Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 5

Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 53 sögur af lífseiglu álsins. Hún staf- ar af ýmsu. Höfuðkúpan er smá og eitilhörð, tálknopin eru agnarlítil og tálknblöðin samsvarandi. Þar af leiðandi tekst álnum að halda þeim rökum óvenjulega lengi og getur hann lifað á þurru landi ótrúlega lengi. Slímugur búkur hans hjálpar að sjálfsögðu til, því hann þornar þá mun síður. Til er frásögn af ungum veiði- kappa sem setti í um 30 senti- metra langan ál í lækjarsprænu á suðvesturlandi. Það var annar áll- inn hans það kvöldið og hafði gengið greiðlega að eiga við þann fyrri. En þessum ál var ekki fysjað saman. Þetta er ekki falleg saga, en sönn er hún og kemur nú: Áll- inn hafði kokgleypt öngulinn og varð ekki dreginn á land fyrr en gömul ryðguð barnakerra á lækj- arbotninum hafði verið krækt í land með hrífu, enda hafði állinn margvafið bæði sjálfum sér og lín- unni utan um grindina. Er á land kom hófst hreinasti eltingarleik- ur, állinn smaug eins og snákur í grasinu og það var allt annað en hlaupið að því að handsama dýrið. Það tókst annað slagið og var áln- um þá slegið bylmingsfast við nærliggjandi steina. Aldrei nema eitt högg í einu, því hinn háli fisk- ur smaug jafn harðan úr höndum veiðimannsins. Eftir mikið þóf fór að draga af álnum og fór sveinn- inn þá að fálma eftir öngli sínum. Enn spriklaði állinn og er veiði- maðurinn sá að öngullinn var djúpt í fiskinum, sleit hann línuna og hnýtti nýjan öngul undir, enda náði hann engu taki á álnum sem spriklaði enn þrátt fyrir fjölmörg feiknahögg í höfuðið. Er veiðimanni þótti állinn vera loks allur, stakk hann honum í poka, rambaði síðan með læknum um hríð og skimaði eftir meiri bráð. Ekki voru fleiri álar á ferli og arkaði strákur því heim á leið. Hann hafði aldrei áður komið heim með ál, en vogaði sér nú að gera það. Ekki vildi heimilisfólkið fá hina ófrýnilegu fiska inn fyrir dyr, enda var veiðikappanum unga bent á að einn þeirra „væri enn þá lifandi". Um það var ekki að vill- ast, állinn spriklaði enn, var þó hálf klukkustund liðin frá því að álnum var stungið í pokann. Miður sín yfir móttökunum, dróst strák- urinn aftur niður að læknum, hann ætlaði að skila álunum til síns heima þó þeir væru nú dauðir. Hann ætlaði ekki að henda þeim i ruslatunnuna eins og honum hafði verið sagt að gera. Hann tók fyrst þann minnj... og fyrri sem hann hafði veitt og henti honum í læk- inn. Hann sökk til botns og lá kyrr. Hann tók síðan þann stærri og nú hálfhauslausa, henti honum í lækinn. Nú var tæp klukkustund liðin frá því að állinn var dreginn á land. Og sjá, fiskurinn synti burt! Sem fyrr segir, þetta er langt frá því að vera falleg saga, en sönn er hún. Önnur í svipuðum dúr, að vísu ekki nándar nærri eins ógeðfelld, er til um veiðimann sem var að dorga í Elliðavatni. Það var sumarkvöld fagurt þannig að veiðimaðurinn gleymdi sér þrátt fyrir að veiðin væri lítil eða engin. Seint um kvöldið gerðist það hins vegar, að hann dró á skömmum tíma tvo væna ála. Hann náði önglinum greiðlega úr báðum og rotaði þá að hann taldi, stakk þeim síðan í poka. Er heim kom, var fjölskyldan í fasta svefni. Hann setti þvi pokann með álun- um í eldhúsvaskinn og skreið sjálfur upp í rúm. Einhvern tíma um nóttina vaknaði veiðimaðurinn síðan við nístandi angistaróp. Snaraðist hann fram úr rúminu og fann eiginkonu sína miður sín af hræðslu í eldhúsdyrunum. Hún hafði vaknað og átt erindi í eld- húsið, en er hún kveikti ljós, sá hún hvar tveir dökkir snákar lið- uðust eftir eldhúsgólfinu. Álarnir höfðu raknað úr rotinu, komist upp úr pokanum, upp úr vaskinu og niður á gólf! Vildi enginn geta sér til um hvert leiðin hefði legið næst. En næturgöltri þeirra lauk þarna á staðnum. Heimildir: íslenskir fiskar eftir (iunnar Jónsson, Fiskabók AB o.fl. — gg. Bananar Del Monte — Appelaínur Jaffa — Appelsínur spánskar FM — Blódappelsínur Marokko — Klementínur Jaffa Topas — Klementínur spánskar — Epli rauö USA — Epli græn — Granny Smith — Epli frönsk Golden — Epli frönsk rauö — Sitrónur Jaffa 'A kassar — Sitrónur ítalskar — Grapefruit Jaffa — Grape- fruit Ruby Read — Melónur — Vínber Cape græn — Vínber Cape blá — Perur Ítalía — Avocado — Piómur — Kiwi — Pomelos — Ugly Fruit — Ananas. EGGERT KRISTJANSSOIM HF Sundagörðum 4, sími 85300 3MILLJÓNIR ATKVÆÐA Það er engin tilviljun, að seldar hafa verið yfir 3 milljónir Ford Fiesta síðan hann var settur á markað. Alveg frá 1976 hefur verið unnið að stöðugum endurbótum bílsins. Hann er nú einn vinsælasti smábíll Evrópu. - Ford Fiesta 1984 er nú kominn á markað mikið endurbættur - betri bíll en fyrri árgerðir: t Endurbætt útlit - minni loftmótstaða t Sparneytnari (eyðir aðeins 6.2 1/100 km í bæjarakstri) t Nýjar endurbættar véiar t Betri aksturseiginleikar | Framhjóladrif með bættri fjöðrun t Endurbætt innrétting # Ódýrari rekstur t Meiri aukabúnaður t Aukið rými í V-Þýskalandi hefur Ford Fiesta 4 sinnum fengið verðlaunin: „Bíll skynseminnar“ Það er viðburður að sjá Fiesta á viðgerðarverkstæði Verð aðeins 243.000 kr. Mjög gott endursöluverð Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17-Sími: 85100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.