Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
Auður Steins-
dóttir - Minning
Fædd 11. mars 1917
Dáin 15. febrúar 1984
í dag verður Auður Steinsdóttir
jarðsungin frá Áskirkju í Reykja-
vík.
Auður Steinunn Kristín, eins og
hún hét fullu nafni, lést í Land-
spítalanum miðvikudaginn 15.
febrúar, eftir tæplega fjögra mán-
aða erfiða sjúkdómslegu.
Auður fæddist í Vestmannaeyj-
um 11. mars 1917. Hún var næst
yngst níu barna þeirra hjóna, frú
Kristínar H. Friðriksdóttur og
Steins Sigurðssonar kiæðskera.
Kynni okkar Auðar hófust fyrir
rúmum 16 árum, þegar ég kom inn
í fjölskylduna, sem tengdadóttir
Önnu systur hennar.
Þá bjuggu hjá þeim hjónum,
Auði og Þorsteini, mæður þeirra
beggja og var það alveg einstakt
hve vel þau hjónin reyndust
mæðrum sínum, en hjá þeim áttu
þær heimiii síðustu æviárin.
Á heimili þeirra hjóna var ætíð
gott að koma, og ávallt tekið á
móti okkur með opnum örmum.
Auður hafði einstakt lag á að
láta öllum líða vel í návist sinni.
Heimili hennar bar ótvírætt vitni
smekkvísi hennar, sem var með
afbrigðum góð.
Milli okkar bast sterkt tryggð-
arsamband svo að einstakt má
teljast. Þegar tengdamóðir mín
lést má segja að Auður hafi komið
dætrum okkar í ömmustað, og
þegar veikindi og sjúkrahúslegur
okkar Önnu dóttur minnar stóðu
yfir, reyndist Auður okkur ómet-
anlega vel, svo vel, að aldrei verð-
ur fullþakkað.
Síðastliðið sumar dvaldi Auður
hjá okkur hér í Stykkishólmi í
nokkra daga. Það voru yndislegir
dagar. Ekki hvarflaði það að
okkur að það væri síðasta heim-
sókn hennar til okkar.
Sú heimsókn, berjaferðir, dag-
arnir á Hallormsstað og ferðalag-
ið kringum landið og ótal margt
annað mun geymast í minning-
unni um einstaka frænku og vin-
konu.
Við hjónin sendum Þorsteini
Bernharðssyni, eftirlifandi eig-
inmanni Auðar, svo og Höllu,
Þorgeiri og börnunum, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðj-
um góðan Guð að styrkja þau og
blessa á erfiðri stund.
Með svanaflugi flýr hún,
til fegri landa snýr hún,
þar sól og sæla’ er vís.
Þar blómalund sér býr hún,
mín blíða sumardís.
Hún flýr með hörpuhljóminn
og himinglaða róminn.
En hér er kalt og hljótt.
Ég sit með bliknuð blómin
og berst við langa nótt.
Með hryggð og kvíða í hjarta
ég horfi á skuggann svarta,
sem óðum yfir fer.
ó blómadís mín bjarta,
ég bið að heilsa þér.
(Guðm. Magnússon)
Blessuð sé minning hennar.
Kristborg og Trausti
Ljúf kona er látin. Ein sú ljúf-
asta sem ég hefi kynnst. Ljúf-
mennska hennar hefur verið ætt-
arfylgja, móðir hennar Kristín
Friðriksdóttir og síra Friðrik
Friðriksson hinn mikli barnavinur
voru systkini.
Þau munu vera rösk 20 ár síðan
ég kynntist þeim æskuvinkonun-
um Áuði og Nönnu og fyrir þau ár
þakka ég.
Við Auður höfum unnið saman í
Thorvaldsensfélaginu nær öll
þessi ár, bæði að félagsmálum og
afgreiðslustörfum á basarnum.
Auður hafði sína ákveðnu daga við
skyldustörf á basarnum og fáir
voru þeir dagar sem hún var að
vinna sem við ekki hittumst og
spurðum hvor aðra um líðan og
hagi barna okkar og barnabarna,
það er ætíð svo ofarlega í hugum
kvenna. Það var ætíð allt gott að
frétta frá Auði, enda var hún
hamingjusöm í sínu einkalífi. Hún
eignaðist góðan og traustan eig-
inmann, Þorstein Bernhardsson
stórkaupmann og indæla dóttur,
Höllu sem er ljósmóðir að mennt.
Eiginmaður hennar er Þorgeir
Einarsson rafmagnsverkfræðing-
ur og eiga þau 3 börn: Auði Krist-
ínu, 7 ára, Þóreyju Vilborgu, 6 ára
og Þorstein Ara, 2ja ára.
Ungu hjónin hófu búskap í húsi
þeirra og var samgangur því mik-
ill og nutu barnabörnin því míkill-
ar ástúðar hjá ömmu og afa. Þau
Auður og Þorsteinn áttu fagurt og
friðsælt heimili og voru ham-
ingjusöm með fjölskyldu sína.
Thorvaldsensfélagið hefur ætíð
haft sömu stefnuskrá frá stofnun
þess. „Að styrkja þá er við erfið-
leika búa og stuðla að barnahjálp
og barnavernd." Þessi starfsemi
féll einkar vel að hugarfari Auðar.
Thorvaldsenskonur kveðja Auði
og þakka henni samvinnuna og
minnast hennar sem húsprýði
hvar sem hún fór.
Við sendum eiginmanni hennar,
dóttur, tengdasyni, barnabörnum,
systkinum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur og
munum ætíð minnast mætrar
konu og biðjum þeim öllum bless-
unar Guðs um ókomin ár.
Auði þakka ég indæla vináttu.
Það fer nú fyrir mér eins og svo
oft áður við missi góðs vinar, að
upp í hug minn kemur stefið úr
kvæðinu hans Tómasar:
„Við hefðum getað vakað lengur
og verið betri hvort við annað.“
Unnur
í dag kl. 15.00 fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík útför tengda-
móður minnar, Auðar Steinsdótt-
ur. Hún lést í Landspítalanum
þann 15. febrúar eftir rúmlega
þriggja mánaða erfiða sjúkralegu.
Þrátt fyrir það kom kallið snöggt,
svo ótímabært og óskiljanlegt
okkur hinum, því Auður var lífs-
glöð og þróttmikil persóna svo að
eftir var tekið.
Auður var fædd í Vestmanna-
eyjum þann 11. mars 1917 og var
því tæpra 67 ára er hún lést. For-
eldrar hennar voru hjónin Steinn
Sigurðsson, klæðskerameistari og
kona hans, Kristín H. Friðriks-
dóttir. Auður var næstyngst 10
systkina, en nú eru aðeins þrír
bræður hennar eftirlifandi af
þessum stóra systkinahópi. 12 ára
gömul fluttist hún ásamt fjöl-
skyldu sinni til Reykjavíkur og bjó
þar síðan. Hún lærði hárgreiðslu-
iðn við Iðnskólann í Reykjavík og
starfaði sem hárgreiðslukona um
nokkurra ára skeið. Þann 20. júlí
1948 giftist hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Þorsteini Bern-
harðssyni, framkvæmdastjóra.
Mestan hluta búskapar síns hafa
þau búið að Selvogsgrunni 25, þar
sem þau bjuggu sér glæsilegt og
fallegt heimili. Dóttir þeirra og
eiginkona mín, Halla Kristín, var
eina barn þeirra hjóna og naut
hún elsku og umhyggju móður
sinnar alla tíð. Einnig bjuggu á
heimili þeirra um nokkurra ára
skeið aldraðar mæður þeirra hjón-
anna. Þar var þeim gömlu konun-
um sannarlega búið áhyggjulaust
ævikvöld, enda var Auður með af-
brigðum myndarleg og atorkusöm
húsmóðir.
í þau 10 ár sem ég naut vináttu
og góðvildar Auðar lærðist mér æ
betur hvílík úrvals manneskja hún
var. Ætíð var hún boðin og búin
til hjálpar og hvatningar og vildi
láta gott eitt af sér leiða.
Við hjónin höfum búið okkar
búskap í húsi þeirra Auðar og
Þorsteins og hefur samgangur
þessara fjölskyldna verið mjög
mikill og ánægjulegur. Aðstoð
Auðar við okkur hjónin á námsár-
um okkar við barnapössun og
margt fleira verður aldrei full-
þökkuð. Samband hennar við
barnabörnin þrjú, Auði Kristínu,
Þórey Vilborgu og Þorstein Ara,
var einstakt. Betri ömmu en Auði
var ekki hægt að eiga. Hvenær
sem var, hvort heldur að nóttu eða
degi, gaf hún sér tíma fyrir þau,
tók þátt í barnslegri gleði þeirra,
studdi þau á þroskabraut þeirra
og huggaði þau ef eitthvað bjátaði
á. Missir þeirra er mikill, en sam-
veran með Auði ömmu þeirra, sem
þó varð alltof stutt, verður þeim
sannarlega gott veganesti fyrir
lífið.
Þessi fátæklegu kveðjuorð mín
til Auðar eru aðeins lítill þakk-
lætisvottur fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig og mína fjölskyldu.
Samvera okkar var alltof stutt og
svo margt ógert. Dómur drottins
getur oft verið svo harður og
óskiljanlegur að erfitt er að sætta
sig við hann. Þar ráða lögmál sem
við mannfólkið fáum seint skilið.
Hafi Auður þökk mína fyrir allt
liðið.
Megi hún hvíla í guðs friði.
Þorgeir Einarsson
Harmur. Þetta eina þunga orð
þrengir að huga mínum, þegar ég
kveð Auju frænku. Það er svo
ótrúlegt að hún sé dáin og erfitt að
sætta sig við það. Við ræddum oft
um lífið og tilveruna og erfiðleik-
ana, sem okkur er ætlað að yfir-
stíga, og gera okkur að sterkari og
reyndari mönnum. Alltaf lagði
hún gott éitt til á sinn hægláta og
yndislega hátt. Hún var tengilið-
urinn milli mín og föðurfjölskyldu
minnar frá því ég fæddist og hún
var Auja frænka okkar allra
systkinanna og barnanna okkar
síðar meir. Hún var ekki aðeins
föðursystir mín, hún var einnig
mikil vinkona mín og mér mjög
kær.
Söknuðurinn er mikill. Kahlil
Gibran segir í Spámanninum, þeg-
ar hann er spurður um gleði og
sorg: „Sorgin er gríma gleðinnar
og lindin, sem er uppspretta gleð-
innar, var oft full af tárum. Og
hvernig ætti það öðruvísi að vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin gref-
ur sig í hjarta manns, þeim mun
meiri gleði getur það rúmað. Þeg-
ar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.“ Auja frænka veitti mér
og mínu fólki mikla gleði og
ánægju, og við þökkum henni alla
þá hlýju og skilning, sem við nut-
um á erfiðum stundum.
Guð geymi hana og gefi Þor-
steini, Höllu, Hodda og elsku litlu
sólargeislunum þeirra styrk og
frið.
Þórunn Ingólfsdóttir
I dag opnar
útibú á Akureyri
I Qpæjarins
AÐ RÁÐHÚSTORGI 5
f
I
Viðskiptavinir athugið að
afgreiðslutími okkar er,
kl. 9.15-16.00
auk þess er opið á fimmtudögum
milli kl. 17.00 og 18.00
Lokað milli 13.00 og 14.00
ATH!
OPIÐ í HÁDEGINU