Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
25
lægstur. Hver stórarían rak aðra,
sem við heyrum gjarnan á öldum
ljósvakans í flutningi heimssöngv-
aranna. Slíkur samanburður er
ekki sanngjarn, en er þó til staðar
á tímum stereós og fjölmiðla. Það
er ekki heiglum hent að hafa á
efnisskrá sinni hvers-manns-lög
eins og t.d. „La donna é mobile" úr
Rigoletto eða þá „E lucevan le
stelle" úr Tosca. En Már lagði
óhikað á brattann knúinn áfram
af ríkri tjáningarþörf.
Annars hófust tónleikarnir á
nokkrum fáheyrðum lagaperlum
úr safni ítalskra kompónista fyrri
alda og má þar nefna t.d. „se
l’aura spira" eftir Frescobaldi og
þá ekki síður „o, cessate di piag-
arrni" eftir A. Scarlatti, og fannst
mér það áhugaverðasti hluti efn-
isskrárinnar.
Már Magnússon er ekki stór-
söngvari og sennilega gerir sér
það enginn betur ljóst en hann
sjálfur. En hann hafði unnið vel
fyrir þennan konsert og var ein-
lægur í túlkun sinni. Píanóleikar-
inn, Ólafur Vignir, studdi dyggi-
lega við bakið á félaga sínum, og
var þeim vel fagnað af áheyrend-
um.
Slæmir strákar
Kvikmyndir
.Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn: Götudrengir („Bad Boys“)
Leikstjóri: Rick Rosenthal. Handrit:
Richard Dilello. Kvikmyndataka: Bruce
Surtees. Tónlist: Bill Conti. AAalhlut-
verk: Sean Penn, Reni Santoni, Jim
Moody, Gric Curry, Gsai Morales, Ally
Dheedy. Gnsk-amerísk, gerð af Thorn-
GMI 1983.
Til allrar guðslukku þekkjum
við eyjarskeggjar lítið til lifnað-
arhátta íbúa slummhverfa
stórborga veraldar. Það er þá
helst af ballöðum, bókalestri og
blaða og svo bregður fyrir
kvikmyndum á borð við Götu-
drengi (Blackboard Jungle, Wesí
Side Story).
Sem annars staðar er það und-
irmálsfólkið sem byggir fá-
tækrahverfi Chicago-borgar,
negrar, Puerto Rikanar, sem eru
mun verr settir en þeir fyrr-
nefndu, og sú manngerð sem á
ensku er gjarnan kölluð „white
trash“. Upp ur þessum jarðvegi
þroskast þær persónur sem
myndin fjallar um. Þetta er
sannkallaður frumskógur, og
þangað hættir sér enginn óvið-
komandi sökum óargadýra hans;
harðsoðins glæpalýðs sem gjarn-
an fer í gengjum og sumir með-
limanna eru tæpast af barns-
aldri, eiturætur, rónar, mellu-
dólgar, og þar fram eftir götun-
um.
Að sjálfsögðu eru ekki allir
jafn slæmir, né jafn bölvaðir að
eðlisfari þó þeir búi í sama
hverfinu, en Götudrengirnir
fjallar einmitt um týnda sauðinn
Mick O’Brian, sem í myndarlok
er farinn að sjá að sér.
Mick er eins og aðrir ungl-
ingar hverfisins í sínu glæpa-
gengi. Þeir hyggjast ræna eitur-
lyfjasendingu af hópi Puerto
Rikana, en þeir hafa hinsvegar
boðið negragengi dópið til sölu.
Situr hver á svikráðum við ann-
an.
Áætlanir allra gengjanna
renna út í sandinn þegar á hólm-
inn er komið og enda með blóð-
baði. Mick er gripinn af lögregl-
unni eftir að hann hefur ekið
niður á flóttanum yngri bróður
forsprakka PR-gengisins, Paco,
og er síðan fluttur á ömurlegt
betrunarheimili fyrir afbrota-
unglinga. Þar er lífið engu
skárra en utan veggja, hvers-
kyns spilling og óréttlæti
blómstrar.
Smám saman gerir Mick sér
ljóst í hvert óefni er komið fyrir
honum og fer að taka sönsum.
En þá kemur Paco á ný til sög-
unnar, ákveðinn í að hefna bróð-
ur síns og drepa Mick, hefur orð-
ið sér úti um aðgöngumiða að
hælinu með því að nauðga unn-
ustu Micks. Það dregur því
óhjákvæmilega að dramatísku
uppgjöri ...
Götudrengir fjallar um hegð-
unarmynstrið á botninum,
hvernig menn komast þar af og
spyr þeirrar spurningar hvað í
ósköpunum er til ráða? Hversu
trú er hún sannleikanum? Á
köflum er myndin líkast til ná-
lægt sanni. Einkanlega kemur sá
hluti myndarinnar sem gerist á
betrunarhælinu, og sá sem sýnir
heimilisaðstæður drengjanna,
heim við það sem maður hefur
áður heyrt og séð. Gallinn er
bara sá að þessir kaflar eru
flausturslegir. Persónurnar eru
grunnar og einhliða og drama-
tískustu atriðin skrambi ósenni-
leg. Spennan er mikil í Götu-
drengjum, þetta er grimm og
miskunnarlaus veröld sem okkur
er sýnd og það verður sagt
myndinni til hróss að umhverfið,
bæði utan og innan hælisins og
manngerðirnar eru trúverðugar.
Leikararnir eru flestir hverjir
góðir, einkum þó Sean Penn í
hlutverki Micks. Harðneskjulegt
og lífsreynt andlit hans gefur
þessum smá-skratta og þar með
myndinni raunsæislegt yfir-
bragð, og fas hans allt er af
sama sauðahúsi.
Skemmtilegasti karakter
myndarinnar er klefafélagi
Micks, gyðingurinn Horowits,
fjöldamorðingi, vart af barns-
aldri. Hann fær einu fyndnu lín-
urnar í Götudrengjum, og gerir
það að eftirminnilegasta hlut-
verkinu. Hrottaleg afþreying
sem hefði þurft mun betri með-
ferð til að vera tekin alvarlega.
Slade — The Amazing Kamikaze Syndrome:
Slade hafa svo sannarlega komiö á óvart meö fyrstu
plötu sinni í langan tíma. Lagiö „My Oh My“ sló hressi-
lega í gegn rétt fyrir jólin og núna hafa Slade gefiö út nýtt
lag af þessari plötu, „Run Runaway", þrumurokkara sem
geysist upp breska vinsældalistann um þessar mundir.
Eurythmics — Touch:
Þetta er platan sem gagnrýnendur lofa í hástert og eiga
ekki nógu mörg orö til aö lýsa gæöum hennar. Vinsæld-
irnar láta heldur ekki á sér standa og þýtur platan nú upp
vinsældalista um allan heim.
Eigum einnig 2 fyrri plötur Eurythmics, In the Garden og
Sweet Dreams.
Lionel Richie - Can’t Slow Down: Kenny Rogers - Eyes That See In The Dark: Hall & Oates - Rock'n Soul Part 1:
Aörar nýjar plötur:
Lou Reed — Live In Italy
Elvis Presley — Legendary Performer Vol. 4.
Dazz Band — Joystick
Pointer Sisters — Break Out
Evelyn King — Face To Face
Paul Kantner — The Planet Earth
David Knopfler — Release
Litlar og 12“ plötur:
Gary Low — I Want You
Eurythmics — Here Come The Rain Again
J.B.’s All Stars — Backfield In Motion
Freeze Frame — Foxhole
The Fraggles — Fraggle Rock
Tomas Ledin — Don’t Touch That Dial
White and Torch — Bury My Heart
Slade — Run Runaway
Hazel O’Connor — Don’t Touch Me
Ath!
Kántrí-kynningunni lýkur um
mánaðamótin. Þá tekur viö
jazz-kynning meö 20% afsl.
Sendum í póstkröfu.
S. 11508.
LAUGAVEGI 33 11508-REYKJAVÍK