Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 3 . Iðnaðardeild Sambandsins: Selur 250 þúsund peysur til Sovét Akureyri, 13. mars. „VIÐ undirrituðum samning á sölu á 250 þúsund peysum til sovéska samvinnusambandsins í síðustu viku. Aður höfðum við gert samning við Kaznoexport í Sovétríkjunum um sölu á 24 þúsund peysum og jökkum. Upphæð þessara tveggja samninga er um 110 milljónir króna," sagði Sigurður Arnórsson, rramkvæmdastjóri ullariðnaðar hjá Iðnaðardeild SÍS á Akureyri, þegar blm. Mbl. ræddi við hann. Auk þessa samnings er í undir- búningi að selja til Sovétríkjanna 100 þúsund trefla að verðmæti um 7,5 milljónir króna og nýlega var einnig undirritaður samningur um sölu á vefnaði í 10—15 þúsund kápur til Bandaríkjanna og er hugsanlegt að eitthvað af þeim kápum verði saumaðar hér. „Samningur okkar við Rússana er sá stærsti sem við höfum gert til þessa og góðar söluhorfur eru framundan. Allt þetta leiðir til þess að fjölga hefur þurft starfs- fólki hjá okkur nokkuð og auk þess lengja vaktir verulega. Nú er unnið í prjónadeild allan sólar- hringinn á þrem vöktum og í saumadeild eru tvær vaktir. Starfsmannafjöldi hjá ullariðnaði okk'ar er nú 342 manns. Útlit er fyrir að á þessu ári fari um 25—30% af framleiðslu okkar á markað í Sovétríkjunum. Annað fer á markaði í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum og einnig hefur orðið um gifurlega aukningu að ræða á innanlandsmarkaði," sagði Sigurður Arnórsson að lokum. GBerg. Forstöðumaður Borgarskipulags: Borgarráð samþykkti að ráða Þorvald BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Þorvald S. Þor- valdsson arkitekt í starf forstöðu- manns Borgarskipulags frá og með 1. apríl nk. Þrír borgarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu Þor- valdi atkvæði, en fulltrúar Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. í Mbl. í gær var sagt frá sam- þykkt skipulagsnefndar um málið, en þar var mælt með því sam- hljóða að Þorvaldur skyldi ráðinn, en fulltrúar minnihlutans sátu þar einnig hjá. Hinir tveir um- sækjendurnir hlutu ekki atkvæði. Endanlega verður gengið frá ráðningu í starf forstöðumanns Borgarskipulags á fundi borgar- stjórnar á morgun, fimmtudag. Vélasamstæður Blönduvirkjunar: ASEA hyggst gera tilboð HKRLENDIS hefur verið staddur stjórnarformaður sænska stórfyrir- tækisins ASEA, Curt Nicoline. Hann hefur átt viðræður við forráðamenn I>andsvirkjunar, en fyrirtækið hyggst gera tilboð í vélasamstæður Blönduvirkjunar. Þá átti Nicoline viðræður við ís- lenska vinnuveitendur, en hann er m.a. varaformaður BJAKK, al- þjóðlegra samtaka vinnuveitenda, sem aðsetur hafa í París. Dauft yfir loðnuveiðum HELDUR er nú að dofna yfir loðnu- veiðinni. Frá miðnætti aðfaranætur þriðjudagsins til síðdegis f gær höfðu aðeins tvö skip tilkynnt um afla og mánudagsaflinn varð aðeins rúmar 9.000 lestir af 17 skipum. Til viðbótar þeim skipum, sem getið var í Morgunblaðinu í gær, tilkynntu eftirfarandi um afla á mánudag: Keflvíkingur KE, 500, Rauðsey AK, 430, Albert GK, 550, Skírnir AK, 260, Guðmundur RE, 500 og Júpíter RE 700 lestir. Um klukkan 17 í gær höfðu aðeins tvö skip tilkynnt um afla, Guðmundur Ólafur OF með 460 lestir og Örn KE með 550 lestir. MatseðM Ftug'®^ °9 s' nætur.kvoio 2kr l Broadv^V*ra 3 \ l UC tl ^ ^Gott fólK M,ra Btoadway Merð Uá j VcrónunV. Missið ekki af þessari einstæðu skemmtun sem nú er flutt í síðasta sinn l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.