Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Framleiðsla iðn- aðarvara jókst Spáð er aukinni fjárfestingu á þessu ári Heildarframleiðsla og sala idn- aðarvara á síðasta ári var nokkru meiri, en á árinu 1982, að því er segir í niðurstöðum Hagsveifluvog- ar iðnaðarins, sem er ársfjórð- ungsleg könnun Félags íslenzkra iðnrekenda og Landsambands iðn- aðarmanna á ástandi og horfum í íslenskum iðnaði á 4. ársfjórðungi 1983. Fjárfesting í iðnaði dróst sam- an á síðasta ári, miðað við fjár- festinguna á árinu 1982. Sam- drátturinn varð þó minni en reiknað hafði verið með, að sögn Ólafs Davíðssonar, fram- kvæmdastjóra Félags íslenzkra iðnrekenda. Síðan er gert ráð fyrir meiri fjárfestingu á þessu ári, en á því síðasta. Framleiðslu- og söluaukning var á 4. ársfjórðungi 1983 miðað við sama tíma árið 1982. Þá jókst iðnaðarframleiðsla á 4. ársfjórð- ungi, miðað við 3. ársfjórðung síðasta árs. Þá kemur fram í niðurstöðunum, að gert er ráð fyrir framleiðsluaukningu og söluaukningu á 1. ársfjórðungi 1984 ásamt fjölgun starfsmanna í iðnaði. Þegar heildarframleiðsla árs- ins 1983 var borin saman við framleiðsluna á árinu 1982, kom fram að 46% fyrirtækjanna, sem tóku þátt í könnuninni, töldu framleiðsluna hafa aukizt á síð- asta ári. Um 14% fyrirtækjanna töldu framleiðslu hafa staðið í stað. Um 25% fyrirtækjanna í könnuninni gerðu ráð fyrir auk- inni fjárfestingu á þessu ári, en um 16% þeirra hyggjast draga úr fjárfestingu frá því sem var á síðasta ári. Höfnin er ein af lífæðum þjóðfélagsins. Þar er ávallt mikið líf, skip að koma og fara og menn að ganga frá borði Og fara urn borð. Morgunblaðift/ Friðþjófur Auglýst eftir tilboð- um I annan áfanga flugstöðvarinnar BYGGINGARNEFND Bugstöðvar á Keflavíkurflugvelli auglýsti ný- lega eftir tilboðum í 2. áfanga nýrr- ar flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Sverri Hauki Guð- jónssyni, deildarstjóra varnarmála- Matthías Bjarnason um ríkisábyrgð til Arnarflugs: Mæli með henni, ef þeir geta sett tryggingar „ÞAÐ VAR allt annað á dagskrá og ég kom þessu ekki að. Þetta bíður því næsta ríkisstjórnarfundar,“ sagði Matthías Bjarnason samgönguráð- herra er Mbl. spurði hann í gær hvort ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun um beiðni Arnarflugs um ríkisábyrgð fyrir 1,5 millj. dollara láni. Ráðherrann hefur fengið í hendur sérstaka úttekt á rekstrarfjárstöðu fyrirtækisins, sem unnin var af fulltrúum samgöngu- ráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Matthías vár spurður hver niður- staða athugunarinnar væri. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um það á þeirri stundu. Þetta væri flókið og erfitt útlistunar. Hann var þá spurður, hvort hann myndi mæla með ríkisábyrgðinni með hliðsjón af þeim niðurstöðum sem hann hefði í höndum. Hann svaraði: „Ég geri mér ekki fylliiega grein fyrir því. Ég mun mæla með því að þeir fái ríkisábyrgðina, ef þeir geta sett fullnægjandi tryggingar." — Liggur fyrir að þeir geti það? „Það er það sem ég get ekki sagt fyrir um, því þetta er svo flókið. Það eru þarna lán sem greiðast upp og þá koma tryggingarnar, en til að greiða lánin þarf ríkisábyrgðin að koma til á nýju láni. En með þeim lánum sem nú eru áhvílandi eru tryggingar ekki nægar." dcildar utanríkisráðuneytisins, verða tilboð opnuð 17. apríl nk. Öðrum áfanga byggingarinnar skal Ijúka fyrir 1. október 1985, en vinna við þann áfanga nær til sprenginga fyrir undirstöðum og annarrar jarðvinnu sem nú er ólokið, lagna í grunni og teng- inga við frárennsliskerfi utan byggingarinnar, uppsteypu húss- ins ásamt landgangi, glugga- ísetningar og glerjunar, frágangs á þaki og þakniðurföllum og ytra frágangs byggingarinnar og landgangs. Flugstöðvarbyggingin verður á tveimur hæðum, sem verða 6.000 fermetrar hvor, þar verður leiðslukjallari og ris ásamt land- gangi að flugvélastæðum. Vinn- an er boðin út bæði á íslandi og í Bandaríkjunum. Sverrir Haukur sagði að vinna við 1. áfanga byggingarinnar hefði gengið ágætlega, þrátt fyrir snjóatíð, en vinna hefði gengið samkvæmt áætlun að mestu leyti. Óánægja með útreikning þorskkvótans: Lokið við að veiða í kvótann þegar í vor Utgerðarmenn báta segja of mikið fært til togaranna ,,MEi) sama áframhaldi verAum við búin rheð okkar kvóta þegar í mars eða apríl. Það virðist vera nægur fisk- ur til að veiða upp í hann," sagði Júlíus (iuðmundsson, útgerðarmaður í (■arði, þegar blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við hann í gær um áhrif kvótaskiptingarinnar. „Þetta er óneitanlega talsvert harkalegt, og mun meiri skerðing en buið var að t&la um,“ sagði Júlíus. „Okkur hafði skilist að skerðingin yrði um 30%, en hún verður um 43%. Undanfarin ár höfum við að með- altali veitt um 473 tonn af þorski, en 550 tonn alls, en nú verða þetta um 300 tonn. Ekki er svo enn ljóst hvort við komumst á rækju eða humar, en það myndi hjálpa tals- vert, óneitanlega. Nú hefði maður þurft að hafa tvo báta, láta annan liggja uns hinn væri búinn með kvótann og veiða þá á þann síðari. Þeir koma best út, sem eiga marga báta. En hér í fiskverkuninni hjá okkur, sem 15 fjölskyldur lifa af, blasir ekkert annað en atvinnuleys- ið við.“ Olafur Kögnvaldsson á Hellissandi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þar hefðu menn ýmislegt við framkvæmd og útreikninga kvótakerfisins að athuga. „Við er- um hér með báta, sem undanfarin ár hafa veitt um 85% þorsk, en nú eigum við að fara niður í 55%,“ sagði Ólafur, „og finnst okkur það lágt, þegar jafnvel bátar sem farið hafa á síld á haustin fá að veiða alit að 60%. Hér hlýtur að vera um að ræða einhverjar rangar forsendur, sem reiknað er út frá. Við getum hvorki farið á skel né síld, okkur eru allar bjargir bannaðar þegar þorskkvótanum er lokið, og við verðum sennilega búnir að veiða upp í hann þegar í vor. Ég vil taka það fram að ég er hlynntur kvótafyrirkomulaginu, enda verður eitthvað að gera og enn frekari ofveiði nú myndi hitta okkur enn verr fyrir síðar. En það verður að vera réttlæti í þessu, og gæta verður þess að taka ekki meira af þeim, sem fyrst og fremst byggja á þorski en þeim sem eiga annarra kosta völ. í þessu sam- bandi ber einnig að hafa það í huga, að nú hefur verið gengið á hlut bát- anna vegna togaranna, bara vegna þess að togurunum hefur fjölgað, — fjölgað meira en nokkur hefur viljað eða talið skynsamlegt," sagði Ólafur. Óli Þorsteinsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Þórshöfn, sagði mikil vandamál vera framundan vegna aflasamdráttarins. Undanfarin ár hefði hann veitt um 250 tonn af þorski og kola, en nú væri honum úthlutað 80 tonn þorsks og 90 tonn- um af kola. Hér væri verið að auka hlutfall kolans verulega og raunar vandséð, hvernig ætti að vera hægt að veiða allan þennan kola, sér- staklega ef stærri bátarnir ættu að fá að fara alveg upp í landsteina. „Ég tel kvótafyrirkomulagið óhjákvæmilegt,“ sagði Óli, „en verst er í þessu þjóðfélagi, að það er alltaf verið að refsa þeim sem standa sig og skussarnir verðlaun- aðir um leið. Nú er til dæmis verið að færa mjög mikinn afla frá bát- unum yfir á togarana, en togurun- um hefur m.a. fjölgað óhóflega mikið vegna þess að allir gátu keypt togara og það jafnvel þótt útilokað væri að þeir gætu borið sig. Síðan er þessum aðiíum hjálp- að meira en hinum, þeir gátu vaðið út í þetta og verið vissir um að fá verðlaunin eftir á.“ Óli kvaðst vænta þess að vera bú- inn með þorskkvótann þegar í vor, og þá yrði trúlega lítið veitt það sem eftir væri ársins, við blasi því atvinnuleysi, enda ekki að neinu öðru að hverfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.