Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 43 Helga sagði að útlán á síðasta ári hefðu verið rúmlega 23.000. „Við höfum séð sjónskertum nemendum og blindum á fram- haldsskólastigi fyrir námsgögn- um á blindraletri og hljóðbókum og einnig höfum við veitt þeim námsráðgjöf,“ sagði Arnþór Helgason deildarstjóri námsbóka- deildar, er blm. náði tali af honum eftir að safnið hafði formlega ver- ið opnað síðastliðinn þriðjudag. „Einnig höfum við átt náið sam- starf við kennara blindra nem- enda, en oft koma ýmis vandamál upp við kennslu þeirra. Tækja- kostur deildarinnar til fram- leiðslu á blindraletursbókum er mjög frumstæður og það horfir til hreinna vandræða í þessum mál- um, ef sjónskertum nemendum fjölgar til muna á næstu árum.“ Bróðir Arnþórs, Gísli Helgason, er deildarstjóri tæknideildar sem sér um framleiðslu bóka á blindraletri og hljóðsnældum. •- „Við höfum nú yfir að ráða tveim- ur hljóðverum, þar sem hægt er að lesa bækur inn á snældurnar," sagði Gísli. „Rétt er að taka það fram að allir sem lesa inn á snældur hafa unnið starf sitt í sjálfboðavinnu. Við höfum leyfi v til að fjölfalda snældurnar þannig að við getum átt þrjú útlánseintök af hverri bók á snældu. Fyrir tæpu ári, gaf dótturfyr- irtæki SÍS í Bandaríkjunum Blindrafélaginu tæki, sem gerir blindu fólki kleift að nýta sér rit- vinnslukerfi til fulls. Hér er um að ræða segulbandstæki með snældu, sem blindraletrið er skrifað á og með því að setja tæk- ið í samband við tölvustýrða rit- vél er hægt að fá afrit af textan- um á venjulegu letri. Á sama hátt er hægt að skrifa textá á venju- legu letri og fá afrit af textanum á blindraletri. Þannig er hægt að nota sama tölvuforritið til að prenta bækur á blindraletri og venjulegu letri. Þessi tækni kem- ur til með að valda gjörbyltingu í bókagerð fyrir blinda auk þess sem hún kemur til með að auka atvinnutækifæri þeirra. Þess má geta að flest tæki safnsins til bókaframleiðslu eru eign Blindra- félagsins eða einstaklinga sem starfa hjá safninu," sagði Gísli Helgason að lokum. Blindrabókasafn opnað í nýju 320 fermetra húsnæði Útlán á síðasta ári voru um 23.000 NY'IT blindrabókasafn var form- lega opnað í félagsmiðstöð Blindra- félagsins að Hamrahlíð 17 síðastlið- inn þriðjudag og tók það til starfa í hinum nýju húsakynnum daginn eft- ir, miðvikudaginn 22. febrúar. Innan safnsins, sem er 320 fer- metrar að stærð, starfa nú þrjár deildir; tæknideild, sem framleið- ir bókakost safnsins á hljóðsnæld- ur auk sem hún prentar blindra- letursbækur. Útlans- og upplýs- ingadeild, sem þjónar sjónskert- um og öðrum þeim sem vegna fötlunar eða veikinda geta ekki notið hefðbundinna bóka, og námsbókadeild sem útbýr náms- efni handa fólki sem er við nám utan grunnskólastigs. Sú aðstoð er fólgin í að námsbækur eru yfir- færðar á blindraletur eða hljóð- bækur (á snældum). Þessi deild er nýmæli hér á landi, en fram að þessu hafa sjónskertir ekki átt kost á námi eftir grunnskóla, nema fjölskylda eða kunningjar hafi hlaupið undir bagga með lestur. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra opnaði safnið síðastliðinn þriðjudag og flutti ávarp við opnunina, þar sem hún m.a. óskaði blindum til ham- ingju með þennan áfanga. Davíð Oddsson borgarstjóri var einnig viðstaddur og flutti ávarp. Forstöðumaður safnsins er Helga Ólafsdóttir og hefur hún starfað við bókaþjónustu blindra frá árinu 1976. „Móðir mín missti sjónina þegar ég var barn,“ sagði Helga er blm. Mbl. ræddi við hana við opnunina. „Það má segja að meðal annars þess vegna hafi ég farið út í þetta starf. Eg varð þess áskynja hversu einangraðir blind- Fjöldi manns var viðstaddur opnunina. Hér sést Halldór Rafnar formaður stjórnar Blindrafélagsins flytja ávarp við opnun safnsins. Ljósm. Mbl. Ó1.K.M. ir eru frá öllum prentuðum upp- lýsingum og þegar ég skrifaði B.A. ritgerð mína í bókasafns- fræði skrifaði ég um bókasafns- þjónustu fyrir blinda og hóf að starfa að þeim málefnum. Árið 1982 voru samþykkt á AI- þingi lög um Blindrabókasafn ís- Iands,“ sagði Helga Ólafsdóttir forstöðumaður safnsins, er blm. Mbl. ræddi við hana við opnunina. „Stofnunin tók síðan til starfa i ársbyrjun 1983, en fram að þessu hefur útláns- og upplýsingadeild haft aðsetur sitt endurgjaldslaust í húsnæði Reykjavíkurborgar. Safnið hefur nú yfirtekið hljóðbækur sem áður voru í eign Blindrafélagsins eða sameign þess og Borgarbókasafnsins. Blindra- letursbækur Blindrafélagsins eru einnig til útláns. Alls eru um 1300 titlar hljóðbóka til í safninu, auk blindraletursbókanna, en af þeim eru til um 200 skáldrit, þar af helmingur á íslensku. Aðaluppi- staða blindraleturssafnsins er þó námsbækur." Helga Ólafsdóttir ásamt móður sinni, Steinunni Ög- mundsdóttur, sem er blind, og dóttur sinni, Steinunni Stefánsdóttur. Helga Ólafsdóttir forstöðumaður blindrabókasafnsins ásamt Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra og Davíð Oddssyni, borgarstjóra, í hljóðveri safnsins. Helga Sólveig Daníelsdóttir Fædd 4. nóvember 1964. Dáin 16. febrúar 1984. Helga Sóla, eins og hún var venjulega kölluð, sýndi að erfitt er að dæma fyrirfram hvaða ein- staklingur veitir umhverfi sínu mesta gleði. Hún var yngsta barn hjónanna Evu Þórsdóttur og Daníels Ein- arssonar. Systkini hennar eru Kristinn Vilhjálmur, Sigríður, Þór Ingi og Einar. Hún bar nafn móð- ursystur minnar og móður. Við fæðingu hennar var vitað að ýmsar hindranir yrðu á leið henn- ar gegnum lífið. En það var alveg sérstakt að fylgjast með hvaða ár- angri hún náði. Það var stórkost- legt hvernig fjölskylda hennar öll var henni og sýnir hvað ást og um- hyggja nær að gera mörg krafta- verk. En hún launaði það svo sannarlega með blíðlyndi, góðvild og fróðleiksfýsn. Helga Sóla bjó alla tíð heima. En frá fjögurra ára aldri dvaldist hún í Lyngási á daginn og síðustu misserin í Bjarkarási. Hún eign- aðist marga vini á þessum stöðum, bæði meðal kennara og nemenda og átti með þeim margar góðar stundir. Eftir að heilsu Helgu fór að hraka var henni leyft að mæta seinna á morgnana. En öllum var ljóst hve henni var það mikils virði að geta hitt félagana. Eftir að systir hennar byrjaði að búa í Keflavík var hún oft í heimsókn hjá henni og frændun- um litlu, sem hún var svo hrifin af, enda var það gagnkvæmt. Haukur litli spurði alltaf fyrst eft- ir Helgu þegar hann kom til ömmu og afa. Helga var sérlega næm á til- finningar fólks, gladdist mjög ef henni var sýnd ástúð, en stundum var hún líka hrygg. Hún varð mjög glöð kvöldið eftir að Vigdís var kosin forseti. Þær mæðgur fóru til að hylla hana og allir vildu taka í höndina á forsetanum, en samt tók Vigdís eftir hennar út- réttu hendi og laut niður til henn- ar og kyssti hana á kinnina um leið og hún sagði: Þakka þér fyrir, ljósið mitt. Æ siðan dáði hún Vigdísi forseta og þetta atvik gerði mikið fyrir hana og gleymd- ist aldrei. Þær minningar sem eru mér efst í huga eru fermingardagurinn hennar og vikutími sem hún dvaldi á heimili mínu fyrir fjórum árum. Hún var svo geislandi glöð og fín á fermingardaginn sinn. Hún naut sin svo sannarlega þann dag. Við erum svo þakklát fyrir þá viku sem hún var hjá okkur. Þá fengum við tækifæri til að kynn- ast því hve mikill persónuleiki hún var. Hún varð þriðja dóttirin á heimilinu. Hún var svo indæl og elskuleg og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún setti sjálf ekki fram neinar kröfur. Hún fann fyrir líkamlegum van- mætti sínum og leið því oft illa, sérstaklega þegar henni fannst aðrir ekki skilja sig og héldu að hún væri að hlífa sér. Fyrir tæpu ári skiptu foreldrar hennar um íbúð vegna þess að þeirra íbúð var á þriðju hæð og stigarnir því mjög erfiðir fyrir Helgu. Þau fluttu á fyrstu hæð í Fellsmúla 15. Viss kvíði var hjá móður hennar að flytja í fjölbýl- ishús með Helgu Sólu. Hún kveið móttökum fólksins, en sá kvíði hennar var ástæðulaus. Allir í stigaganginum voru sérlega elsku- legir við hana. Systkini hennar höfðu séð hverju ást og umhyggja fær áork- að og vildu því gjarnan geta hjálp- að öðrum einstaklingum, sem minna mega sín. Sigríður, systir hennar, er þroskaþjálfi, lærði í Þroskaþjálfaskóla Islands og Þór Ingi, bróðir hennar, hefur unnið á Kópavogshælinu og starfað mikið í foreldra- og vinafélagi Kópa- vogshælis. Já, það hefur myndast mikið tómarúm á heimili hennar núna. Dauði er eitthvað endanlegt og því ævinlega érfitt að taka honum. En Helga Sóla okkar gekk ekki heil til skógar og núna finnst mér að við hefðum kannski getað gert meira fyrir hana. Helga Sóla naut fram á síðustu stundu mikillar um- hyggju fjölskyldu sinnar og einnig sýndi starfsfólk Landspítalans henni frábæra umönnun síðustu dagana hennar og á það miklar þakkir skilið fyrir það. Sá sem Helga Sólveig sagði vera vin sinn og honum hefur þótt svo vænt um vitnar í ljóðlinur úr Þor- lákskveri, sem Þorlákur prófastur Þórarinsson orti 1735 í minningu tæplega tvítugrar stúlku, Ingveld- ar Sölvadóttur. Þessar ljóðlínur eiga vel við Helgu Sólveigu okkar. Svo líða sorgarmundir, sinna lífs nauða kennir hverr, meðan Krists merkjum undir, mæddan líkama dauðans ber; forlög að erfðum falla, fæðist í heiminn jóð, gleðinnar býður galla, grátur, þess fyrsta hljóð, ótignum, eðalbornum, auð er vök sama kifs, fer að skilmála fornum, fæðing og endir lífs. Fróm-artug friðinn æfði, foreldrum hlýðin, ástarþekk, menntir við mátann hæfði, mannúðleg, settlynd æ framgekk, almælis hafði hrósið, hyllirík, ör og greind, við lífsins orðaljósið, lyst hennar mjög var eind, góðvikin mæddra meinum, meðaumkun yfir bar, varla stygð veitti neinum, verkkaupið loks uppskar. Undir sinn tvítugs aldur, allmjög dygðum þróaðist, vildi þá Guð alvaldur, vitjunarstundin nálægðist, hérvistar heilsu tíma, hratt að síðasta púnkt, löngum krossburðar líma, lúði mjög holdið úngt, blóðug Krists benjasárin, brjóstið lét hugga þó, andvörp og augnatárin, öll hennar til sín dró. Guð varðveiti Helgu Sólveigu og styrki foreldra hennar og systkini í sorg þeirra. Sigrún Magnúsdóttir Haustið 1982 bættust þrjár ung- ar stúlkur í hópinn okkar í Bjark- arási. Þær höfðu allar verið á dagheimilinu Lyngási frá barn- æsku við leik og nám. Nú hófst verknámið og annar undirbúning- ur fyrir framtíðina. Það var eftir- vænting og tilhlökkun að takast á við ný verkefni, nýr þáttur í lífinu var að hefjast. í Bjarkarási voru margir félagar frá fyrri árum, sem ánægjulegt yrði að vera með í þjálfun og námi. Helga Sólveig var ein þessara ungu stúlkna er bættist í hópinn okkar haustið 1982. Við vissum öll að heilsu hennar gæti brugðið til beggja vona, en Helga kvartaði aldrei. Hún hafði lífsvilja og einbeitti sér að þeim verkefnum og starfi er takast varð á við. Helga var félagslynd og var sú er árlega bauð hinum fjölmenna hópi félaga sinna og vinkvenna á heimili sitt til fagnaðar. Þetta batt þær enn traustari tryggða- böndum. Helga Sólveig var fædd 4. nóv- ember 1964 og var því aðeins 19 ára er hún lést þann 16. febrúar sl. Foreldrar Helgu Sólveigar eru þau Daníel Einarsson, tæknifræð- ingur og kona hans, Eva Þórsdótt- ir. Daníel og Eva hafa gegnum ár- in verið góðir og tryggir félagar í Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík, og var Daníel m.a. í stjórn dagheimilisins Lyngáss í mörg ár. Starfsfólk og vinnufélagar Helgu Sólveigar senda foreldrum hennar og systkinum innilegar samúðarkveðjur. Við vitum að sár söknuður ríkir í fjölskyldunni. Fé- lagar og vinir í Bjarkarási sakna Helgu og trega hana. „Hve gott að eiga grundvöll þann, þá guðlaus vantrú hræðir, að sjálfur Drottinn verkið vann, sem veikan endurfæðir. Ég, allslaust barn, gat ekki neitt, en eilíft líf af náð var veitt, mitt nafn í lífsbók letra.“ (Bjarni Eyjólfsson) Starfsfólk og félagar Bjarkarási.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.