Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 47. tbl. 71. árg.___________________________________SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Róttækar aðgerðir skipstjóra danskra togara: Mótmæla reglum EBE og halda til hafnar Kaupmannahöfn, 25. febrúar. Frá Ib Björnbak, frélUrilara Mbl. STÖÐVUN danska fiski- skipaflotans vofir nú yfir. Yf- irmenn stóru dönsku verk- smiðjutogaranna á Norðursjó bera því við, að ógerningur sé orðið að fylgja reglugerð- um EBE um samsetningu afl- ans. Samkvæmt reglugerðinni má síld aðeins vera tíundi hluti heild- araflans, en það hlutfall segja skipstjórar á togurunum vera gersamlega útilokað að halda. Svo mikið sé af síld í Norðursjónum, að nær væri að leyfa að síldin væri fjórðungur aflans hverju sinni. Flestir togararnir hafa þegar ákveðið að sigla til heimahafnar Á förnum vegi Morgunblaöið/Friðþjúfur Helgason og halda sig þar uns reglunum verður breytt. Alls munu 350 danskir togarar hafa orðið fyrir óþægindum vegna reglugerðar- innar. Um ieið og þeir hætta sókninni stefna þeir fiskimjöls- framleiðslu í voða. Danir flytja árlega út mjöl og lýsi fyrir 1,2 milljarð danskra króna. „Við krefjumst þess, að ákvarð- anir EBE séu í einhverju sam- hengi við raunveruleikann," segir Kent Kirk, formaður sjómannafé- lagsins í Esbjerg. Kirk þessi á sæti á þingi EBE og var kjörinn á þing í Danmörku í kosningunum 10. janúar sl. Hann hefur áður lent upp á kant við EBE og dómstóll bandalagsins hefur nú til meðferðar kærumál á hendur honum frá í fyrra er hann braut vísvitandi reglur sambandsins út af ströndum Bretlands. Uppátæk- ið aflaði honum heimsfrægðar. SANO K/PK ESBOEHC Fimm farast í bíóbruna Briissel, 25. febrúar. AP. FIMM manns létu lífið og átta slös- uðust, þar af tveir alvarlega, er eldur kom upp í Capitole-kvikmyndahús- inu í Briissel seint í gærkvöld. Talið er að á milli 5 og 600 manns hafi verið í hinum fjórum sölum hússins er eldurinn kom upp. Kent Kirk fyrir framan skip sitt, Sand Kirk, við höfnina í Esbjerg Þyrla í þjónustu kínverskra bænda Peking, 25. febrúar. AP. SÁ ÓVENJULEGI atburður gerðist í Liuzhuang-þorpi í vikunni, aö bænd- ur þar keyptu sér þyrlu, kínverskrar gerðar að sjálfsögðu. Er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé í Kína, að óbreyttir bændur festi kaup á slíku tæki. Þyrlan er sameiginleg eign 1.000 þorpsbúa og kostaði jafnvirði 300.000 íslenskra króna. Féð til þyrlukaupanna kom úr sérstökum sjóði, sem þorpsbúar komu sér upp á síðasta ári. Lagði hver og einn fram jafnvirði 15.000 íslenskra króna. Sú upphæð svarar til rúm- lega þrefaldra meðalárslauna kínversks bónda. Bændurnir í Liuzhuang-þorpi njóta nú góðs af stefnubreytingu yfirvalda í landbúnaðarmálum. Mega þeir rækta hvaða tegundir korns og ávaxta, sem þeir vilja, og mega að auki selja stóran hluta uppskerunnar á frjálsum markaði með margföldum hagnaði frá því sem áður var. Þyrluna góðu hyggjast þorpsbú- ar nota til þess að sá í akra úr lofti, dreifa á þá áburði og úða yfir þá skordýraeitri, þar sem þess er þörf. Starfsmenn kínversku flug- málastofnunarinnar eru þegar byrjaðir að kenna bændunum á stjórntæki þyrlunnar. Enn barist í Líbanon: Nýjasta vopnahléið varð ekki langlíft fiiknia, AP Beirut, 25. febrúar. AP. STJÓRNARHERINN í Líbanon og sveitir shita skiptust á skrið- dreka- og eldflaugaskothríð í Beir- ut aðfaranótt laugardags og fram eftir deginum og gerðu þar með að engu nýjasta vopnahléið sem Saudi-Arabar höfðu haft veg og vanda að. Lögregluyfirvöld í Beirut sögðu að 20 manns hefðu látið lífið og 40 særst í átökunum, stríðs- Miklar vonir bundnar við nýtt lyf gegn krabbameini ('hicago, Illinoi.s, 24. febrúar. AP. NÝTT LYF gegn krabbameini á háu stigi hefur gefið góða raun að undanförnu án þess að valda þeim geysimiklu aukaverkunum sem jafnan hafa verið samfara krabbameinslækningum með lyfjum, eftir því sem læknavís- indamenn við háskólann í Chi- cago sögðu í dag. Lyfið sem um ræðir heitir Mitoxantrone og dr. James Hol- land, yfirmaður rannsókna- flokksins, segir að það muni ger- bylta lyfjalækningum í krabba- meini og „veita sjúklingum meiri möguleika á eðlilegu og góðu lífi“, eins og hann komst að orði. 60 prósent þeirra krabbameins- sjúklinga sem tekið hafa lyfið á vegum dr. Holland og sam- starfsmanna hafa sloppið við svæsna aukakvilla á borð við ógleði, hármissi og eyðileggingu á heílbrigðum líkamsvefjum, sem flest lyf gegn krabbameini bera með sér. Dr. J.F. Smyth, við Edinborg- arháskóla, sem fylgst hefur með árangri hins nýja lyfs í Evrópu, sagði að 99 konur hefðu tekið lyfið við brjóstkrabba. 6 þeirra fengu fullan bata og 29 bata að hluta til. Reyndar fengu 40 pró- sent kvennanna ógleði og upp- köst, en tilfellin voru ekki alvar- leg. Aðeins 6 konur misstu hárið og einungis 4 fengu hjartakvilla við töku lyfsins. Mitoxantrone hefur reynst nothæft í baráttu gegn sogæðakrabbameini og ákveðnum tegundum hvítblæðis. Úr því hefur hins vegar ekki fengist skorið hvort lyfið er nothæft sem fyrirbyggjandi lyf sem kemur í veg fyrir myndum illkynjaðra krabbameinsæxla. menn og óbreyttir borgarar. Ríkisrekna útvarpið í Beirut greindi frá því að Amin Gemayel forseti og fleiri ráðamenn væru í stöðugu sambandi við Saudi Arabíu og Sýrland til að reyna að koma vopnahléinu aftur á fót, en það hófst klukkan 9.00 að morgni föstudagsins. Leiðtogar drúsa, shita og falangista kvört- uðu yfir því að þeir hefðu ekki verið látnir vita formlega að vopnahlé væri hafið. Shitar gerðu í gær aðsúg að ísraelska setuliðinu í suðurhluta Líbanon, annan daginn í röð, lögðu eld að bifreiðum og reistu vegatálma sem ísraelskir skriðdrekar muldu mélinu smærra jafnharðan. Mótmæltu shitarnir handtöku nokkurra háttsettra félaga í Amal-hreyf- ingunni í þorpinu Maaraka. í Sídon varpaði herskár shiti handsprengju að ísraelskum herflokki og átti fótum fjör að launa. Grandaði hann engum manni og slapp sjálfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.