Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
Hönnuðurinn
Hann er þýsk-sænskur að
uppruna og starfar sjálfstætt
fyrir mörg fræg tískuhús
Hann þykir dálítið sérstæður maður, hönnuður-
inn Karl Lagerfeld, bæði í einkalífi og starfí. í
starfí sem hans þykir það óvenjulegt að vinna við
hönnun fyrir ýmsa aðila, en hafa enga framleiðslu
sjálfur. Lagerfeld þykir mikill einstaklingshyggju-
maður, hann fer sínu fram án þess að hirða um hið
hefðbundna. Hann klæðist óaðfínnanlegum sér-
saumuðum jakkafötum, en er svo með sítt hárið
tekið saman í tagl með teygju.
Karl Lagerfeld er 44 ára
að aldri, fæddur á setri ná-
lægt Hamborg, þar sem
hann var alinn upp, faðir
hans var Svíi, sem safnast
hafði auður á mjólkur-
vinnslu.
Hönnuðurinn hefur sjálf-
ur sagt frá því, að þegar
fjögurra ára afmæli hans
nálgaðist hafi hann heimt-
að einkaþjón í afmælisgjöf.
Sú ósk var ekki uppfyllt,
sem varla er undarlegt.
Hann hóf frönskunám
aðeins fimm ára gamall og
talar fjögur tungumál nú.
En fjórtán ára gamall hóf
hann nám í París í því fagi,
sem hugur hans stóð til, þ.e.
fatahönnun. Eftir tveggja
ára nám hlaut hann fyrstu
verðlaun fyrir hönnun
kápu, við sama tækifæri
hlaut skólastrákur frá Als-,
ír, Yves Saint Laurent að
nafni, fyrstu verðlaun fyrir
kjólahönnun.
Að námi loknu vann Lag-
erfeld um tíma fyrir
Balmain- og Patou-fyrir-
tækin, en árið 1964 varð
hann hönnuður hjá tísku-
fyrirtækinu Chloé og sá
hann þar um fjöldafram-
leiðsluna.
Tveimur árum síðar, árið
1966, tók hann að sér að
hanna loðfatnað fyrir ít-
alska fyrirtækið Fendi. Síð-
an hefur hann fengist við
að hanna allt mögulegt, allt
frá sólgleraugum til undir-'
fata, hátískuföt og matar-
stell, sem fyrirtæki hér-
lendis hefur reyndar aug-
lýst fáanlegt. Hann segist
þó aldrei muni setja upp
Karl Lagerfeld klæðist falleg-
um jakkafotum og er með sítt
hárið í tagli.
framleiðslufyrirtæki, hann
nenni ekki að hugsa um
viðskiptahliðina.
Sem sjálfstæður hönnuð-
ur, sem vinnur fyrir mörg
þekkt fyrirtæki, virðist
honum ganga allt í haginn.
Hann er heimilisfastur í
Monte Carlo, þar sem hann
á íbúð á efstu hæð stórhýs-
is, en auk þess á hann aðra
íbúð í Róm, hús á
Bretagne-skaga og í París
er heimili hans heil álma i
gömlu húsi, sem eitt sinn
hýsti spánska sendiráðið
Loðflík hönnuð af Lagerfeld
fyrir FendhfyrirUekið í Róm.
Fatnaður, sem Lagerfeld hefur
hannað fyrir Chloé-fyrirtækið.
þar í borg. Auk þess er svo
skrifstofa í París við „Rue
de Rivoli“. Hönnuðurinn
ferðast svo á milli heimila
sinna, dvelur þó sjaldan
nema þrjá daga í senn á
hverjum stað. Lagerfeld
kveðst vera „betrumbætt-
ur“ glaumgosi, sem hefur
mesta ánægju af kyrrlátum
kvöldum heima fyrir, eða
heimsóknum á litla mat-
staði og bíóferðum með góð-
um vinum.
Það þótti tíðindum sæta
að Lagerfeld tókst að vekja
athygli með fötum sínum á
tískusýningum, þar sem
japanskir hönnuðir réðu
lögum og lofum. Hann er
orðinn vel þekktur í tísku-
heiminum yfirleitt og bein-
ir nú sjónum sínum að hin-
um stóra markaði í Banda-
ríkjunum. Þar hefur hann
ferðast borg úr borg undan-
farið til að kynna ilmvatnið
KL (sem auðvitað er kennt
við hann), hann sá um sam-
setningu ilmvatnsins, sem
framleitt er af og undir
merki Elizabeth Arden-
snyrtivara.
Þýtt, endursagt. B.I.
Menn hafa veríð að fá botn í hlutina
HELQARTILBOÐ: Qisting í tveggja
manna herbergi m/baði í tvær nætur ásamt
morgunverði og ferðum fram og til baka
frá Reykjavík með Sæmundi eða Akraborg.
Verð frá kr. 970.00 á mann. Leitið upplýs-
inga hjá Hótel Borgarnesi eða Ferðaskrif-
stofu ríkisins.
i Borgamesi.
Frið og tilbreytingu má víða finna á íslandi
en í Borgarnesi hefur verið byggð upp að-
staða rétt utan við höfuðborgarsvæðið fyrir
fólk sem vill vera í friði án þess að missa í
leiðinni af þægindum nútímans. Hótelið er
tilvalið fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið
en ekki síður fyrir einstaklinga, sem vilja
fínna frið og ró rétt við bæjardyrnar hjá sér
án þess að leggja á sig mikil ferðalög eða
kostnað.
FERDASKRIFSIOFA HÓTEL
RIKISINS BORGARNES
S: 25855 S: 93/7119
Það var haft eftir Bakkabræðrum, að
botninn væri suður í Borgarflrði. Þetta
orðtak hefur verið að rætast á óvæntan hátt
fyrir marga, sem átt hafa í flóknari málum
en bræðurnir á Bakka. Menn kannast orðið
við það úr fréttum, að þegar mikið liggur
við og ekkert má trufla fara nefndir og ráð
stundum upp í Ðorgarnes til þess að fá
botn í hlutina. Þar fínna menn frið til að
hugsa og tala saman. Þar er líka að finna
þá tilbreytingu frá daglegu umhverfi, sem
oft nægir til þess að sjá hlutina í samhengi.