Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 61. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fundur Arababanda- lagsins hefst í dag Bagdad, 13. mars. AP. Utanríkisráðherrar og aðrir hátt- settir sendimcnn 19 aðildarríkja Bretland: Skattar lækka London, 13. marz. AP. NIGEL Lawson, fjarmálaráðhcrra Bretlands lagði í dag fram fjár- lagafrumvarpið og sagði að því væri ætlað að örva efnahag lands- ins, hefja endurbætur á skatta- kerfinu og halda áfram að draga úr verðbólgunni og halla ríkis- sjóðs. I frumvarpinu er lagt til, að tveir skattar á atvinnurekstri verði afnumdir en skattar á áfengi, tóbaki, bensíni og neyzluvörum verði hækkaðir í samræmi við verðbólgu í land- inu. Nú er verðólgan í Bretlandi 5,1%. í kauphöllinni í London var frumvarpinu mjög vel tekið og hækkuðu verðbréf þar verulega í dag. Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins sagði aftur á móti, að þetta fjáriaga- frumvarp væri fyrst og fremst lagt fram í þágu brezkra at- vinnurekenda en ekki í þágu þjóðarinnar allrar. Arababandalagsins samþykktu í dag að bíða til morguns með að hefja fund sinn um hugsanlegar leiðir til þess að binda enda á styrjöldina milli íraks og írans. „Fundinumn er ekki frestað," sagði Mohammed Saed As-Sahhaf, aðstoðarutanríkis- ráðherra íraks í dag, „heldur er að- eins verið að bíða eftir utanríkis- ráðherrum Marokkós og Súdans". Saud Al-Faisal, utanríkisráð- herra Saudi-Arabíu sagði við komuna til Bagdad í kvöld, að miklar vonir væru bundnar við undirtektir fraksstjórnar við áskorunum Arababandalagsins um að binda enda á Persaflóa- stríðið. Tarek Asiz, utanríkisráð- herra íraks, sagðist hins vegar vonast til þess, að á fundi Araba- bandalagsins nú yrði samþykkt að fordæma íran afdráttarlaust fyrir áráarstríð á hendur írak. Treholt á leið til yfirheyrslu Mynd þessi sýnir Arne Treholt, skrifstofustjóra í norska utanríkisráðuneytinu, sem handtekinn var í janúar sl. fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna, á leið til yfirheyrslu. Maðurinn til vinstri á myndinni er leyniþjónustumaður. Myndin er frá norska blaðinu Verdens gang og er fyrsta myndin, sem náðst hefur af Treholt, síöan hann var handtekinn. Treholt hefur verið hafður í gæzluvarðhaldi í fangelsi í Drammen rétt fyrir utan Osló. Hann var öllum á óvart fluttur til Osló á mánudag og fylgdu honum þá fjórir lögreglumenn. Horfur voru á vopnahléi í Líbanon í gærkvöldi Lausanne, 13. raarz. AP. LEIÐTOGAR kristinna manna og múhameðstrúarmanna í Líbanon héldu á ný með sér fund í Lausanne síðdegis í dag í von um að koma aftur á vopnahléi í hinu stríðshrjáða landi þeirra. Var frá því skýrt, að fyrr í dag hefðu allir aðilar fallizt á vopnahlé, en Walid Jumblatt, leið- togi drúsa krafðist þess þá, að Amin Gemayel undirritaði samninginn sem stríðsaðili en ekki sem forseti al þrjú úr sömu fjölskyldunni, Samningur Grænlands og EBE undirritaður Briiiwel, 13. marz. AP. Utanríkisráðherrar Efnahags- bandalags Evrópu (EBE) undirrituðu í dag samning, sem gerir Grænlandi það kleift að fara úr EBE. Gert er ráð fyrir, að samningur þessi verði stað- festur af þjóðþingum aðildarríkja EBE fyrir næstu áramót. Þá undirrit- uðu utanríkisráðherrarnir í dag einn- ig ftmm ára fiskveiðisamning við Grænland, en samkvæmt honum fá Grænlendingar 22,8 millj. dollara (tæpar 650 millj. ísl kr.) á ári fyrir þau fiskveiðiréttindi, sem þeir láta EBE í té. Fulltrúar frá stjórnum Græn- lands og Danmerkur undirrituðu samninginn einnig. Er þetta í fyrsta sinn, sem nokkurt íand, er áður hefur fengið aðild að EBE, hefur ákveðið að segja sig úr bandalaginu. „Fyrir hönd EBE óska ég Grænlendingum gæfu og gengis í framtíðinni," sagði Rich- ard Burke við undirritun samn- ingsins, en hann var formaður samninganefndar EBE í viðræðun- m við Grænlendinga. Eftir sem áður munu Grænlendingar hafa sérstök viðskiptatengsl við EBE með svipuðum hætti og 14 aðrar þjóðir, sem ekki eru aðilar að bandalaginu, en njóta þar ívilnana á sviði tolla og viðskipta. Líbanons. „Amin Gemayel, svonefndur forseti, gerir sér enn ekki grein fyrir því, að hann á í stríði við líbönsku þjóðina," var haft eftir Jumblatt í dag. Miehel Samaha, einn helzti ráðgjafi Gemayels í þessum viðræðum, sagði aftur á móti að þrátt fyrir erfiðleika væru allir aðilar jákvæðir í viðhorfum sinum til nýs vopnahlés. Neitaði hann því, að Abdul-Halim Khadd- am, varaforseti Sýrlands hefði stutt afstöðu Jumblatts. í vopnahléi því, sem vonazt var til að tæki gildi í kvöld, var gert ráð fyrir, að flugvöllurinn í Beirút yrði opnaður að nýju og sömuleið- is höfn borgarinnar. Bardagar héldu áfram í Beirút í dag og var vitað um 27 manns, sem drepnir höfðu verið og 115, sem höfðu særzt. í hópi hinna drepnu voru 12 börn, þeirra á með- Biðu þau bana, er sprengja lenti á heimili þeirra í vesturhluta Beirút. Harðnandi trúardeila Varsjá, 1.1. marz. AP. f DAG harðnaði enn deilan milli kaþólsku kirkjunnar og kommún- istastjórnarinnar í I’óllandi út af því, hvort krossar með Jesú Kristi skuli fjarlægðir úr pólskum skól- um, eins og stjórnin hefur fyrir- skipað en kirkjan lýst sig alger- lega andvíga. Kallaði Jozef Glemp kardináli helztu biskupa landsins saman til fundar og var þar sam- þykkt yfirlýsing um, að „réttindi og kröfur trúaðs fólks verði af- dráttarlaust að virða“. Bandarísku forkosningarnar: Barátta Mondales og Harts harðnar New York, 13. marz. AP. GERT var ráð fyrir harðri og tví- sýnni baráttu milli þeirra Gary Harts og Walter Mondales í for- kosningum og flokksþingum demó- krataflokksins, sem fram fóru í 9 ríkjum Bandaríkjanna í dag. Hart var talinn sigurstranglegri í Massa- chusetts og Rhode Island en Mon- dale í Alabama. Hins vegar var talið, að mjótt yrði á munum milli þeirra í Georgiu og Florida. Mondale hefur gengið illa í for- kosningunum að undanförnu og ekki náð að vinna sigur þar síðan á flokksþinginu i Iowa 20. febrúar sl. Hart aftur á móti hefur síðan sigrað í New Hampshire, Maine, Vermont og Wyoming. Kosið var um 511 kjörmenn í dag fyrir þing demókrataflokks- ins, sem fram á að fara í San Francisco 16,—19. júlí nk. Þar munu kjörmennirnir, sem kosnir verða nú, taka þátt í því að ákveða, hver verður frambjóðandi demókrataflokksins í forsetakosn- ingunum í nóvember. Til þess að hljóta útnefningu sem forsetaefni flokksins verður viðkomandi að njóta stuðnings yfir helmings 3.933 fulltrúa á flokksþinginu. Auk forkosninganna í fram- angreindum fimm ríkjum voru í dag háð flokksþing demókrata- flokksins í fjórum ríkjum, þ.e. Washington-ríki, Nevada, Hawaii og Oklahoma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.