Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
87
Maður og fugl.
(Ljósm. Mbl. Friðþjófur).
Það eru ekki nema fimm dagar síð- Dúfur. Tákn friðar um heim allan,
an þessi dúfuungi kom úr egginu. en hafa líka komið að gagni á ófrið-
artímum.
Það er ekki ætlast til þess að pútur
láti Ijós sitt skína í hænsnahúsinu
meðan haninn galar.
Maris kom með fugl og físka úr sveitinni og ætlar að bæta við sig dýrum þegar fram líða stundir.
(Ljósm. Kri.stján Einarsson.)
„Glersugan er mesta
frekjan á öllu svæðinu“
Maris Jochumsson, 13 ára, er
einn þeirra, sem er að hefja gælu-
dýrabúskap. Tíminn einn leiðir í
Ijós hvort sá búskapur verður eins
umfangsmikill og raunin hefur
orðið hjá sumum öðrum viðmæl-
endum okkar. En núna er Maris
að fíkra sig áfram í fræðunum eins
og svo ótal margir jafnaldrar hans.
„Ég var í sveit í sumar og þar
voru fiskar, sem eignuðust
unga,“ segir Maris. „Ég kom með
nokkra með mér í bæinn og hef
svo verið að bæta við mig síðan.
Núna er ég með gúbbía, zebra-
fiska, skala og glersugur og er að
hugsa um að stækka við mig. Ég
kaupi einn og einn fisk þegar ég
á fyrir því. Ætli meðalverðið sé
ekki svona 150 krónur, en einn
fiskur getur líka farið upp í
fimmhundruð kall. Það
skemmtilegasta við það að vera
með fiskabúr er að fylgjast með
því hvernig þeir haga sér — það
er svo margt að gerast hjá þeim
og þeir eru svo ólíkir í sér —
glersugan er mesta frekjan á
svæðinu, það er alveg á hreinu.
Svo er ég með fjóra páfa-
gauka,“ bætir Maris við og bend-
ir á snyrtilegt fuglabúr, þar sem
tveir fuglar kúra sig úti í horni
og aðrir tveir hnakkrífast á
priki. „Kerlingarnar verptu báð-
ar í einu, samtals sjö eggjum.
Fyrst rifust þær mikið um það
hvor ætti að liggja á eggjunum,
en svo sættust þær og liggja nú
báðar á. Annan karlinn, þann
gula, kom ég með úr sveitinni.
Hann var algjör aumingi þar,
búinn að láta hina fuglana
kroppa allt fiðrið af hausnum á
sér en nú er hann að braggast og
farinn að ybba gogg við þann
hvíta, en hann og kerlingarnar
bættust við seinna.
Þegar ég kom úr sveitinni með
fugl og fiska sagði mamma, að
þetta hefði hún aldrei samþykkt
hefði' hún vitað af því,“ segir
Maris. „En nú er hún búin að
sætta sig við þetta, enda hugsa
ég alveg um dýrin sjálfur."
„Fallegasta
ástarævintýri
sem ég hef séð“
Samkomulagið er í góðu lagi á
heimili Þóru Stefánsdóttur. Og það
er eins gott, því auk hennar og barn-
anna, Stefáns og Helenu, búa þar
apahjónin Mikkí og Nikulás, „re-
triever“-tíkurnar Hera og Blíða,
poodle-tíkin Kó-Æ og kötturinn
Snúlli. Hesturinn er hins vegar uppi
f Víðidal, en fær oft að vera í garðin-
um.
„Ég er alin upp við dýrastúss,“
segir Þóra, „pabbi kom oft heim
með veik dýr og alltaf tók mamma
við þeim, þó að nóg væri oftast
fyrir — það var ekki lítið sem hún
lét eftir okkur.“
Þótt dýrin á heimilinu séu sitt
úr hvorri áttinni — nema Hera og
Blíða, sem eru mæðgur — ríkir
mikill kærleikur á alla vegu . Þóra
segir að apynjan, kötturinn og tík-
in Hera hafi oft kúrt sig saman á
kvöldin. En það var áður en Nikul-
ás komst í spilið því hann er nefni-
lega ekki alveg laus við afbrýði-
semi. Báðir voru aparnir búnir að
vera á mörgum stöðum áður en
þeir öðluðust samastað hjá Þóru.
„Allir vilja eiga apa,“ segir hún,
„en gera sér sjaldnast grein fyrir
því hvað þeir eru erfiðir. Mikkí
slapp einu sinni út úr búrinu þeg-
ar við vorum ekki heima. Þegar
við komum heim, var ekki einn
einasti blómapottur í húsinu, sem
sneri rétt. Það tók mig tvo daga að
koma húsinu í samt lag aftur.
En þeir eru ægilega klárir, mað-
ur sér á þeim að þeir eru alltaf að
hugsa og það er ekki það itlát, sem
þeir geta ekki ppnað, jafnvel þó að
öryggislok sé á.“
Það væsir ekkert um hjónin í
búrinu. Það er stórt og rúmgott og
forstofan þar sem búrið er er
veggfóðruð á afar viðeigandi hátt
— með frumskógarmyndum. „Það
var ekki fyrr en veggfóðrið kom,
að þau fóru að kumra á kvöldin og
gefa frá sér frumskógarleg hljóð,"
segir fjölskyldan.
Við beinum athyglinni aðeins að
hinum dýrunum og ræðum m.a.
hundahald, sem heimilisfólkið er,
af skiljanlegum ástæðum, ein-
dregið fylgjandi. „Það er alltaf
verið að tala um unglingavanda-
mál,“ segir Þóra. „En orsökin fyrir
því er að mínu mati sú, að ungl-
ingar eiga oft erfitt með að tjá sig
og eru feimnir við að sýna þá
blíðu, sem býr í þeim. Það getur
Þetta dýr þykir tíkunum tveimur
greinilega meira en lítið áhugavert.
Ljósm. Mbl. Frióþjófur.
orðið til þess að tilfinningar brjót-
ist út með öðrum — og stundum
óæskilegri hætti. En ef unglingur
á hund, þá getur hann leyft sér að
láta hann njóta þessarar blíðu, án
þess að vera feiminn við neitt.
Svo er líka annað og það er
hættan á úrskynjun í þeim hunda-
stofni sem fyrir er í landinu þegar
ekki er hægt að flytja inn „nýtt
blóð“.
Fólk sem vill vera með hunda
heldur áfram að vera það, en þeir
fara að verða alltof skyldir inn-
byrðis með sama áframhaldi.“
Við höldum nú fram í frumskóg-
arforstofuna og apynjan Mikkí er
tekin út úr búrinu, við hávær mót-
mæli makans, sem lætur öllum ill-
um látum á meðan.
Það var ein af þessum skrýtnu
tilviljunum, að hann skyldi vera
karlkyns og sömu tegundar og
hún,“ segir Þóra, „því fengum
hann löngu seinna en hana. Hann
er villtari en hún og voðalega af-
brýðisamur, en þetta er fallegasta
ástarævintýri, sem ég hef séð. Þau
sofa í faðmlögum — hann heldur
utan um hana og hún kúrir sig í
hálsakotinu á honum,“ segir Þóra,
en fórnar höndum þegar hún er
spurð hvað hún taki til bragðs ef
ástarævintýrið tekur nú upp á því
að bera ávöxt.
Fjölskyldan saman komin í forstofunni meö apabúriö í baksýn. Helena
heldur á kettinum Snúlla, Þóra á apynjunni Mikkí, sem er minna gefín fyrir
aö fara út úr búrinu síöan Nikulás kom til sögunnar, og Stefán meö poodle-
hundinn Kó-Æ í fanginu, en nafnið er fengiö úr kínverskri sögu. Mæögurnar
prúöu, Hera og Blíöa, horfa á.