Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Afmælisspjall við Árna Helgason í Stykkishólmi, sem er sjötugur í dag Af hvequ syngur þú þær ekkí sjálfiir? Árni Hclgason, stöðvarstjóri Pósts og síma í Stykkishólmi, er þjóðkunnur maður, ekki síst fyrir einarða afstöðu sína í þjóðmálum og bindindismálum, sem meðal annars hefur komið fram í greinum hans hér í blaðinu. Árni lætur senn af stöðvarstjórastarfinu, sem hann hefur gegnt í 30 ár, en áður var hann sýsluskrifari í Stykkishólmi og á Eskifirði. Fyrir utan aðalstörf sín hefur hann komið víða við í félags- og atvinnumálum Stykkishólms allt frá því hann fluttist þangað árið 1942. Árni er sjötugur í dag og af því tilefni heimsótti blaða- maöur Árna í Hólminn fyrr í vikunni og tók við hann eftirfarandi viðtal í tilefni þessara tímamóta í lífi hans. Minnið er gott og frásagnargleðin í góðu lagi þannig að best er að gefa Árna orðið: Ég verð að segja að ég hef verið ákaflega farsæll og hamingjusam- ur maður, það hefur sannarlega verið mikil guðsgjöf. Ég hef eign- ast marga góða vini, að maður tali nú ekki um heimilið og fjölskyld- una, enda er það hápunktur lífs- ins. Já, vissulega hefur ævin verið viðburðarík og litrík. Ég fæddist í Reykjavík, að Skólavörðustíg 4B, 14. mars 1914. Þetta hús áttu foreldrar mínir, Vilborg Árnadóttir og Helgi Þor- valdsson. Hún var Austfirðingur en hann Húnvetningur. Þau voru bæði fædd árið 1888. Þegar ég fæddist var pabbi orðinn yfir- þjónn á Hótel fslandi. Ég var skírður í Fríkirkjunni af séra Ólafi ólafssyni en var eftir það stutt í Reykjavík. Stríðið var byrj- að, mamma var augasteinn föður síns, en hann óttaðist um þau i Reykjavík og hvatti þau til að fara austur til Eskifjarðar. Það varð úr og í ágúst 1914 fluttum við austur með gufuskipinu Flóru, en það varð hennar síðasta ferð því hún var skotin í kaf skömmu síðar. Fékk viljann í vöggugjöf Á Eskifirði ólst ég upp. Við vor- um fjögur systkinin og auk þess höfðu pabbi og mamma tekið tvö fósturbörn. Ég var elstur og ekki nema 11 ára þegar pabbi dó. Eftir það varð mamma að basla okkur upp. Hennar sterka trú og dugnað- ur kom okkur til manns. Það var mikil kreppa á landinu og Eski- fjörður fór ekki varhluta af henni. Mamma átti fjögur alsystkini og bjuggu þau ásamt henni í þremur húsum á svokölluðum Hlíðarenda. Eining og samstilli þessarra fimm systkina varð okkur börnum þeirra sú öryggiskeðja sem aldrei slitnaði. Ég var snemma látinn fara að gera gagn. Það voru gerðir út tveir bátar frá þessu heimili og lærði ég snemma að beita. Ég fékk vilja í vöggugjöf og hann hefur bjargað mér hingað til. Veturnir í barnaskóla urðu tveir. Ég veiktist og taldi læknir- inn okkar, Sigurður Kvaran, þegar hann leit á mig að hér væri um beinkröm eða vissa lömun að ræða. Ég hélt áfram að vinna og reyndi að hjálpa til. Ég var ekki gamall þegar ég fór í uppskipun, útskipun, fiskverkun og tók alla vinnu sem til féll. Á sumrin rerum við á smábátum til fiskjar í firðin- um. Ég var fermdur 1928, í maí. Séra Stefán Björnsson fermdi jafnan á hvítasunnunni, annan daginn á Reyðarfirði en hinn dag- inn heima á Eskifirði. Ég óskaði þess heitt og innilega að hann fermdi heima á hvítasunnudaginn, en varð ekki að ósk minni. Varð ég því að vera inni í rúmi allan dag- inn því ég átti ekki annað að fara í en vinnufötin, sem ekki passaði á hvítasunnudag, og síðan ferming- arfötin. Eftir ferminguna fór ég til Reykjavíkur að leita mér lækn- inga. Matthías Einarsson, sá frægi og góði læknir, sagði að það sem ég þyrfti væri að fara til sjós því sjávarseltan og sjávarloftið væri besta lækningin fyrir mig. Ég reyndi þetta en var sjóveikur. í lok vertíðar á Hornafirði réð ég mig upp á frítt fæði til tveggja kvenna, sem bjuggu á jörð uppi undir jöklum. Þær bjuggu þannig að mér að ég fékk ágæta heilsu og síðan hefur mér varla orðið mis- dægurt. En ég hafði þá misst úr þrjú bestu þroskaárin. Á Eskifirði stundaði ég alla þá vinnu sem hægt var að fá. Snemma fór ég í félagsstörf og leið ekki á löngu þar til ég var farinn að starfa í flest- um þeim félögum, sem störfuðu á Esikfirði. Ég átti þess aldrei kost að ganga í skóla eftir að barna- skóla lauk, en reyndi að bæta mér Frétlabréf úr Jónshúsi í Kaupmannahöí n: Óhreinlæti danskra hunda hefur aukist við Jónshús Jónshúsi, 2. marz. ÞA ER nú blessuð sólin farin að hækka á lofti hér ekki síður en heima og vorlaukar stinga höfðinu upp úr moldinni. Ekki er snjórinn hér til að hlífa gróðri, en bæði í al- menningsgörðum og kirkjugörðum er grenigreinum raðað þétt og vand- lega yfir fjölær blóm til hlífðar og er það mjög snyrtilegt á að líta. Nú hangir uppi í félagsheimil- inu hér í húsi málverkasýning Fil- ips Frankssonar og er það önnur einkasýning iistamannsins, en áð- ur hefur hann sýnt í endurhæf- ingarmiðstöðinni Tranehaven í Ordrup, þar sem mjög margir sáu myndir hans. Olíumálverk Filips eru mjög fjölbreytileg og lífga skemmtilega upp á sal félags- heimilisins, sterkir litir og skýrar linur. Eru myndirnar alls 16 af misjöfnum stærðum og dregur eitt stærsta málverkið, þar sem mynd Pjerrots-trúðsins er felld inn í, at- hyglina að sér. Filip Franksson stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1974—75 og 1979—82. Að loknu námi þar fékk hann inn- göngu í skóla Glyptoteksins hjá Askov Jensen og nam klassíska teikningu 1982—83. Hefur Filip unnið grafík í vetur hjá Peter Martinsen á verkstæði hans, en er nú á heimleið og mun að sjálf- sögðu halda áfram á listabraut- inni. Nýlega var haldiö þorrablót í fé- lagsheimilinu að tilhlutan íslend- ingafélagsins og komust þar færri að en vildu. Var það hið fjörugasta blót og maturinn frábær, enda frá Nausti og matreiðslusnillingar ís- lendingafélagsins báru fram. Minni karla flutti Bergljót Skúla- dóttir, en minni kvenna Hilmar Sigurðsson, en Rokksambandið lék Guðrún Lára Ásgeirsdóttir fyrir dansi af alkunnri snilld. í haust var stofnað hér í borg félag til eflingar íslenzkri tónlist og er gestgjafinn í Jónshúsi Arfeq Johansen formaður þess, en aðrir í stjórn eru: Erla Sigurðardóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Mikael Stolberg. Tilgangur félags- ins er eins og nafnið gefur til kynna að koma á framfæri ís- lenzkri hljómlist í Danmörku og einnig íslenskum ljóðamálum, ekki aðeins til Dana heldur ekki síður til íslendinga, sem hér dvelja langdvölum, til þess að þeir fái tækifæri til að heyra það nýj- asta, sem er á boðstólum heima. Þá vilja félagsmenn stuðla að þýð- ingu íslenzkra ljóða á önnur nor- ræn mál og að betri skilningi milli þjóðanna á tónlistarhefð hver annarrar, og víkka svið þeirrar tónlistar, sem almenningur nýtur. Leggur félagið í stefnuskrá áherzlu á, að tónlistarmenn og aðrir listamenn fái greitt fyrir mikla undirbúningsvinnu sína, en ekki aðeins fyrir að koma fram eða sýna. Félagið hefur staðið fyrir 3 hljómleikum, m.a. með hljómsveitinni Ego og einnig fyrir dansleikjum á Eyrarsundsgarðin- um, þar sem um 200 íslendingar búa. Síðast var þar fjölsóttur dansleikur þann 24. febrúar, þar sem Rokksambandið lék. Er tón- listarmönnum og rithöfundum velkomið að snúa sér til formanns félagsins, Arfeqs Johansen, í fé- lagsheimilinu í Jónshúsi, ef þeir vilja koma list sinni á framfæri í Danmörku. Mikið starf er nú víða hjá nor- rænu félögunum hér í landi vegna norræna bókmenntaársins og gekkst Kaupmannahafnardeildin fyrir bókmenntakynningu á fimmtudaginn var. Lásu þar upp rithöfundarnir Jan Erik Vold frá Noregi, Stefan Máhlqvist frá Sví- þjóð og Vagn Steen frá Danmörku. — Á blaðamannafundi, sem hald- inn var fyrir kynninguna, kom fram hjá formanni Kbh.-deildar- innar, Erik Munch, að bráðlega verða fleiri slíkar kynningar haldnar, m.a. Norður-Atlants- hafskvöíd hér í Jónshúsi í samráði við færeyska og íslenzka prestinn, finnskt kvöld í samráði við finnska sendiráðið og einnig mun Göran Tunström, sem fékk bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs lesa upp eina kvöldstund. Kvaðst formaðurinn bera kvíðboga fyrir norrænni samhygð í framtíðinni, en í ljós hefði komið, að minna væri kennt um Norðurlönd en áð- ur og minnkandi áhugi á bók- menntum milli þjóðanna. — Inge Holst frá Aðalbókasafni Kaup- mannahafnar sagði frá hinum fáu útlánum á norrænum bókum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.