krabbameinssjúk-
dómum, en talið er að það geti
komið að miklum notum gegn
kvefi.
Nýtt sovéskt flugvélamódurskip
Nýjasta flugvélamóðurskip Sovétríkjanna, Novorossiysk, er nú statt á Suður-Kínahafi og var þessi mynd tekin
er Sea King-þyrlan brezka frá brezka flugmóðurskipinu Invincible skoðar það. Novorossiysk er 43 þúsund
smálestir að stærð, og eru um 35 flugvélar um borð, 20 KA-25-Hormone-þyrlur og 15 Yak-36-forger-orrustuþot-
ur, sem hafið geta sig lóðrétt til flugs. Einnig er skipið búið loftvarnaeldflaugum og eldflaugum til að skjóta á
skotmörk á landi.
NATO-æfingar á norðurslóðum:
150 herskip 300 flugvélar
og 25.000 landhermenn
Atlantshafsbandalagið efnir til
heræflnga í Norður-Noregi og flota-
og landgönguæfinga á Atlantshafi og
Noregshafi 28. febrúar til 28. mars
næstkomandi. 25.000 landhermenn
taka þátt í æfingunum f Norður-
Noregi og 150 skip og 300 flugvélar í
flotaæflngunni.
Evrópuherstjórn NATO stjórn-
ar landæfingunni en svonefnt
hraðlið herstjórnarinnar verður
þá sent til Norður-Noregs. í því
eru hermenn frá átta NATO-
ríkjum: Bandaríkjunum, Bret-
landi, Hollandi, ítaliu, Kanada,
Luxemborg, Noregi og Vestur-
Þýskalandi. Tilgangur þessarar
æfingar sem kallast á ensku
„Avalanche Express" er að þjálfa
hraðliðið við vetrarskilyrði í
Norður-Noregi og samhæfa störf
þess og liðsafla Norðmanna á
þessum slóðum, þ.e. í Troms-fylki.
Hraðliði NATO var komið á fót
1960. Það er búið venjulegum
vopnum og á að vera unnt að
senda það með skömmum fyrir-
vara hvert sem er innan varnar-
svæðis Evrópuherstjórnarinnar
sem nær frá Norður-Noregi til
Austur-Tyrklands. í því eru bæði
landhers- og flugsveitir. I liðinu
eru hermenn frá mörgum NATO-
þjóðum og felst fælingarmáttur
þess í því að hugsanlegum árásar-
aðila er ljóst að hann á ekki í
höggi við eina þjóð þegar sækir
gegn liðinu, eins og segir í frétta-
tilkynningu Evrópuherstjórnar
NATO um æfinguna.
Á vegum Atlantshafsherstjórn-
arinnar, en innan varnarsvæðis
hennar er ísland, verður æft
hvernig koma má liðsauka sjóleið-
is til Norður-Noregs á hættu-
stundu. Kallast sá hluti NATO-
æfingarinnar „Team Work 84“ á
ensku. I flotanum sem þá verður
æfður eru landgönguliðssveitir frá
Hollandi, Bretlandi og Bandaríkj-
unum sem sendar verða á land í
Noregi til stuðnings norskum her-
sveitum.
Fastafloti Atlantshafsbanda-
lagsins tekur þátt í æfingunum og
AWACS-flugvélar NATO frá
heimavöllum í Evrópu. Þar að
auki munu Bandaríkjamenn, Belg-
ar, Bretar, Danir, Hollendingar,
Norðmenn og Vestur-Þjóðverjar
leggja til skip, flugvélar og menn
til æfingarinnar. Þótt Frakkar séu
ekki þátttakendur í hernaðarsam-
starfinu innan NATO munu
franskar sveitir taka þátt í flota-
æfingunum eins og áður.
V er kamannaflokk-
ur tekur forystuna
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Heildregnar
pípur
Sverleikar: 1“ - 10“
Din 2448/1629/3 ST35
oOO O o Oooo QOo
SINDRA
London, 23. Tebrúar. AP.
BRESKI Verkamannaflokkurinn
nýtur meira fylgis meðal kjósenda
en íhaldsflokkurinn, sem fer með
stjórn landsins, ef marka má nýja
skoðanakönnun sem dagblaðið
Guardian greindi frá í dag. Er það í
fyrsta sinn síðan á dögum Falk-
landseyjastríðsins að Verkamanna-
flokkurinn fer fram úr íhaldsflokkn-
Samkvæmt skoðanakönnuninni
styðja 40% kjósenda Verka-
mannaflokkinn, 39% Ihaldsflokk-
inn, 20% Bandalag jafnaðar-
manna og frjálslyndra og 1% aðra
flokka. { könnun sem sömu aðilar
gerðu fyrir mánuði reyndust 42%
styðja íhaldsflokkinn og 38%
Verkamannaflokkinn.
Sókn Verkamannaflokksins er
af ýmsum rakin til vinsælda hinn-
ar nýju forystu flokksins, og þá
einkum formannsins Neil Kin-
nocks, og tap fhaldsflokksins hef-
ur verið rakið til ágreinings um
rétt starfsmanna i fjarskiptastöð
leyniþjónustunnar í Cheltenham
til að vera í verkalýðsfélagi, og
einnig er talið að viðskipti Marks,
sonar Margrétar Thatchers for-
sætisráðherra, í Oman, sem eru
nokkurri þoku hulin, hafi átt hlut
að máii.
STALHF
Ðorgartúni 31 sími 27222
Kúrdar í hungur-
svelti á sjúkrahús
Diyarbakir, Tyrklandi, 23. febrúar. AP.
FJÖRUTÍU kúrdar, sem setið hafa
í tyrkneskum fangelsum, hafa ver-
ið fluttir í sjúkrahús síðustu daga,
en þeir voru I hópi eitthundrað
kúrda, sem eru í mótmælasvelti.
Nú hefur fastan staðið yfir í 42
daga.
Hermt er að ýmsir hungur-
fanganna hafi verið illa á sig
komnir vegna sveltisins og
langrar fangelsisvistar þegar
þeir voru færðir til meðferðar í
sjúkrahúsi. Margir þeirra liggja
þar ennþá, en þó eru fæstir illa
haldnir.
Fangarnir hafa aðeins þegið
þurrt brauð og vatn í mótmæla-
sveltinu og það í lágmarks-
skömmtum. Fréttir eru litlar og
óljósar af ástandinu í fangelsun-
um, þar sem herstjórnin, sem fer
með stjórn fangelsismála i suð-
austurhluta Tyrklands, hefur
bannað frásagnir og fréttaflutn-
ing af mótmælaaðgerðunum.
Þó hefur spurst út að sjö fang-
ar hafi dáið í byrjun febrúar, en
óljóst mun vera hvort það hafi
verið vegna hungursveltis eða
vegna misþyrminga af hálfu
fangavarða. Fregnirnar hafa
ekki fengist staðfestar, en af
hálfu Amnesty International er
því haldið fram að pyntingar og
mannréttindabrot hafi verið
aukin stórum í tyrkneskum
fangelsum.