Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 63 breiðskífa tríósins út og bar nafn- ið Outlandos d’Amour. Hún vakti heilmikla athygli og Regatta de Blanc, sem kom út ári síðar, vakti enn meiri athygli. Á allra vörum Það var þó ekki fyrr en með plötunni Zenyatta Mondatta, sem kom út 1981, að Police varð nafn á allra vörum. Tvö laga plötunnar, De Do Do Do, De Da Da Da og Don ’t Stand So Close to Me, slógu í gegn svo um munaði. Sjálfur seg- ist Sting ekki vera allt of ánægður með plötuna nú þremur árum síð- ar. „Ætli ég sætti mig ekki við þriðjung hennar, hitt er ég ósáttur við,“ sagði hann nýverið í viðtali. Auk Don’t Stand So Close to Me segir Sting lögin When the World Is Running Down og Driven to Tears. Síðla árs 1981 fór Sting að glugga í verk Arthurs Koestler og heillaðist af bók hans Ghost in the Machine. Næsta plata Police, sem kom út árið 1982, bar einmitt þetta nafn. Þótti hún engu síðri en Zenyatta Mondatta og hróður Pol- ice barst enn víðar. „Sándið" varð örðuvísi og að sögn Sting varð hann æ hrifnari af „overdubbum". Summers segir um Ghost in the Machine, að á henni hafi hljóm- sveitin fjarlægst tríó-formið mest af öllum plötunum. Á Synchronicity kvað svo aftur við annan tón. Einfaldleikinn ruddi sér til rúms á ný, þótt tæknibrellum væri beitt í flestum lögunum. „í raun beittum við að- eins þessum þremur grunnhljóð- færum, sem hljómsveitin hefur yf- ir að ráða, á Synchronicity,“ hefur Sting sagt. Lykillinn að velgengninni Margir hafa vel því fyrir sér hver sé lykillinn að velgengi Pol- ice. Þremenningunum ber saman um að ógjörningur sé að benda á eitthvert eitt ákveðið atriði öðrum fremur. „Þetta er röð þátta,“ segir Sting. „Hins vegar má vera að það leiki stórt hlutverk á plötum okkar, að við förum ekki í hljóðver án þess að eiga a.m.k. 20 fullunnin lög í fórum okkar," segir hann. Þegar þremenningarnir voru að undirbúa Synchronity hittust þeir af og til. Eitt kvöldið leyfði hver um sig hinum að heyra hvað hann hafði verið að bauka og þremenn- ingarnir tóku þegar þá ákvörðun að halda í hljóðver. Það var ekki hangsinu fyrir að fara og morgun- inn eftir voru þeir allir mættir í Air-hljóðverið til vinnu. Hvað tónlistina áhrærir segir Sting: „Ég held að þeir Andy og Stewart séu þeir bestu hljóðfæra- leikarar, sem ég get fengið til þess að koma tónlist minni á framfæri í samvinnu við mig. Ég treysti þeim í blindni. Ég geri mér alltaf ákveðnar hugmyndir um gítar- leikinn hjá Andy, en hann veltir þeim jafnan fyrir sér og slípar þær niður. Stewart er margfalt betri trommari en trommuheilinn, sem ég nota við samningu laga minna. Og ég er stoltur þegar ég segi, að flestar útsetninga minna lifa meðferð þeirra tveggja af. Ef þær gera það ekki er það einfald- lega vegna þess, að þeir hafa haft betri hugmyndir en ég.“ Hvað næst Ef lagasmíðar Police eru kann- aðar má glöggt sjá og heyra, að Sting er sá sem hefur völdin. Ekki aðeins er hann helsti lagasmiður hljómsveitarinnar heldur er hann andlit hennar út á við; einskonar Boy George Culture Club þó á allt annan hátt sé. En þótt velgengni Police sé nú slík, að með ólíkind- um þyki, hefur Sting vissulega sínar áhyggjur eins og aðrir jarð- arbúar. En hvert skyldi aðal- áhyggjuefni hans vera? „Það vandamál, sem ég þarf oftast að glíma við, kemur upp þegar ég segi við sjálfan mig sem svo: Ég nýt hylli sem vinsæll laga- smiður, en um hvern skollann á ég að yrkja næst?“ (Bygífl á Melody Maker og Kolling Stone, stytt og cndur.sagt - SSv.) Matar- kaffistell BLANCE ÚR ELDFÖSTUM STEINLEIR OG POSTU- c LÍNI. FRÁBÆRLEGA STÍLHREIN OG VÖNDUÐ SÆNSK LISTASMÍD EINS OG HUN GERIST BEST. Póstsendum ■ >4. kosta)[boda a Bankastræti 10. Sími 13122 NYTT LYKTARLAUST KÓPAL Á ELDHÚSIÐ KÓPAL FLOS og KÓPAL JAPANLAKK Nú er þér óhætt að leggja til atlögu við eldhúsið heima hjá þér. Þú getur lakkað auðveldlega með nýja KÓPAL-lcikkinu - bæði veggi, skápa, innréttingar, borð og stóla án þess að hafa áhyggjur af sterkri lykt eða höfuðverk af þeim sökum. KÓPAL-lakkið er lyktarlaust og mengar því ekki and rúmsloftið. Áferðin er skínandi falleg, bæði gljáandi (KÓPAL JAPANLAKK) og perlumött (KÓPAL FLOS). Þú getur lakkað svo að segja hvað sem er - og skolað síðan pensla og áhöld með vatni. Betra getur það varla verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.