Morgunblaðið - 24.02.1984, Side 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
17
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Alþýðusambandið
klofnar f Dagsbrún
Fyrir tilstilli flokksbrodda
og forystumanna Al-
þýðubandalagsins hefur Al-
þýðusamband íslands verið
klofið með andstöðu Guð-
mundar J. Guðmundssonar
og félaga við nýgerða kjara-
samninga. Er hér um að
ræða einhverja herfilegustu
misnotkun stjórnmálamanna
á verkalýðshreyfingunni á
síðari áratugum, misnotkun
sem gengur þvert á hags-
muni launþega eins og best
sést á því að Guðmundur J.
Guðmundsson, forseti Verka-
mannasambands íslands, er í
minnihluta meðal formanna
verkalýðsfélaga innan sam-
bandsins og sá eini þeirra
sem harðlega mótmælir
kjarasamningunum. Með því
að snúast gegn samningum
Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambandsins
á flokkspólitískum forsend-
um og í því skyni að brjóta
viðnám gegn verðbólgu end-
anlega á bak aftur hafa for-
ystumenn Alþýðubandalags-
ins enn einu sinni sýnt að
þeir líta á verkalýðshreyfing-
una sem tæki í valdatafli
fyrir sjálfa sig en ekki sem
baráttutæki fyrir bættum
kjörum þeirra sem hreyfing-
una mynda.
Gegn þessari flokkspóli-
tísku aðför hljóta forystu-
menn Alþýðusambandsins
með forseta þess, Ásmund
Stefánsson, að snúast af
hörku. Aðeins með því að
sýna Svavari Gestssyni að
sundrungariðja hans verði
alls ekki þoluð getur Ás-
mundur Stefánsson komið í
veg fyrir klofning verka-
lýðshreyfingarinnar.
Eins og mál hafa þróast er
líklegast að Þröstur Ólafs-
son, sem í haust var ráðinn
forstjóri verkalýðsfélagsins
Dagsbrúnar, verði í framboði
fyrir Alþýðubandalagið sem
forseti Alþýðusambandsins á
næsta þingi þess. Skömmu
eftir að Þröstur nær kjöri
sem formaður verkalýðsráðs
Alþýðubandalagsins stendur
félagið sem hann stjórnar frá
degi til dags fyrir uppreisn
innan Alþýðusambandsins,
uppreisn sem gengur þvert á
allt það sem forystumenn
Dagsbrúnar hafa sagt til
þessa en þeir dansa með og
meirihluti félagsmanna líka
eins og fram kom á fundi fé-
lagsins síðdegis í gær þar
sem kjarasamningarnir voru
felldir. Með þeirri atkvæða-
greiðslu sem gengur þvert á
hagsmuni félagsmanna í
Dagsbrún telja andstæðingar I
Ásmundar Stefánssonar í Al-
þýðubandalaginu sig hafa
fengið vopn til að berja á
honum með og hverjum þeim
sem vill að samið sé á skyn-
samlegum grundvelli um
kaup og kjör á meðan Al-
þýðubandalagið er utan rík-
isstjórnar.
Fæstir hafa víst átt von á
því að Alþýðusamband ís-
lands yrði næsta fórnarlamb
hinnar nýju stéttar í Alþýðu-
bandalaginu sem telur sig
réttkjörna til valda og áhrifa
og eirir engu fyrr en hún nær
sínu fram. Svo er hins vegar
komið núna að félagsmenn í
Dagbsrún sitja uppi samn-
ingslausir fyrir áhrif hinnar
nýju stéttar og Alþýðusam-
bandið er klofið niður í rót
ásamt með Verkamannasam-
bandi íslands þar sem forset-
inn, Guðmundur J. Guð-
mundsson, hefur snúist gegn
meirihlutavilja forystu-
mannanna. Fyrir þessum
hamförum eru engin mál-
efnaleg rök hjá mönnum eins
og Svavari Gestssyni og
Þresti Ólafssyni, sem töldu
allt annað mikilvægara en að
bæta kjör hinna verst settu á
meðan þeir höfðu völdin í
ráðuneytunum. Svavar fórn-
aði öllu fyrir að sitja sem
lengst í ráðherrastólnum og
hann misnotar nú Dagsbrún-
armenn í von um að þeir
verði vogarstöngin sem
sveifli sér aftur inn í stjórn-
arráðið.
Á nú að etja Dagsbrúnar-
mönnum út í verkfall til að
staðfesta klofninginn í Al-
þýðusambandinu? Æskilegt
væri að Dagsbrúnarforstjór-
inn og formaður Alþýðu-
bandalagsins legðu spilin á
borðið og skýrðu afdráttar-
laust frá því hvaða markmiði
þeir ætla að ná með því að
beita Guðmundi J. Guð-
mundssyni fyrir vagn sinn
innan Dagsbrúnar.
Miklu skiptir að þessari
aðför fámennrar valdaklíku
innan Alþýðubandalagsins
að Alþýðusambandinu verði
mætt með réttum hætti.
Ekki er við því að búast að
forystumenn í verkalýðs-
hreyfingunni geti snúist
gegn henni einir og óstuddir.
Foringjar annarra stjórn-
málaflokka en kommúnista
verða að skerast í leikinn til
að útiloka flokkspólitíska
einokun á samningsrétti
launþega í krafti pólitísks
ofstopa og hótana um að
honum verði beitt víðar en í
Dagsbrún ef svo ber undir.
Milljóna tjón í snjóflóðinu í Ólafsvík;
„Hrópuðum inn í rústirnar
en fengum ekkert svaru
Steypubfll þeyttist 10—15 metra og ruddi
veghefli út í gegnum steinsteyptan vegg
Steypustöðvarinnar í Ólafsvík þegar snjóflóð
féll á húsið í fyrrakvöld og tveir menn, Krist-
ján Lárusson og Valgeir Asmundsson, sem
voru við vinnu í húsinu, lentu undir braki
tveggja umræddra þungavinnuvéla. Snjóflóðið
ruddist í gegnum tvær hliðar hússins, fyllti
það upp á aðra hæð og þeytti steypubflnum og
vegheflinum út um gafl hússins fjær fjalls-
hlíöinni. Talið er að tjónið í snjóflóðinu sé á
bilinu 5—10 milljónir króna en ekki eru öll
kurl komin til grafar ennþá. Húsið, sem var
um 200 fermetrar að stærð, er gjörónýtt og
meiri og minni skemmdir urðu á veghefli,
þremur steypubflum, tveimur jeppum, einni
rútu, 40 manna, og margs konar tækjum og
varahlutum sem voru í Steypustöðinni, ýmist í
eigu hennar eða Hagvirkis sem vinnur að gerð
Ennisvegar hins nýja. Þegar Morgunblaðs-
menn komu til Ólafsvíkur í gær var óveðrið
að ganga niöur og menn aö hefjast handa um
björgun tækja og hreinsun í rústunum. Nokk-
ur stórvirku þungavinnutækjanna voru auð-
sýnilega gjörónýt. Snjóflóöið féll hátt ofan úr
fjallinu, en einnig féllu á sama tíma nokkur
snjóflóð á Ennisveginn nýja og var eitt þeirra
um 50 metra breitt og 5 metra þykkt á vegin-
um. Morgunblaðið ræddi við menn á slysstað.
„Krafsaði snjó frá
andliti Valgeirs“
„Aðkoman að húsarústunum í
brjáluðu veðri þar sem stórvirk
tæki lágu eins og hráviði með brak-
inu, var eitthvað það hrikalegasta
sem hægt var að hugsa sér vegna
þess að félagar manns voru í rúst-
unum og það var ekki hægt að láta
sér detta annað í hug en að þeir
hefðu farizt," sagði Bjarni V.
ólafsson, starfsmaður Hagvirkis,
en hann kom fyrstur að rústum
Steypustöðvarinnar ásamt Lárusi
Kristjánssyni, föður annars manns-
ins sem var í húsinu þegar snjóflóð-
ið féll.
„Við hrópuðum og kölluðum inn í
rústirnar, en fengum ekkert svar og
ekki var það til að draga úr hinni
hrikalegu stöðu að gul blikkljós á
jeppa, sem lá á hliðinni í snjóflóð-
inu, blikkuðu sífellt," sagði Bjarni,
„en allt í einu kom Kristján skríð-
andi út um rifu á gafli hússins með
vasaljós sem hann hefði rekist á af
tilviljun. Hann sagði okkur að hann
væri fótbrotinn, en kvaðst hafa
komist til Valgeirs sem væri fastur
undir braki af veghefli og steypubíl.
Hafði Kristján náð að krafsa snjó
frá andliti Valgeirs sem hékk með
höfuðið niður úr snjótungu ofan í
smurgryfju Steypustöðvarinnar.
Lárus, faðir Kristjáns, fór þá þegar
inn um rifuna á húsveggnum og
komst til Valgeirs til þess að vera
hjá honum og aðstoða hann á með-
an náð yrði í hjálp, en ég hjálpaði
Kristjáni hins vegar frá húsarúst-
unum og varð að draga hann meira
og minna yfir snjóruðninginn og
hluta leiðarinnar gat hann skriðið.
Ég kom honum síðan inn í bíl sem
stóð þarna rétt við veginn og reyndi
að hlúa að honum.
Örfáum mínútum áður en snjó-
flóðið féll var ég að vinna við stóra
gröfu hjá Steypustöðinni, en þá kom
Lárus og bað mig að opna ieið í
gegnum snjóflóð sem hafði fallið á
nýja Ennisveginn, en Lárus var á
leið að Rifi. Eg fór strax, en Lárus
skrapp þá að Steypustöðinni sem
var þá rústir einar.
Við kölluðum síðan á hjálpar-
sveit, lögreglu og lækna, en allir að-
ilar brugðu mjög skjótt við og það
leið ekki á löngu þar til búið var að
ná Valgeiri undan braki þunga-
vinnuvélanna í rústunum, en það
var mjög kalt enda algjört úrhelli
og stormur."
„Ætluðu að vera í
örygginu um nóttina“
„Ég var kölluð út stuttri stundu
eftir að snjóflóðið féll og þegar ég
kom á staðinn leist mér þannig á að
enginn gæti hafa lifað þetta af,“
sagði Hjördís Harðardóttir, læknir,
í samtali við Morgunblaðið, en hún
kom með fyrstu björgunarmönnum
á slysstað og sinnti þeim slösuðu
ásamt Kristófer Þorleifssyni, lækni.
„Björgunarmenn voru búnir að
koma öðrum manninum í skjól þeg-
ar ég kom en hinn var fastur í rúst-
um hússins, klemmdur með höndina
á milli steypubílsins og veghefilsins.
Það var mjög kalt þarna og erfitt að
vinna, en Valgeir, sem var fastur,
var með fullri meðvitund og átti
ekki í erfiðleikum með að anda eftir
að búið var að ryðja frá snjó sem
þrengdi að andliti hans. Mennirnir
Á myndinni sést vel gaflinn sem veg-
hefillinn braut og má sjá í tönn hefils-
ins. í forgrunni liggur einn af bílunum
sjö sem stórskemmdust í snjóflóðinu.
Ut um rifuna neðst á gaflinum t.v.
kom Kristján skríðandi, fótbrotinn
með vasaljós.
báðir voru mikið marðir og skornir
víða á líkamanum og sérstaklega
var Kristján skorinn á höndum, en
það var mikið af glerbrotum 1
snjónum og hann skarst talsvert
þegar hann kraflaði snjóinn frá
andliti Valgeirs sem stóð á haus í
snjótungu við smurgryfju hússins.
Það var mikil mildi að ekki fór verr
og þeir hafa báðir sloppið ótrúlega
vel, en báðir mennirnir höfðu ætlað
að Rifi um kvöldið, en hætt við það
vegna þess að þeir óttuðust snjó-
flóðahættu á Ennisveginum og þess
vegna höfðu þeir látið senda sér
nesti sitt í Steypustöðina og ætluðu
að vera í „örygginu" um nóttina."
„Mikil mildi að
ekki fórust menn“
„Það var mikil Guðs mildi að ekki
fórust menn í þessu slysi," sagði
Árni Baldursson, staðarstjóri hjá
Hagvirki, sem vinnur við gerð nýja
Ennisvegarins, „en ég hafði beðið
strákana að hætta vinnu við veginn
um kvöldmatarleytið vegna þess
hve veðurofsinn var feiknalegur.
Bjarni og Lárus kölluðu í mig þegar
þeir komust að raun um hvað hafði
gerst og ég kallaði í hjálparlið.
Jú, þetta tefur okkur auðvitað
eitthvað við Ennisveginn, en það
verður ekki mikið. Við bregðumst
skjótt við með ráðstafanir. Auk ým-
issa véla sem hafa skemmst eða
eyðilagst fór mikið af varahlutalag-
er undið flóðið, rafsuðutæki og sitt-
hvað sem við þurfum á að halda og
þarf að útvega nú þegar."
Svæðið yfirgefið strax
eftir björgun
Emanúel Ragnarsson, formaður
Björgunarsveitarinnar Sæbjargar í
Ólafsvík, kvað hluta af liði björgun-
arsveitarinnar hafa farið á slys-
staðinn, en það hefði ekki tekið
langan tíma að ná mönnunum
tveimur úr rústunum og þá hefði
verið tekin akvörðun um að yfirgefa
svæðið þegar í stað vegna illviðris
og ástands á staðnum.
„Setjum allan kraft
í að byggja upp“
Stefán Jóhann Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar og forstjóri Steypu-
stöðvarinnar, sagði að tjónið í
snjóflóðinu næmi líklega um 5
milljónum króna.
„Það var kominn óvenju mikill
snjór þarna," sagði Stefán Jóhann,
„en við höfum aldrei heyrt um snjó-
flóð á þessum stað áður. Einnig er
það nýtt hve skriður féllu utarlega í
Enninu nú.
Við reiknum með að hefjast þegar
handa um endurbyggingu Steypu-
stöðvarinnar, því við verðum að
sinna viðskiptavinum okkar, en nú
er að ákveðja nýjan stað fyrir bygg-
ingu húss. Við eigum þó að geta haf-
ið störf mjög fljótlega með tækja-
búnaði sem við eigum. Þetta er tí-
unda starfsárið okkar og við setjum
allan kraft í að byggja upp á ný. Við
eigum þrjá steypubíla sem lentu í
flóðinu, húsið og blöndunarstöð með
tönkum, en Hagvirki á veghefil, tvo
bíla, 40 manna rútu og margskonar
tæki og varahluti. Hjá okkur var
húsið tryggt og einn bíllinn var
kaskotryggður." — á.j.
Ljósmyndir Mbl. Ra^nar Axelsson.
Snjóflódid féll frá hamrabeltinu, mölbraut 200 m2 stöðvarhús og kaffærði og stórskemmdi fjölda þungavinnuvéla.
Velti fyrst fyrir mér hvort ég
væri einn og kannski að fara...
Rætt við Valgeir Asmundsson, sem slapp ómeiddur úr snjóflóðinu, Og
Lárus Kristjánsson verkstjóra, sem vissi af syni sínum í brotnu húsinu
„VIÐ VORUM á næturvakt í vélavið-
gerðum hjá Hagvirki, sem haföi verk-
stæðisaðstöðu í byggingu steypustöðv-
arinnar. Veður var vont og því gátum
við lítið verið úti, vorum komnir inn
upp úr klukkan átta um kvöldið. Ætlun
okkar var að fara sem minnst úr hús-
inu, þar sem við töldum okkur óhulta,
og þess vegna vorum við með kaffi með
okkur til að þurfa ekki að fara í kvöld-
kaffið á Rifi. Um kvöldmatarleytið
höfðu menn séð litlar gusur koma úr
Enninu, þess vegna gerðum við þessar
varúðarráðstafanir," sagði Valgeir
Asmundsson, starfsmaður hjá Hag-
virki, sem slapp ómeiddur úr snjóflóð-
inu við Ólafsvík í fyrrakvöld. Blaða-
maður Mbl. ræddi við hann við kom-
una til Reykjavíkur í gær, en þá var
Valgeir á leið heim til fjölskyldu sinnar
í Hafnarfirði.
„Þegar leið á kvöldið kom verk-
stjórinn, Lárus Kristjánsson, til
okkar og með honum Bjarni Ólafs-
son, gröfustjóri. Þeim leist þannig á
ástandið, að þeir ákváðu að flytja
gröfu, sem stóð þarna utan við, að
verkstæðisbyggingunnl. Ætlunin var
svo að Bjarni yrði áfram með okkur
Kristjáni og við urðum allir sam-
Kraftaverk að við
sluppum lifandi
— segir Kristján Helgi Lárusson, sem ökklabrotnaði í flóðinu
„ÞAÐ HEYRÐIST smáhvellur. Svo
vissi ég ekki meir fyrr en ég lá undir
vegheflinum í gryfjunni —- eða við
höldum helst að það hafi verið í gryfj-
unni,“ sagði Kristján Helgi Lárusson,
sem ökklabrotnaði í snjóflóðinu í
Ólafsvík og liggur nú á Borgarspítal-
anum í Reykjavík. Þar ræddu Morg-
unblaðsmenn stuttlega við hann í gær
skömmu áður en hann var lagður und-
ir hnífinn.
„Það tók mig örstutta stund að
átta mig á hvað hefði gerst en svo
skildi ég að snjóflóð hafði fallið á
húsið. Þá fór ég að brjótast um og
losa mig. Það gekk ágætlega, enda
var ég eiginlega aldrei á kafi í snjó,
en fóturinn var klemmdur fastur.
Ég þóttist strax vita að eitthvað
væri ekki í lagi með hann en svo
tókst mér að slíta mig lausan."
Kristján Helgi fann vasaljós,
kveikti á því — og sá í ljósgeislan-
um fætur félaga síns standa út úr
snjóruðningi á gólfinu. „Við fórum
að kallast á og svo byrjaði ég að
pjakka frá andlitinu á honum,"
sagði Kristján. „Þegar því var lokið
heyrðum við köll úti fyrir. Ég komst
út um vegginn og kallaði á móti
þeim.“ Hann sagði að björgunar-
starfið hefði gengið fljótt og vel
fyrir sig, veginn hefði þurft að ryðja
en að öðru leyti hefði allt gengið á
mjög skömmum tíma.
„Við vorum heppnir að sleppa lif-
andi,“ sagði hann. „Það var algjört
kraftaverk, að þetta fór ekki verr —
aðeins nokkrum sekúndum áður en
flóðið skall á húsinu stóðum við
framan við steypubílinn."
Kristján Helgi Lárusson og kona hans,
gær.
í
Morgunblaöiö/Friðþjófur.
Hrönn Valtýsdóttir á Borgarspítalanum í
mála um að Lárus færði okkur meira
nesti, svo við þyrftum örugglega ekk-
ert að fara út úr húsinu um nóttina,"
sagði Valgeir.
„Um það bil sem hann var að
leggja af stað út á Rif var kallað í
okkur um talstöð og við beðnir um
smástykki í skurðgröfu, sem verið
var að nota í vegaframkvæmdunum.
Það hafði í för með sér örlitla töf
fyrir Lárus og þegar hann ætlaði aft-
ur að leggja af stað hafði fallið flóð á
nýja Ennisveginn. Hann sneri því við
og sótti Bjarna. Saman ætluðu þeir
að skoða aðstæður, koma síðan aftur
og reyna að moka sig í gegnum flóð-
ið.“
Lárus verkstjóri, og faðir Krist-
jáns Helga, kom með syni sínum og
vinnufélaga til Reykjavíkur. „Ef ég
hefði ekki tafist vegna varahlutarins
hefði ég líklega lent í flóðinu, sem
féll á veginn," sagði hann. „Við vor-
um að byrja að moka í gegnum það
þegar ég varð var við að annað flóð
féll á bak við okkur. Ég kallaði strax
í félaga okkar Ólafsvíkurmegin og
bað þá að ná í lögreglu og hjálpar-
sveit. Þá hefur klukkan verið um hálf
tólf.“
Valgeir sagði að þeir Kristján
hefðu verið búnir að ljúka viðgerðum
laust eftir klukkan ellefu um kvöldið.
„Rafmagnið lét illa og ljósin að
blikkuðu, svo við ákváðum að finna
vasaljósin okkar. Sjávarmegin í hús-
inu var smurgryfja og yfir henni stóð
veghefill, sem við vorum að gera við.
Fjallmegin var steypubíll og við
stóðum nærri honum, búnir að finna
ljósin, þegar allt í einu heyrðist lítill
smellur.
Ég hélt fyrst að plast í glugganum
fjallmegin hefði sprungið," sagði
Valgeir. „Þegar ég leit upp, og átti
von á hríðarmuggu inn um gluggann,
sá ég gusuna koma og Kristján með
henni. Ég missti fótana og lenti inn
undir vegheflinum, sem fór af stað
og stöðvaðist við vegg.
Það næsta sem ég vissi var að það
var svartamyrkur, efri hluti líkam-
ans var fastur og ég gat mig hvergi
hreyft - nema hvað að ég gat eitt-
hvað spriklað. Líklega hef ég verið
fastur á brún smurgryfjunnar. Og ég
neita því ekki, að ég velti því fyrir
mér allra fyrst, hvort ég væri bara
einn þarna og kannski að fara ..."
Þá heyrði Valgeir hróp og þekkti
strax rödd Kristjáns félaga síns.
Morgunblaðið/Friöþjófur.
Valgeir Ásmundsson: Röð af tilviljun-
um og kraftaverkum.
„Hann hefur líklega farið yfir mig
þegar flóðið kippti undan mér fótun-
um,“ sagði Valgeir, „því hann var
undir mér í gryfjunni. Og ég held að
okkur hafi báðum létt jafn óskaplega
mikið, þegar við heyrðum hvor til
annars. Kristjáni tókst fljótlega að
slíta sig lausan, fann vasaljós og
spýtu og gat kraflað frá andlitinu á
mér. Þá heyrðum við köll úti fyrir,
Kristján komst út um brotinn vegg
og hitti þar pabba sinn og Bjarna.
Ég beið rólegur á meðan, því ég
vissi þá að öllu væri óhætt. Björgun-
arsveitarmennirnir komu mjög
fljótlega og mokuðu niður á upp-
handlegginn á mér, sem var skorðað-
ur undir planka. Þegar ég var laus
hresstist ég strax og hef það gott
núna, er að vísu svolítið marinn og
með smáskrámur hér og þar.“
Hann sagðist sannfærður um, að
það væri kraftaverk að báðir væru á
lífi. „Þetta var röð af tilviljunum og
kraftaverkum," sagði hann. „Fyrst í
stað var ég dálítið skelfdur, ég velti
því fyrir mér eitt augnablik hvaða
möguleika ég ætti ef ég heyrði ekkert
og enginn kæmi, en þegar ég heyrði í
Kristjáni hvarf frá mér allur ótti.
Svo fengum við mjög góða aðhlynn-
ingu hjá björgunarsveitarmönnun-
um og á heilsugæslustöðinni, þar
sem við vorum í nótt. Og þú mátt
Morgunblaðið/Friðþjófur.
Lárus Kristjánsson verkstjóri: Óhugn-
anleg tilfinning að geta hvenær sem er
átt von á annarri gusu ...
vita það,“ sagði \'algeir að lokum,
„að það er gaman að lifa.“
Lárus Kristjánsson sagðist eiga
erfitt með að lýsa tilfinningum sín-
um fyrst eftir að flóðið féll. „Menn
geta rétt ímyndað sér hvernig það
var,“ sagði hann. „Ég vissi af vinn-
ufélaga mínum og syni þarna inni og
gat ekki haft samband við þá. Þegar
við komum að húsarústunum kom
Kristján fljótlega út og þá létti
okkur mikið. Við fórum þarna inn og
reyndum að losa frá Valgeiri með því
að skríða inn undir veghefilinn. Það
var óhugnanleg tilfinning, það mátti
hvenær sem var búast við annarri
gusu, þar sem við vorum undir öllu
draslinu. En björgunarmenn brugð-
ust fljótt og vel við og allt fór þetta
betur en á horfðist."
Hann sagði að húsið, sem hann
giskaði á að hefði verið um 250 fer-
metrar, 4—5 metra hátt, uppsteypt,
væri nánast ónýtt. „Það voru tveir
smábílar fyrir utan og skemmdust
nokkuð, annar sýnu meira. Tveir
steypubílar voru fyrir utan húsið og
sá þriðji inni — sá er greinilega mest
skemmdur. Steypusíló barst niður á
veg. Og á bak við húsið, fjallmegin,
var rúta. Það er skemmst frá því að
segja, að hún var eins og smurð á
vegginn, eða það sem eftir var af
honum," sagði Lárus Kristjánsson.