Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 7

Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 55 Haukur áasml hljómaveit ainni, aem lák é Exalon í Kaupmannahðfn. hljómsveit í Klúbbnum um áramótin ’61—’62. Síðar var ég með hljómsveit á „Exalon" í Kaupmannahöfn og á margar ánægjulegar minningar það- an. Það er alltaf gaman að syngja fyrir Danina." Hér er ekki úr vegi að skjóta inn ummælum íslensks blaðamanns, sem leit inn á Exalon þegar Haukur og hljómsveit hans voru að skemmta þar: „Þetta er snyrtilegur og vina- legur næturklúbbur, með stórt dansgótf, og þarna leika yfirleitt ekki danskar hljómsveitir, heldur fínar hljómsveitir frá útlöndum. Að- sókn að þessum næturklúbbi hefur yfirleitt verið góð, en þó hefur hún aukist mjög síðan Haukur Morthens kom. Dansgólfið er fullt af kátu fólki, sem dansar, syngur og klappar saman lófunum. — Haukur stendur á hljómsveitarpallinum og syngur af þvílíkri lífsgleði, að allir verða að dansa. Svo segir hann: „Þakka ykkur fyrir elskurnar, mange tak,“ og syrp- an er búin. — Svo byrjar hljómsveit- in aftur. Haukur syngur gullfallegt íslenskt lag, sem ekki hefur ennþá heyrst á íslandi. Það heitir Amor- ella. Fólkið raular með.“ Og í niður- lagi greinarinnar segir: „Haukur Morthens kann lagið á Dönunum, engu síður en öðru fólki, enda kunna Þad var ekki tekið iit með aældinni að terðaat um Með hljómaveit Bjarna Böðvaraaonar í Vaglaakógi landið é þeim érum. Hér eru Haukur og fólagar að érið 1947. ýta farkoatinum é leiðinni til Þórahatnar, érið 1950. Haukur éaamt konu ainni, Ragnheiði, og aonum, þeim Ómari, Hauki og Heimi. sést á sviði síðan á dögum Ernst Rolfs auk þess sem hann söng mjög „melódískt" á sinn þægilega hátt. Hann er einnig mikill „show-maður“ og á auðvelt með að fá fólk með sér.“ Og þetta er ekki í eina skiptið sem erlend blöð hafa séð ástæðu til að fjalla um söngvarann Hauk Morth- ens. Árið 1960 var hann sem oftar við plötuupptökur í Kaupmannahöfn og kom eitt kvöldið fram á veitinga- húsinu Skandia þar í borg. Danska blaðið BT sagði svo um þann atburð, að legið hefði við að þakið fyki af húsinu í fagnaðarlátum gesta er ís- lenski söngvarinn með miklu rödd- ina tróð upp. Og haft var eftir hljómsveitarstjóranum Jörn Grau- engaard, að hann krefðist þess að sjá þennan söngvara á alþjóðavettvangi því það væri ekkert réttlæti að Is- lendingar sætu einir að honum. „Þessar ferðir verða mér margar ógleymanlegar," segir Haukur þegar við rifjum þetta upp. „Og það besta við þetta er ef til vill það, að kynnast svona mörgu góðu fólki. Mér eru sér- staklega minnisstæð tvö sumur, sem við ferðuðumst um Finnland þvert og endilangt og þeim stórkostlegu móttökum sem Finnar sýndu okkur. Nú, svo var Rússlandsferðin fræga kapítuli út af fyrir sig. Hún hafði hins vegar í för með sér ýmsar óþægilegar, pólitiskar hliðarverkan- ir og lengi á eftir var ég stimplaður kommúnisti. En það er alveg klárt, að Haukur Morthens er ekki og hef- ur aldrei verið kommúnisti. Þetta var hins vegar hin skemmti- legasta ferð. Við dvöldum þarna í 16 daga og áttum upphaflega að koma fram í þrjú skipti, en við komum fram sextán sinnum, þannig að eitthvað hefur Rússunum þótt varið í þetta. Það var hljómsveit Gunnars Ormslev, sem var með mér í þessari ferð og þeir spiluðu jass þegar þeir komu einir fram, en ég söng svo dægurlög, aðallega rokk, sem þá var mest í tísku á Vesturlöndum. Rúss- arnir höfðu ekki haft mikil kynni af þeirri tegund tónlistar þegar við komum þangað, en þeir urðu greini- lega mjög hrifnir og virtust skemmta sér hið besta þegar við spiluðum fyrir þá.“ Hauk og félögum hans úr hljóm- sveit Gunnars Ormslev hafði verið boðið til Rússlands á æskulýðsmót, sem haldið var í Moskvu, og auk þess að koma fram á hljómleikum léku þeir í útvarpið og einnig hlotnaðist þeim sá heiður að koma fram i rússneskri kvikmynd. Myndin fjall- aði um sjóliða einn, sem ferðaðist um öll þau lönd sem áttu fulltrúa á mótinu. Þáttur íslendinganna átti auðvitað að gerast á Islandi, en Haukur söng þar rússneskt lag ásamt sjóliðanum. Frá Bandaríkjun- um var aðeins tekið þar sem sjólið- inn er að sigla meðfram strönd þeirra, en á meðan heyrðist rokklag- ið „Long Tall Sally" í flutningi Hauks og hljómsveitar Gunnars Ormslev. Haukur Morthens átti svo eftir að sækja Sovétmenn heim öðru sinni nokkrum árum síðar er hann fór til Leningrad með eigin hljóm- sveit. „Ég byrjaði með mína fyrstu þeir vel að meta hann. Það sýnir sig í biðröðunum fyrir utan nætur- klúbbinn, og fjörinu fyrir innan.“ „Já, ég kynntist mörgu góðu fólki í Danmörku,“ segir Haukur þegar við rifjum upp þessa tíma. „Gítarleikar- inn Jörn Grauengaard var einn þeirra og hann lék með mér á mörg- um plötum. Það var ákaflega gott að vinna með honum og hann vildi allt fyrir mig gera. Eins var með píanó- leikarann Paul Godske, sem er í dag mikilsmetinn jasspíanisti. Hann hefur einnig aðstoðað mig mikið með hljómplötur og m.a. á hann heiður- inn af tónlistinni á plötunni sem ég tók upp úti í Kaupmannahöfn 1978, „Nú er hún Gyða á gullnum kjól“. Ég gaf þessa plötu út sjálfur, en hún hefur ekki verið spiluð mikið hér. Ég þarf endilega að leyfa þér að heyra hana á eftir. En talandi um ferðalög get ég skotið því inn að ég er nú nýkominn heim úr ferð til Færeyja, sem var alveg einstaklega skemmtileg og vel heppnuð. Við fórum fyrir tilstilli Guðmundar Steinssonar prentara og tónlistarmanns til að spila á þorra- blóti fyrir Islendinga, sem eru bú- settir í Færeyjum, en þegar upp var staðið höfðum við leikið fimm kvöld víðs vegar um eyjarnar og var okkur hvarvetna tekið með kostum og kynjum. Færeyingar eru einstaklega elskulegt fólk og þangað er gott að koma. Móttökurnar voru stórkost- legar og m.a. spiluðu þeir í útvarpinu þrisvar sinnum hálftíma hljóm- plötukynningu með lögunum mínum og voru svo alltaf að spila eitt og eitt lag á meðan við vorum þarna. Og mér hefur verið boðið að koma aftur til Færeyja í hljómleikaferð, en það er ekki afráðið hvenær það verður." einhverju með sjálfum mér upp á aðra. Það er mikil ævintýramennska að leggja út í svona útgáfu sjálfur og ég er enn að bíta úr nálinni með þetta. En ég var orðinn þreyttur á viðskiptum við plötuútgefendur og raunar er það umhugsunarefni út af fyrir sig hvernig staðið er að útgáfu- málum hér á landi, þar sem „artist- arnir“ hafa oft litið sem ekkert upp úr þessu. En ég er ákveðinn í að gefa safnplötuna mína út sjálfur, sem verður eins konar afmæliskveðja frá mér, eins og ég nefndi áðan. Á henni verða bæði gömul lög og ný, í göml- um og nýjum útsetningum, og þetta verður eins konar yfirlit yfir það sem ég hef verið að gera í gegnum árin. Ég er að hugsa um að fá Paul Godske til að hjálpa mér við þetta og ég mun nota eitthvað af lögunum af „Nú er hún Gyða á gullnum kjól“. Ég hef líka að undanförnu verið að vinna í stúdíói með úrvals hljóð- færaleikurum, Jæim Guðmundi Steingrímssyni, Arna Elfar, Ómari Axelssyni, Birni Thoroddsen og Hirti Howser, og við höfum verið að taka upp gömul og ný lög og ég er bara ánægður með útkomuna." Og Haukur getur vissulega verið ánægður með útkomuna, a.m.k. mið- að við það sýnishorn sem ég fékk að heyra af upptökunni. Þarna voru gömul lög og ný, m.a. syrpa með ró- legum, fallegum lögum eins og „Am- orella", „Kaprí Katarína", „Til eru fræ“, og einnig fjörug dægurlög sem Haukur hefur gert vinsæl í gegnum árin, „Ég er kominn heim í heiðar- dalinn", „Hulda spann" og mörg fleiri. „Á svona safnplötu verð ég að vera með öll þessi lög. Ég hef orðið var við, þar sem ég er að syngja, að fólk beinlínis ætlast til þess aö ég taki þessi lög við og við. Ef ég gerði það ekki myndu margir bara snúa upp á sig og segja: „Heyrðu, Haukur minn, hvað ertu eiginlega að gera, leyfðu okkur heldur að heyra eitthvað gam- alt og gott.“ Og ég get vel skilið þessa afstöðu. Þarna hefur það fyrir framan sig söngvarann sem var að raula þetta í útvarpinu í gamla daga og því er sjálfsagt að sjá hann gera þetta í eigin persónu. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu og mér finnst ég alls ekkert vera aö endurtaka sjálfan mig, eins og sumir söngvarar eru hræddir um að gera með því að taka gömul lög með sjálfum sér. Söngvari syngur lögin aldrei eins, og maöur er því aðeins að endurtaka lögin, ekki sjálfan sig.“ Á upptökunum mátti einnig heyra nýtt lag eftir Hauk sjálfan, sem hann kallar „Markerville", eftir heimabyggð skáldsins Stephans G. f Kanada, en Haukur samdi lagið við ljóð skáldsins. Þetta minnir mig á að Haukur var gerður að heiðursborg- ara í byggðum Islendinga í Manitoba í Kanada er hann var þar á ferð fyrir tveimur árum. Ég spyr hann nánar út í þá vegsemd: !g veit satt að segja ekki af hvaöa tilefni þeir sýndu mér þennan sóma. En þetta var vissulega mikill heiður fyrir mig og ég er ákaflega þakklátur þessu fólki fyrir slíka við- urkenningu.“ Dægurlagasöngvari fyrst og fremst En Hauki hefur áður verið sýndur mikill sómi fyrir söng sinn, þegar hann árið 1979 hlaut listamannalaun fyrstur dægurlagasöngvara I stuttu spjaili við Morgunblaðið við það tækifæri sagði Haukur m.a.: „Mér finnst þetta viðurkenning fyrir dæg- urlagasönginn. Vissulega er það líka viðurkenning fyrir sjálfan mig, en ég hef aldrei ætlast til neins í lífinu þannig að það snart mig ekki mikið persónulega. Ég hef alltaf litið á dægurlagaflutning sem spursmál um túlkun. Það er spurning um það hvernig lag eða ljóð er túlkað, ekki hvort það er kallað dægurlag eða eitthvað annað.“ Og talandi um dægurlagasöng og listir spyr ég Hauk hvort honum hafi nokkurn tíma dottið í hug að leggja fyrir sig klassískan söng, eða verið hvattur til þess af öðrum: „Það hefur aldrei hvarflað að mér að syngja neitt annað en dægurlög. Ég var eitt sinn í tvö ár i söngtímum hjá Sigurði Skagfield og eftir þessi tvö ár bauð hann mér að kenna mér áfram frítt, ef ég legði dægurlaga- sönginn á hilluna. Ég þakkaði hon- um kærlega fyrir, en sagðist ætla að halda áfram að syngja það sem ég hefði gaman af, þ.e. dægurlög. Og ég hef staðið við það. Ég er dægurlaga- söngvari fyrst og fremst og verð það þangað til ég hætti að syngja.“ Heldurðu að það verði nú í bráð? „Ég get ekkert um það sagt. Ég hef a.m.k. ekkert hugsað mér að halda sérstaka kveðjutónleika á næstunni. Það er sagt um Frank Sinatra að hann hafi haldið ótal kveðjutónleika, en alltaf hætt við að hætta. Ég hef ekki hugsað mér að fara út í slíkt, enda veit maður aldrei hvað morg- undagurinn ber í skauti sér. Hins vegar ætla ég að halda tónleika á sextugsafmæli mínu en það er á þessu ári hinn 17. maí.“ Hefur þú einhvern tíma séð eftir að hafa lagt út á þessa braut? „Nei, það er alveg víst að ég hef aldrei séð eftir þvi. Þetta hefur veitt mér tækifæri, sem ég hefði ekki fengið annars og ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi. Ég hef kynnst mörgu afbragðsfólki í gegn- um þetta og er þakklátur fyrir það hvernig fólk hefur tekið mér í gegn- um árin. Hins vegar er kannski timi til kominn að fara að draga eitthvað í land. Ég geri ráð fyrir að konan sé farin að bíða eftir því. Það eina sem má ef til vill setja út á þetta starf er, að maður er oft að vinna á kvöldin í stað þess að vera í faðmi fjölskyld- unnar eins og flestir aðrir heimilis- feður. En á móti kemur að ég hef átt margar góðar stundir með strákun- um á öðrum tímum dagsins. Senni- lega hefur þetta verið erfiðast fyrir konuna, en hún er þá eflaust búin að sætta sig við það fyrir löngu. Kannski hefur hún líka séð fram á það fyrir löngu, að ég færi að hætta þessu, þótt úr því hafi teygst lengur en bæði ég og aðrir áttu von á.“ AfmæliskveÖjan Og aftur er ég kominn á hljóm- leika með Hauki Morthens. í þetts^ skipti hlustum við á áðurnefnda plötu, sem Haukur gaf út sjálfur 1978. Það er pianistinn Paul Godske, sem heldur um stjórnvölinn í tón- listarflutningi og með honum leika úrvals danskir „session-menn“. Fag- mennskan leynir sér ekki og raunar óskiljanlegt að platan skuli ekki hafa verið spiluð meira en raun ber vitni. „Ef til vill hef ég ekki verið nógu harður að halda henni á lofti, enda hef ég alltaf átt erfitt með að troða *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.