Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Hallfríður Ólafs- dóttir — Minning Fædd 16. september 1905. Dáin 3. mars 1984. Mánudaginn 12. mars 1984 sl. var til moldar borin frá Foss- vogskirkju Hallfríður Ólafsdóttir frá Patreksfirði eða Fríða eins og hún var alltaf kölluð af vinum og ættingjum. Mig langar að minnast mágkonu minnar með nokkrum orðum, en kynni okkar hófust er ég tengdist fjölskyldu hennar fyrir 50 árum, og héldust þau vin- áttubönd ætíð síðan. Fríða fæddist á Patreksfirði 16. september 1905 og voru foreldrar hennar hjónin Halldóra Hall- dórsdóttir frá Grundum og Ólafur Ólafsson, skipstjóri frá Stökkum í Rauðasandshreppi. Þau hjón eign- uðust 12 börn og komust 10 þeirra til fullorðinsára. Þau hjónin Halldóra og Ólafur bjuggu allan sinn búskap í „Króki" á Patreksfirði, en svo var heimili þeirra nefnt. Samhliða heimilis- haldinu ráku þau gistiheimili af alkunnum rausnarskap um árabil, og þar sem þau voru skemmtileg og vinamörg var „Krókur" á tíma- bili miðpunktur staðarins, þangað komu ferðamenn með fréttirnar og þar urðu stundum til fréttir og húmorinn ávallt í fyrirrúmi. Hall- dóra átti um árabil kýr og var oft aflögufær um mjólk til barn- margra heimila, og ætla ég að góðskáldið Jón úr Vör hafi haft hana ásamt fleirum í huga er hann orti kvæðið „Konur". í þessu umhverfi ólst Fríða upp og varð fljótt að taka þátt í hinu daglega amstri á stóru heimili og síðar að fara út á vinnumarkaðinn sem var nú ekki fjölbreyttur á þeim árum. Sú vinna sem var í boði var fiskurinn, kolavinna eða vinnukonustörf. Það var alveg sama hvað Fríða tók sér fyrir hendur, öll störf léku í höndum hennar, enda ber heimili hennar þess vott að hún var vel af guði gerð, því fallegri handavinnu en dúkana og púðana hennar Fríðu getur ekki að líta, svo maður tali nú ekki um kökurnar sem voru orðlagðar. Fríða var falleg og glaðlynd stúlka og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún var, enda er vinahópurinn orðinn stór með tímanum. Hún giftist 1925 Sigurði Sig- urðssyni sjómanni og bjuggu þau í Króki. Þau eignuðust 3 börn: ída, gift Guðmundi Ólafssyni, fisk- matsmanni frá Tálknafirði. Þau eru búsett í Ólafsvík. Ólafur Al- freð, afgreiðslumaður, giftur Erlu Jóhannsdóttur frá Patreksfirði. Þau búa í Hafnarfirði. Arnar, bif- reiðarstjóri, giftur Elsý Emils- dóttur frá Keflavík. Þau búa í Reykjavík. Árið 1945 giftist Fríða seinni manni sínum, Kristmundi Björns- syni vélstjóra frá Patreksfirði og eignuðust þau einn son, Karl Óla, sem alltaf hefur búið í foreldra- húsum. Fríða og Kristmundur reistu sér myndarlegt heimili á Patreksfirði og starfaði hann sem vélgæslumaður hjá Hraðfrysti- húsi Patreksfjarðar. Árið 1949 urðu mikil þáttaskil í lífi þeirra er þau fluttust búferl- um til Akureyrar. Eftir eins árs búsetu þar upphófst mikið erfið- leikatímabil hjá Fríðu en þá varð Kristmundur fyrir því að fá + Ástkær sonur, unnusti, faöir, bróðir og mágur, HJÖRTUR RÓSMANN JÓNSSON, Áshamri 63, Vestmannaeyjum, lést af slysförum mánudaginn 11. þ.m. Hjördís Einarsdóttir, Hugrún Davíösdóttir, Þórunn Hjartardóttir, Jón Bjarni Hjartarson, Lilja Siguröardóttir, Egill Grettisson, Ólafur Jónsson, Sigurjón Jónsson. Móöir okkar. + GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR frá Brimnosi, Grindavík, andaöist 12. mars á Hrafnistu, Hafnarfiröi. Börnin. t Móöir okkar og tengdamóöir, RÓSAMUNDA JÓNSDÓTTIR, fyrrv. Ijósmóðir frá Bakka, Dýrafirói, lést í Landspítalanum 12. mars. Sigríöur Einarsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir, Bjarni Gíslason, Rósa Einarsdóttir, Haukur Jónsson, Ragna Einarsdóttir, Halldór Sigurðsson. + Eskuleg eiginkona mín, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Sævangi 6, veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, fimmtudaginn 15. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Bergsveinn Guömundsson og börn. + Maöurinn minn. faöir okkar. tengdafaöir, afi og langafi. Steinþóra Einars- dóttir — Minning Fædd 8. ágúst 1890. Dáin 3. mars 1984. Steinþóra Einarsdóttir, tengda- móðir mín, er látin. Okkar kynni hófust þegar ég var unglings- stúlka á Siglufirði. Hún gerði mér boð um að finna sig. Þá hafði hún marga menn í fæði og vantaði að- stoð. Síðan má segja að leiðir okkar hafi legið saman allt fram á síð- asta dag. Þó aldursmunurinn væri mikill kom okkur alltaf vel saman svo aldrei bar skugga á í öll þessi ár. Eg lærði mikið af henni. Hafði mjög gaman af þegar hún var að segja mér frá þegar hún var ung, hvernig lífið var á þeim tíma. Hún var sérstaklega minnug og hafði frá mörgu að segja. Steinþóra var alla tíð mjög póli- tísk, enda lifði hún á þeim tíma + ÞURÍÐUR KVARAN veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. mars kl. 10.30. Hjördís S. Kvaran, Áedía Kvaran Þorvaldsdóttir, Hjördís Einarsdóttir. + Maðurinn minn, ÞORLEIFUR FINNBOGASON frá Bolungarvík í Grunnavíkurhreppi, síöast á Hrafnistu, sem andaöist 6. mars sl., veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 16. mars kl. 13.30. Jarösett veröur í Hafnarfjaröarkirkjugaröi. Júlía Bjarnadóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför KRISTINS A. GUNNLAUGSSONAR, Kríunesi 11, Garöabæ. Sérstakar þakkir til björgunarmanna og Eimskipafélags íslands. Siguröur Gunnlaugsson, Björn Gunnlaugsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, fvar Gunnlaugsson, Ásgeir Gunnlaugsson, Gunnlaugur G. Björnsson, Hrafnhildur Sturludóttir, Sigrún Petersen, Margrót Halldórsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Þórunn Lúðvíksdóttir. GUOMUNDUR SIGURVIN SIGURÐSSON, vörubifreióastjóri, Bólstaöarhlíö 35, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. mars kl. 15.00. Elín Jónasdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Magnús Magnússon, Síguróur Guömundsson, Helga Ragnarsdóttir, Guðriður J. Guömundsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað á morgun, fimmtudaginn 15. mars, vegna jaröarfarar KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, verslunarstjóra. Dragtin, Klapparstíg 37. berkla og þurfti að liggja á Kristneshæli um skeið. En öll él birtir upp um siðir, Kristmundur komst til heilsu á ný og þau bjuggu um árabil á Ægisgötu 31 á Akureyri. Um þau safnaðist á Ak- ureyri stór vinahópur sem hélt IryKKÖ við þau til hins síðasta. Það var margt skólafólk að vestan sem kom á Ægisgötuna á sunnudögum og fékk kaffi og gómsætu kökurn- ar hennar Fríðu. Árið 1964 flytja þau búferlum til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Vesturbrún 14. Kristmundur lést 1974 og hafa Fríða og Karl óli haldið heimili saman æ síðan. Fríða var eins og fyrr segir lífs- glöð og glaðlynd kona og hafði lengstum góða heilsu, en seinni árin átti hún við veikindi að stríða og hefðu margir látið bugast í hennar sporum, en hún sá alltaf björtu hliðarnar á lífinu. En nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka kærri mágkonu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. „Farðu í friði, friður guðs þig blessi." Sólveig Snæbjörnsdóttir og börn. þegar fólkið þurfti að berjast fyrir því einu að hafa i sig og á. Hún þurfti snemma að vinna fyrir sér. Annað þekktist ekki á þessum tíma. Steinþóra hafði mik- ið yndi af allri handavinnu, hvort sem það var fatasaumur eða út- saumur ýmiss konar. Margan kjól- inn var hún búin að sauma, að ég tali ekki um alla púðana og vegg- teppin sem hún var búin að gefa ættingjum og vinum. Steinþóra var tvígift. Fyrri mann sinn, Bjarna Dagsson, missti hún 9. febrúar 1921 þegar vélbáturinn Haukur fórst. Á þeim bát voru einnig Einar bróðir henn- ar, sem hún hafði miklar mætur á, og góður vinur þeirra, Pétur Breiðfjörð, sem var vélstjóri á bátnum. Steinþóra giftist Gunnari Jó- hannssyni 23. maí 1923. Þau bjuggu fyrstu árin hér í Reykjvík, en fluttu til Siglufjarðar 1928 og áttu þar heima í 37 ár. Hún talaði alltaf um að það hefði verið sinn besti tími í lífinu. Þar eignuðust þau marga góða vini, sem alltaf hafa haldið tryggð við hana. Það kunni hún að meta. Oftast var margt í heimili hjá þeim Gunnari og oft gestkvæmt. Þar var vel tekið á móti ölium, þó oft væri þröngt í búi. Gunnar starfaði fyrir verka- lýðshreyfinguna í mörg ár og Steinþóra studdi hann dyggilega alla tíð. Hún starfaði í barna- verndarnefnd í 24 ár. Ég veit að þar hafði hún hag barnanna fyrst og fremst í huga. Eitt var það sem hún hafði mikla ánægju af. Það var að syngja. Síðustu árin var hún í Hrafnistukórnum og hlakkaði ailtaf til laugardaganna. Þá var söngæfing. Hún mátti ekki missa af henni. Börnin okkar eiga góðar minn- ingar um hana. Ég vil þakka Steinþóru allt það sem hún var mér. Börnum hennar og ættingj- um öllum sendi ég samúðarkveðj- ur. Svanhildur Oladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.