Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
Bjarni Kristjáns-
son - Minningarorð
Fæddur 13. nóvember 1904
Dáinn 16. febrúar 1984
Að morgni hins 16. febrúar sl.
lézt Bjarni Kristjánsson, fyrrum
vörubílstjóri og veitingamaður, á
endurhæfingardeild Landspítal-
ans í Reykjavík. Bjarni hafði um
margra ára skeið háð harða bar-
áttu við sjúkleika, sem stöðugt
ágerðist. Hann var þó við bærilega
heilsu fram í apríl á síðastliðnu
ári er hann varð fyrir þungu áfalli
og var eftir það rúmfastur á
Landspítalanum. Um tíma stóðu
vonir til að hann myndi á nýjan
leik ná nokkrum bata og komast
heim, en síðan þyrmdi aftur yfir.
Eftir það virtist sem ekki færi
nema á einn veg. Sú varð og raun-
in.
Bjarni fæddist að Bollastöðum í
Flóa hinn 13. nóvember 1904 og
átti því skammt í áttrætt er hann
lézt. Foreldrar hans voru sæmd-
arhjónin Kristján bóndi og land-
póstur Þorvaldsson og Guðrún
Gísladóttir, kona hans, er þar
bjuggu. Bjarni var eitt 14 barna
þeirra hjóna og lifa nú aðeins
tvær systur þennan stóra barna-
hóp, þ.e. þær Guðný og Kristín
Kristjánsdætur, báðar rosknar
orðnar en þó við allgóða heilsu.
Sjálfsagt hefur þetta barnmarga
æskuheimili Bjarna ekki átt mikið
afgangs umfram brýnar þarfir.
Svo mikið er a.m.k. víst, að þegar
um 14 ára aldur fer Bjarni að
heiman til að vinna fyrir sínu
daglega brauði. f örbirgð þeirra
ára og áratuga var slíkt að sjálf-
sögðu ekki óvanalegt, þvert á móti
má ætla, að þá hafi unglingar tíð-
um orðið að halda að heiman í
slíkum erindagjörðum frá barn-
mörgum og efnalitlum heimilum.
Fyrst í stað stundar hann sjósókn,
en eftir nokkurra ára störf til
lands og sjávar ræðst hann í
lausamennsku að Eiði á Sel-
tjarnarnesi. Þar má segja, að lífs-
ferill hans ráðist. Hann kynnist
föðursystur minni, Guðrúnu Gísl-
ínu Kristinsdóttur, f. 1.2. 1909, og
þau ganga í hjónaband hinn 12.
júlí 1930, sjálft alþingishátíðar-
sumarið.
Þau Bjarni og Unna, en svo var
Guðrún jafnan nefnd, voru bæði
ástfangin og vonglöð er þau hófu
búskap sinn þetta heita og bjarta
sumar. Hún var aðeins 21 árs að
aldri, hann 25 ára gamall, og um
þetta leyti stóð hagur manna
nokkuð vel. Bæði var góð atvinna í
landi og laun talin viðunandi,
þannig að telja má, að menn hafi
almennt unað glaðir við sitt. Fáir
vissu um kreppuna miklu, sem
þegar hafði skotið rótum vestan
hafs. Þau Bjarni og Unna stofn-
uðu sitt fyrsta heimili að Fram-
nesvegi 14 í Reykjavík, þar sem
foreldrar hennar bjuggu, og brátt
fæddust börnin hvert af öðru. Hið
elzta þeirra er Kristinn, f. 11.8.
1930, leiðbeinandi, kvæntur Krist-
laugu Vilfríði Jónsdóttur, hús-
freyju og skrifstofumanni. Þá fæ-
ddist þeim dóttir, Guðrún Erla, f.
17.9. 1932, húsfreyja og hús-
mæðrakennari, gift Ingólfi Ólafss-
yni kaupfélagsstjóra í KRON.
Yngstur þeirra systkina er Gunn-
ar, f. 7.10. 1933, stýrimaður,
kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur,
húsfreyju og hárgreiðslumeistara.
Þannig eignuðust þau hjón stóra
fjölskyldu á fáum árum, sem
Bjarni vann fyrir hörðum höndum
þótt illa áraði í atvinnulífinu.
Hann hafði snemma eignast eigin
Ólafur Ólafsson
lyfsali - Kveðja
Fæddur 29. mars 1928
Dáinn 14. febrúar 1984
ólafur Ólafsson tók við Húsa-
víkurapóteki árið 1970. Þar með
hófst náið samstarf okkar lækna
Heilsugæzlustöðvarinnar og
Sjúkrahússins á Húsavík við
hann. Þetta samstarf hefur alla
tíð verið mjög gott. Sem vænta
má, þurftum við oft að leita til
hans með ýmsa afgreiðslu og ráð
og brást lipurð hans og hjálpsemi
ekki. Fyrir þetta góða samstarf
þennan rúma áratug vil ég þakka.
Þótt gott hafi verið að eiga Ólaf
að samstarfsmanni, var þó enn
mikilsverðara að eiga hann að fé-
laga og vini. Utan daglegs amsturs
áttum við margar góðar samveru-
stundir. Er þar fyrst að nefna
þann samgang og vináttu sem var
milli fjölskyldna okkar. f rúman
áratug lékum við vikulega á hverj-
um vetri saman badminton. Við
nutum þess leiks báðir og svo var í
síðasta leik okkar, þangað til svo
skyndilega og óvænt syrti í álinn.
Gangan út af vellinum í það skipti
voru einhver þau þyngstu spor,
sem við félagar hans höfum tekið,
þegar ljóst var hvernig komið var.
Sönn leikgleði og góður félagsandi
voru einkenni hans við iðkun
íþróttarinnar. Hlutdeildar hans í
starfi Badmintondeildar Völsungs
munum við með þökk. Ólafur var
um árabil félagi í Golfklúbbi
Húsavíkur. Þótt hann hafi ekki
verið mjög virkur þar, var hann
dyggur stuðningsmaður þess fé-
lagsskapar og er mér skylt að
þakka honum það.
Að lokum vil ég enn lýsa þakk-
læti mínu fyrir að hafa átt Ólaf að
starfsfélaga og vini. Ég og fjöl-
skylda mín sendum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Ingimar S. Hjálmarsson
vörubifreið, sem á þeim árum
þótti traust atvinnutæki og þykir
enn. Bjarni var alla tíð harðdug-
legur og kappsfullur maður, ekki
sízt á sínum yngri árum. Fjöl-
skylda hans leið því ekki skort á
kreppuárunum, þótt hart væri í
búi hjá mörgum öðrum. Þvert á
móti gátu þau Unna rétt ýmsum
hjálparhönd á þeim árum, er að
svarf. Það er geymt en ekki
gleymt.
Únna kona Bjarna var rétt orð-
in 26 ára gömul er hún lézt á
Landspítalanum hinn 18. apríl
1935. Það hefur verið Bjarna mikil
sorg að sjá á bak þessari yndislegu
ungu konu í blóma lífs hennar. En
allt til síðustu ára var hann sterk-
ur maður, bæði til líkama og sálar,
og því axlaði hann þessa þungu
byrði eins og aðrar. Hann hélt
heimilið áfram í félagi við og með
góðri aðstoð Kristínar tengdamóð-
ur sinnar og Jórunnar mágkonu,
er hann gekk síðan að eiga hinn
14. maí 1937. En það var ekki að-
eins að Unna félli frá þetta vor.
Kristinn Gíslason, trésmiður, fað-
ir hennar og tengdafaðir Bjarna,
lézt hinn 27. ágúst 1935, aðeins 53
ára að aldri, f. 12. júni 1882. Og
síðar um sumarið lézt Ragnar
Leósson, sonur Jórunnar, rétt
tæplega árs gamall, fæddur 27.
ágúst 1934, en látinn 4. ágúst 1935.
Höggin voru því mörg og þung á
skömmum tíma. En með hverju
áfallinu á fætur öðru þjappaði
fjölskyldan sér betur saman, ráðin
í að standa af sér óveðrið. Enda
lægði senn, til allrar hamingju.
Þótt sorg Bjarna hafi verið mik-
ið vorið 1935 færði forsjónin hon-
um nokkru síðar nýja ást og mikla
gæfu. Þegar harmur hans var sem
þyngstur tók Jórunn mágkona
hans sér stöðu við hlið hans og
áður en langt um leið tók að birta
á nýjan leik í lífi hans. Hún tók
við heimili Bjarna og Unnu systur
sinnar heitinnar sem og við upp-
eldi barnanna, í góðri samvinnu
við Kristínu, móður þeirra systra.
Þau Bjarni og Jórunn gengu síðan
í hjónaband, eins og áður sagði,
hinn 14. maí 1937. Því var ég
kunnugur allt frá barnsaldri. Þar
fór saman ást og traust, sem eng-
an skugga bar á. Þau voru sam-
hent í hvívetna og traustir for-
sjármenn heimilis og barna.
Bjarni hafði stundað vörubíla-
akstur á eigin bifreið um langa
hríð er hann brá á annað ráð 1937.
Hann festi þá kaup á Kaffivagnin-
um við Reykjavíkurhöfn af Gísla
bróður sínum, sem þráði sveitalíf-
ið og hvarf að búskap. Sjálfsagt
hefur Bjarni þá verið með öllu
óvanur veitingastörfum, en hon-
um farnaðist þó vel á því sviði sem
öðrum. Kaffivagninn seldi kaffi og
meðlæti verkamönnum, sjómönn-
um og bifreiðastjórum við höfn-
ina. Viðskiptin gengu vel og tóku
mikinn fjörkipp á vordögum 1940.
Bjarni stýrði fyrirtæki sínu vel og
brátt hafði fjölskyldan efni á að
eignast lítið einbýlishús að
Bergstaðastræti 50. það varð þó
skjótt of lítið og því réðust þau
hjón í byggingu veglegs einbýlis-
húss að Sörlaskjóli 15 hér í borg,
er þau tóku í notkun sumarið 1947.
Þegar hér var komið sögu hafði
fjölskyldan stækkað enn. Þeim
Jórunni og Bjarna hafði fæðst
sonur hinn 5.9. 1941. Er það Jón
Haukur, bóndi að Þórisstöðum í
Grímsnesi, kvæntur Elsu Jóns-
dóttur, húsfreyju.
En auk barnanna fjögurra flutti
nú Kristín Guðmundsdóttir, móðir
Jórunnar, með þeim á hið nýja og
glæsilega heimili og nokkrum ár-
um síðar önnuðust þau ennfremur,
um nokkurra ára skeið, uppeldi
systurdóttur Jórunnar, Ragnheið-
ar Pétursdóttur, sem gift er og
búsett vestanhafs. Bjarni hafði
byggt nýjan Kaffivagn að stríðinu
loknu, en seldi hann 1950 og tók þá
við rekstri Verkamannaskýlisins
við Kalkofnsveg, að beiði borgar-
yfirvalda. Annaðist hann þann
rekstur til 1958, er Hafnarbúðir
voru teknar í notkun. Lét hann þá
af erilsömu og erfiðu veitinga-
starfi og gerðist á nýjan leik vöru-
bifreiðastjóri á Vörubílastöðinni
Þrótti. Stundaði hann það starf
meðan heilsan leyfði.
Bjarni er höfundi þessara orða
eftirminnilegur um margt. Hann
var hár maður vexti og vel á sig
kominn, fríður sýnum og bar með
sér góðvild og þokka. Hann var
viðræðugóður og glaðlyndur og
hlýr í allri viðkynningu. Ég hygg,
að hann hafi alla tíð haft sterka
hneigð til sveitastarfa þótt svo
færi, að lífsstarf hans yrði á möl-
inni í Reykjavík. Hann reyndi þó
að bæta sér það upp með því að
halda kindur um nokkurra ára
skeið við hús sitt að Sörlaskjóli 15
og hafði vafalaust yndi af að fylgj-
ast með og taka nokkurn þátt í
búskap Jóns Hauks sonar síns að
Þórisstöðum. Bjarni var mikill að-
dáandi hinnar fornu glímu og
hafði mikla ánægju af að fylgjast
með því, sem gerðist á því sviði.
Hann hafði líka mikið dálæti á
ljóðum og kveðskap, einkum hinna
eldri skálda, og löngum undi hann
sér við lestur þjóðsagna. Er á leið
ævina gáfust honum margar
unaðsstundir við þessi hugðarefni
sín og er nú gott til þess að hugsa.
Hann líktist hyggnum bónda um
margt. Honum þótti alltaf betra
að eiga nokkrar fyrningar og tókst
með miklum dugnaði og vel rekn-
um atvinnurekstri að komast í all-
góðar álnir um miðbik ævinnar.
Þeim varði hann öllum í þágu fjöl-
skyldu sinnar. Hann var greiðvik-
inn og hjálpfús og ætíð góður
heim að sækja. Og ekki veit ég
betur en honum hafi ætíð samið
vel við sína samferðamenn, enda
var hann allur þeirrar gerðar.
Sá, sem þetta ritar, var um
langt skeið tíður gestur á heimili
þeirra Bjarna og Jórunnar. Hon-
um er enn í barnsminni hve glæsi-
legt það var og vel búið á allan
hátt. Ætíð var gestrisnin eins og
bezt varð á kosið. Og aldrei hefur
orðið neitt lát á þeirri reisn. Við
andlát Bjarna sakna ég vinar i
stað. Hann reyndist mér ætíð sem
bezti drengur og velunnari í hví-
vetna. Ég mun því ætíð heiðra og
virða minningu hans.
Ég bið sálu hans blessunar og
votta fjölskyldu hans einlæga
samúð mína.
Sigurður E. Guðmundsson
GEísiP
ALDREI MEIRA URVAL
Póstsendum
FLEX’O’LET
Tekiö upp í dag
Dömu- og herra-
tréklossar
Þú svalíir lestrarþörf dagsins
TJAPIT A TTT> Skeifunni 15
IlAuXiilU 1 Reykjavík