Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Hann kann á þeim lagið borg“. En varðandi vinsælustu lögin dettur mér fyrst í hug „Til eru fræ“, sem enn er verið að spila í óskalaga- þáttum, og svo lög sem urðu mjög vinsæl á sínum tíma eins og „Ég er kominn heim“, „Lóa litla á Brú“ og „Kapri Katarína". En eins og ég sagði, vil ég helst ekki dæma um þetta sjálfur. Það hljómar líka alltaf eins og eitthvert grobb ef maður er sjálfur að tala um svona lagað," og Háukur gerir sig líklegan til að snúa talinu að öðru. Ég sleppi honum þó ekki alveg við svo búið og hann lætur tilleiðast að spila fyrir mig nokkrar af plötunum sínum og um stund nýt ég þess að sitja á eins konar hljómleikum, þar sem við förum fram og aftur í tíma og tónlistarstefnum. Meðal annars hiusta ég á tvö afbragðs lög, sem Haukur hefur samið sjálfur, „Ó, borg mín borg“ og „Simbi sjómaður", og ég spyr hann hvers vegna í ósköp- unum hann hafi ekki gert meira af því að semja sjálfur? „Ætli mér hafi ekki fundist ég vera að trana mér of mikið fram með því,“ svarar hann og bætir því við að þessar tónsmíðar sínar hafi yfirleitt komið eins og ósjálfrátt, eftir að hann hafði heyrt eða lesið fallegt kvæöi, sem hann taldi eiga erindi við fólk. 1 plötusafninu rekst ég á leyti kom lagið út hér á landi og náði talsverðum vinsældum. þeir hjá „Im- undigo" vildu endilega að ég settist að í Kaupmannahöfn og voru með ýmsar fyrirætlanir á prjónunum um að koma mér áfram í þessum bransa, en sjálfur var ég hikandi og ef til vill of ragur við að taka áhættuna. Það er líka meira en að segja það, að rífa sig upp með rótum og fara með fjöl- skyldu til annarra landa og ekki sist þar sem skemmtiiðnaðurinn er hálf- gerð ævintýramennska, þar sem brugðið getur til beggja vona. Þeir buðu mér líka hjá RCA í Ósló, að koma þangað og syngja hjá þeim, en það var eins með það, ég fór hvergi. Áður, eða árið 1950, hafði einnig verið unnið að því að koma mér á framfæri í Englandi. Það var Rosie Doyle, sem vann fyrir umboðsaðila, sem stóð aðallega fyrir því og ég fór meðal annars til Englands f þessu skyni. En það var erfitt að fá at- vinnuleyfi, svo að ekkert varð af þessum áformum. En það verður mér alltaf minnisstætt að þetta fólk vildi allt fyrir mig gera hvort sem það var nú út af því að þaö héldi að ég væri eskimói eða kannski hefur það haft einhverja trú á mér.“ Hefurðu einhvern tíma séð eftir að nota ekki þessi tækifæri? „Nei, þetta er búið að vera alveg Breaki söngvarinn Lauri London, aem geröi iagiö „He’e got the whole world“ heimafrægt, kom hingaö til lands akömmu eftir 1960 og hér taka þeir Haukur aaman lagiö í Klúbbnum. Viðtal: Sveinn Guðjónsson sem einnig nutu mikilla vinsælda. Ég náði í plötu úti í Kaupmannahöfn með lögum frá þessum tíma og átt- aði mig þá á, að í raun og veru var þetta hreinræktuð jassmúsík sem gekk á þessum árum. Fólk dansaði þá eftir jassmúsík þótt menn hafi ef til vill ekki gert sér grein fyrir því, og það sem við vorum að spila á böll- Stundum uröu menn aö fara ajó- leiöina til aö komaat á böllin. Haukur áaamt félögum ainum úr hljómaveit Gunnara Ormalev og rússneskum túlkum fyrir framan Moakvuháakóla. Þeir félagar komu fram i hljómleikum í „Marmaraaal“ akólana og var þaö í fyrata akipti aem þar voru flutt dægurlög og jaaatónliat. Haukur (í frematu röö til vinatri) meö unglingaliöi KR. Viö hliö hana er markaakorarinn Addi Bó. Þjiifarinn, íaleifur Þorkelaaon, er í öftuatu röö til vinatri og fyrir miöju má þekkja Gunnar Huaeby. tveggja laga hljómplötu á ensku með lögunum „Lonesome Sailor Boy“ og „Black Angel" og í Ijós kemur, að hið fyrrnefnda er lagið „Simbi sjómað- ur“ með enskum texta. Ég spyr Hauk nánar út í þessa plötu: „Já, ég var á samningi hjá útgáfu- fyrirtækinu „Imudigo" í Kaup- mannahöfn og þeir urðu strax mjög hrifnir af þessu lagi og gáfu það út á Norðurlöndum, í Þýskalandi og Eng- landi, og reyndar víðar. í ensku út- gáfunni var textahöfundur enginn annar en Jay Livingstone, sem var mjög þekktur á þeim tíma og hafði m.a. gert textann við „Mona Lisa“, sem naut mikilla vinsælda í þá daga. Ég söng sjálfur lagið í ensku og skandinavísku útgáfunni en fyrir klaufaskap missti ég af þýsku útgáf- unni. það var hringt í mig hingað heim til Islands og ég beðinn að koma út í hvelli til að syngja lagið á þýsku, og ég bað um frest. En þeim bráölá svo á að koma laginu á þýska markaðinn að þeir létu söngvarann Otto Brandenburg syngja það í þýsku útgáfunni og hann seldi plöt- una í um 80 þúsund eintökum. Eg er ekki að segja, að mér hefði tekist að leika það eftir, en lagið virðist alla vega hafa fallið í góðan jarðveg hjá Þjóðverjunum. Þeir hjá enska út- gáfufyrirtækinu voru einnig stór- hrifnir af laginu og svo ánægðir með sönginn að þeir líktu mér við ónafn- greindan amerískan stórsöngvara, en þetta máttu ekki hafa eftir mér. Það hljómar bara eins og hvert ann- að karlagrobb. Þetta var árið 1959 og um svipað indælt eins og það hefur verið. Ég sé ekki eftir neinum glötuðum tækifær- um hvað þetta varðar. Ég myndi ekki breyta neinu þótt ég gæti lifað þetta upp aftur." A kantinum hjá KR Hugurinn reikar attur í tímann og ég nefni það við Hauk, að einhvers staðar hafi ég lesið, að hann þótti liðtækur knattspyrnumaður á sínum yngri árum: „Já, ég var öllum stundum í fót- bolta og allur tíminn fór í þetta, al- veg frá því maður var smábarn til seytján ára aldurs. Ég ólst upp í Vesturbænum og var þar af leiðandi I KR. Á þeim árum var enginn fjórði flokkur og allir byrjuðu í þriðja flokki og það var svo mikið af strák- um, að það var æft uppi um alla hóla þarna í kringum gamla völlinn við Hringbraut. Ég var í þriðja flokki með ágætis liði, sem þá var, og við náðum því að verða Reykjavíkur- meistarar nokkrum sinnum, og ein- hverja fleiri titla unnum við. Eg lék aðallega á vinstri kanti eða sem „senter" og ég man að Gunnar Huse- by var „fúlbakk". Við framherjarnir biðum bara á vítateignum og tókum við sendingum frá honum og af- greiddum þær í netið. I þá daga var aldrei skorað minna en átta til tíu mörk í leik og einn aðalmarkaskor- arinn var Addi Bó, sem seinna varð togaraskipstjóri. Ég náði því að leika tvo leiki í fyrsta flokki og þar endaði þessi ágæti knattspyrnuferill minn. Ég fór í Bretavinnuna uppi f Hval- I firði þegar ég var á seytjánda ári og I datt þar illa og fékk vatn í liðinn, og síðan hef ég aldrei verið góður í hnénu. En ég hef alltaf verið KR-ingur í mér, þótt ég hafi flutt hingað austur í bæ og strákarnir orðið Víkingar." Varstu eitthvað farinn að syngja á þessum árum? „Já, ég byrjaði að syngja í drengjakór þegar ég var ellefu ára og söng þá m.a. einsöng á hljómleik- um í Nýja bíói. Móðir mín var mikið í kórum, m.a. í Alþingishátíðarkórn- um, og eflaust hefur það haft áhrif á mig. Annars hef ég einhvern tíma sagt frá því, að líklega hafi ég söng- inn frá afa mínum, föður hennar, sem var bóndi í Landsveit, en hann var um árabil forsöngvari í kirkj- unni. Það þóttu góðir söngmenn, sem gátu verið forsöngvarar í kirkjukór- um á þessum árum, þegar orgel vantaði í flestar kirkjur." Hvernig tónlist var mest leikin þegar þú varst að alast upp? „Af dægurlögum var það aðallega þýsk og frönsk tónlist, og sem strák- ur man ég sérstakiega eftir franska söngvaranum Tino Rossi. Hann var mjög vinsæll, allt fram til 1940, en eftir að stríðið skall á fór að bera meira á amerískri og enskri dægur- tónlist, þar til hún varð endanlega allsráðandi og er svo enn í dag. Þá fór maður að hlusta á jass og „big- band músík", sem hafði mikil áhrif á alla þróun i dægurtónlistinni hér. Á stríðsárunum störfuðu hér líka am- erískar og enskar hljómsveitir, og ég man sérstaklega eftir hljómsveitum sem spiluðu í klúbbunum „Red Cross" og „White Rose“, og maður fékk að fara þarna inn til að hlusta. Allt hafði þetta sín áhrif og mótaði tónlistarsmekkinn." Árshátíöin var upphafið „Ég fór ! prentnám og skömmu síðar hófst minn ferill sem dægur- lagasöngvari. Ég byrjaði að koma fram á stúkuskemmtunum, ég var og er enn í stúku, þótt ég mæti ekki á fundi núorðið. En í þá daga var fjör- ugt féiagslíf í stúkunum. Árið 1944 kom ég svo fram á árshátíð í prentsmiðjunni og sú skemmtun varð líklega upphafið á mínum ferli sem dægurlagasöngvari. Seinna þetta sama ár fórum við Alfreð Clausen að syngja saman og komum m.a. fram á útiskemmtunum, sem þá voru vinsæl fyrirbrigði I skemmt- analífinu og man ég sérstaklega eftir útiskemmtunum i Engidal í Hafnar- firði og eins I Rauðhólum og á Eyði. Árið eftir fórum við svo að koma fram á dansleikjum með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og fórum m.a. með í ferð um landið með 16 manna hljómsveit Bjarna árið 1946. Og síð- an fór þetta að vinda upp á sig og nú er ég búinn að vera í þessu í fjörutfu ár.“ Manstu eftir einhverjum sérstök- um lögum sem voru vinsæl á þessum árum? „Ég man að við Alfreð vorum með lög eftir Ellington og svo sungum við „Bjartar vonir vakna", sem var mjög vinsælt í þá daga. Einnig vorum við með lög sem Mills-bræður höfðu gert vinsæl og svo lög með „Inkspots", unum voru jasslög með góðum dans- takti. Ég hafði bara ekki hugsað út í þetta fyrr en ég fór að hlusta á þessa plötu.“ Datt þér nokkurn tíma í hug á þessum árum, að þú ættir eftir að endast svona lengi í þessum bransa? „Nei, það hvarflaði ekki að mér. í þessu starfi sér maður aldrei lengra fram í tímann, en mesta lagi í eitt ár, og jafnvel ekki nema einn vetur því yfirleitt eru danshljómsveitir ekki ráðnar til lengri tíma. Á sumrin reyndum við svo að skapa okkur vinnu með því að ferðast um landið. Það gekk misjafnlega og víst er að menn urðu ekki ríkir af þessum ferð- um. Yfirleitt náðum við þó þokka- legu kaupi út úr þessu, og þetta var skemmtileg tilbreyting. Én þetta voru afskaplega erfið ferðalög og vegirnir mun verri en þeir eru í dag, þótt ekki séu þeir góðir alls staðar.“ Á ferð og flugi Haukur Morthens hefur á ferli sínum sungið með fjölda hljómsveita og ferðast vítt og breytt, ekki aðeins um ísland, heldur einnig um önnur lönd. Hann fór m.a. með KK-sextett- inum í mikla frægðarför til Norður- landa árið 1954 og fengu þeir félagar hvarvetna góða dóma. Þeir komu m.a. fram á skemmtistaðnum Chat Noir I Ósló og segir m.a. svo í norskri blaðagrein um atburð þennan undir fyrirsögninni, „Island kemur á óvart með mjög góðum jass“: „Söngvarinn Haukur Morthens kom einnig mjög á óvart. í fyrsta lagi er hann einhver glæsilegasti söngvari, sem hér hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.