Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 21 Leikfélag Hornafjaröar í leikferð med Skáld-Rósu. Taliö frá vinstri: Auður Kristjánsdóttir, Björg Svavarsdóttir, Benedikta Theodórsdóttir, Auður Axelsdóttir, Halldór Tjörvi, Ingunn Jensdóttir, Melrós Eysteinsdóttir, Sigtryggur Karlsson, Helga Gunnarsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Hannes Grétarsson, Ingvar Þórðarson, Hannes Halldórsson, Haukur Þorvaldsson, Gísli Arason, Sigrún Eiríksdóttir, Erla Sigurbjörnsdóttir og Viðar Ingason. Lengsti koss sem sést hefur á íslensku leiksviði. Ingunn og skólabróðir hennar, Þórir Steingrímsson, í kossa- dansinum í Kabaretti. Ingunn var einmitt að setja upp leikrit hjá leikfélaginu á Höfn í Hornafirði, þegar hún kynntist sýslumanninum á staðnum, Frið- jóni Guðröðarsyni, með afdrifa- ríkum afleiðingum. Þau giftu sig 1979 og hún fluttist til Hafnar. Var ekkert hik á henni við svo mikil umskipti og fjarlægð frá þeim starfsvettvangi sem hún hafði markað sér í leiklistarlífi höfuðborgarinnar. — Ekkert hik þegar ástin grípur unglingana, svarar hún slíkri spurningu hlæj- andi. — Auðvitað voru það mikil viðbrigði eftir að hafa búið í Reykjavík frá fæðingu, segir Ing- unn. Einkum vegna kunningjanna, þótt maður leggi sig fram um að hafa samband við þá þegar hægt er. Ég reyni alltaf að nota tæki- færið til að komast suður með Friðjóni þegar hann á þangað er- indi, svona annan hvern mánuð. Enda eigum við skyldum að gegna þar. Ég á hér aldraða móður og tvö uppkomin börn. Elsta dóttir mín varð stúdent frá Laugarvatni í fyrra og er að læra fatahönnun í Reykjavík og sonurinn er nýorð- inn stúdent frá MR. Friðjón á hér fjögur börn, það yngsta að útskrif- ast frá Menntaskólanum á Laug- arvatni. Það er fjórða barnið frá okkur sem útskrifast frá Laugar- vatni og yngri dóttir mín er að byrja þar í skóla 1 haust. Svo við eigum reglulega erindi hingað. Það verður nokkurt hlé þar til yngsta dóttirin heldur að heiman í skóla. Hún er að verða þriggja ára gömul og fylgir foreldrum sínum í bæjarferðum sem öðru. Þau aka oftast frá Höfn, þar sem dýrt er að fljúga þegar um margar ferðir er að ræða. Núna tók ferðin 10 tíma frá Höfn. ís, flóð og aur var á veg- inum, en þau voru sloppin vestur yfir áður en Markarfljót fór úr farvegi sínum og flóðin lokuðu leiðinni. Það gefur hugmynd um erfiðleikana á að halda sambandi við vini og ættingja. Enda símtöl- in líka dýr. En á sumrin sækja margir sýslumannshjónin heim. Þá er mikill gestagangur þar á heimilinu. — Það er oft fjörugt hjá okkur á sumrin. Og það á nú við okkur hjónin, segir Ingunn þegar það ber á góma. Það var alltaf mikill gestagangur hjá mér þegar ég bjó á Ljósvallagötunni, enda hafði ég vanist því af heimili foreldra minna, þar sem alltaf var margt um manninn þegar ég var að alast upp. Við Friðjón erum bæði mjög félagslynd og þykir gaman að hitta fólk. Skáld-Rósa gerði góða utanför Líflegt leiklistarlíf er á Höfn. Ingunn hefur sett þar upp 6 leik- rit, Kertalog Jökuls, Fjölskylduna eftir Claes Anderson, Landkrabba eftir Hilmar J. Hauksson, Sauma- stofu Kjartans Ragnarssonar, Sól- arferð Guðmundar Steinssonar og Gosa í leikgerð Brynju Bene- diktsdóttur. Auk þess sviðsetti hún Deleríum Búbonis eftir þá Jón Múla og Jónas Árnasyni hjá leik- deild Mána í Nesjahreppi. Horn- firðingar eru heppnir að vera bún- ir að fá sviðsvanan leikstjóra á staðinn. Leikstjóri sem þar býr sparar flugferðir og uppihald fyrir fátækt leikfélag. f fyrra lék hún svo sjálf Skáld-Rósu undir leik- stjórn Jóns Sigurbjörnssonar í samnefndu leikriti við góðan orð- stír bæði þar heima og þegar leik- ritið var sýnt hér á höfuðborg- arsvæðinu. Og þá ekki síst í Osló í fyrrasumar. I haust setti Ingunn upp Gosa á Hornafirði og nú stendur til að hún leiki í nýju ís- lenzku leikriti sem Brynja Bene- diktsdóttir er að setja upp og æfa á Hornafirði. Ekki sæmir að stikla svona á leikför Leikfélags Hornafjarðar til Noregs í fyrrasumar með Skáld-Rósu, sem var geysilegt átak og meiri háttar ævintýri frá hvaða sjónarhorni sem er. Við biðjum því Ingunni að segja okkur frá því hvernig á leikför leikfélags úti á landsbyggðinni með jafn fjölmennt leikrit til höfuðborgar Noregs stóð. — Okkur var boðið að taka þátt í norrænni leiklistarhátíð ama- töra í Osló, en efnt er til slíkra hátíða á Norðurlöndunum á víxl. Verður hér í Reykjavík 1986, hóf hún máls. Við höfðum ætlað til Færeyja með Skáld-Rósu, en það reyndist of óhagstætt þegar til kom. Raunar ætlaði förin til Oslóar líka að verða svo dýr, að leikfélagið var búið að ákveða að ekki yrði hægt að fara, en 22 leik- arar eru í leikritinu. Boðinu fylgdu 100 þús. krónur en það dugði skammt, og mörgum fannst þetta of dýrt. Bandalagið gat ekki styrkt þetta um krónu. Mörg okkar voru ekki ánægð með þau málalok og við fórum að reyna fyrir okkur um ýmsar leiðir. Ekki gat gengið að fá styrk úr Norræna menningarsjóðnum og ekki úr svonefndri þjóðargjöf Norð- manna. Okkur voru því flestar bjargir bannaðar. En við fórum samt af stað að afla peninga í þessu skyni, héldum útimarkað, sem varð raunar innimarkaður vegna rigninga. Það rignir nefni- lega drjúgt í Hornafirðinum. Svo æfðum við upp skemmtiatriði og seldum þau, efndum til tízkusýn- ingar og allur ágóði rann í ferða- sjóðinn. Með hjálp góðra manna fengum við svolítinn styrk úr er- lendum menningarsjóði, ekki nor- rænum þó. Kaupfélagið styrkti okkur, svo og hreppurinn, sýslan og ríkið. Við héldum til Noregs, 28 manna flokkur. Fjármögnuðum förina, svo að enginn þurfti að greiða með sér. Þetta var mikið átak, því kostnaðurinn var 400 þús. kr. Það ætlaði að líða yfir Norðmennina þegar þeir heyrðu það. En nú sér enginn eftir þessu, því förin var hreinasta ævintýri. Er skemmst frá að segja að Leikfélag Hornafjarðar gerði góða för til Norégs og þótti góð land- kynning. Sýningin á Skáld-Rósu fékk góða doma I blöðum, m.a. í leiklistarblaði í Osló, viðtöl birtust við leikara. Þetta var fyrsta sýn- ingin á leiklistarhátíðinni og að sýningu lokinni fóru fram umræð- ur við leikarana, sem sátu á svið- inu. Þar fengu þeir margar spurn- igar, m.a. hvað fólk gerði í daglegu lífi heima á Höfn. Þar vakti það mikinn hlátur þegar í ljós kom að Ingunn var sýslumannsfrúin á staðnum, því Skáld-Rósa eltist án árangurs við sýslumanninn Pál Melsted í leiknum. Virtust leik- húsgestir agndofa yfir hve góð þessi sýning frá f salandi var, hvað þá þegar þeir tóku að spyrja um aðstæður. Sýningarnar á norrænu leik- listarhátíðinni í Osló fóru fram í nokkuð sérstæðu húsnæði, sem Ingunn var mjög hrifin af: — Þetta er í stórri verzlunarmiðstöð í nýju hverfi í borginni. Þar eru í geysimikilli sambyggingu verzlan- ir, þjónustustofnanir, veitingahús, læknamiðstöð og leikhús, sem líka er notað fyrir kvikmyndahús, en einnig stór ráðstefnusalur sem var af þessu tilefni notaður fyrir leik- sýningar. Þetta fyrirkomulag var óskaplega skemmtilegt. Það væri upplagt hér á landi í úthverfum Reykjavíkur og einnig í bæjum úti á landi. íslenzkt leikrit frumsýnt á Höfn Hvernig aðstöðu hefur þá leik- félagið á Hornafirði fyrir sýn- ingar sínar? — Við erum svo heppin að við fáum að vera í Fé- lagsheimilinu án þess að borga leigu, þegar ekki eru þar bíósýn- ingar, segir Ingunn. En þeir fá svo 20% af innkomnum aðgangseyri. Svo áhættan er ekki alfarið okkar. Húsaleigan var svo há áður að það gat ekki gengið. En mig langar til að koma því hér á framfæri að ég held að það sé alveg nauðsynlegt að Bandalag íslenzkra leikfélaga hafi svolítinn sjóð, sem hægt er að veita úr til styrktar svona ferða- lögum leikfélaga með sýningar, ef þau bjóðast. Ekki virðist þetta stórátak hafa dregið úr framtaki leikhúsfólks I Hornafirði. Líklega rétt sem Ing- unn segir að leikförin til Noregs hafi fremur virkað sem vítamín- sprauta. Þar er sem fyrr er sagt verið að æfa íslenzkt leikrit, sem fær frumsýningu á Höfn. Brynja Benediktsdóttir kom til Hafnar eftir áramótin til æfinga. Þarna er um að ræða gleðileik, sem nefnist Ellærisplanið eftir Geirharð og var upphaflega ætlaður Þjóðleik- húsinu. Úr varð að Brynja var fengin til að setja verkið upp hjá Leikfélagi Hornafjarðar. Ingunn leikur þar aðalhlutverkið, Rósu. — Það er óskaplega gott fyrir okkur úti á landsbyggðinni að fá fólk á borð við Brynju til okkar, segir Ingunn. Æskilegt að hægt væri að koma því svo fyrir í samvinnu við Þjóðleikhúsið að það láni starfs- I krafta frá leikhúsinu, sem eru lausir, til styrktar leikfélögunum úti á landsbyggðinni. Það er stór- kostlegt að fá nýtt blóð, því auð- vitað staðnar maður. En þetta fólk hefur líka gott af því að ferðast um og kynnast fólki utan Reykja- víkur. Samkvæmt minni reynslu er enginn staður alveg eins og annar og alltaf blæbrigðamunur þar á. Ellærisplanið verður frumsýnt áður en langt um líður. Vonandi lætur leikfélagið í Höfn ekki undir höfuð leggjast að koma með þetta íslenska leikrit i leikför í þéttbýl- ið, eins og það hefur stundum gert áður með veigameiri sýningar. Þegar leiksýningar og æfingar eru í gangi á Höfn vinnur sýslu- maðurinn á daginn, en sýslu- mannsfrúin á kvöldin. Hvað þá um litlu dótturina? — Heimsins besta barnapía er sýslumaðurinn. Hann er svo natinn við dótturina, svarar Ingunn um hæl. Að lokum berst talið að því hvernig sé að búa í Hornafirðin- um. Ingunn unir sér þar auðheyri- lega býsna vel. Þar er gott að búa og óskaplega fallegt. Helst að vanti snjóinn. Við sjáum jöklana í allri sinni dýrð, en finnum ekki fyrir snjónum. Sjaldan að snjóar, en rignir óneitanlega mikið. Við erum miklir útivistarunnendur, höfum sumarbústað við Hvanngil inni í Lóni á afskaplega fallegum stað. Þangað förum við gjarnan um helgar, nema í fjóra mánuði yfir bláveturinn. Og tökum þá bara með okkur gesti þangað ef svo ber undir. Undirritaður blaðamaður getur tekið undir það að varla er fegurri stað að finna en við Hvanngil í Lóni, og hefur reyndar reynt þar gönguferðir inn í ótrúlega litfögur gilin, inn með fjöllunum í skógar- leifar í skriðum, að logntæru lón- inu með svanahópum o.s.frv. Fer því nærri um hvað dregur sýslu- mannshjónin á þann vettvang um helgar. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.