Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 38
86 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Slörgúbbíar, einna vinsaelustu skrautfiskar á ís- landi, sveiflast um sefgresid. Skalarnir eru trygglyndastir fiska. Eins og þessi hjón para þeir sig fyrir lífstíð. Klakstöð gúbbíanna. Seiðin komast út um möskv- ana — hinir ekki og framtíð stofnsins er borgið. Þessi búsæidarlega dverghæna lá á eggjum í þar til gerðri körfu, er okkur bar að garði hjá Valdimar og fuglunum. „I Kína er starrinn hundur fátæka mannsinsu Texti: Hildur Helga Sigurðardóttir Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason, Kristján Einarsson, Ragnar Axelsson. Ævar Jónsson bjó áður í Kópavoginum, ræktaði skrautfiska í 120 búrum og seldi. Nú er hann fluttur til Reykjavfkur hefur fækkað búrunum í 32 og selur bara upp í fóðurkostnað fyrir íbúa þeirra. (Ljósm. Mbl. RA.X.) „Dálítið nostur við þetta" „Hér gerast lítil ævintýri á hverj- um degi. En það skemmtiiegasta er þó þegar tekst að ná fram nýju lita- afbrigði,“ segir Ævar Jónsson um búskapinn í búrunum þrjátíu og tveimur, sem hann ræktar í hina ýmsu skrautfiska. Elsti sonur minn, sem nú er orð- inn fullorðinn, byrjaði á þessu og svo tók ég við þegar hann hætti. Ætli ég sé ekki búinn að vera með einhverskonar fiskirækt sl. fimm- tán ár. Hætti reyndar um tíma, er nýbyrjaður aftur og sel nú bara upp í fóðurkostnað. Áður var ég með búð í Kópavoginum og seldi fiska úr 120 búrum þegar mest var. En það útheimti mikla vinnu og nú er ég bara að þessu að gamni mínu,“ segir Ævar. Sjálfur er hann dæmi um það, að feðurnir virðast oft taka við af sonunum í þessum efnum og um reynslu sína af skrautfiskasölunni segir hann m.a.: „Fyrst komu krakkarnir með foreldrum sinum og fengu að kaupa lítið búr og einn lítinn fisk eða fleiri. Síðan þegar krakkarnir misstu áhugann, komu feðurnir og keyptu stóra búrið með ljósinu og dælunni, sem suðað hafði verið í Þeir sem til þekkja segja aö þaó, sem Yaldimar Sörensen viti ekki um fugla, geti ekki verið merkilegt. Sjálfur lætur hann ógert að ryðja úr sér upplýsingaflóði um hætti fiður- fénaðarins, heldur rabbar í ró- legheitum við aðkomufólk, meðan hann sinnir bréfdúfunum sínum og skrauthænsnunum og síðast en ekki síst starranum Títlu. „Hún á fyrirtækið,“ segir hann um Títlu, sem verður tíu ára í vor og er örugglega ein af fáum störr- um, sem kann að segja nafnið sitt og nefna uppáhaldsfæðutegund sína — sem er auðvitað brauð. Það er rólegt í fuglahúsinu þessa stundina, enda búið að gefa fyrir kvöldið. Dverghænsnin vappa södd og sæl um búrin, það er rétt svo að montnasti haninn nenni að safna um sig nokkrum auðsveip- um hænum og reigja sig. Valdi- mar upplýsir að haninn sé þýskur, af Banthams-kyni. En ef dæma á eftir útliti, er hann ekki sá eini, þeim að kaupa áður. Ævar ræktar þær fjórar teg- undir, sem vinsælastar eru hér á landi, þ.á m. slörgúbbía, en tak- markið í ræktun þeirra er, að slör- ið verði sem lengst. Það getur reyndar orðið einum of langt, eins og á gúbbígreyi, sem svamlaði um af veikum mætti í einu búrinu með allt of veglegt slör miðað við búk og hafði litla ánægju af litadýrð þessa lík- amshluta. Karlgúbbíar eru dimmbláir með rautt slör, en kvenþjóðin öll dauflegri yfirlitum, eins og oft vill vera í dýraríkinu. sem hefur áátæðu til þess að vera drjúgur með sig því þarna er hvert skrauthænsnið öðru litskrúðugra. Bréfdúfurnar búa yfir kostum og ekki síðri. Það eru ekki allir fugl- ar, sem gegnt hafa veigamiklu hlutverki í heimsstyrjöldum, en í þeirri seinni voru bréfdúfur m.a. mikið notaðar af andspyrnuhreyf- ingum gegn hernámi Þjóðverja i V-Evrópu. Valdimar segist nú ekki láta sínar dúfur fljúga mikið þessa dagana, en nær í eina, sem fúslega lætur snúa sér þannig að sjá má að hún er með stórt ör á bringunni. „Þessi kall hérna var í hópi, sem ég sleppti einu sinni uppi á Kambabrún til þess að gá hvað þær væru fljótar í bæinn," segir Valdimar. „Hópurinn var kominn eftir tuttugu mínútur, sem þýðir að þær hafa flogið á hraðanum 90 km á klukkustund, þ.e. allir nema þessi hér. Ég var orðinn úrkula vonar um að hann skilaði sér, þegar hann loksins Mollíar eru svartir fiskar og dálít- ið vandmeðfarnir, að sögn Ævars. Þeir koma úr ósum La Plata- fljótsins í Argentínu, lifa í hálf- söltu vatni og þurfa meiri hita en hinir fiskarnir. Þá ræktar Ævar sverðdragara og skala, en þeir síð- asttöldu hafa þá sérstöðu að para sig fyrir lífstíð og síðan ekki sög- una meir. Af þessum fjórum teg- undum eru skalarnir hins vegar þeir einu, sem ekki eignast lifandi afkvæmi. „Það þarf alltaf að halda þeim svöngum," segir Ævar um leið og hann sáldrar einhverri torkenni- legri blöndu yfir sverðdragarana. „Ef fiskum er gefið eins og þeir geta í sig látið, fúlnar vatnið af öllur úrganginum, sem frá þeim kemur." Þegar betur er að gáð kemur í ljós að duftið, sem Ævar stráir yfir fiskabyggðirnar, er lif- andi fóður og nefnist aratemía. „Það er dálítið nostur við þetta,“ segir hann, „en aratemían er ómissandi undirstaða. Þetta eru hrogn vatnarækju, flutt inn frá Utah í Bandaríkjunum. Þau eru þurrkuð og þannig geta þau geymst í eitt ár. Þegar þau eru sett í sjó sem ég er með hér í kerj- um og loftstraumur leiddur í, lifna þau og klekjast út á u.þ.b. 36 klst. Úr verða milljónir örsmárra kvik- inda, sem fiskarnir eru sólgnir í og mega helst ekki án vera. Þó að gaman sé að virða fyrir sér tilþrif íbúanna, er ekki laust við að móða sé farin að setjast á mannskapinn innan um fiskabúr- in 32, enda rakastigið miðað við þá sem anda með tálknum. í lokin gerumst við svo nærgöngul, að spyrja Ævar hvort hann haldi að skrautlegu kostgangararnir hans hafi eitthvað vit í kollinum. „Nei,“ segir hann kankvís, „ætli þetta stjórnist ekki meira og minna af eðlisávísun." kom og lagaði úr honum blóðið. Hann hafði lent í fálkanum og tekist að losna frá honum aftur. Það gerist ekki oft, að fálkinn sleppi því sem hann hefur náð taki á og hann er sá eini, sem getur náð bréfdúfu á flugi." Valdimar Sörensen er fæddur í Danmörku en í vor verða liðin 45 ár frá því að hann settist að á fslandi. Þá verður hann líka sjötugur og lætur því af starfi dómvarðar hjá Sakadómi Reykjavíkur, sem hann hefur gegnt síðan 1941. Hann læt- ur vel af því að fara á eftirlaun, segist munu hafa nóg að gera við að bjástra við fuglana. „í Kína kalla þeir starrann hund fátæka mannsins," segir hann og lítur á Títlu, sem situr gljáandi á öxlinni á honum og snurfusar sig, milli þess sem hún skiptir sér af hinum fuglunum og segir þessi tvö orð sem hún kann. „Starrinn er nefnilega þannig gerður, að hann bindur tryggð við einn mann og skiptir sér lítið af fuglum eftir það, þ.e.a.s. ef hann er taminn á annað borð. Dóttir mín kom með Títlu heim þegar hún var ungi og ég ætlaði að láta hana út strax og hún væri fær um það, en það vildi hún bara alls ekki og hér er hún enn. Það er líka ágætt. Hún stjórnar fyrirtækinu eins og herforingi, eða það heldur hún a.m.k. sjálf og hinir fuglarnir láta hana komast upp með ýmis- legt, sem þeir leyfa ekki hverjir öðrum. Svo heldur hún kofanum hreinum, tínir úr öllum rifum og hreinsar fló af öllu,“ segir Valdi- mar og segir að starrar fái því aðeins flær, að þeir byggi hreiður inni í stokkum og líkum stöðum. „Þá safna þeir alls kyns drasli sem síðan kemur í maur sem flóin sæk- ir í,“ segir hann og bætir því við, að Títla fari í bað tvisvar á dag til þess að vera nú nógu falleg. Og það tekst henni bærilega. Starrinn er nefnilega ljómandi fallegur fugl. Það sést best þegar komið er nálægt Títlu — þá gefur að líta ótal skær litbrigði í dökk- um fjaðrahamnum. Auk allra fuglanna er Valdimar með hund og tvo ketti og það þarf víst varla að taka það fram að hann gefur smáfuglunum á gadd- inn í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.