Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
orðaði það, en sjálfsagt væri það í
gegnum kunningjafólk.
Honum mislíkaði greinilega að
mörgum þeirra, sem sækjast eftir
gripunum, er sama til hvers þeir
voru notaðir. Hann sagðist hafa
byrjað á smíðunum til að þekking-
in um þessi gömlu verkfæri og
áhöld týndist ekki og ef fólk hefði
ekki áhuga á að vita neitt um grip-
ina misstu þeir gildi sitt. Hann
ítrekaði þó að það væru nú ekki
allir sama sinnis því margir kaup-
endanna hefðu skrifað ýmislegt
hjá sér.
Þau verkfæri sem Þorsteinn
notar við smíðarnar eru einnig
merkileg því þau eru heimatilbú-
in. Hann fékk mann til að taka ljá
í sundur fyrir sig og setti síðan
skaftið á sjálfur. Sköftin eru sver
til að þau fari vel í hendi.
Smíðisgripirnir hans Þorsteins
eru ólíkir fjöldaframleiðslu nú-
tímans því þeir bera það með sér
að nostrað hefur verið við þá. Þeir
eru vel pússaðir því enginn á að
geta fengið flís ef hann handleikur
þá. Og á einum þeirra fundum við
„vörumerkið" hans því Þorsteinn
ber það stundum við að taka í nef-
ið.
Við kvöddum þennan hressa
karl og þökkuðum fyrir spjallið.
Þorsteinn lét þau orð falla að það
væri lúxus fyrir sig að hafa smíð-
arnar því ef hann hefði þær ekki
væri hann kominn í kör. óneitan-
lega væri fróðlegt að kynnast því
hvað eldra fólk, sem ekki er lengur
úti á vinnumarkaðinum, hefur
— Rætt við Þorstein Magnússon á Hólmavík
í gamla bændasamfélaginu var fjölskyldan framleidslufyr-
irtæki og hægt að finna öllum aldurshópum verkefni. En
margt hefur breytst. í iðnaóarþjóðfélagi nútímas lýkur þátt-
töku margra úti á vinnumarkaðinum í kringum sjötugasta
aldursárið. Nú er ólifuð meðalævi sjötugra karla hér á landi
rúmlega tólf ár og sjötugra kvenna rúmlega fjórtán ár. Því
vaknar óncitanlega sú spurning hvað taki við þegar þátttöku
í atvinnulífinu lýkur. Er þessara tímamóta beðið með óþreyju
eða kvíðir fólk aðgerðarleysi? Enginn vafi er á því að nauð-
synlegt er að vekja fólk, sem náð hefur miðjum aldri, til
umhugsunar um þessi tímamót því alltaf er sá möguleiki fyrir
hendi að verkalokin leiði til kreppu; einstaklingurinn upplifi
það að hætta að vinna sem endaiok alls. Sem betur fer er það
þó oft svo að verkalokin opna nýjar dyr — tækifæri gefst til
að fást við ýmislegt sem aldrei gafst tími til áður.
Það var núna í haust að við
lögðum leið okkar í húsið númer 5
við Vitabraut á Hólmavík. Þar sat
maður í háu sæti og að hans sögn
var það til að vera nær loftljósinu.
Oftast lætur fólk sér nægja þessa
venjulegu hæð á stólum en það var
ekki að ástæðulausu að Þorsteinn
Magnússon vildi hafa góða birtu. í
hillunum við hliðina á honum var
fjöldi smíðisgripa; smækkaðar
myndir verkfæra og áhalda frá
gamalli tíð. Þessi verkfæri ber
fæst fyrir augu í daglegu lífi. Stór
hópur fólks veit ekki einu sinni
heiti þeirra eða til hvers þau voru
notuð. En áður en við tókum að
rekja úr Þorsteini garnirnar varð-
andi smíðisgripina forvitnuðumst
við lítillega um ævi hans.
Þorsteinn er Strandamaður,
fæddur á Hvalsá í Tungusveit 24.
ágúst árið 1901. Hann sagðist allt-
af hafa verið á hrakningi sem
Sýnishorn af gripum þeim, sem Þorsteinn hefur smíðað, en þar kennir margra grasa eins og sjá má.
barn þar sem foreldrar hans voru
í húsmennsku hingað og þangað.
Frá því að hann komst á legg
stundaði hann bæði sjó og land;
var i kaupavinnu og fór í verið. Þá
var farið gangandi yfir Stein-
keypti hjá honum, hann vissi ekki
hvar í andskotanum það hefði
snapað þetta uppi, eins og hann
fyrir stafni. Hver veit, ef til vill
verður tekið hús á fleirum, en það
verður að bíða betri tíma.
Grein og myndir: Guörún Reykdal og Sigurður Sigurðsson
grímsfjarðarheiði yfir í Djúpið og
báru menn pjönkur sínar á bak-
inu. Þorsteinn sagðist hafa farið á
fyrstu vertíðina sína í kringum
1920. Hann fór alls sautján eða
átján sinnum og var alltaf hjá
sama manninum, sem gekk undir
nafninu Afla-Kitti.
Vorið 1936 kom hann til Hólma-
víkur og settist þar að. Það vor var
verið að reisa bryggju á Hólmavík
og vann Þorsteinn við sögun. Allar
götur síðan hefur hann verið bú-
settur á Hólmavík.
Þorsteinn byrjaði á módelsmíð-
unum fyrir nokkrum árum og
smiðar eingöngu eftir minni. I
hillunum hjá honum má m.a. sjá
skyrgrind, mjólkursíu, mjólkur-
fötu, torfljá, ristuspaða, fjósbera,
taðkvörn (eldri útgáfuna sem er
ekki með sveif), hlóðir með hlóða-
bökuðu grasabrauði og hest að
draga hey. Hann smíðar yfir
fimmtíu tegundir smíðisgripa og
alltaf smábætir hann við nýjum
gripum.
Ekki þarf að spyrja að því að
það er margur sem hefur áhuga á
að eignast þessa gömlu gripi
þannig að Þorsteinn hefur ekki
undan að smíða. Ekki dregur það
úr áhuganum að verðinu er mjög í
hóf stillt. Þorsteinn sagði að það
væri fólk alls staðar frá sem
Þorsteinn á vinnustofu sinni með smíðisgrip í höndura, verkfærin allt í kring.
„Ég væri kominn í kör
A .
KÍRKJUH USIÐ
Klapparstíg 27, 101 Reykjavík.
Sími: 21090
Kirkjuhúsið — Fermingarvörur
Kirkjuhúsið, þjónustumiðstöð kirkjunnar, er sérverslun meö kirkju-
muni og vörur tengdar kirkjulegum athöfnum.
Nú vekjum viö sértaklega athygli á þvi sem tengist fermingunni.
Biblíur, ýmsar geröir
Sálmabækur, hvítar og svartar, m. nafngyllingu
Vasaklútar fyrir stúlkur
Vasaklútar fyrir drengi
Hvítar slæöur
Hvítir hanskar, net-krép
Servíettur, hvítar, m. gylltum kanti, 25 stk. í pakka
Prentkostnaöur á 1—75 stk. m. nafni og dags.
Prentkostnaöur á 1—75 stk. m. nafni, dags. og mynd
Umframprentkostnaöur m. nafni og dags. pr. stk.
Umframprentkostnaöur m. nafni, dags. og mynd pr. stk.
Fermingarkerti 5x29 cm
Blómahringir f. kerti
Kertastjakar, hvítir með gylltri rönd f. fermingarkerti
Kökustyttur, fermingarstúlka
Kökustyttur, fermingardrengur
Blóm og kambar í hár
780,50—1.477,00
176,00—186,00
45,00
35,00
118,00
184,00
85,00
187,00
231,75
1,80
2,30
102,00
170,00—284,00
35,00—70,00
40,00—140,00
40,00—140,00
14,00—95,00
Einnig seljum viö hina fallegu fermingarkyrtla frá saumastofu Öryrkja-
bandalags islands.
m Aðalfundur
Félags hesthúseigenda í Víðidal
veröur haldinn í félagsheimili Fáks mánudaginn 12.
mars 1984 kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
1. Kosning fundarstjóra og embættismanna fundar-
ins.
2. Skýrsla stjórnar (umræður).
3. Skýrsla gjaldkera (umræöur).
4. Kosning.
5. Önnur mál.
Ath.: Borin verður fram veigamikil tillaga þess
efnis að stjórn félagsins skuli nýta sér fram-
kvæmdavald sbr. 15. grein laga félagsins til að
Ijúka við og snyrta hesthús, taðþrær og lóðir á
kostnaö eigenda.
Stjórnin.