Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Veröld STODUTAKN Af úrunum skuluð þér þekkja þá Þaö er dýrt aö vera snobbað- ur og aö snobba fyrir dýrum úrum er ekki þaö ódýrasta. Þaö er eins með þaö og annað snobb, aö þar skiptir öllu máli aö vera meöal hinna fáu útvöldu, þ.e.a.s. hafa rétta framburðinn, rétta heimilisfangiö, rétta bílinn, fötin, skólabindiö eöa rétta úriö og ekkert er betra til aö skilja hafrana frá sauöunum en einmitt rétti fjárhagurinn. Fína fólkinu finnst kannski að þaö geti ekki skammlaust látiö sjá sig með neitt minna en Rolex Oyster eöa Cartier Tank en þó er þaö nú einu sinni svo, aö allir skemmti- legustu og mikilvægustu hlutirnir á úramarkaönum eiga sér nú staö í kjallaranum ef svo má segja en ekki á háaloftinu. Áöur en Bandaríkjamenn kynntu fyrsta tölvuúrið árið 1974 komu góðu klukkurnar frá Sviss og voru annaöhvort dýrar eða mjög dýrar. Þær ódýru komu annars staöar frá og voru bara rusl í augum fagurkeranna. Framleiöendur fínu úranna hafa alltaf vitaö, aö þaö má hagnast vel á úrasnobbinu og hafa þess vegna ýtt undir þaö í auglýsingum sínum og spunniö upp alls kyns sögur til aö gylla nýjustu og dýrustu tegundina. Fyrsta armbandsúrið og fyrsta vatnshelda úriö voru t.d. ekki ár- angur aukinnar kunnáttu úr- smiöanna sjálfra heldur var þar aöeins veriö aö fara eftir duttl- ungum tveggja milljónera. Einu sinni boröuðu þeir sam- an á Maxim’s Louis Cartier og brasilíski auðkýfingurinn Alberto Santos-Dumont, en hann var mikill áhugamaður um loftskip. Dumont kvartaöi yfir því viö Cartier hvaö þaö væri erfitt aö fálma eftir úrinu í vasann sam- tímis því aö sinna stjórntækjun- um og Cartier ákvaö aö leysa þetta vandamál vinar síns. Hann lét gera fyrsta armbandsúrið og gaf þaö Dumont árið 1904. Næstum 30 árum síöar lét annar góður viöskiptavinur Cartiers, landstjórinn í Marrak- esh í Marokko, þau orð falla, aö þaö gæti veriö gaman aö slappa af í sundlauginni og fylgjast jafn- framt með því hvaö tímanum liöi. Áöur en ár var liðið haföi Cartier búið til vatnshelt úr fyrir land- stjórann. Margir aörir úraframleiöendur hafa hagnast vel á snobbinu en enginn þó neitt viölíka og Carti- er, sém hefur á sínum vegum heilan herskara af lögfræðingum og leynilögreglumönnum til aö koma í veg fyrir eftirlíkingar. í október 1981 voru t.d. 3000 fölsk Cartier-úr eyöilögö í Kali- forníu. Þegar fyrstu tölvuúrin komu á markaðinn, fyrst frá Bandaríkj- unum og síöan frá Japan, ypptu svissnesku framleiðendurnir bara öxlum og afgreiddu þau sem hverja aöra dægurflugu. Þeir héldu áfram aö smíöa úrin meö gamla laginu og uröu gjald- Hugvit plús duttlungar tveggja milljónamæringa þrota í löngum bunum. Á mikilli úrasýningu í Basel í fyrra kom hins vegar í Ijós, að nú hafa þeir lært sína lexíu. Migros, stærsta verslanakeðjan í Sviss, og Mondaine, þriöji stærsti úra- framleiöandinn, kynntu þá nýtt úr, M-úrið svokallaða. M-úrið er sterkt, fallegt, ná- kvæmt og auövelt að stilla þaö og gera viö þaö. Eigandinn getur sjálfur skipt um rafhlöðuna og þótt skammt sé síðan úriö kom á markaðinn hefur þaö fengiö viö- urnefnið „Fólksúriö". í Sviss er t.d. talið, aö tíundi hver maður eigi nú úr af þessari gerö og horfur eru á mikilli sölu á erlend- um markaði. M-úrin eru af ýmsum gerðum og stæröum og í ýmsum litum. Áferðina má fremur kalla matta en skínandi og leiðir þar meö hugann aö öðru úri, margfalt dýrara, sem kennt er viö Porsche og sem fyrst kom á markaðinn fyrir tveimur árum. En áferðin er líka þaö eina sem líkt er með þessum úrum. Hiö síöarnefnda er nefnilega gert úr svörtu titanium, málmi, sem er harðari en stál og yfirleitt aðeins notaöur í flugvélar og þess hátt- ar farartæki. Titanium stenst t.d. þrýsting, sem nemur fimmföldu þyngdarafli. Þaö mætti þvt segja sem svo að þaö væri helst ómissandi fyrir snobbara sem fyrr eru nefndir — og svo þá sem hafa áhuga á aö setjast aö á tunglinu. — BRENDA POLAN HINIR UTSKUFUÐU Engin undankomuleið Bakviö þær bíöur dauöinn Hér er um að ræöa fulloröinn Palestínumann sem býr í Beirut í Líbanon. Hver er hann? Næstum örugglega kona og líklega ekkja. Ef maöurinn hennar er ekki dáinn þá er hann í fangelsi eöa flúinn úr landi. Ef hann var ekki búsettur í Líbanon áriö 1948 (jafnvel þótt konan hans hafi verið þaö) hafa börnin þeirra engan lagalegan rétt, hafa hvorki landvist- arleyfi né vegabréf, og fjölskyldan nýtur einskis góös af hjálparstarfi Sameinuöu þjóðanna. Hamideh er 25 ára gömul. Maöur- inn hennar hvarf i fjöldamoröunum í Sabra-Shatila, einn af 950 manneskj- um, sem ekiö var á brott í vörubílum DYRAVERND og hafa ekki sést síöan. Heimili Ham- ideh var lagt í rúst og nú býr hún i einu herbergi í hálfhrundum skóla. Yngsta barnið hennar, 18 mánaöa gamalt, er blint og heilaskaddaö, en vegna þess, aö hún er ríkisfangslaus, ekki til fyrir lögunum, hefur henni verið neitaö um læknishjálp. Eiginmaður Hamideh kom til Líb- anon frá Jórdaníu og samkvæmt líb- önskum lögum á hann því aö vera Jórdaníumaöur. Hamideh hefur hinsvegar aldrei fengiö aö fara til Jórdaníu til aö leita uppi fjölskyldu mannsins síns og jórdönsk yfirvöld vilja ekkert af henni vita. Sagt er, aö í Sidon séu hundruö kvenna, sem eins er komiö fyrir og Hamideh, og þær eru ekki færri í Beirut og Bekaa-dal. Um Nabil er önnur palestínsk ekkja. Fjóra syni sina missti hún árió 1976 þegar falangistar réóust inn í Tell Zaater-flóttamannabúöirnar, og j)eim fimmta rændu þeir fyrir tveimur árum. Skömmu síöar kom til hennar maöur, sem kvaöst hafa mikil áhrif meöal falangista, og bauöst til aö tryggja frelsi sonar hennar gegn dá- lítilli þóknun nærri 240.000 ísl. kr. Fjórða september sl., þegar Beir- utborg logaöi í átökum stjórnarhers- ins og hermanna shíta, fór Um Nabil áleiðis til borgarlnnar Sidon til aö inna af hendi síðustu greiösluna fyrir líf og lausn sonar síns. Meö sér hafði hún dóttur sína á unglingsaldri og átta ára gamalt barnabarn pitt, sem hún haföi tekið aö sér. Tveimur dög- um síöar sneri hún aftur til Beirut ein síns liös til aö veröa sér úti um meiri peninga aö kröfu mannræningjanna. Á veginum milli Damour og Naimeh stöóvuöu hermenn falangista leigu- bílinn, skipuðu Um Nabil út úr bíln- um, flettu hana klæðum og skutu til bana fyrir augum leigubílstjórans. Þrátt fyrir þetta reyna konurnar að flýja undan bardögunum í Beirut eða annars staöar meö börnin sín en það er eins og aö taka þátt í rússneskri rúllettu. Falangistarnir stöóva nefni- lega ekki alla bíla sem fara um veg- ina, en i hvert sinn sem palestínsku konurnar koma aö varöstöð kikna þær í hnjáliðunum af skelfingu. — LEILA SAYIGH Einum of sólgið í mannakjötsbitann. Verst hvaö þau eru sólgin í mannakjöt Um 10 ára skeiö hafa tígrisdýr á Indlandi verið friöuö samkvæmt sérstakri áætlun. En sá böggull fylgir skammrifi, að hin frióuöu dýr hafa reynzt býsna aðgangshörö við granna sína. Taliö er, aö tígrisdýr í 15 þjóógöröum á Indlandi drepi aö jafn- aði einn mann á viku. Gripiö var til þess ráðs að friða dýrin, þar eö þeim haföi fækkaö geipilega. Árið 1973 var taliö aö ein- ungis 1.827 tígrísdýr væru eftir af hinum mikla stofni, sem taldi um 40.000 um síóustu aidamót. Þaö munu einkum hafa veriö stórir veiöi- leiðangrar, sem hjuggu skörö í stofn- inn, og sá háski voföi yfir, aö honum yröi útrýmt gersamlega. Þá var því lýst yfir, aö tegundin væri í hættu og að hún yröi friöuö. Árangurinn lét ekki á sér standa. Stofninn hefur tvö- faldazt og hættan á útrýmingu hans virðist liöin hjá í bili. En fólki sem býr í grennd viö þjóögarðana er aukin hætta búin, og þaö gerist nú æ al- gengara að tígrisdýr veröi þar mönnum aö bana. Samkvæmt friöunarlöggjöfinni má einungis skjóta þau tígrisdýr, sem sannanlega hafa étiö menn. En stundum þykir þaö jafnvel álitamál, og fæst ekki alltaf úr því skorió. And- stæðingar löggjafarinnar segja, aö tígrísdýr nokkurt hafi étiö 15 menn, áöur en það var úrskurðað manna- veiöari. Rikisstjórnin greiðir sem svarar 12.000 krónum í bætur fyrir hvern þann, sem tígrisdýr drepur, en erfingarnir veröa aö færa sönnur á aö dýr hafi framiö verknaðinn og hafi komið frá þjóögaröi. Mörgum veröur auk þess ofviöa aö fylla út eyðublöö- in, sem þeim er gert að skila. Þaö getur verið erfitt aö vara sig á tígrisdýrum. Þau dyljast vel í frum- skóginum meö sinn svarta og gula feld. Þau eru yfirleitt ekki á veiöum í hópum, heldur einsömul og þá tíðast aö næturþeli. Þá hefur það ekki bætt úr skák, aö í grennd við þjóögaröana er mikiö um sykurreyrsræktun, en tígrisdýr- unum finnst kjöriö að búa sér dval- arstaö innan um hávaxna stönglana. Nú eru uppi áætlanir um að fá bænd- ur til aö snúa sér aö annars konar ræktun, t.d. á hveiti, sem freistar villi- dýranna ekki eins mikið. í ráöi er aö greiða ábúendum fé fyrir að hverfa frá sykurreyrsræktuninni. — PETER CHIPPINDALE SJUKDOMAR Enginn krabbi í kaffinu Kaffið hefur nú næstum verið hreinsað af öllum grun um að valda krabba- meini. í 17 ár hafa vísindamenn rannsakaö matarvenjur rúm- lega 14.000 manna og er niðurstaðan í stuttu máli sú, að ekkert samband veröi fundiö á milli drykkjarins og sjúkdóms- ins. Fyrir þremur árum vöknuðu grunsemdir um að kaffi gæti valdið krabbameini í brisi og mátti rekja þær til rannsóknar, sem fram fór í Bandaríkjunum. Menn voru þó alls ekki á einu máli um athuganir og í grein, sem birtist nýlega í breska læknatímaritinu Lancet, viröist Hressir og kætir sem þær hafi endanlega verið kveðnar í kútinn. Rannsóknir bresku lækn- anna hófust árið 1967 og náðu til rúmlega 14.000 manna, Lundúnabúa á aldrinum 45—60 ára. Árið 1982 voru 47 þeirra látnir úr krabbameini í briskirtli. Að jafnaði höfðu þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.