Morgunblaðið - 29.02.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 29.02.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 3 Á þessari mynd má sjá skipulag Landakotstúns, samkvæmt samkomulagi því sem borgaryfirvöld og kaþólski biskupinn á íslandi gerðu með sér nýlega. Á myndinni má sjá að til vinstri, á túninu nær miðbænum, er gert ráð fyrir skrúðgarði og göngustígum; eftir hluta Túngötu og niður að horni Hólavallagötu verða 28 bíla- stæði, en þau verða afmörkuð frá götunni með gróðurkerjum. Þá verða gróðurker fyrir framan kirkjuna og hellulögn verður frá henni og út að Túngötu og verður hún upphituð. Kirkjan er fyrir miðri mynd. „Siðlaus og óþol- andiu verslunar- máti Veraldar — segir í kærubréfi bóksala til félags útgefenda Á FIINDI í Félagi íslenskra bókaverslana í gær, hinum fjölmennasta í sögu félagsins, var þess krafist að Félag ísl. bókaútgefenda sjái um aó þeir félagsmenn, sem standa að bókaklúbbnum Veröld, láti þegar af brotum sínum á samskiptareglum bóksala og útgefenda, sem ekki verði lengur þoluð, eins og það er orðað í kærubréfi bóksala til formanns félags útgef- enda. Scgir þar einnig, að verslunarmáti Veraldar sé „gjörsamlega siðlaus og óþolandi". I>ess sé vænst, að erindi bóksala verði sinnt „af festu og án tafar enda teljum við að réttlát lausn þess og tafarlaus sé báðum félögunum hið mesta hagsmunamál". Eins og fram hefur komið í fréttum hefur bókaklúbburinn Veröld boðið félögum sínum ýms- ar bækur á sérstöku félagsverði, niðursettu, á sama tíma og þær bækur eru til sölu í bókaverslun- um á fullu verði. Segir í kærubréfi bóksala, að það sé brot á sam- • skiptareglum, sem samþykktar hafi verið 19. september sl. Sam- kvæmt þeim reglum sé skylt að tilkynna bókaverslunum áður um lækkun verðs og jafnframt að inn- kalla bækurnar af almennum markaði. Síðan segir orðrétt í bréfinu til Olivers Steins Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra bóka- útgefenda: „Ef vilji hefði verið hjá Verald- armönnum að reka klúbbstarf- semi sína á grundvelli réttlátra og heiðarlegra viðskiptahátta, hefðu þeir átt að senda viðskipta- mönnum sínum með hæfilegum fyrirvara tilkynningu um fyrir- ætlan sína um hverja bók er þeir hyggjast bjóða í bókaklúbbi og innkalla frá þeim tíma. Til þess er ætlast í samskiptareglunum, en þeirri sjálfsögðu tillitssemi hafa þeir í engu sinnt, þvert á móti — þeir hafa jafnvel látið undir höfuð leggjast alla tíð að senda félaginu eintök af tilboðsbréfunum, eins og 6. gr. samskiptareglanna þó býður. Þegar félag okkar hugðist bæta úr þessari vanrækslu þeirra Verald- armanna með því að senda bóka- verslunum skrá um bækur, sem þá voru eða höfðu verið á boðstólum, bæði hjá bókaklúbbnum og í versl- unum, sem hjálpargagn vegna bókaskipta, töldu Veraldarmenn sæmilegt að láta lögmann sinn senda félagi okkar umvöndunar- og aðfinnslubréf, þar sem brot þeirra Veraldarmanna á sam- skiptareglunum er virt okkur til sakar,“ segir m.a. í bréfi Félags íslenskra bókaverslana til félags útgefenda. I aðgerðum bóksala taka þátt 42 stærstu bókaverslanir landsins. Laust embætti farprests Auglýst hefur verið laust til umsóknar annað embætti far- prests Þjóðkirkjunnar. Þetta emb- ætti var áður annað tveggja prestsembætta í Vestmannaeyjum en með nýsettum lögum á Alþingi var því breytt í embætti farprests. Umsóknarfrestur er til 28. mars. NÝTT ROCK84 NÝTT ROCK" NYTTROCK 184 r’84 NYTT Nýja rokkið er söngleikur þar sem allir sannir rokkarar fá eitt- hvað við sitt hæfi — vægast sagt frábærir tónleikar. Hinn þekkti finnski rokkpíanisti Hillel Tokazier leikur Boogie IN PERSON PRESL6Y SCOTTY and BILU The'Blue Moon'Boys bob" neal Inlaim Pinnitl Næstkomandi föstu- dagskvöld heldur rokkið áfram og nú tileinkað Finnum. “I o 0) i" ^ 32 v> o> I? 3 ? i <9. </> o $ n> a> 3 ■< -ó M é E tn O- (O C £ -t o — a>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.