Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 § TÖLVUFRÆÐSLAN s/f NÁMSKEID Á NÆSTUNNI KVÖLDNÁMSKEIÐ: ALMENNT NÁMSKEIÐ Þetta er 8 klst. námskeiö, 4 kvöld í viku kl. 18—20. Kennd eru undirstööu- atriöi í tölvunotkun. BASIC NÁMSKEIÐ Þetta er 8 klst. námskeiö frá kl. 20.15—22.15 4 kvöld í viku. Kennd er for- ritun í Basic. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Þetta er 8 klst. byrjendanámskeið og ætlað þeim sem ekki hafa átt þess kost að læra um tölvur í skóla. Tekið er tillit til þess að langt er síðan þátttakend- ur voru í skóla og engrar sérstakar undirstöðu- þekkingar er krafist. Kl. 18—20, mánudaga—fimmtudaga. DAGNAMSKEID: Aætlanagerð með tölvum Kennt er notkun áætlanaforritanna Visicalc og Multiplan. Þátttak- endur geta valiö hvort kerfiö þeir vilja læra. Þetta námskeiö er ætlað stjórnendum fyrirtækja og öörum sem semja fjárhagsáætl- anir og framtíöarspár. Leiðbeinendur: Dr. Kristján Ingvarsson, verkfræöingur, og Jóhann Fannberg, verkfræðingur. Tími: 13., 14. og 15. mars kl. 13—16. Ritvinnslunámskeið Kennd er notkun Apple Writer ritvinnsluforritsins. Ritvinnsla meö tölvum er bylting í allri textavinnu. Tími: 19., 20., og 21. mars kl. 13—16. Utfyliing tollskýrslna er seinlegt, vandasamt og villur tíöar. Hér kemur tölvutæknin til hjálpar. Efni: Grundvallaratriöi viö útfyllingu tollskjala. Notkun D-Toll forritsins til þess aö prenta aöflutningsskýrslur. Notkun þessa forrits gerir mönnum kleift aö skrifa út tollskýrslu á nokkrum sek. Þetta verk tók áöur fleiri klukkustundir. Tími: 26.-27. mars kl. 9—12. Kennaranámskeið Þetta er námskeiö fyrir kennara og veitir góöa undirstööuþekkingu í notkun tölva. Námsefni: Almenn tölvufræöi. • Basic • Logo • Superpilot • Visicalc Námskeiöiö er haldiö í samvinnu viö kennarasamtök. Tölvuvæðing fyrirtækja Sérhannaö námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Efni: • Undirstööuatriöi í tölvufræöum. • Notkun tilbúinna forrita. • Ritvinnsla, meö Apple Writer. • Skjalavarsla meö D-Base kerfinu. • Val á tölvubúnaöi. • Almennar fyrirspurnir. HELGARNAMSKEIÐ IMB-PC helgarnámskeið Námskeiöiö er haldiö á laugardögum og sunnudögum kl. 13—17. Fjallaö er um IBM-PC tölvuna og aðrar tölvur sem fara eftir sama staöli. Laugardagur: • Kynning á IBM-PC tölvunni. • Tenging viö jaöartæki. • Hugbúnaöur. Sunnudagur: • Notendaforrit. • Ritvinnsla. • Gagnasöfn. • Bókhald. Apple — Helgarnámskeið Þetta er 8 klst. námskeiö frá kl. 13—17 á laugardögum og sunnu- dögum. Laugardagur: Fariö í Apple-soft Basic, DOS skipanir og teikni- möguleika tölvunnar. Sunnudagur: Apple-writer ritvinnslukerfið. Visicalc áætlanaforrit- iö. Quick-file gagnasafnskerfiö. Leiöbeinendur: Dr. Kristján Ingvarsson, verkfræöingur. Sævar Hilbertsson, yfirkennari. Tími: 24.-25. mars kl. 13—17. Smátölvunotkun í læknisfræði Námskeiö þetta er ætlaö læknum sem vilja kynnast tölvum og möguleikum þeirra. — Grundvallaratriöi um innri gerö tölva. — Tengsl tölva viö læknisfræöileg mælitæki. — Forritun á smátölvur. — Gagnagrunnar í læknisfræöi. — Notendahugbúnaöur — Tölvuvæðing á sjúkrahúsum. Leiðbeinendur: Dr. Kristján Ingvarsson, verkfræöingur. Gunnar Ingimundarsson, verkfræöingur. Smátölvunotkun Þetta námskeiö er ætlaö lögfræöingum, sem vilja kynnast tölvum og notkun þeirra á lögfræöiskrifstofum. Efni: • Grundvallaratriöi um tölvur. • Forritunarmál • Forritun á smátölvur. • Gagnagrunnar í lögfræði. • Notendahugbúnaöur. • Ritvinnsla, notkun tölva viö bréfaskriftir, samningagerö og fl. Leiöbeinendur: Dr. Kristjan Ingvarsson, lögfræðingur. Sævar Hilbertsson, yfirkennari. Tími: 31. mars og 1. apríl kl. 13—17. Munið: Fjárfesting í menntun borgar sig alltaf. • • TOLVU FRÆDSLANs/ I j Ármúla 36, Reykjavík. Innritun í símum: 687590 og 86790 Barnaverndarnefnd: Ekki gerð opinber rannsókn á „svartri gæslu“ Barnaverndarnefnd ræddi á fundi sínum þann 6. mars sl. bréf nokk- urra dagmæðra til nefndarinnar. Þar er þess farið á leit aö opinber rann- sókn verði gerö á svokallaöri „svartri gæslu“, þ.e. á því hvort dagmæður starfi án tilskilins leyfis. Bréfiö sendu dagmæðurnar í kjölfar blaöaskrifa um slíka starfsemi. Barnaverndarnefnd taldi sér ekki fært að verða við beiðninni um opinbera rannsókn, þó að vitað væri um brögð að slíkri starfsemi. Er í bókun nefndarinnar bent á að til að fyrirbyggja slíkt muni nefndin eftir sem áður senda frá sér auglýsingar þar sem foreldr- um barna í dagmömmugæslu er bent á að kanna hvort leyfi sé fyrir gæslunni. Ennfremur er bent á að þau skrif sem um ræðir séu í garð þeirra er starfa ólöglega, en sé á engan hátt beint gegn dag- mömmum með full tilskilin rétt- indi, eins og þeim sem rituðu bréf- ið. Þó ekki komi til opinberrar rannsóknar af hálfu barnavernd- arnefndar verður umræðum um ólöglega barnagæslu framhaldið innan hennar. Dalvík: Góður afli og einmuna blíða Dalvík, 9. marz. NÚ ER líflegt vfir atvinnulífinu hér á Dalvík. Afli togara og rækjuskipa hefur verið góöur og ákveðiö hefur verið aö vinna í fiskinum yfir helg- ina, verður hann bæöi frystur og saltaður. Ekki spillir það, aö 9 til 10 stiga hiti hefur verið hér undanfarna daga og er snjórinn óöum aö hverfa og færö eins og á sumardegi. Muna menn hér varla aöra eins blíöu á þessum árstíma. í gærmorgun kom togarinn Björgúlfur inn með um 140 lestir og í dag komu Björgvin með 150 lestir og Baldur með 80 lestir. Afli togaranna er að mestu stór og góður þorskur af Halamiðum. Treglegar hefur hins vegar gengið á netunum, en bátarnir hafa þó verið með 4 til 5 lestir eftir tvær lagnir, en veiðarnar stunda þeir aðallega við Grímsey. Þá hefur verið ágætur rækjuafli hjá bátum héðan. Dalborg er væntanleg inn á morgun, laugar- dag, með ágætan afla og Bliki landaði 16 lestum á þriðjudaginn. Rækjan er öll unnin hjá K. Jóns- son & Co. á Akureyri, en vonir standa til að rækjuvinnsluvél Söltunarfélagsins fari að koma á staðinn og verður rækjan þá unn- in þar. Dalborgin er nú komin með á annað hundrað lestir af rækju síðan hún hóf þær veiðar að nýju. Fréttaritarar. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.