Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 26
dómur sprengjunnar, mengun úthafanna og loftsins. Allt er á hverfanda hveli. Erfitt er að greina skapandi tilgang lífsins. Fjölskyldan er horfin og heimil- in standa auð. Hjónabönd leys- ast upp. Er engu að treysta? Er ekkert þess virði að ég leggi allt mitt traust á það? Þetta eru spurningar dagsins. Er einhver von? Hverju má treysta? Það að treysta eða elska eitthvað felur í sér áhættu. Þó að það sem við leggjum allt okkar traust á bregðist og svíki okkur. Til að losna við slík vonbrigði og særindi grípa margir til þess ráðs að treysta engu. Þeir verða þá einir í heiminum. Samferða- fólkið hefur glatað gildi sínu. Eða eins og karlinn sagði, allt er í heiminum hverfult og allt fer sína leið. Við blasir tómleiki lífs- ins og afnám allra verðmæta. Guð virðist dauður eða horfinn á braut. Er einhver von fyrir manninn á atómöld? Þetta er spurningin sem prédikun dagsins verður að fást við, svo hjálpi mér Guð. Biblíulestur vikuna 11.—17. mars. Sunnudagur 11. mars: Mánudagur 12. mars: Þriðjudagur 13. mars: Miðvikudagur 14. mars: Fimmtudagur 15. mars: Föstudagur 16. mars: Laugardagur 17. mars: 2 Mós. 33:20 — Enginn sér Guð Jóh. 1:18 — Sonurinn birtir Guð Matt. 11:25-30 — Að sjá Guð og meðtaka Matt. 21:38 — Að sjá Guð og jiafna 1 Mós. 1:27 — í mvnd Guðs Jóh. 14:12 - Að b'irta Guð Sálm. 139 — Guð er undursamlegur „Þú skalt ekki gjöra þér líkneski 2. Mós. 20:4—6 — 1. sunnudagur í fóstu Af hverju engin líkneski eða myndir? Er verið að banna okkur að hafa helgimyndir? Helgimyndir og styttur hafa tíðkast frá fyrstu tíð í kirkj- unni, allt fram til okkar tíma. Er það brot á 2. boðorðinu? Myndir og styttur hafa táknað nærveru Guðs. Þær hafa verið vígðar, staðirnir sem þær standa á kallaðir helgir. Menn hafa farið í pílagrímsferðir til þessara staða til bænagjörða, í leit að lækningu, leiðsögn Guðs, o.fl. Stundum hafa menn haft erindi sem erfiði í slíkum ferðum. En má ekki vera að menn hafi haldið sig hafa Guð í hendi sér með því að reisa stytturnar nógu stórfenglegar, gera myndirnar nógu fallegar eða byggja nógu reisulegar kirkjur? Af hverju ætti Guð frekar að vera á helgum stöð- um en annars staðar? Líf okkar ræðst af þeirri af- stöðu sem við höfum til Guðs. Sjáum við í Guði ástríkt for- eldri? Harðstjóra? Frelsara, tannlausan afa eða reiða vætt, miskunnarríkan, alvitran skapara eða kraftaverkasjálf- sala? Er skrítið að Guð skuii láta sér annt um ímynd sína meðal okkar? Um Jesúm var sagt: „Sonurinn eingetni, sem hallar sér að brjósti Föðurins, hann hefir veitt oss þekking á hon- um.“ Lærisveininn sem var ekki viss um sannleiksgildi þessa sagði: „Þú hefur séð mig!“ Þegar annar efaðist um að Jesús hefði risið upp frá dauðum, fékk hann að þreifa á upprisnum Kristi. „Drottinn minn og Guð minn,“ sagði lærisveininn. Þá sagði Jesús: „Þú trúir af því að þú sást?“ Sælir eru þeir sem ekki sáu en trúðu þó. Dansað í kjörbúð Ég var í stórri verslun. Allt í einu fór hávær hljómlist að óma um alla búðina. Nokkur vangefin börn voru í inn- kaupaferð með konu, skoðuðu í hillur og tóku niður hluti. Þegar hljómlistin brast á lögðu tveir drengir frá sér muni sína, horfðu hvor á ann- an og tóku að rétta út hand- leggina á ýmsa vegu eins og þeir væru að máta flfkur eða rifja upp leikfimiæfingar, sem þeir hefðu gleymt. Svo tóku þeir hvor utan um annan og fóru að dansa. Ég hugsaði að þeir hefðu báðir lært að dansa sem herrar og hvorugur gat látið sér detta í hug í hvelli hvernig þeir gætu látið dæmið ganga upp. En það tókst. Þeir dönsuðu glaðir og fagnandi á litlu svæði milli hillanna, brostu og hlógu og glöddust greinilega. Þegar lagið var bú- ið hlupu þeir til konunnar, kysstu hana á kinnarnar og föðmuðu hana að sér. Hún faðmaði þá líka, hló lika og kyssti þá. Það hefði nú ekki verið svo vitlaust að ljúka þessari um- þenkjan með geðvonzkulegu og sjálfumglöðu rausi um hin mjúku gildi, sem birtust þarna stutta stund í harðri og ópersónulegri efnishyggjunni. En sannleikanum samkvæmt ber mér að segja að allt þetta umhverfi í hlaðinni stórverzl- uninni var rólegt og aðlað- andi, líklega var það einmitt þess vegna, sem strákarnir höfðu kjark til að fara að dansa og gleðjast. Er ég rogaðist út með plastpokana, sem teygðust undan þunganum af lífsvið- urværinu, hugsaði ég sátt við sjálfa mig: Það má nú víða sjá bjartar hliðar ef við erum ekki sifellt að leita að þeim dökku. Og þegar ég kom heim límdi ég nýtt ritningarvers á skrifborðsröndina hjá mér: Glatt hjarta veitir góða heilsubót en dapurt geð skræl- ir beinin. Orðskv. 17.22. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 A DROrnNSMJI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Félag guðfræðinema .yAllt Í klessu“ „Éttann sjálfur. Ég gef skít í þennan móral. Til hvers að vinna og byggja? Ha, ha, ha. Eftir nokkur ár leysist heimurinn upp í einu stóru sveppskýi. Og ef ekki það þá drepumst við úr mengun. Svo til hvers að stressa sig? Sestu og kýldu á létta nös með mér. Eða viltu frekar skít? Ha, líkar þér ekki músíkin? Heyrðu góði, tónlist er ekkert annað en þægilegur hávaði." Hvað er eiginlega á seyði? Fyrir nokkrum árum voru börn- in svo þæg. Hlustuðu á diskó- tónlist og reyktu ekki einu sinni. Pönk er ekki eitthvað sem sniðugir menn fundu upp. Það einfaldlega varð. Það er afleið- ing af því ástandi sem nú ríkir í heiminum. Pönkið er heiman- mundur ungu kynslóðarinnar. Pönk og önnur andfélagsleg menning eru eðlileg viðbrögð hennar við þeim veruleika sem mætir henni. Yfirvofandi dauða- BARNA- HORNIÐ Nú er orrtirt kalt, sagði pahbi þeg- ar hann kvaddi börnin áður en þau fóru í skólann eftir hádegið. Við skulum hafa poppkornstíma þegar þið komið heim. Fínt, sögðu Jói og Magga. I>egar fór að kólna og þau gátu ekki verið eins mikið úti höfðu þau oft poppkornstíma hcima. Og nú buðu þau Grími, Gunnu og Tótu líka. Poppkornstími, hvað er það,? spurði Grímur. Komdu bara og sjáðu, sögðu systkinin. Pabbi beið heima. Hann var búinn að taka til poppkornið, svo poppuðu þau, fengu gosdrykki, spiluðu lúdó og hin spil- in sín og spjölluðu saman í ró og næði. Þetta er gaman, sögðu gest- irnir. Við gætum haft svona heima hjá okkur líka. Það var orðið dimmt og pabbi gaf þeim epli. Nú kom mamma heim úr vinnunni og bættist í hópinn. Nú skulum við syngja úr nýju söngbókinni sagði hún og sótti „Ég vil syngja" og gítarinn sinn. Þau sungu söng eftir söng, suma kunnu þau en flestir voru þeim nýir. Það var gaman að læra þá og gestirnir, sem voru ekki vanir að syngja þessa söngva, vildu helzt ekki hætta. Biðjum nú saman áður en þið farið heim, sagði pabbi. Jói og Magga litu hvort á annað. Nú fór pabbi of langt, hugsuðu þau bæði, Tóta, Gunna og Grímur verða bara feimin þegar pabbi fer að biðja upphátt, það er líklega aldrei gert heima hjá þeim. En það varð ekki svoleiðis. Pabbi bað fyrir foreldr- um þeirra og systkinunum þeirra heima, hann bað Guð að hjálpa þeim sjálfum, bæði heima og í skólanum og gæta þeirra alltaf. Þegar þau kvöddu þökkuðu þau kærlega fyrir sig og Jói og Magga voru sjálf glöð þegar þau tóku saman spilin og poppkornsskál- arnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.