Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 23 KONAN & SAMFELAGIÐ Odæðið var ekki saknæmt Baráttan fyrir afnámi heiman- mundar á Indlandi hefur nú staöiö yfir í fimm ár, og svo er að sjá sem ársins 1984 verði sérstaklega minnzt í sögu þeirrar baráttu. Nokkur hópur kvenna, sem hafa gengiö þar fram fyrir skjöldu, á semsagt von á aö veröa kvaddur fyrir hæstarétt fyrir þær sakir aö hafa sýnt réttinum fyrir- litningu. Þessar konur eiga aöild aö ýmiss konar kvennasamtökum í landinu, en eiga þaö sammerkt aö hafa barizt dyggilega fyrir afnámi heimanmundar. Þær höföu til dæmis í frammi mótmælaaðgerðir við hæstarétt, er hann sýknaöi tvo karla og eina konu, sem myrt höföu unga konu vegna óánægju meö heiman- mund hennar. Undirróttur hafði áöur dæmt þre- menningana til dauða fyrir aö hafa brennt til bana unga og vanfæra konu, Shuda aö nafni. Hún var gift einum þeirra, en hin voru móöir hans og bróðir. Ástæöan fyrir illvirkinu var sú ein, aö þeim fannst Shuda ekki hafa fært nægilega mikiö til búsins. Oauöadómarnir yfir mæöginunum voru fyrsti umtalsverði árangurinn í baráttu indverskra kvenna fyrir af- námi heimanmundar. Grannar ungu konunnar báru vitni um meðferðina á henni, en þaö þótti tíöindum sæta, því yfirleitt hefur fólk verið tregt til aö „Þrátt fyrir þetta reyna konurnar aö flýja undan bardögunum . . . meö börnin sín, en þaö er eins og aö taka þátt í rússneskri rúllettu“ — HINIR ÚTSKÚFUÐU Kúgunin er rótgróin hefö. vitna í málum af þessu tagi. Hafa dómstólar veriö mjög umburðarlynd- ir gagnvart þeim, sem hafa veriö ákæröir fyrir svona glæpi. Þar af leiö- ir, aö kærur um svonefnd „heiman- mundarmorð" hafa sjaldan veriö bornar fram. En morðið á Shuda þótti með ein- dæmum grimmilegt, enda var hún komin á steypirinn. Grannarnir leystu frá skjóöunni. Ákvöröun dómstóla þótti og miklum tiöindum sæta og frá henni var rækilega skýrt í fjölmiðlum. Eigi aö síöur breytti hæstiréttur úr- skurði undirréttar sex mánuðum síö- ar og sýknaöi mæöginin. Sem fyrr segir höfðu kvennasamtök í frammi mótmælaaðgerðir viö hæstarétt vegna þessa dómsúrskuröar. Rétturinn mun hafa litiö svo á, aö hann væri niöurlægöur meö þessu tiltæki, og nú hafa konurnar veriö kvaddar til þess aö réttlæta gjöröir sínar. Þær eru hins vegar staðráönar í aö biðjast ekki afsökunar fyrir þaö sem þær telja sig hafa rétt á að gera og gæti þaö leitt til þess aö einhverj- ar þeirra yröu hnepptar í fangelsi. Dómstólar á Indlandi eru mjög tregir til aö kljást viö þaö sem kallaö er „hefðir og siövenjur“. Og vissulega er kúgun kvenna svo rótgróin hefö á Indlandi, aö þaö þarf meira til en mótmæli nokkurra millistéttarkvenna til að breyta nokkru þar um. Nauög- anir og krafan um heimanmund eru aðeins brot af miklu stærra vanda- máli. í oröi kveönu njóta indverskar konur jafnréttis á viö karla aö flestu leyti. Hins vegar er raunveruleikinn í hrópandi mótsögn viö lagabókstaf- inn. — URVASHI BUTALIA ISRAEL Hryöjuverk á heimaslóðum Sú var tíðin, aö þegar israelar heyröu hryðjuverkamann nefnd- an kom þeim Palestínumaöur í hug. Þetta hefur þó dálítið breyst. Núna hafa menn vaxandi áhyggjur af auk- inni hryðjuverkastarfsemi meöal Gyöinga sjálfra. Undirrótin aö hryöjuverkunum virðist ýmist vera af trúarlegum eöa pólitískum toga spunnin og stundum hvorumtveggja. Sem dæmi má nefna tilraunina, sem gerö var til aö sprengja í loft upp Al Aqsa-moskuna í Jerúsalem, mikinn helgidóm í aug- um múhameðstrúarmanna, í janúar sl., en lögreglan leitar enn mann- anna, sem aö því stóöu. Jaime Herzog, forseti israels, flutti nú nýlega ræðu þar sem hann varaöi drukkiö 0,8 kaffibolla á dag en hinir mennirnir, 14.038 aö tölu, höföu drukkið að meöaltali einn bolla á dag. Hver er ástæöan fyrir því, að Bandaríkjamennirnir fundu samband á milli krabbameins- ins í brisi og kaffidrykkju? Ein ástæöan er sú, segja Bretarnir, aö sjúkdómurinn sjálfur veldur því, aö menn drekka meira, t. d. af kaffi, og veldur þar mestu, aö líkaminn þolir verr sterkjusykur en áöur. Bresku vísindamennirnir rannsökuöu feril fjögurra manna, sem allir létust áöur en ár var liöiö frá því aö rann- sóknirnar hófust. I Ijós kom, að þeir drukku nokkru meira kaffi en aörir en þeir drukku líka meira af tei, mjólk og ávaxta- safa og vökvaneysla þeirra var u. þ.b. 20% meiri en annarra. Til þessa þáttar og annarra, sem valda meiri kaffidrykkju, tóku Bandaríkjamennirnir ekk- ert tillit. — ANDREW VEITCH Fimmtíu og þrír særðust, þegar óþekktur ísraelsmaður réðst með skothríð á háskóla múhameðs- trúarmanna á Vesturbakkanum. þjóö sína viö þessari óheillavænlegu þróun og var mikið niöri fyrir. „Hættan, sem viö okkur blasir," sagöi forsetinn, „kemur ekki aö utan. Hún kemur aö innan. Þetta umburð- arleysi, sem vekur upp ótta viö borg- arastyrjöld í landinu, er mesta ógnin, sem þessi þjóö hefur þurft að horfast í augu viö." Herzog flutti ræöu sína viö upphaf minningarviku um Emil Grúnzweig, félaga í samtökunum „Friöur nú“, en hann lést af völdum handsprengju, sem kastaö var inn í hóp manna á mótmælafundi fyrir utan skrifstofur forsætisráöuneytisins. Félagar í þessum samtökum eru flestir mennt- að miðstéttarfólk af evrópskum upp- runa og eru ekki friöarsinnar í venju- legri merkingu þess orðs. Margir eru þeir foringjar í hernum eða óbreyttir hermenn í hinum ýmsu deildum hans. Andstæöingar þeirra, mennirnir, sem heyra má hrópa „Sharon — konung- ur Israels", eru flestir af austrænum ættum, þ.e.a.s. Gyöingar frá Araba- löndunum, og dyggilega studdir af alls kyns öfgasamtökum hægri- manna. Fyrir nokkru skýröi lögreglan frá því, aö hún heföi handtekiö ungan mann af austrænum ættum, Yona Avrushmi aö nafni, sem grunaöur væri um morðið á Grúnzweig. Þess var einnig getið, aö taliö væri, aö hann hefði veriö einn aö verki og væri ekki félagi í neinum neöanjarö- arsamtökum. Þetta kann allt aö vera rétt en þaö breytir ekki því, aö á síöustu fjórum árum hefur ýmiss konar hryöju- verkastarfsemi skotiö upp kollinum í Israel og á herteknu svæöunum. Hér má fyrst nefna æsinga- og grimmd- arverk, sem ísraelskir landnemar á Vesturbakkanum og Gaza-svæöinu hafa gripiö til en þessir menn eru jafnan vel vopnum búnir (þaö er ekki óalgengt, aö 16 ára unglingur gangi um meö hríöskotabyssu). Nú fyrir nokkru var t.d. ellefu ára gömul, pal- estínsk stúlka myrt og systir hennar særö í bakaríi í borginni Nablus og var þar verið aö hefna þess, aö kast- aö haföi veriö grjóti í ísraelska bif- reiö. Tveir Gyöingar í einni nágranna- byggöinni hafa nú verið handteknir fyrir verknaöinn. I ööru lagi má nefna árásir á stofn- anir og helgidóma kristinna manna og múhameðstrúarmanna í Jerúsal- em en samtök, sem kalla sig „Glæp fyrir glæp“, hafa aö undanförnu gengist viö mörgum þeirra. Alvarleg- ust til þessa er tilraunin til aö sprengja upp Al Aqsa-moskuna, sem er þriðji mesti helgistaöur múham- eöstrúarmanna. Palestínskir veröir, óvopnaöir, komu auga á menn, sem klifu múrinn um Gömlu borgina en á þessum staö er hann jafnframt aust- urhlið moskunnar. Palestínumennirn- ir kölluðu á israelska veröi og menn- irnir flúöu burt en skildu eftir sig mik- iö af sprengiefni og handsprengjum. Aö sögn Palestínumannanna voru til- ræöismennirnir skeggjaöir eins og títt er með ofsatrúarmenn í hópi Gyö- inga og í einkennisbúningum her- manna. Ef mönnunum heföi tekist aö skemma eöa eyöileggja moskuna heföu afleiöingarnar orðiö alvarlegar fyrir israela. „Það hefði valdið okkur ' miklum erfiöleikum í Jerúsalem," sagöi Herzog forseti. „Kynt undir blóösúthellingum og stofnaö lífi tug- þúsunda Gyðinga í Arabalöndunum í hættu. Og viöbrögöin á alþjóðavett- vangi heföu orðiö afdrifarík fyrir isra- elsku þjóöina.“ — COLIN SMITH ÞETTA GERÐIST LIKA Ættjarðarást eða hat- ur á sósíalismanum? Japanir hyggjast efla baráttu fyrir því aö Sovétmenn skili þeim nokkr- um eyjum í noröanveröu Kyrrahafi, sem þeir hernámu á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Liður í því er nýr tyllidagur á almanakinu, Dagur norðursvæöa, sem helgaöur er skilakröfunni. Ágreiningur ríkjanna um yfirráö eyjanna, sem heita Hokkaido, Shikotu, Kunashiri og Etorofu, hefur veriö Þrándur í Götu bættrar sambúðar þeirra frá stríöslokum og hafa Japanir m.a. neitaö aö undirrita friðar- samkomulag viö Sovétríkin. Aö mati Japana er heimsstyrjöldinni ekki lokiö fyrr en Sovétmenn hafa skilað eyjunum sem þeir rændu. Sovétmenn segjast ekkert skilja í þessum æsingi. Landamæri ríkja eiga aö vera hin sömu og þau voru i stríöslok, segja þeir. Þeir hallast helst aö því aö þaö sé ekki ættjaröarást sem ráöi baráttu Japana fyrir því aö fá eyjarnar aftur, heldur búi að baki hatur á sósíalismanum og Sovét- ríkjunum. Líka noti auövaldiö í Japan máliö til þess aö réttlæta aukin útgjöld til hersins. Fortíð í samtíð rÞaö hefur orðiö tilefni heitra deilna í Vestur-Þýskalandi \ aö í föruneyti Kohls kanslara i israel á dögunum var \ rithöfundur nokkur, sem almennt er álitiö aö hafi verið stuöningsmaöur nasista á árum síðari heimsstyrjaldar. Maöurinn, sem nú ritstýrir mjög hægrisinnuöu tímariti, var kunnur blaöamaöur og rithöfundur á valdaárum nasista. Blaö jafnaöarmanna, Vorwaerts, hefur rifjaö upp sum skrif hans frá þessum tíma og verður m.a. ekki annað ráöiö af þeim en aö hann hafi verið gyöingahat- ari. Stjórnarandstæöingar segja aö val mannsins i föruneyti Kohls hafi veriö smekkleysa. Þeir hafa líka gagnrýnt þá ákvöröun kanslarans að selja andstæöingum ísraela, Saudi-Aröbum, hergögn. Kohl svarar því til aö hann hafi verið 15 ára að aldri þegar stríöinu lauk og tali fyrir nýja kynslóö. Fulltrúi hans sagöi í ísrael aö menn ættu ekki „aö nota Ausch- witz í stjórnmálabaráttu". Blaöakóngurinn Axel Springer, sem er eindreginn stuðningsmaöur vestur-þýsku stjórnarinnar, lét af þessu tilefni hafa eftir sér þessi orö: „Gyöingur, sem var 15 ára gamall í stríöslok — og í Auschwitz — ber ör stíðsins alla ævi. Þaö var með réttu aö kanslarinn hfur verið gagnrýndur fyrir ábyrgöarleysi." Dauðans forvitni Rússneskt dagblaö skýröi nýlega frá því að kona nokkur, sem lá fyrir dauöanum vegna æxlis í heila, hafi verið rekin af spítalanum sem hún lá á vegna þess að hún gægöist í sjúkraskýrslu sína í heimildarleysi. Hún lést rétt áður en henni var stjakaö burt. Barnasala stöðvuð Erfiöara veröur nú fyrir Vesturlandbúa aö taka indversk börn í fóstur en verið hefur. Hæstiréttur landsins hefur nýveriö sett strangar reglur um ættleiöingu barna erlendis, sem m.a. kveöa á um að ættleiðingarstofur þurfi opinbera viöurkenn- ingu og ættleiöing sé óheimil án undangenginnar rannsóknar á högum barnanna og þeirra sem vilja taka þau í fóstur. Vitað er aö óprúttnir aöilar hafa stundað það, aö ræna munaöarlausum börnum og selja þau fyrir mörg þúsund dollara í Vestur-Evrópu og Noröur-Ameríku. Er borgin Kalkútta einkum nefnd í því sambandi. Það er óþokkaiðja af því tagi sem hæstiréttur Indlands er aö reyna aö stemma stigu viö. Munaðarlaus börn á Indlandi eru talin vera um fimm milljónir aö tölu, en íbúar þessa víðlenda ríkis eru 700 milljónir. Sitt lítiö af hverju Reuter hefur eftir Marcos forseta Filippseyja, sem gert hefur eiginkonu sína og son aö fylkisstjórum í landinu, aö hann muni ekki láta fjölskyldu sína mynda „pólitískt ættarveldi" i stjórnarflokknum, nema enginn annar kostur sér fyrir hendi.. . Um 800 skólabörn fóru í mót- mælagöngu í Bologna fyrir stuttu. Þau voru óánægö meö aö ítalska menntamálaráöuneytiö bannaöi vænd- iskonu aö koma i kennslutima, þar sem kynlífsfræösla var á dagskrá og spjalla um „samskipti karla og kvenna Marcos nú á dögum .. . Rússneskur vörubílstjóri kom upp rafmagnsgiröinu umhverfis sumarhús sitt eftir að þaðan hvarf vekjara- klukka. Fyrsta og vonandi eina fórnarlambiö var 17 ára gamall sonur hans ... Heimsins stærsti hryggleysingi, Gippsland-ánamaökurinn, sem getur næstum oröiö þrír metrar á lengd, hefur nú veriö tekinn á skrá World Wildlife Fund yfir dýr sem eru i hættu aö deyja út. Þetta kemur mörgum á óvart, fyrir austan Melborune í Ástralíu segjast menn t.d. geta grafiö þá upp þúsundum saman ... Fyrrum líflæknir Bresnjefs segir í tímaritsgrein aö fleiri en 70 milljónir manna í Sovétríkjunum reyki aö staöaldri og aö í þeim hópi séu 40% allra 16 ára unglinga. Hann segir líka aö 30% Sovétborgara séu þyngri en þau eigi aö vera, og afleiöing þess sé aö hjartveiki hafi aukist aö undanförnu og meöalaldur manna ekki hækk- aö um nokkurt skeiö...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.