Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
„Frjálst er í fjallasal“,
brot úr landskunnu
Ijóöi, kemur upp í hug-
ann er hann dvelur í
Langavatnsdal á Mýr-
um og við vatnið í daln-
um, Langavatn. Veiði-
og ferðamenn vita líkast
til sitthvað um dalinn og
vatnið, en ekki er víst
að allur þorri lands-
manna geri sér grein
fyrir, að þessi fallegi
fjalladalur er samofinn
ótrúlega mörgu, mann-
legum harmleik, þjóð-
sögum og óútskýranleg-
um fyrirbærum. Þá iðar
dalurinn af háfjalla- og
öræfalífi og undir blál-
eitu vatnsborðinu eru
vatnabúarnir óteljandi.
Mikið lífríki í undurf-
ögrum fjalladal. Leggj-
um svo af stað:
Almennar upplýsingar
Langavatnsdalur liggur
norður í hálendið frá Mýr-
unum og var áður alfaraleið
milli Mýra- og Dalasýslu. f daln-
um er Langavatn, stórt stöðuvatn,
5,10 ferkílómetrar að flatarmáli
og í hópi stærstu vatna landsins.
Hæð þess yfir sjávarmáli er 215
metrar. í Langavatn renna Beilá
og Langavatnsdalsá, en úr því
Langá. Gljúfurá er fyrst samferða
Langá, en nokkrum kílómetrum
neðan við ósinn fer Gljúfurá sína
leið og allar götur niður í Norðurá,
... fljótlega greip gedda gullið og
dró Guðmundur hana að landi.
inn góli og hlæi allt hvað hann
getur, er roði sólsetursins litar
vatnið rautt. Það er ekkert annað
en hluti af þögninni og gerir hana
algerari. Það sama er að segja,
þótt mófuglar kvaki á daginn,
rjúpa ropi, kjói væli og þytur gol-
unnar kippi í tjaldstögin og sveigi
stráin. Það er hluti af öræfarík-
inu. Tíminn virðist stöðvast.
En hér var fyrrum byggð
f dag er Langavatnsdalur
óbyggður sem fyrr segir og helst
að stangaveiðimenn sæki dalinn
heim á sumrum. En svo var ekki
fyrrum því þarna var einu sinni
nokkur byggð, þó harðbýlt hljóti
að vera á vetrum vegna snjó-
þunga. í Árbók Ferðafélags ís-
lands frá árinu 1952, sem Þor-
steinn Þorsteinsson skrifaði um
Mýrasýslu, er vitnað í kafla úr
Jarðabók Árna og Páls frá árinu
1709. Þar stendur:
„Lángevatns Dalur heitir eyði-
pláts í fjöllum þeim, er liggja á
millum Mýrasveita og Breiða-
fjarðardala. Það er almer.n sögn
og fyrir satt haldið, að í þessum
dal hafi að fornu byggð verið og
lítil sveit...“ o.s.frv. Er í Jarða-
bókinni getið þriggja bæja sem í
Langavatnsdal stóðu fyrrum og
kunni þeir að hafa verið fleiri. Eru
bæirnir nefndir Vatnseldi, Haf-
ursstaðir og kirkjustaðurinn Borg.
Segir jarðabókin að rústir Vatns-
enda og Borgar megi enn sjá, ef
grannt er skoðað. En langt er nú
síðan Jarðabókin var rituð. Um
1400 mun byggð þessi hafa lagst í
eyði og plágan mikla átt þar sök á.
í Árbók Ferðafélagsins er þess
einnig getið, að maður að nafni
Bersi goðlausi hafi numið Langa-
vatnsdal. Hann hafi í fyrstu búið á
Bálkastöðum í Hrútafirði, en síð-
an reist sér annað bú í Langa-
vatnsdal. Um þetta er deilt, því í
Egils sögu kemur fram, að Borg-
armenn hafi átt þetta svæði og
sagt að Þorsteinn Egilsson hafi
hlaðið garð einn mikinn þvert yfir
Langavatnsdalur sóttur heim
en Langá heldur áfram ótrauð til
sjávar og heldur bróðurpartinum
af vatninu. Tvær ökufærar leiðir
að Langavatni veit greinarhöfund-
ur um. Er þar fyrst að nefna þá
kunnari og fjölfarnari. Er það um
14 kílómetra langur spotti frá
Svignaskarði í Borgarfirði á
bakka Gljúfurár. Það voru félags-
menn í veiðiklúbbnum Streng í
Reykjavík sem lögðu þann veg
fyrir mörgum árum, eftir að þeir
höfðu tekið á leigu alla veiði í
vatninu. Leið þessi liggur upp með
hinni fallegu Gljúfurá. Leiðin er
fjölbreytileg og forkunnarfögur og
að sumarlagi sæmilega fær fiest-
um bílum. Þó getur hún verið
slæm í mikilli rigningatíð og vaðið
á Gljúfurá er oft ekki allt sem
sýnist. Sýnist það meinlaust i
— Seilst undir friðarskel öræfanna og sagt frá
munnmælum, þjóðsögum, miklum örlögum o.fl.
meira lagi, en botninn er smá-
steinóttur og laus í sér. Bílar með
drif á tveimur hjólum lenda þar
stundum í ógöngum.
Hin leiðin er sannkölluð jeppa-
slóð. Hún liggur upp með vestur-
bakka Langár og loks upp á fjall
það er blasir við á vesturbakka
vatnsins. Útsýni er upp er komið
fá orð varla lýst og leiðin öll töfr-
andi. Er sums staðar eins og kom-
ið sé í framandi undraheim, t.d.
þegar ekið er utan í rauðum og
fornum eldvörpum, með úfið ap-
alhraun á aðra hönd og hlæjandi
kristalstæra fjallalæki á hina.
Þeir skoppa um og leika sér, uns
þeir steypa sér inn í hraunið og
hverfa í það í mörgum kvíslum
innan um blómskrúð. Rétt þar
sem vegurinn byrjar að verða
brattur, skerst lítill dalur til vest-
urs. Há fjöll eru á þrjá vegu, en
opinn er dalurinn til Langár. Á
sléttum, grösugum dalbotninum
standa háar klettastrýtur hér og
þar, sums staðar tvær saman og á
milli þeirra liðast lítil tær á sem
hverfur í hraunið. Er auðvelt að
ímynda sér að hér hafi einhvern
tíma í fyrndinni verið heil trölla-
byggð og mikið líf og fjör. En einn
góðan veðurdag hafi þau ekki átt-
að sig á því að dagur var að
renna ...
Hraunið vekur mikla athygli á
þessum slóðum. Þannig myndaðist
nefnilega Langavatn, umrætt
hraun rann og stíflaði dalinn.
Myndaðist þá fjallavatnið bláa
sem dalurinn gæti vart án verið.
Víðast hvar er Langavatn djúpt.
Mesta mælt dýpi er 36 metrar, en
mikill hluti vatnsins er talinn yfir
20 metrar á dýpt.
í öræfaríki
Langavatn er í óbyggðum.
Byggð var áður í dalnum og verður
komið að því síðar, en þeir sem
sækjast eftir friði öræfanna þurfa
ekki annað en að fara til Langa-
vatns. Slíkt fólk getur reyndar
víða farið og fengið það sama, en
Langavatn og dalurinn svíkja eng-
an. Ung, hollensk kona sem þang-
að fór með hérlendum manni sín-
um, gat þess er til byggða kom, að
hún hefði alls ekki kunnað þar við
sig. Þögnin var svo alger, öræfa-
kyrrðin í öllu sínu veldi. Hún var
hrædd, en þau voru ein manna við
vatnið í þrjá daga.
Um rammíslenska öræfakyrrð
er það nefnilega að segja, að hún
er svo alger, að það má næstum
„hlusta" á hana. Kyrrðin er svo
yfirþyrmandi að menn hljóta að
skynja hvers kyns afl íslensk nátt-
úra er. Það er sama þó himbrim-
tunguna milli suðurhluta Langa-
vatns og Gljúfurár. Geymt þar
sauðfé sitt. Sagt er að enn sjái
móta fyrir garðinum.
Harmleikur
Upp úr byrjun 19. aldar gerðist
það, að maður sem nefndur hefur
verið Sæmundur reisti bú í hinum
harðbýla Langavatnsdal. Með
honum var kona hans og tvö ung
börn. Sagt er, að þetta hafi verið
árið 1811. Tveimur árum síðar var
vetur harður, en þá varð óhappið.
Eldurinn slokknaði í bænum.
Sæmundur lagði af stað til næsta
bæjar, Grísatungu, ofarlega við
Gljúfurá, og hugðist sækja þangað
eld. Ekki komst hann á leiðarenda,
veður var vont og Sæmundur varð
úti. Einhvern veginn tókst móður
og börnum að skrimta af veturinn,
en tveimur árum síðar beið þeirra
ekkert annað en hordauði er kom-
ið var fram á góu. Þá reif eldra
barnið sig upp, stúlka, og braust
til byggða i Hörðudal. Þar tókst
henni að afla vista, en svo mikil
var neyð fjölskyldunnar í Langa-
Sæmundur bóndi þurfti að yfirgefa
konu og börn til að sækja eld um