Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 27 Stafholt, Borgarfirði: Strjálar ferðir mjólkurbíls og gamall póstur Sufholti, 16. febrúar. HÉR í Borgarfirði hefur verið svo til samfelld ótíð allt frá því um jól, að hér gekk yfir mikið þrumuveður á suðvestan. Miklum snjó hefur kyngt niöur og valdið bændum og húaliöi margvíslegum erfiðleikum. Af þessum orsökum hefur mjólkurferöum verið fækkað um eina á viku, úr 3 í 2. Og þar sem við fáum póst með mjólkurbílnum, er hann orðinn nokkuð gamall, þegar við fáum hann í hendur. Er hann þó ekki nýr af nálinni, þótt færð sé góð, t.d. fær undirritaöur ekki laugardagsblað Morgunblaðsins fyrr en á miðvikudegi. Er fjarlægðin til Reykjavíkur þó innan við 150 km. l’ætti þetta víst ekki góð þjónusta annars staðar, jafnvel fjær höfuðstaðnum. Segja má, að veðráttan hafi ver- ið svipuð nú og í fyrra, nema hvað þessi óveðurskafli er mun lang- vinnari og snjór meiri. Þó er sá munur á, að nú eru bændur miklu verr undir vetur búnir, bæði hvað snertir gæði og þó sérstaklega magn heyja. Má búast við, að margir eigi í verulegum erfiðleik- um, ef vorið verður ekki því betra. Og þó svo vorið verði gott er hætt við að þessi vetur verði bændum dýr. Er þó varla á slaka afkomu þeirra bætandi og mun það síst ofmælt, sem forystumenn þeirra hafa látið sér um munn fara um þessi mál. Breyting á lausaskuld- um í föst lán bætir að vísu úr skák, en hætt er við að það dugi ekki öllum, a.m.k. ekki sauðfjár- bændum. Síðustu daga hefur nokkuð hlánað og vonast menn nú eftir því að versti kafli vetrarins sé liðinn og veður og færð skáni. Nýlega fundust 4 lömb útigeng- in á Bjarnardal hjá Baulu, og ennfremur eitt í Dofinsfjöllum fram á Hvítsíðingaafrétti. Öll voru þessi lömb allvel á sig komin og má það furðu gegna miðað við tíðarfar. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu sló niður eldingu í íbúðarhúsið að Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi í þrumuveðrinu á annan dag jóla. Brann þá öll efri hæð hússins en neðri hæðin slapp að mestu. Fljótlega var hafist handa við endurbyggingu og er hún nú langt komin og fólkið flutt inn. Var þó langtímum saman ekki hægt að komast að bænum á öðrum farartækjum en snjósleð- um og öflugum dráttarvélum. Fréttaritari Slippstöðin/Útgerðarfélagið: Viðræður hafnar að nýju um smíði nýs togara Hjörtur Hermannsson, yfirverkstjóri í Fiskiðjunni, kannar og grandskoðar loðnuna og Mary Coiner gætir þess að Japanirnir fái ekkert nema hrygnu. Loðna, loðna, loðna ... LOÐNAN hefur heldur betur fært líf og fjör í atvinnulífið víða um land og loðnuverksmiðjur spúið reyk sín- um og peningalykt út í loftið síðustu vikurnar. Barist hefur verið um þró- arrýmið, sem verksmiðjueigendur suðvestanlands hafa verið fast- heldnir á. Svo mikið hefur verið af loðnunni að við höfum getað séð af nokkrum fórmum til frænda vorra í Færeyjum. Fleira hefur verið gert við loðn- una en að bræða hana í mjöl og lýsi. Nokkur hundruð tonn voru fryst í Vestmannaeyjum og gekk það verk vel að sögn heimamanna. Framundan er síðan hrognataka og frysting fyrir Japansmarkað, en þar þykja hrognin ómissandi bætiefni og sérlega fjörgandi. Sigurgeir í Eyjum tók á dögun- um myndir af frystingu í Fisk- iðjunni þar og fylgja nokkrar þeirra þessum línum. Það hefur ekki verið ástæða til að kvarta yfir atvinnuleysi í Vestmannaeyj- um síðustu mánuðina. Stöðug vinna og því ástæða til að brosa og kankast á við Ijósmyndarann í pásunni. Fagur fiskur og dýrmætur, þó smár sé, f höndum Sigrúnar í Fisk- iðjunni. Akureyri, 22. febrúar. AÐ SÖGN Gunnars Kagnars, forstjóra Slippstöðvarinnar hf., og Sverris Leóssonar, varaformanns stjórnar útgeröarfélags Akureyringa hf., munu viðræöur þessara tveggja fyrirtækja um smíði nýs togara fyrir ÚA hefjast á morgun, fimmtudag. Að sögn Sverris munu viðræður nú líklega eingöngu snúast um nýsmíði á togara en ekki um kaup ÚA á þeim tveim skipum, sem Slippstöðin er með í byggingu í svokölluðu raðsmíðaverkefni, og komið hafa upp hugmyndir um að ÚA kaupi til þess að brúa hráefn- isvanda sinn með skjótum hætti, en þessi skip bæði geta verið til- búin á þessu ári. „Ég held að það mundi aðeins flækja málin að vera að ræða um slíka kosti nú,“ sagði Sverrir, „enda gefa yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra ekki tilefni til þess að ætla að þarna sé um raunverulegan kost að ræða, þar sem skipin eiga að hans sögn ekki rétt á aflakvóta." „Ég held að best sé að við út- gerðarfélagsmenn ræðum um þessa hluti okkar á milli en ekki í fjölmiðlum, eins og því miður hef- ur verið of mikið um að undan- förnu,“ sagði Gunnar Ragnars. „Við munum nú setjast niður og kanna alla möguleika. Hvað úr verður kemur í ljós.“ — GBerg. Borgarafundur um fjárhagsáætlun í Garðinum: Fjórar milljónir kr. til sundlaugaframkvæmda (>arði, 23. febrúar. í KVÖLD var haldinn borgara- fundur um fjárhagsáætlun Gerðahrepps 1984. Heildarniður- stöðutölur eru liðlega 22 milljón- ir og eru helstu tekjuliðir útsvar upp á 11,3 milljónir, aðstöðugjöld tæpar 3 milljónir og fasteigna- skattur sem er tæplega 1,6 millj- ónir. Þá er framlag jöfnunarsjóðs 2.546 þúsund kr. Stærstu gjaldaliðir eru yfir- stjórn sveitarfélagsins sem á Morgunbladiú/Albert. Kirkjukór Fáskrúösfjarðarkirkju syngur undir stjórn Haraldar Bragasonar, sem jafnframt er stjórnandi kórsins. Það er greinilegt að söngur kirkjukórsins líkar vel. Frá vinstri: Sigríður Ólafsdóttir, Helga Finnbogadóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Gunnar Þórðarson og Hlíf Kristinsdóttir. þessu ári er áætlaður liðlega 2 milljónir. Til almannatrygginga og félagshjálpar tæpar 2,8 millj- ónir en þar munar mest um lög- boðin framlög s.s. í sýslusamleg 1,7 milljónir. Þá eru fræðslumálin stór liður í útgjöldunum eða yfir 3 milljónir kr. en þar af fær grunnskólinn liðlega helminginn. Að sögn oddvita Gerðahrepps, Finnboga Björnssonar, verða stærstu framkvæmdir á árinu í sundlaugarframkvæmdum, gras- vallargerð og vatnsveitufram- kvæmdum. Til sundlaugarinnar fara 4 milljónir kr. Búningsklefar og tækjageymsla var boðin út í desember sl. og hljóðaði lægsta tilboð upp á um 3,3 milljónir en einnig verður byggður rammi í kringum laugina. Lokið verður við grasvöllinn og er áætlað að það kosti 680 þúsund kr. Þá er áætlað til vatnsveituframkvæmda o.fl. 3 milljónir. Útsvarsálagning verður 11% á þessu ári en var í fyrra 12,1%. Fasteignagjöld eru 0,5% af íbúð- arhúsnæði en 1% af atvinnuhús- næði. Aðstöðugjöld eru 0,33—1%. íbúar í Garðinum eru um 1070. Arnór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.