Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
23
tala tungu, sem fáir þekkja," sagði
Antti Tuuri, finnski rithöfundur-
inn, m.a. en bætti því við, að vissu-
lega væru Finnar stórir í saman-
burði við jaðarþjóðirnar í vestri
og Sama. Tuuri fjallaði síðan
nokkuð um finnskar bókmenntir
og þau miklu áhrif, sem þær hefðu
orðið fyrir af grönnunum í austri,
Rússum.
Bente Clod er dönsk skáldkona
og fulltrúi minnihlutahóps að því
leyti, að hún er kona og í menning-
arlegum efnum hafa konur iengi
verið afskiptar. Á því hefði þó orð-
ið mikil breyting á síðustu árum
og sagði hún nokkuð frá stöðu
kvennabókmennta í Danmörku
nú. Clod sagði að margar list-
greinar þyrftu ekki þýðingar við,
t.d. málaralist, höggmyndalist og
tónlist, en því væri öfugt farið
með bókmenntirnar. Þýðingar
kostuðu hins vegar peninga og af
þeim hefði ekki verið nóg til þess-
ara hluta.
Bo Carpelan, sem er sænsku-
mælandi Finni, ræddi um stöðu
bókmenntanna meðal þessa
minnihlutahóps og kvað menning-
arleg samskipti á Norðurlöndum
vera allt of lítil.
Staða grænlensk-
unnar styrkist
Inoraq Olsen, grænlenskum rit-
höfundi, dvaldist mest við stöðu
grænlenskrar tungu, sem hann
sagði lengi hafa átt í vök að verj-
ast. í þeim efnum hefði þó orðið
mikil breyting á síðustu árum og
yxi nú grænlenskum bókmenntum
stöðugt fiskur um hrygg. Græn-
lendingar væru hins vegar fáir og
auk þess væri nokkur munur á
vestur-grænlensku, sem væri að-
almálið, og þeim mállýskum, sem
talaðar væru á Austur- og Norð-
ur-Grænlandi. Grænlendingar
hefðu hins vegar áhuga á að efla
samskiptin við frændur sína í
vestri, eskimóa í Kanada og jafn-
vel Alaska, sem töluðu skyldar
tungur og taldi hann slíkt sam-
starf geta orðið þjóðlegri og
menningarlegri meðvitund þess-
ara þjóða mikils virði.
Paal-Helge Haugen, sem skrifar
á nýnorsku, tók síðastur til máls
og kvaðst kominn frá landi, sem
flyti í olíu ef ekki hunangi og
mjólk. Þrátt fyrir það væri nú
sparað í Noregi sem aldrei fyrr og
ætti það einnig við um hin Norð-
urlöndin. Sparnaðurinn bitnaði
ekki síst á menningarmálunum,
framlögum til menningarlegra
samskipta og þýðinga. Helge rakti
síðan nokkuð sögu nýnorskunnar
og stöðu hennar nú.
Norrænu rithöfundarnir munu
halda aftur utan á föstudag en
gera nokkuð víðreist um landið
þangað til. Hafa þeir með sér
verkaskipti og fara tveir og tveir
til ýmissa staða á landinu auk
þess sem þeir munu koma fram í
flestum menntaskólunum i
Reykjavík.
Kirkjur á landsbyggðinni
Messur á sunnudaginn
Biblíudagurínn
BÍLDUDALSKIRKJA: Á morgun
laugardag, verður æfing hjá
barnakórnum kl. 11. Fjölskyld-
umessa á sunnudag kl. 14. Skírn.
Barnakórinn syngur. Ferming-
arbörn kynna Biblíuna og kenna
grískan sálm. Almennur söngur.
Gítaristi Gísli Bjarnason. Sólar-
kaffi í félagsheimilinu kl. 15. Sr.
Dalla Þórðardóttir.
BLÖNDUÓSKIRKJA: Messa kl.
14 á sunnudag. Sunnudagaskóli
er kl. 11. Sóknarprestur.
EGILSST ADAKIRK JA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 og messa kl. 14
á sunnudaginn. Kirkjukaffi eftir
messu. Sóknarprestur.
HELLUSKÓLI: Barnaguösþjón-
usta kl. 11. Sr. Stefán Lárusson.
KIRK JUH VOLSPREST AK ALL: I
Hábæjarkirkju veröur fundur í
Æskulýösfélaginu í dag, föstudag
kl. 17. Sunnudagaskóli á sunnu-
dagsmorguninn kl. 10.30 og guö-
sþjónusta kl. 14. Kór Mennta-
skólans í Kópavogi sungur undir
stjórn Martial Nandeau. Kirkju-
kór og organisti, Sigurbjartur
Guöjónsson, leiöa safnaöarsöng.
Biblíulestrarhópur safnaöarins
undirbýr guösþjónustuna og
býöur upp á kaffi og kökur eftir
Guðspjall dagsins:
Lúk. 8.: Ferns konar sáðjörð.
BIBLÍUDAGUR1984
sunnudagur 26. febrúar
Sæöld er Cuös Orö
messu. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir
sóknarprestur.
ODDAKIRKJA: Guösþjónusta á
sunnudag kl. 14. Minnst 400 ára
afmælis ísl. Biblíunnar. Sr. Stef-
án Lárusson.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA:
Kirkjuskóli á morgun, laugardag,
kl. 11 og guösþjónusta kl. 14.
Organisti Sigurbjörg Helgadóttir.
Sr. Magnús Björnsson.
VÍKURPREST AK ALL: Kirkju-
skólinn í Vík á morgun, laugar-
dag, kl. 11. Guösþjónusta í
Skeiöflatarkirkju á sunnudaginn
kl. 14. Tekiö á móti gjöfum til
Biblíufélagsins.
VW GOLF og VWJETTA á sérstöku helgartilboði:
Tveir sólarhringar (föstudagskvöld til
sunnudagskvölds) gegn einu daggjaldi
auk venjulegs km. gjalds.
livað ertu að gera um helgina ?
FLUGLEIDIR
BÍLALEIGA
Sími: 21188-21190
VORÐUR BOÐAR TIL RADSTEFNU UM SJAVARUTVEGSMAL
Gujlkista þjóðarinnar á krossgötum
Landsmálafélagiö Vörð-
ur boðar til ráðstefnu um
sjávarútvegsmál á morg-
un, laugardaginn 25.
febrúar. Ráðstefnan
verður haldin í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, og
stendur frá kl. 14—18.
Landsmálafélagið
Vörður
Dagskrá:
Ávarp. — Matthías Bjarnason,
fyrrv. sjávarútvegsráöherra.
Er mat á afrakstursgetu fiski-
stofna rétt? — Þorkell Helga-
son, dósent.
Stjórnunarleiðir fiskveiða,
kostir og gallar. — Björn
Dagbjartsson, forstjóri.
Nýjar leiðir og ný viöhorf í
sjávarútvegi. — Guömundur H.
Garöarsson, viöskiptafræöingur.
Sjávarútvegur og einkafram-
tak. — Einar K. Guöfinnsson,
útgeröarstjóri.
Framtíðarsýn sjávarútvegs. —
Skúli Jónsson, viöskiptafr..
Á eftir hverju erindi veröa leyföar
stuttar fyrirspurnir en aö erindum
loknum veröa almennar umræöur.
Fundarstjóri: Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri. Allir þeir sem áhuga hafa á
að kynna sér málefni þessa mikilvæga
málaflokks eru velkomnir.
HS
Matthías
Þorkell
Björn
Guömundur H.
Einar
Skúli
Brynjólfur