Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 48
. EUROCARD V --J TIL DAGLEGRA NOTA SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Yngri bróðirinn grunaður um að hafa framið ránin FaÖir hans og bróðir grunaðir um að vera í vitorði GRUNUR BEINIST aö því að yngri bróðirinn hafi verið að verki, þegar tæplega 400 þúsund krónum var stolið í Iðnaðarbankanum og þegar tveir starfsmenn ÁTVR voru rændir 1840 þúsund krónum fyrir framan Landsbankann á Lauga- vegi, og að faðir hans og eldri bróðir hafi verið í vitorði með honum, að því er heimildir Mbl. herma. Engar upplýsingar voru í gær gefnar af hálfu Rannsókn- arlögreglu ríkisins um rannsókn málsins. Aðeins sagt að áfram væri unnið af krafti að rannsókn. Feðgarnir hu;-ðust fara úr landi síðdegis á fimmtudag. Þeir höfðu um tíma legið sterklega undir grun og því lét Rannsóknarlögregla rík- isins til skarar skríða. Vildi ekki eiga á hættu að missa þá úr landi, því þó þeir hygðust staldra fremur stutt við í Bandaríkjunum, þótti ekki á það treystandi. Þeir voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og leitað í farangri þeirra. Feðgarnir kváðust vera að fara til Bandaríkj- anna í brúðkaupsveislu og framvís- uðu boðskorti því til staðfestingar, samkvæmt heimildum Mbl. Þeim var snúið til baka og færðir til yfirheyrslu. Húsleit var gerð á heimili þeirra. Þrátt fyrir það hefur hvorki ránsféð né byssan, sem var notuð þegar leigubifreiðinni var rænt og þegar starfsmenn ÁTVR voru rændir á Laugavegi, komið í leitirnar. Feðgarnir hafa neitað sakargiftum. Jón Abraham Ólafsson, saka- dómari, hafði ekki tekið afstöðu til kröfu RLR um gæzluvarðhald yfir feðgunum þegar Mbl. fór í prentun í gær. Taka átti málið fyrir klukkan 16. Krafist var gæzluvarðhalds yfir yngri bróðurnum til 14. marz, en til 7. marz yfir hinum tveimur. Norðmenn greiða 19 milljónir kr. með íslensku dilkakjöti NORÐMENN hafa gengið frá sölu á 1200 tonnum af íslensku dilkakjöti til Japans og Afríku. Þetta er það kjöt sem þeir telja sig skuldbundna samkvæmt EFTA-samningum til að kaupa héðan á þessu og síðasta ári. Þeir hafa hinsvegar ekkert við kjötið að gera vegna offramleiðslu á kjöti heimafyrir og hafa því selt það til Japans og Afríku en þurfa að borga með því rúmar 19 millj- ónir ísl. króna. Há- hyrningur taminn í Sædýrasafninu í Hafn- arfirði dunda menn sér við að temja háhyrninga, enda skepnurnar sagðar skynsamar með afbrigð- um. Sigfús Halldórsson heitir tamningamaðurinn og sýna myndirnar há- hyrninginn að leik og Sig- fús við störf sín. Morgunblaðið/ ól.K.M. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra um fjárlögin: Vandinn meiri en komið heftir fram — geri Alþingi grein fyrir því fljótlega Bræla á miðum LOÐNUVEIÐI frá því á föstudagsmorgun hefur verið sem hér segir: Hrafn 600, Gísli Árni 600, Keflvíkingur 200, Skarðsvfk 600, Súlan 730, Þórshamar 550, Rauðsey 200, Erling 330, Örn 400, Hilmir II 180, Bjarni Ólafsson 490, Sjávarborg 250, Guðmundur Ólafur 80, Svanur 650, Höfrungur 500, Magnús 150. Bræla var seinnipartinn á föstudag. Bátarnir fóru margir með aflann til Raufarhafnar, en aðrir með aflann til hafna sunn- anlands. Um helming kjötsins hafa Norðmenn selt til Japans og fá þeir um 1.000 dollara fyrir tonn- ið fob hér á landi. Hinn helm- inginn hafa þeir selt til Afríku fyrir enn lægra verð eða í hæsta lagi 700 dollara tonnið. Norð- mennirnir borga hér 1.400 doll- ara fyrir tonnið og þurfa þeir því að greiða 660 þúsund dollara með kjötinu eða rúmar 19 millj- ónir íslenskra króna. Til sam- anburðar má geta þess að ónið- urgreitt heildsöluverð á kílói af dilkakjöti er í dag 129 krónur. 40,60 kr. fást fyrir kjötkílóið til Noregs eða 31,5%. Norðmenn fá 29 krónur fvrir það til Japans eða 22,5% af óniðurgreiddu heildsöluverði og aðeins 20,30 kr. eða 15,7% af óniðurgreiddu heildsöluverði, fá Norðmenn fyrir kjötið sem þeir selja til Afríku. „FJÁRLÖGIN þola ekki neina viðbót. Þau eru afgreidd með um 400 millj. kr. halla. Vandinn er meiri en komið hefur fram, en ég veit ekki enn þá hversu miklu meiri. Ég er að láta kanna það betur og kem til með að kynna Álþingi mjög fljótlega fjárlögin í framkvæmd," sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hvernig fjárlög árs- ins væru undir það búin að farið verði í tilfærslur innan þeirra vegna ákvarð- ana ríkisstjórnarinnar um bætur til hinna verst settu og hugsanlegra auka- tilfærslna vegna samninga við opin- bera starfsmenn. Albert sagði aðspurður um ástæðu þessa: „Þetta er mál sem kemur upp eins og vant er, þegar ríkissjóður er gerður upp um ára- mót. Þá fyrst vita menn hver raun- verulega staðan er. Þetta er viðbót- arvandamál sem við höfum tekið við. Svo eykst vandinn við að skulda á vöxtum, þannig að ríkissjóður er mjög illa undir það búinn að bæta á sig gjöldum." Auk 400 millj. kr. halla á fjárlög- um og þess viðbótarvanda sem Al- bert segir að sé til sérstakrar athug- unar og hann muni gera Alþingi grein fyrir fljótlega, þarf ríkis- stjórnin að taka ákvarðarnir um millifærslur á fjárlögunum um allt að 340 millj. kr. til handa þeim verst settu í þjóðfélaginu. Ef samið verð- ur við opinbera starfsmenn um kauphækkanir á árinu fram yfir 4% að meðaltali, eins og fjárlögin gera ráð fyrir, þá þýðir hvert prósentu- stig fram yfir 4% um 4 millj. kr. á mánuði, eða 48 millj. kr. á ári. Þess má geta að nýgerðir kjarasamning- ar VSl og ASI eru taldir nema um 6,67% launahækkunum að meðaltali á árinu. Það þýddi um 2,67% fram yfir 4% rammann, ef samið verður um sömu hækkanir við opinbera starfsmenn. Póstur og sími fellir niður rekstrargjald af sfmtækjum: Eigendur greiða viðgerðarkostnað „ÞESSI breyting er fyrst og fremst hugsuð sem hagræðing fyrir símnot- endur, þannig að þeir sem fara vel með símtæki sín séu ekki að kosta viðgerðir á símtækjum þeirra sem gera það ekki,“ sagði Guðmundur Björnsson, fjármálastjóri Pósts og síma. Sú breyting varð á þann fyrsta febrúar sl. að svokallað rekstrar- gjald af símtækjum var fellt niður, en það náði yfir viðgerðir á símtækj- um vegna eðlilegs slits. Greiðir nú hver símnotandi sjálfur viðgerðir á símtæki sínu. „Viðgerðir á simtækjum eru þannig eftir breytinguna að kostn- aður við akstur og viðgerð verður 280 krónur," sagði Guðmundur. „Ef eigendur koma með tækin til viðgerðar er gjaldið rúmar hundr- að krónur. Ef skipta þarf um hluti í símtækjum greiðir eigandinn aukalega fyrir þá. Það eru ýmsar ástæður fyrir gjaldfellingunni og ein er sú að rekstrargjald var ákvarðað af inn- kaupsverði símtækja. Því dýrara sem tækið var, því mun hærra var rekstrargjaldið, allt frá um 30 krónum upp í fjögur hundruð krónur ársfjórðungslega. Nú er það hins vegar svo að dýru sím- tækin eru oftast vandaðri og krefjast minna viðhalds. Einnig má nefna að þeir aðilar sem hafa fleiri en eitt símtæki fyrir sama númer, greiddu rekstrargjald af hverju tæki. En með þessu fyrir- komulagi teljum við að símtækja- eigendum sé ekki mismunað og að hver greiði viðhaldskostnað í sam- ræmi við meðferð á símtæki," sagði Guðmundur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.