Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Skoðanakönnun DV: Fylgisaukning hjá stjörnarflokkunum Stjórnarflokkarnir, Sjálf.stæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, hafa Tíðinda- laus fundur FUNDUR var með samninganefnd- um hafnarvinnumanna og skipafé- laganna, auk fulltrúa Dagsbrúnar og VSÍ, í gaerdag. Fundurinn hófst kl. 14.00 og lauk um 16.30 og ákveðinn hefur veríð nýr fundur á fóstudag. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, sagði að fund- urinn hefði verið tíðindalítill, ým- is atriði hefðu verið rædd efnis- lega, en engin niðurstaða hefði fengist. aukið fylgi sitt samkvæmt skoðana- könnum sem Dagblaðið/Vísir hefur gert og birti í gær. Af 600 manns sem spurðir voru kváðust 34% óákveðnir, og 11,2% svöruðu ekki spurningu blaðsins um afstöðu sína til stjórnmálaflokkanna. Niðurstöður urðu að 5,2% kváð- ust styðja Alþýðuflokkinn, 9,3% Framsóknarflokkinn, 28% Sjálf- stæðisflokkinn, 8,2% Alþýðu- bandalagið, 1,5% studdu Bandalag jafnaðarmanna og 2,7% samtök um kvennalista. Ef aðeins þeir eru teknir, sem afstöðu tóku, þá studdu 9,4% Alþýðuflokkinn, 17% Framsóknarflokkinn, 14,9% Al- þýðubandalagið, 2,7% Bandalag jafnaðarmanna, 4,9% samtök um kvennalistann og 51,1% styðja Sjálfstæðisflokkinn. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn í Hólaborg á tiltölulega skömmum tíma en vakt var við húsið fram til miðnættis. Morgunblaðið/Júlíus. Helliseyjarslysið: Leitin enn árangurslaus Veatnuaaarrjam. 13. mars. Frá Ómari VaMimarsayni, hlm. Morgunhlaðnins. LEITIN að skipverjunum fjórum, sem fórust með Hellisey austur af Stórhöfða á sunnudagskvöldið, bar engan árangur í dag. Leitinni verður haldið áfram í birtingu á morgun. Leitarmenn úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja hófu ieit um 7.30 í morgun og gengu þá fjörur á aust- anverðri eynni. Leitað var fram undir hádegi og fannst ekkert að sögn Herjólfs Bárðarsonar vara- formanns Björgunarfélagsins. Aft- ur var farið af stað síðdegis og leit- að þar til dimmdi en án árangurs. Varðskipið Óðinn kom inn til Eyja um hádegisbilið með brak sem bátar fundu nærri slysstaðnum i Iðja á Akureyri sam- þykkir samninginn IÐJA, félag verksmiðjufólks á Akur- eyri, samþykkti samning þann sem AÍSÍ og VSI gerðu með sér 21. febrú- ar síðastliðinn með 107 atkvæðum gcgn 30, á almennum félagsfundi á Akureyri á sunnudag. 4 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Iðja frestaði atkvæðagreiðslu um samninginn á sínum tíma og hefur verið í viðræðum við við- semjendur sína síðan. Björgvin Jónsson, starfsmaður Iðju, sagði að samningur ASÍ og VSÍ hefði verið samþykktur óbreyttur, en eitthvert vilyrði væri þó um smá- breytingar á honum, þó ekkert frágengið í þeim efnum. Eldur í leikskóla í Breiðholti ELDUR kom upp í leikskólanum Hólaborg við Suðurhóla laust fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang, logaði út um glugga í austurenda hússins og mikinn reyk lagði um bygging- una. Mikill eldur var í herbergi í austurenda hússins. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á hús- inu, einkum herberginu þar sem eldurinn kom upp. Eldsupptök eru óljós. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp og hinir síðustu fóru úr húsinu um klukkan hálfsex. Aðild ríkisfyrirtækja að VSÍ: gær. Óðinn fór aftur út um kvöld- matarleytið og var gert ráð fyrir að skipið yrði við Vestmannaeyjar á morgun og næstu daga. Guðlaugur Friðþórsson, stýri- maður á Hellisey, sem komst lífs af á ævintýralegan hátt aðfaranótt mánudagsins, er enn á sjúkrahús- inu í Eyjum við allgóða heilsu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sjópróf verða haldin. Skýrari línur við samningagerð — eða fjárstuðningur við vinnuveitendur Sementsverksmiðja ríkisins, ís- lenzka járnblendifélagið, Kísiliðjan við Mývatn og Þörungavinnslan að Reykhólum hafa fengið tilmæli frá iðnaðarráðherra um fulla aðild að FÍI, sem síðan er aðili að VSÍ. Þessi fyrirtæki hafa verið aukameðlimir FÍI um skeið. Gert er ráð fyrir að Landsmiðjan verði meðlimur í Meistarafélagi járniðnaðarmanna og þar með að Sambandi málm- og skipasmiðja, sem hún hefur verið aukameðlimur í. Sjóefnavinnslan verður aðili að FÍI og þar með VSÍ. Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkis- ins og Jarðboranir ríkisins fá beina aðild að VSÍ. Þá hefur landbúnað- arráðherra ákveðið að Aburðarverk- smiðjan verði aðili að VSÍ. Þetta kom fram í svari Stein- gríms Hermannssonar, forsætis- ráðherra, við fyrirspurn frá Svav- ari Gestssyni (Abl.) um greiðslur ríkisfyrirtækja til VSÍ. Þjónustu- gjald aðildarfélaga að ASÍ er 0,4% af launagreiðslum liðins árs. Til VSÍ ganga aðeins þjónustu- gjöld vegna þeirra starfsmanna ríkisfyrirtækja, sem VSÍ annast samninga við, en samkvæmt lög- um annast samninganefnd ríkis- ins samningsgerð við BSRB og BHM, sem eru heildarsamtök velflestra ríkisstarfsmanna. Svavar Gestsson (Abl.) sagði að- ild ríkisfyrirtækja að VSÍ greiðslu á herkostnaði vinnuveitenda gegn launafólki. Styrkir til VSÍ um þessa aðild gætu numið hálfri annarri milljón í ár og hærri fjár- hæð, ef fleiri ríkisfyrirtæki fylgdu í kjölfarið. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, minnti á að ríkisfyrir- tæki hefðu haft samflot með öðr- um atvinnurekstri innan VSÍ frá 1952—1971, og væri nú enn, í ljósi tiltækrar reynslu, horfið að því ráði. Lúðvík Jósepsson, sem verið hefði sjávarútvegsráðherra 1956—58 hefði ekki séð ástæðu til breytinga á þessari aðild, enda hefði hann þekkt betur til at- vinnumála en núverandi forysta Alþýðubandalags. Margir þingmenn tóku til máls og körpuðu stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar um málið lengi dags. Ragnhildur Helgadóttir um skýrslu Árdísar Þórðardóttur: Starfsmaður Mályísindastofnunar braut trúnað og dreifði skýrslunni — því fór formaður Stúdentaráðs með alrangt mál í útvarpinu Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráóherra sagði í viótali vió Mbl. í gær, aó Möróur Arnason, starfsmaóur Málvísindastofnunar Háskóla íslands, hafi brotió trún- aó og dreift skýrslu Árdísar Þóró- ardóttur um málefni Lánasjóós ísl. námsmanna, er skýrslan hafi verió sem trúnaðarplagg á vinnslustigi hjá stofnuninni. Ráóherrann segir Möró greinilcga hafa gert þetta í pólitískum tilgangi og því hafi Aö- alsteinn Steinþórsson formaóur Stúdentaráós farið meó alrangt mál í útvarpsþætti sl. mánudags- kvöid, er hann hélt því fram aó enginn hefði vitað um skýrsluna á vinnslustigi, nema menntamála- ráóherra. Menntamálaráóherra hefur ritaó rektor Háskóla íslands bréf vegna máls þessa. Formaður Stúdentaráðs, Aðal- steinn Steinþórsson, fjallaði m.a. um umrædda skýrslu í útvarps- þættinum „Um daginn og veg- inn“ sl. mánudag. Hann sagði þar m.a. að mikil leynd hefði hvílt yfir skýrslugerðinni og að enginn hefði vitað um hana á vinnslustigi nema menntamála- ráðherra. Fór hann hörðum orð- um um málsmeðferð og að stúd- entum skyldi ekki hafa verið kunnugt um hana. Mbl. sneri sér til Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra vegna yf- irlýsinga Aðalsteins og hafði hún eftirfarandi að segja: „Þetta er alrangt. Ég sá skýrsluna fyrst fullbúna hinn 5. mars og afhenti hana daginn eft- ir formanni stjórnar Lánasjóðs- ins, framkvæmdastjóra hans og ráðuneytisstjóranum í mennta- málaráðuneytinu. Hins vegar kom frétt 7. marz sl. í Tímanum þar sem sagt var að skýrslan hefði verið á borði mínu vikum saman og ýmislegt þar rangfært úr henni. í framhaldi af þessu talaði blaðamaður Tímans við mig og upplýsti, að skýrslan hefði verið í gangi vikum saman hjá stúdentum og spurði mig hvaða skýrsla það gæti verið. Ég gat auðvitað engu um það svar- að. Við eftirgrennslan kom í ljós, að starfsmaður við Málvísinda- stofnun Háskóla íslands, Mörður Árnason, sem lengi var fulltrúi SÍNE í stjórn Lánasjóðsins og er meðritstjóri málgagns SÍNE og blaðamaður á Þjóðviljanum, en hann hafði skýrsluna á vinnslu- stigi sem trúnaðarmál vegna yf- irlestrar, braut trúnaðinn og dreifði skýrslunni, í pólitískum tilgangi greinilega." Menntamálaráðherra sagði að lokum: „Það er því alrangt sem formaður Stúdentaráðs sagði, að enginn hafi séð þetta á vinnslu- stigi nema ég. Þeir voru búnir að sjá miklu meira en ég, meðan skýrslan var á vinnslustigi." Rafiðnaðar- menn semja Rafiðnaöarmenn sömdu í fyrrinótt viö rafverktaka á sömu nótum og ASÍ og VSÍ geröu á sínum tíma. Samkomulagið var undirritað með fyrirvara um samþykki félagsfunda. Bankamenn sömdu í gær SAMBAND íslenskra banka- manna skrifaði undir kjarasamn- ing við bankana í gær, sem í öllum aðalatriðum er samhljóða sam- komulagi BSRB við ríkisvaldið og ASÍ við VSÍ. Skrifað var undir með fyrirvara um samþykki fé- lagsmanna eins og venja er, en samningurinn verður borin undir atkvæði féiagsmanna í allsherjar- atkvæðagreiðslu sem haldin verð- ur miðvikudaginn 28. og fimmtu- daginn 29. mars. Leiðrétting NAFN sigurvegara á skákmóti Háskóla íslands misritaðist í frétt blaðsins. Jón G. Friðjónsson sigr- aði á mótinu, hlaut 8 vinninga í níu umferðum. Mbl. biðst afsökun- ar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.