Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 svo litlu munar. Eins og kunnugt er hætti Jock Wallace, fram- kvæmdastjóri Motherwell, hjá félaginu í vetur er honum bauðst staða hjá Rangers, en þar var hann áður við góðan orðstír. Maður að nafni Bobby Watson tók við stöðu Wallace hjá Moth- erwell en hann er fyrrum leik- maður liðsins og lék einnig með Rangers. „Ef liðið fellur verður hann sjálfsagt ekki lengi hjá okkur," sagði Jóhannes. „En það getur allt gerst ennþá. Við höfum verið reglulega óheppnir í undanförn- um leikjum. Höfum ekki nýtt þau færi sem við höfum skapað okkur og þar fram eftir götun- um. Veður hér var mjög slæmt í nokkurn tíma um daginn og þá var fjórum leikjum í röð frestað hjá okkur — og næsti leikur eft- ir hléð var gegn Rangers. Við vorum ekki í nógu góðri leikæf- ingu eftir svo langt hlé — og það kom niður á leik liðsins." Hverjir heldurðu að vinni úr- valsdeildina í vetur? „Ég á von á því að Aberdeen nái titlinum. Liðið er mjög sterkt. En Dundee United og Celtic eru einnig með mjög góð lið og gætu hæglega blandað sér verulega í baráttuna. Rangers er hins vegar ekki með sérlega gott lið. Vissulega hafa orðið miklar breytingar á því síðan Wallace tók við því, en liðið leikur ekki skemmtilega knattspyrnu. Bar- áttan er geysileg og mikill kraft- ur í liðinu." Jóhannes hefur verið í at- vinnumennskunni í mörg ár. Hefur hann hug á því að halda áfram eftir þennan vetur? „Samningur minn við Moth- erwell rennur út í vor og maður veit auðvitað aldrei neitt um framhaldið. Knattspyrnan er óútreiknanleg. Ég hefði gaman af því að breyta til — ég hef nú verið í tvö ár hjá Motherwell. Þegar samningurinn rennur út í maí er aldrei að vita hvað gerist. — Síðastliðið eitt og hálft ár hef ég leikið með liðinu sem miðjuspilari en ekki miðherji. Ég kunni vel við þessa stöðu. Maður er mikið í boltanum og þarf að skila mikilli vinnu. Þá þroskar það mann líka sem knattspyrnumann og eykur skilning manns á leiknum að spila fleiri en eina stöðu á vellin- um. belgísku 1. deildinni og ég hef trú á því að við verðum í einu af fimm efstu sætunum. Við erum með gott lið. Það er staðreynd. — Við erum enn inni í mynd- inni í bikarkeppninni. Þar erum við í átta liða úrslitum. Við leik- um gegn Standard og eigum góða möguleika á að komast áfram þó svo að Standard sé sterkt um þessar mundir. — segir Jóhannes Eðvaldsson hjá Motherwell Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðs- ins, leikur nú með Motherwell í Skotlandi — en áður gerði hann garðinn frægan með Celtic sem kunnugt er. Hann byrjaði reyndar með Holbæk í Danmörku eftir að hann hélt út fyrir landsteinana og fór þaðan til Celtic. Síðar fór hann til Tulsa Roughnecks í Bandaríkjunum og þaðan til Hannover 96 í Vestur-Þýskalandi áður en hann hélt til Skotlands á ný og gekk til liðs við Motherwell. Jóhannes er giftur skoskri konu. geta farið að spila aftur fljótlega — hann fór á sjúkrahús á mánu- dag og sérfræðingur hefur haft hann í meðferð. Hann æfði örlít- ið fyrir leikinn um síðustu helgi en varð að hætta vegna eymsla í fætinum. Motherwell er f neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir tuttugu og þrjá leiki, en St. Johnston er með tveimur stigum meira eftir jafn marga leiki. Baráttan á botninum á því ef- laust eftir að verða hörð þar sem Jóhannes hefur nú misst þrjá síðustu leiki úr með Motherwell og lék ekki gegn Clydebank í bik- arkeppninni um síðustu helgi. „Ég fékk slæmt spark í ristina í leiknum gegn Rangers — þegar aðeins tvær mínútur voru eftir — og bólgnaði allur upp. Ég byrjaði svo inni í næsta leik á eftir en varð að fara út af strax vegna meiðslanna," sagði Jó- hannes er Mbl. spjallaði við hann. Hann sagðist vonast til að Jóhannes sækir hér að marki íra í landsleiknum á Laugardalsvelli í haust. Það er Mark Lawrenson, leikmaðurinn frægi frá Liverpool sem stekkur upp með honum. Morgunhlaðið Friðþjófur. Pétur Pétursson: „Langaöi að leika miðherja aftur“ Hann vakti snemma athygli fyrir þá hæfileika sína í knattspyrnunni að vera laginn við að skora mörk. Hér heima varð hann markakóngur í 1. deild og skoraði mikið fyrir lið sitt, ÍA. Það hlaut að koma að því að erlend stórlið færu að gefa piltinum auga. Áður en varði var hann búinn að gera samning við eitt besta lið Hollands, Feyenoord. Þar gerði hann garðinn frægan. Strax fyrsta keppnistímabilið sem Pétur Pétursson spilaði með Feyenoord vakti hann mikla athygli. Hann varð líka fljótt markahæsti leikmaður liðsins. Á sínu öðru keppnistímabili varð hann líka einn markahæsti knattspyrnumaður í Evrópu. Síðan varð Pétur fyrir því óhappi að meiðast illa og missa úr dýrmætt tímabil í knattspyrnunni. En hann kom aftur, lét ekki deigan síga þrátt fyrir mótlætið og er nú fyrir löngu búinn að ná fyrri styrkleika sínum og hefur öðlast mikla reynslu sem atvinnuknattspyrnumaður. Pétur fékk gott tilboð frá frægasta liði Belgíu, Anderlecht, lék með liðinu eitt keppnistímabil, en gekk síðan til liðs við Antwerpen og leikur nú sitt annað keppnistímabil með liðinu. Nú nýverið spjölluðum við lít- illega við Pétur og inntum hann eftir gangi mála. — Það má segja að á ýmsu hafi gengið á yfirstandandi keppnistímabili, eins og oft vil verða í knattspyrnunni. Liði Antwerpen var spáð góðu gengi í deildinni og flestir voru bjart- sýnir þar sem vel hafði gengið í fyrra-og svo til sami mannskap- ur skipaði liðið aftur í vetur. En framan af keppnistímabilinu gekk okkur illa. Ég veit ekki hverju á að kenna um en liðið náði illa saman og við töpuðum stigum á móti lakari liðum. — Hvað sjálfan mig snertir þá var ég alls ekki ánægður með mína frammistöðu fyrir áramót- in. En strax eftir að keppnis- tímabilið hófst á nýjan leik fór að ganga betur. Antwerpen fór að ganga vel og við erum mikið sterkari núna en áður, spilum saman sem ein heild og þá geng- ur dæmið upp. — Við erum núna í 7. sæti í Pétur er farinn að leika sína gömlu stöðu aftur, miðherja og hefur skorað í síðustu þremur leikjum sínum. „Draumur minn að leika fyrir ísland gegn Skotlandi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.