Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Sveitir af öllu landinu tóku þátt í björgunaræfingu í Hvalfirði um helgina: Klifurmenn við björgunaraðgerðir í Þyrli. Ljósm. Mbl. Julíus Æfíngunni lauk með raunverulegri leit Miklar björgunaræfingar fóru fram í Hvalfirði um helgina. Æf- ingar þessar voru á vegum Hjálpar- svcitar skáta í Kópavogi í tilefni þess að sveitin verður 15 ára í nóv- ember á þessu ári. Mótið hófst formlega á miðnætti Töstudagsins 9. mars. Þá voru allar þær hjálpar- og björgunarsveitir, sem þátt tóku í æfingunum mættar til leiks. Þær voru Hjálparsveit skáta, Reykjavík, Hjálparsveit skáta, Njarðvík, Hjálparsveit skáta, Garðabæ, Hjálparsveit skáta, Norð- firði, Hjálparsveit skáta, Hafnar- firði, Hjálparsveit skáta, Akranesi, Hjálparsveit skáta, Vestmannaeyj- um, Hjálparsveit skáta Blönduósi, Hjálparsveit skáta, Akureyri, Flug- björgunarsveitin, Reykjavík, og Björgunarsveitin Stakkur. Lætur nærri að alls hafi um 150 manns tekið þátt í æfingunum, bæði björg- unarmenn og fólk í hlutverkum sjúkra og slasaðra. Sveitirnar höfðu nætursetu í Fé- lagsheimilinu Hlöðum, en „slasaðir" í verbúðum Hvals hf., þar sem einn- ig var föröunaraðstaða. Æfingar hófust fyrir alvöru kl. 5 að morgni laugardags. Æfingar- svæðinu, sem náði frá Þúfufjalli að Brynjudal, hafði verið skipt niður í tölusett svæði. Hjálparsveitunum var deilt niður á hin skipulögðu svæði, en áður en leit hófst höfðu sjúklingar komið sér fyrir og áttu þeir að gera sér upp fyrirfram ákveð- in mein og áverka. Leitarmenn fengu hinsvegar aðeins uppgefið að einhvers staðar á svæðinu væri fólk í „nauöum“ statt, en hvorki hvar, né hvert ásigkomulag þess væri. Þannig var æfð leit, skyndihjálp og björgun af slysstað. Sveitirnar voru í stöðugu talstöðv- arsambandi við Björgvin Rfkharðs- son úr Hjálparsveit skáta, Kópavogi, en hann hafði stjórn og skipulag æf- ingarinnar með höndum og hafði sett upp stjórnstöð að Hlöðum. Leit- arhópar voru í þráðlausu sambandi við björgunarbíla. Hver sveit fékk tvö verkefni yfir daginn og ein þrjú svo að það var ekki fyrr en undir kvöld að síðustu leitarmenn luku störfum fyrri dag- inn. Veður var umhleypingasamt þenn- an dag og gekk á með roki, rigningu, slyddu og var skyggni aflcitt. Setti veðurfarið strik í reikninginn því að í upphafi var gert ráð fyrir sæmilegu skíðafæri og áttu skíðagöngumenn og snjósleðastjórar að fá verkefni við sitt hæfi, en asahláka undanfar- inna daga kom í veg fyrir það. A sunnudaginn var veður stillt og bjart með frosti og nýfallinn snjór á jörðu. Þá hófust aðgerðir kl. 9 um morg- uninn og voru með nokkuð öðru sniði en daginn áður. Þá var sviðsett Tilbúið svöðusár á læri. Ljósm. Sigurdur „Vitstola" kona hamin eftir sprenginguna. Ljósm. Mbl. RAX Sigið með sjúkling. Ljósm. Mbl. RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.