Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 „Hvar væri íslensk menning án íslendingasagnanna? « Átta norrænir rithöf- undar ræða hlutverk bókmenntanna í norrænni menningu og vandamál smárra menningarheilda Frá fundinum í Norræna húsinu. Lengst til vinstri á myndinni er Jens Pauli Heinesen, þá Paal-Helge Haugen, Bente Clod, Njörður P. Njarðvík, sem var fundarstjóri, John Gustavsen við hljóðnemann, Theodor Kallefadites, Inoraq Olsen, Bo Carpelan og Antti Turri. Hér á landi eru nú staddir í boði Rithöfundasambands íslands átta norrænir rithöfundar, sem eiga það sameiginlegt flestir að tilheyra til- tölulega litlu menningarsvæði innan Norðurlandanna sjálfra. Rithöf- undasambandið efndi til fundar með rithöfundunum í Norræna húsinu sl. sunnudag þar sem rætt var um hlut- verk bókmenntanna í norrænni menningu og þau vandamál, sem blasa við menningu fámennra þjóða. í Norræna húsinu kynnti Njörður P. Njarðvík, formaður rithöfunda- sambands fslands, þátttakendur en þeir voru Antti Tuuri, finnskur; Bo Carpelan, Cinnsk-sænskur; Inoraq Olsen, grænlenskur; Jens Pauli Heinesen, færeyskur; John Gustav- sen, samskur; Bente Clod, dönsk; Paal-Helge Haugen, norskur og skrifar á nýnorsku og Theodor Kallefadites, sem er grískur að þjóð- erni en býr nú og starfar í Svíþjóð. Innflytjendur eru helsti minnihlutahópurinn Það var Kallefadites sem fyrst- ur tók til máls og sagði frá reynslu sinni sem innflytjandi í Svíþjóð og þeim erfiðleikum, sem óhjá- kvæmilega fylgja því að laga sig að nýjum menningarheimi, nýjum siðum og nýju tungumáli, með öðrum orðum að taka upp nýjan persónuleika. Kallefadites kvaðst raunar ekki hafa verið með öllu ókunnugur norrænum bókmennt- um. Hann hafði lesið Ibsen, Strindberg, Björnsson, Kierke- gaard og fleiri og hugmyndaheim- ur Norðurlandabúa því ekki komið honum jafnmikið á óvart og ella hefði orðið. Hann kvaðst þó vilja vekja athygli á því, að sá minni- hlutahópur, sem ætti erfiðast upp- dráttar á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu, væri inn- flytjendurnir, samtals 10 milljónir manna. Bóklaus þjóð fram á þessa öld John Gustavsen sagði frá þjóð sinni, Sömunum, fólki, sem býr í fjórum þjóðlöndum og tilheyrir báðum hernaðarbandalögunum, Atlantshafsbandalaginu og Var- sjárbandalaginu. Sagði hann, að ætla mætti, að Samarnir hefðu af þessum sökum meiri möguleika en aðrir en því miður hefði ekki sú verið raunin á. Samarnir hefðu verið bóklaus þjóð allt fram á þessa öld ef undanskildir væru nokkrir kaflar úr biblíunni, sem þýddir hefðu verið á sömsku. Munnleg geymd og frásagnarlist hefðu verið þeir hornsteinar, sem menning þjóðarinnar hvíldi á allt þar til fyrsta bókin á tungu þeirra kom út árið 1910, bók sem heitir „Sögur um Samana". Síðan væru liðin 74 ár en þrátt fyrir það væru líklega allar bækur útgefnar á sömsku innan við fimmtíu talsins. John Gustavsen, sem hefur norskt ríkisfang, sagði að á meðal Sama væri vaxandi áhugi á sérstakri menningu þeirra og tungumáli og að það hefði orðið bókmenntum þeirra mikill styrkur þegar norsk stjórnvöld ákváðu árið 1971 að styrkja þær sérstaklega. Árið 1979 hefðu samskir rithöfundar stofnað með sér félag, sem þremur árum síðar fékk aðild að norrænu rit- höfundasamtökunum. Hvar væri íslensk menning án sagnanna? Jens Pauli Heinesen hóf mál sitt með því að ræða um þýðingu bókmenntanna fyrir norræna menningu. Hann tók dæmið af ís- lendingasögunum og spurði hvern- ig íslensk menning væri og raunar annarra Norðurlanda ef þær hefðu aldrei verið skrifaðar. Jens Pauli taldi áhrif bókmenntanna þó vera jafnvel fremur óbein en bein, kvaðst t.d. ekki trúaður á að Danir almennt læsu mikið Grundtvig eða Kierkegaard en áhrif þessara manna og verka þeirra á danskt þjóðlíf og menn- ingu væru óumdeilanleg. Þrátt fyrir það væri ekki nógu vel fylgst með því, sem væri að gerast hverju sinni, og líklega vissu fæst- ir mikið um þær hræringar, sem verið hefðu í bókmenntum hinna þjóðanna síðustu tíu árin. Jens Pauli sagði að á Norður- löndum væru Svíar stærstir og að þeir og fólk á hinum stóru mál- svæðunum hefðu næsta lítinn áhuga á því, sem fram færi í bókmenntum jaðarþjóðanna. Margir Færeyingar gætu raunar notið bókmennta Dana, Norð- manna, Svía og jafnvel íslendinga á frummálinu en þeirra eigin tunga væri flestum öðrum lokuð bók. Smáar þjóðir væru kannski oftar þiggjendur en veitendur en ef eitthvert litlu minningarsvæð- anna hyrfi væri norræn menning fátækari eftir en áður. í raun væru Norðurlöndin smá gagnvart umheiminum, áhrif annarra menningarheilda sæktu að úr öll- um áttum og þess vegna væru Norðurlandabúar allir á sama báti. Kússnesk áhrif og kvennabókmenntir „Okkur Finnum hefur lengi fundist við bæði fáir og smáir og Bjór - eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Eitt af þjóðareinkennum fs- lendinga er andvaraleysi þeirra gagnvart öfgahópum sem þeir láta endalaust ráðskast með líf sitt og segja sér fyrir verkum. Þannig hljóta íslendingar að vera eina þjóðin á Vesturlöndum sem lætur fámenna klíku meina sér um bjór — meinlausasta form áfengis — okkar lögskip- aða vímugjafa. En hvað er svona skelfilegt við bjór? Hvað er það sem veldur því að þessi sakleysislegi vökvi er hér flokkaður með heróíni og kókaíni sem forboðin nautn? Og hvernig stendur á því að á sama tíma er heimilt að dreifa — já, allt er bókstaflega fljót- andi í — brennivíni og öðrum margfalt sterkari drykkjum. Bjór og saga Bjórinn er a.m.k. 8000 ára gamall. Yngri en ofstækið að vísu, en eldri en allar bindind- ishreyfingar, eldri en brons og járn, já, eldri en elstu bækur. Frá alda öðli var hann áfengi þeirra þjóða sem bjuggu svo norðarlega að þær gátu hvorki ræktað þær þrúgur né útvegað það hunang sem þurfti til að laga borðvín og mjöð. Þannig varð bjórinn ekki ein- asta eftirlætisdrykkur norð- lægra þjóða, heldur og þjóðar- drykkur forfeðra okkar, afkom- enda víkinga á fslandi í átta ald- ir. Það var fyrst og fremst græðgi dansks einokunarvalds að þakka að okkar merka ölmenning var lögð í rúst. fslenska landstjórnin yfirtók svo hlutverk erfðafjend- anna. Á þeim tíma þegar þjóðin fékk sjálfstæði árið 1918 átti bindind- ishreyfingin (stofnuð 1884) að beita sér fyrir því að bjór yrði helsta áfengi íslendinga. Fyrir slysni urðu þeir menn smám saman atkvæðamestir innan þessarar hreyfingar sem voru hvorki að berjast gegn mis- notkun áfengis né fyrir bættri áfengismenningu, heldur gegn áfenginu sjálfu. Afleiðingin hefur m.a. birst í þeirri mannréttindaskerðingu — sem minnir mest á aðfarir Khomeinis erkiklerks — að mildasta form áfengis er bannað í landinu. Hvað er í bjór En hvaða voðalegu efni eru í bjór sem valda því að hann er settur í sama flokk og þeir vimu- gjafar mannkynsins sem geta lagt líf saklauss fólks í rúst á einni viku? Bjór er einfaldlega gerjaður kornlögur. Hann er að því leyti erfiðari í framleiðslu en borðvín að í korni eru engar sykrur sem gerið getur nærst á (eins og t.d. í vínberjum). Þess vegna þarf að byrja á því að breyta korninu (oftast bygg) í malt með því að láta það spíra. Við það kvikna þeir hvatar sem geta framleitt sykrurnar fyrir gerið. Það er af þessari ástæðu sem fyrsta stig ölgerðar er moöhitun eða mesking þar sem hvatarnir í korninu fá tækifæri til að brjóta sterkjuna niður í sykur. FÆÐA OG_______ HEILBRIGÐI Loks er humlum (jurt sem gef- ur beiska bragðið) bætt í, vökv- inn soðinn, hratið síað frá (tæri vökvinn er kallaður virt) og ger- inu siðan bætt út i löginn. Nú þarf gerið góðan tíma til að framkvæma sitt vandasama verk: að gerja sykrurnar í vín- anda. Að síðustu er ölið sett í ílát, gerilsneytt og sent á mark- að ... alls staðar nema hér. Gæði og hollusta Aðalhráefnin í bjór eru malt og humlar sem hafa mikið geymsluþol. Þau má því senda langan veg til bjórgerða fjarri þeim stað þar sem þessar plönt- ur eru ræktaðar. Þetta er ein af mörgum ástæð- um sem gera það að verkum að bjór er framleiddur í miklu fleiri löndum heldur en léttvín og hvers vegna afbrigðin eru miklu fleiri en af léttvínum. Af þessum sökum er erfitt að slá því föstu hvað sé góður bjór og hvað vondur. Það fer fyrst og fremst eftir siðum á hverjum stað og eftir smekk hvers og eins. f bjór er talsvert af vítamín- um og steinefnum. Er hollustu- gildi hans því margfalt meira en brennivíns.* Er hann raunar hollasta áfengi sem völ er á. En bjór hefur fleira til síns ágætis. Hann er ekki sterkari en svo (oftast 4—5%) að mikið magn þarf að drekka til að kom- ast í kröftuga vímu og talsverð- an tíma. Þetta er heppilegt fyrir þjóð sem er því vön að svala þorstan- um og fullnægja vímuþörfinni á sama tíma og kemst því oft í krappan dans með sterku vínin. Ekki má heldur gleyma að bjór er ágætis svefnlyf. Og ef hann er dýr (miðað við ráðstöf- unartekjur) eru hætturnar á misnotkun margfalt minni en þegar sterk vín eru notuð. Lokaorð Afar mikilvægt er að þegar bjórinn verður leyfður að hann verði það dýr að hann opni ekki möguleika á víðtækri hversdags- drykkju í þjóðfélaginu. En jafnframt þarf að gæta þess að hann verði jafnframt — ásamt með léttu vínunum — hlutfallslega það ódýr að neysl- unni sé þannig beint frá hinum óæskilegri drykkjum. Síðast en ekki síst ætti al- menningur að krefjast þess að þeir sem þykjast hafa einhver rök gegn verðstýrðum bjór leggi þau fram ... og spilin á borðið ... vafningalaust. * Brennivln hefur ekkert hollustuKÍIdi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.