Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Finnur úr Frakkanum Finnur Jóhannsson virðist rekast einstaklega illa í flokki. Hann hef- ur nú sagt stöðu sinni innan Frakkanna lausri. Þorsteinn Magnússon mun taka sæti hans fyrst um sinn og kemur fram meö sveitinni á tónleikum á vegum SATT í Sigtúni næsta föstu- dag og væntanlega einnig i Tóna- bæ þann 23. þessa mánaöar. Frakkarnir hafa haft fremur hægt um sig aö undanförnu eftir aö þeir sendu frá sér hina vel heppnuðu plötu 1984. Vissir þú? ABC — Martin Fry í miðjum hópi. 4. mars ★...aö Mary Wilson, fyrrum í Su- premes, átti fertugsafmæli þennan dag? *...að Chris Squire, bassaleikari Yes, átti 36 ára afmæli þennan sama dag? *...aö þennan dag voru 7 ár liöin frá þvi Rolling Stones komu óvænt fram í litlum klúbbi, El Mocambo, í Toronto. April Wine „hitaöi upp“ og voru allir tónleikarnir teknir upp og síöar gefnir út á tónleikaplöt- um. 5. mars ★...aö Eddie Grant kom í heiminn þennan dag fyrir 36 árum? 6. mars *...að Mickey Jupþ átti fertugs- afmæli þennan merka dag? ★...aö Dave Gilmour í Pink Floyd hélt upp á sama merkisáfanga og Jupp þennan dag? ★...aö Sandie Shaw gekk í fyrsta sinn í þaö heilaga þennan dag fyrir 16 árum? 8. mars ★...aö Micky Dolenz (eitt sinn í Monkees) varö 39 ára gamall þennan dag? ★...aö Mel Galley, gítarleikari Whitesnake og fyrrum í Traþeze meö Glenn Hughes, varö 36 vetra þennan dag? ★...aö trymbillinn Clive Burr, eitt sinn í Iron Maiden en hefur nú sett á stofn eigin sveit, varö 27 ára þennan dag? ★...að þennan dag voru rétt 11 ár liðin frá því Paul McCartney var sektaöur um 100 sterlingspund fyrir aö rækta marijúana í garðin- um hjá sér? Tímarnir breytast, en McCartney er enn viö sama hey- garöshorniö. 9. mars ★...aö Robin Trower, sem vakti feiknarlega athygli um miðjan síö- asta áratug, átti 39 ára afmæli þennan dag? ★...aö Martin Fry í ABC átti einnig afmæli þennan dag? Hann varö þó bara 26 ára? 10. mars ★...aö rétt 24 ár voru liðin frá því breski „topþ 20“-listinn var fyrst settur upþ og kynntur almenningi? 1984 — tónleikaröð á vegum SATT að hefjast: Fjórir ólíkir pólar í Sigtúni á föstudag — Vonbrigði, Frakkarnir, Grafík og Kikk Heljarmikil tónleikaröð undir heitinu „1984“ er nú að fara af stað á vegum SATT. Þegar hefur veriö ákveðiö aö efna til þrennra tónleika, en allar líkur eru á að þeir veröi fimm áöur en yfir lýkur. Fyrstu tónleikarnir í rööinni veröa haldnir í Sigtúni næsta föstudag, 16. mars, og hefjast um kl. 22. Fjórar af þekktari sveitum landsins mæta þar til leiks: Von- brigöi, Kikk, Grafík og Frakkarnir. Óþarfi ætti aö vera aö kynna þess- ar hljómsveitir ítarlega því þær eru allar hver annarri þekktari. Von- brigöi í stööugri sókn og þróun, Kikk meö meira „kikk“ en um langa hríð, Grafík aldrei betri og Frakkarnir fráhnepptir og til í allt nema . .. Fimmtudaginn 22. mars veröa aðrir tónleikarnir í rööinni og fara þeir fram í Safari. Þar mun kven- fólkiö veröa allsráöandi því tvær hljómsveitanna sem koma fram, Dúkkulísurnar og Jelly-systur eru alfariö skipaðar stúlkum. Sú þriöja heitir Dá og er rétt um þaö bil aö skríöa úr skurninni. Dá skartar söngkonu, þannig að kvenfólkiö fer ekki einungis meö öll völd í tveimur hljómsveitanna, heldur skipar aó auki öndvegi í þeirri þriöju. Þriöju tónleikarnir veröa helgaö- ir bárujárnsrokkinu, sem viröist loks vera aö skjóta rótum hérlend- is eftir mikiö velgengnisskeiö beggja vegna Atlantshafsins. Þeir fara fram í Safari 29. mars. Þrjár sveitir munu einnig koma fram á því kvöldi, tvær kunnar og ein lítt eöa óþekkt meö öllu. Sú óþekkta heitir Lizard og hefur aö undan- förnu æft stíft í Fischersundinu. Þá munu Centaur og Drýsill fylgja í kjölfariö. Centaur hefur um margra mánaöa skeið veriö sér á báti Vonbrigði í stöðugri sókn. Frakkarnir í ham. íslensku tónlistarlífi, en Drýsill hef- ur aö undanförnu slegiö í gegn meö frábærri frammistööu sinni. Sannkallaö keyrslukvöld í aösigi. Þegar þetta er ritaö hefur enn ekki verið tekin endanleg ákvörð- un um fleiri tónleika undir heitinu „1984“, en þess er þó aö vænta, aö efnt veröi til a.m.k. tveggja til viðbótar. Aörir myndu þá veröa helgaöir „instrumental"-hljóm- sveitum, hinir nýbylgjunni. Ákveöiö hefur veriö aö verö að- göngumiöa á alla tónleikana veröi kr. 250. Forsala á tónleikana í Sig- túni veröur í verslun Karnabæjar í Austurstræti og Fálkans á Lauga- vegi. Umsögn um Mezzoforte í Cosmopolitan: „Á meðal þeirra allra hæfileika- ríkustu ..." Litlar fregnir hefur verið aö hafa af Mezzoforte að undan- förnu, en það þýðir þó ekki aldeilís að strákarnir hafi set- ið aðgerðalausir. Eins og skýrt var frá á Járnsíöunni um daginn tókst tónleikaferöin til Japan ákaflega vel og að und- anförnu hefur Mezzoforte verið á ferðalagi um Bretland. Fyrir skemmstu rakst umsjón- armaóur Járnsíöunnar á stutta umsögn um Mezzoforte í tímarit- inu Cosmopolitan. „Nú get ég með sanni sagt, aö Mezzoforte er besta íslenska hljómsveitin, sem ég hef heyrt í — reyndar sú eina,“ segir höfundur lesmálsins. Segir höfundurinn þessa fimm manna sveit vera á meðal þeirra allra hæfileikaríkustu innan jazz/- fusion-tónlistarinnar og hún hefur þegar sýnt fram á gæöin með plötunni Surprise Surprise Hljóð- færaleikurinn er þéttur, en samt um leiö notalegur og á nýju breiö- skífunni Observations renna 0*1 Tióv. I can honesily sav thai Mezzofortc i> the best »:roup llijt I have ever hearJ- trom IcclahJ. AnJ tne onlv group But this tive piece banJ are among the vvoilJs most talenlcJ iaz/ anJ thcv've alreaJs singíe, “Surprise to prove it. They’rc an pertormance banJ. so inl.' I: Mezzoforte á tónleikum, eða öllu heldur þeir Jóhann Áamundsson og Friðrik Karlsson. hljómborös- og gítarleikurinn Ijúflega yfir dynjandi „rythmann" eins og sósa yfir ís. „Þetta er tónlist, sem þægilegt er aö hafa sem „bakgrunnstón- list““, segir ennfremur í umsögn- inni. Höfundurinn bætir því hins vegar viö í lokin, aö Mezzoforte st samt annað og miklú meira et einhver „bakgrunnssveit” þv hann hafi sjálfur séö hvernic henni tókst aö bræöa hjörti áheyrenda í klúbbi Ronnie Scot fyrr í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.