Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Heilnudd Partanudd Bandvefsnudd Bjúgnudd Heitir leirbakstrar Hitalampi 10% afsláttarkort. Aðeins lærðir sjúkra- Sjúkranuddstofa Hilke Hubert. Hverfisgötu 39, sími 13680 milli kl. 13 og 18. Bandalag háskólamanna minnir félagsmenn sína á, aö frestur til aö sækja um orlofsdvöl í sumar eöa um páskana í orlofshúsum bandalagsins eöa í íbúö bandalagsins á Akureyri, rennur út 1. apríl. Frestur til aö sækja um orlofsdvöl í húsum Hins ís- lenska kennarafélags er sá sami og hjá BHM. íbúöin á Akureyri og orlofshúsin eru einnig leigð út nú í vetur um helgar eöa til lengri tíma. Þeir sem hafa áhuga geta snúiö sér til skrifstofu BHM. Skrifstofur BHM og HÍK eru í Lágmúla 7. Símanúmer hjá BHM eru 82090 og 82112 og hjá HÍK 31117. Bandalag háskólamanna. Hiö íslenska kennarafélag. ▼ VARTA _ OFURKRAFTUR - “ ÓTRÚLEG EIMDING SAMAN VERÐOG Eyðirðu stórfé í rafhlöður? Þá skiptir máli að velja þær sem endast best. Hefur þú reynt VARTA rafhlöður? í flokki algengustu rafhlaðna, leiðir verðkönnun verðlagsstofnunar í Ijós að VARTA rafhlöður eru með þeim ódýrustu: VERÐKÖNNUN Rafhlöður fyrir vasaljós, útvörp, segulbönd, rafknúin leikföng og fl. (R 20> Varta 3 <D U> </> <D a c 0> 0: o» c <D <o C 3 Q. ■t' 3 Q> B: Varta super 21.35 Berec power 22.25 Wonder top1' 23.00 Hellesens rauð 25.00 National super 27.00 C: Philips super 19.75 Varta high performance2* 25.10 Wonder super 26.40 Ray-O-Wac heavy duty 27.00 Varta super dry 29.05 Berec power plus 30.25 Hellesens gold 34.00 ffffi Við erum óhræddir við samanburð - VARTA vestur þýsk háþróuð framieiðsla VARTA GÆÐI Á GÓÐU VERÐI ávallt í leiðinni AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Erfið barátta bíður arftaka Trudeaus JOHN TURNER, 54 ára gamall lögfræðingur, sem hefur ekki haft virk afskipti af stjórnmálum síðan hann sagði af sér embætti fjár- málaráðherra Kanada 1975, er talinn líklegasti eftirmaður Pierre Trudeaus forsætisráðherra, sem hefur ákveðið að biðjast lausnar, þegar Frjálslyndi flokkurinn velur Turner hefur sagt að hann muni tilkynna 16. marz hvort hann gefur kost á sér. Sérstakt flokksþing verður sennilega haldið í júnílok til að velja nýjan flokksleiðtoga og forsætisráð- herra. Trudeau heldur áfram störfum unz eftirmaður hans hefur verið valinn. Turner keppti að því að verða leiðtogi flokksins þegar Trudeau var valinn 1968 og baðst lausnar sem fjármálaráðherra skömmu áður en Trudeau boðaði kaup- gjalds- og verðlagseftirlit til að hamla gegn verðbólgu. Auk þess sem honum gramdist sú ráðstöf- un er talið að hann hafi verið orðinn þreyttur á að bíða eftir því að verða forsætisráðherra. Hann lét af þingmennsku einu ári síðar. Síðan hefur hann verið ráðu- nautur lögfræðiskrifstofu og for- stjóri margra fyrirtækja. Þá sjaldan sem hann hefur látið í Ijós skoðanir á stjórnmálum síð- an hann hætti virkum stjórn- málaafskiptum hefur hann gagnrýnt stefnu stjórnarinnar í ýmsum málum. Grunnt hefur því verið á því góða með honum og Trudeau. Fyrir rúmlega fimm árum sagði Turner að Frjálslyndi flokkurinn hefði lækkað í áliti í fjármála- og viðskiptaheimin- um, að sumir ráðherrar legðu ekki nógu hart að sér og flokkur- inn mundi sennilega tapa næstu kosningum, sem hann gerði 1979. Margir Kanadamenn segja að ævi Turners hafi verið undir- búningur undir embætti forsæt- isráðherra. Hann er fæddur í Richmond í Surrey á Englandi. Móðir hans var kanadískur hag- fræðingur og giftist enskum blaðamanni, Leonard Turner. Faðir hans dó þegar hann var tveggja ára og móðir hans giftist auðugum iðnrekanda, sem varð varafylkisstjóri Brezku Kól- umbíu. Þar stundaði hann nám í einkaskólum og skaraði fram úr í íþróttum. Seinna stundaði hann nám í Oxford, þar sem hann var Rhodes-styrkþegi, og í Sorbonne. Hann komst í heims- fréttirnar á sjötta áratugnum þegar teknar voru ljósmyndir, þar sem hann sást dansa við Margréti prinsessu þegar hún var í heimsókn i Kanada, og dagblöð veltu því fyrir sér hvort ástarsamband væri á milli þeirra. Hann var fyrst kjörinn á þing 1962 og hafði gegnt embætti neytendamálaráðherra í aðeins eitt ár er hann bauð sig fram gegn Trudeau í kosningunni um stöðu leiðtoga Frjálslynda flokksins þegar Lester Pearson hvarf af sjónarsviðinu. Hann þótti standa sig mjög vei í embættum dóms- og síðar fjármálaráðherra. Hann brydd- aði upp á ýmsum nýjungum og almennt er viðurkennt að hann hafi sýnt góða stjórnunarhæfi- leika. sér nýjan leiðtoga. TRUDEAU: Hættir. TURNER: Tekur við. Síðan Turner hætti þing- mennsku hefur hann varðveitt samband sitt við áhrifamenn í Frjálslynda flokknum. Hann hefur fylgt aðhaldsstefnu í fjár- málum, en verið hlynntur um- bótum á sviði félagsmáia. Nafn hans hefur ekki verið tengt verð- bólgu, 11% atvinnuleysi, fyrir- greiðslupólitík og öðrum vanda- málum, sem Trudeau hefur átt við að stríða á síðari árum, og hann hefur hækkað verulega í áliti. Turner hefur notið furðumik- ils stuðnings bæði í Frjálslynda flokknum og meðal almennings þrátt fyrir langa, pólitíska eyði- merkurgöngu og lengi hefur al- mennt verið álitið að flokkurinn mundi snúa sér til hans þegar Trudeau léti af störfum. Svo mikils álits nýtur hann að talið er að honum muni reynast auð- velt að ná kjöri sem leiðtogi flokksins. Hins vegar mun Trud- eau hafa beitt sér gegn vali hans. Helztu keppinautar Trudeaus um leiðtogastöðuna er Jean Chretien orkumálaráðherra, Mark MacGuigan dómsmálaráð- herra, Eugene Whelan landbún- aðarráðherra, Gerald Regan utanríkisviðskiptaráðherra og John Roberts atvinnumálaráð- herra. Frjálslyndi flokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið í eins miklum öldudal og nú. Sam- kvæmt skoðanakönnunum nýtur hann stuðnings aðeins 32 af hundraði kjósenda á sama tima og 52% styðja íhaidsflokkinn. Frjálslyndi flokkurinn hefur sama sem ekkert fylgi í Vestur- Kanada — hann hefur aðeins tvö þingsæti í héruðunum fyrir vest- an Ontario. Flokkurinn fer ekki með stjórnina í nokkru fylki Kanada, sem eru 10 talsins. Ástæðan er talin sú að kjósend- ur vilji mótmæla veldi alríkis- stjórnarinnar í Ottawa í fylkis- stjórnarkosningum, þótt þeir styðji Frjálslynda flokkinn í kosningum til sambandsþings- ins. Óvinsældum Trudeaus er kennt um veikleika Frjálslynda flokksins. Óvinsældir hans eru einkum taldar stafa af því að hann hefur verið lengi í embætti og komið sér illa hjá mörgu fólki í mörgum málum á þessum langa tíma. Þegar hann sigraði íhaldsmenn undir forystu Joe Clark með miklum mun í kosn- ingunum 1980 gaf hann í skyn að hann mundi hætta á kjörtíma- bilinu og við það ætlar hann að standa. Fyrir tilstilli Trudeaus hafa áhrif frönskumælanmdi Kan- adamanna aukizt og hann hefur reynt að stuðla að sáttum þeirra og enskumælandi manna. Frönskumælandi Kanadamenn eru ekki lengur annars flokks borgarar og fylgi aðskilnaðar- sinna í Quebec hefur minnkað. Trudeau hefur ferðazt mikið til annarra landa og reynt að auka áhrif Kanadamanna í heiminum, með misjöfnum árangri, en sjálfsvirðing Kanadamanna hef- ur aukizt. Almennt er talið að hvorki Turner né nokkur annar leiðtogi, sem Frjálslyndi flokkurinn kann að velja sér, geti komið í veg fyrir sigur Ihaldsflokksins í næstu kosningum, sem verða að fara fram innan eins árs og verða sennilega haldnar í haust. Þar sem Trudeau er kennt um veika stöðu Frjálslynda flokks- ins er óvíst að nýkjörnum leið- toga verði kennt um hugsanleg- an kosningaósigur. Nýr leiðtogi gæti síðan hæglega tryggt flokknum sigur í þar næstu kosningum. Búast má við að Turner þoki Frjálslynda flokknum lengra til hægri í kanadískum stjórnmál- um vegna tengsla hans við við- skiptalífið og mikillar áherzlu, sem hann leggur á þýðingu þess. Hægrisinnaðri stefna væri líka í samræmi við afstöðu kjósenda. Nýr leiðtogi íhaldsflokksins, Brian Mulroney, mun veita eftir- manni Trudeaus harða keppni í næstu kosningum. Mulroney er sléttur og felldur kaupsýslumað- ur frá Montreal, 44 ára að aldri, og hafði aldrei gegnt opinberu embætti þegar hann var kjörinn flokksieiðtogi í fyrrasumar. Undir forystu hans hafa íhaldsmenn haft 20% meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og því bendir allt til þess að hann myndi fyrstu meirihluta- stjórn íhaldsflokksins í Kanada síðan John Diefenbaker vann mikinn kosningasigur 1958.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.