Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 27
Kennarar
með baráttu-
fund í Sigtúni
ÞRIÐJUDAGINN 13. mars nk. kl.
15.30, munu kennarar á suðvestur
horni landsins koma saman tfl bar-
áttufundar í Sigtúni við Suður-
landsbraut.
Á fundinum er ætlunin að ræða
nýgerða kjarasamninga BSRB og
ríkisins, og kjör kennara.
Gífurleg óánægja er nú meðal
grunnskólakennara vegna slæmra
kjara og má benda á að byrjunar-
laun kennara eftir þriggja ára há-
skólanám eru 14.792 kr.
Þá var þeirri eðlilegu jafnrétt-
iskröfu hafnað að spor í átt til
kennsluskyldustyttingu yrði tekið,
þrátt fyrir gefin loforð fyrrver-
andi fjármálaráðherra. Þetta m.a.
leiddi til þess að allir samninga-
nefndarmenn Kennarasambands-
ins, níu að tölu, greiddu atkvæði
gegn samningunum.
Dagskrá fundarins verður sem
hér segir:
Valgerður Eiríksdóttir setur
fundinn. Þá munu eftirtaldir
flytja stutt ávörp: Jóhanna
Karlsdóttir, Grundarskóla, Akra-
nesi, Þórdís Mósesdóttir, Hafnar-
firði, Guðlaug Teitsdóttir, Vestur-
bæjarskóla, Reykjavík, Bjarni
Ansnes, Flúðaskóla. Fundarstjóri
verður Gísli Baldvinsson, kennari.
Gert er ráð fyrir því að fundur-
inn standi í tvær klukkustundir.
Kennarar eru hvattir til að mæta
og sýna samstöðu. Aðrir opinberir
starfsmenn og þeir sem áhuga
hafa eru velkomnir.
(Kréttatilkynning.)
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
75
Einkarádqiafi ritarans
Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif-
stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfaUeg verður leikur einn
með
• sjálfvirku línuminni
• sjálfvirkri leiðréttingu á tveimur línum í fullri lengd
• sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum
• sjálfvirkri línufcerslu_______________________________
• sjálfvirkri undirstrikun og síritun
• sjálfvirkum miðjuleitara og
• sjálfvirkum dálkastilli
Yfirburðimir eru síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum
tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum.
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377
ftirtoítfoj 1
aaga skíðaferð
Ferðaskrifstofa ríkisins býður upp á 8 daga gönguskíðaferðir A
á Fjallabaksleið og í Mývatnssveit með traustum
fjallafararstjórum. £
Brottfarardagar: Fjallabaksleið 17/3, 25/3, 31/3 p fm m
Mývatnssveit 1/4 og 8/4. ^ .. D,
Upplýsingar á Ferðaskrifstofu ríkisins í síma 25855. rerOaSKntStOta KlKlSIPIS
Skogarhliö6. Reykjavik, simi 91-25855