Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 21 207 rithöfundar hafa hlotið starfslaun Tvö hundruö og sjö rithöfundar hafa hlotið starfslaun úr Launasjóði rithöfunda frá árinu 1976 og til þessa, en úthlutun fyrir árið 1984 er nýlokið. Starfslaunin eru mánaðar- laun miðuð við byrjunarlaun menntaskólakennara og sagði í fréttatilkynningu úthlutunarnefndar fyrir skömmu, að starfslaunin væru nú 15.130 krónur á mánuöi. Á þessum árum hefur verið úthlut- að 2.449 mánaðarlaunum og hefur Thor Vilhjálmsson fengið mest starfslaun á þessu tímabili, eöa sam- tals 54 mánaðarlaun. I’orstcinn frá Hamri hefur fengið 53 mánaðarlaun, Einar Bragi 46, Guöbergur Bergsson og Þorgeir Þorgeirsson 45 mánaðar- laun hvor, Nína Björk Árnadóttir hefur fengið 43 mánaðarlaun alls og Vésteinn Lúðvíksson 42 mánaðar- laun. Níu rithöfundar hafa fengið mánaðarlaun á bilinu 32 til 39 og tuttugu og einn rithöfundur hefur fengið mánaðarlaunafjölda á bilinu 21 til 29. Hér fer á eftir listi yfir þá rit- höfunda, sem hlotið hafa starfs- laun og í hve marga mánuði hver hefur fengið laun. Listinn er unn- inn af Rithöfundasambandi Is- lands um mánaðarlaun veitt úr Launasjóði rithöfunda árin 1976 til og með 1984. 54 mánaðarlaun alls: Thor Vilhjálmsson. 53 mánaðarlaun alls: Þorsteinn frá Hamri. 46 mánaðarlaun alls: Einar Bragi. 45 mánaðarlaun alls: Guðbergur Bergsson, Þorgeir Þorgeirsson. 43 mánaðarlaun alls: Nína Björk Árnadóttir. 42 mánaðarlaun alls: Vésteinn Lúðvíksson. 39 mánaðarlaun alls: Ingimar Erlendur Sigurðsson, Ólafur Haukur Símonarsson, Pétur Gunnarsson. 38 mánaðarlaun alls: Jón Óskar. 35 mánaðarlaun alls: Jóhannes Helgi, Steinunn Sigurðardóttir. 34 mánaðarlaun alls: Guðlaugur Arason, Sigurður Pálsson. 32 mánaðarlaun alls: Stefán Hörður Grímsson. 29 mánaðarlaun alls: Guðmundur Daníelsson. 28 mánaðarlaun alls: Guðmundur Steinsson. 27 mánaðarlaun alls: Birgir Sigurðsson, Hannes Pétursson, Sigurður A. Magnússon. 26 mánaðarlaun alls: Ása Sólveig, Guðmundur G. Hagalín, Svava Jakobsdóttir. 25 mánaðarlaun alls: Jón úr Vör, Þórarinn Eldjárn. 24 mánaðarlaun alls: Stefán Júlíusson, Steinar Sigurjónsson. 23 mánaðarlaun alls: Oddur Björnsson. 22 mánaðarlaun alls: Gunnar M. Magnúss, Hannes Sigfússon, Ólafur Jóhann Sigurðsson. 21 mánaðarlaun alls: Heiðrekur Guðmundsson, Kristinn Reyr, Kristján frá Djúpalæk, Magnea J. Matthíasdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Þórunn Elfa Mangúsdóttir. 19 mánaðarlaun alls: Ármann Kr. Einarsson, Indriði G. Þorsteinsson, Jón frá Pálmholti. 18 mánaðarlaun alls: Ási í Bæ, Auður Haralds, Böðvar Guðmundsson, Gréta Sigfúsdóttir, Guðjón Sveinsson, Jónas Guðmundsson. 17 mánaðarlaun alls: Erlingur E. Halldórsson, Guðmundur Frímann, Valdís Óskarsdóttir, Þorsteinn Antonsson. 16 mánaðarlaun alls: Einar Már Guðmundsson, Geir Kristjánsson, Gunnar Dal, Steingerður Guðmundsdóttir. 15 mánaðarlaun alls: Agnar Þórðarson, Anton Helgi Jónsson, Einar Kárason, Jón Helgason (ritstj.), Kristmann Guðmundsson, Norma E. Samúelsdóttir. 14 mánaöarlaun alls: Andrés Indriðason, Birgir Svan Símonarson, Jónas Árnason, Njörður P. Njarðvík, Tryggvi Emilsson, Þorsteinn Marelsson, Þórir S. Guðbergsson. 13 mánaðarlaun alls: Filippía Kristjánsdóttir, Guðmundur L. Friðfinnsson, Gylfi Gröndal, Jökull Jakobsson, Ólafur Ormsson. 12 mánaðarlaun alls: Egill Egilsson, Gunnar Benediktsson, Gunnar Gunnarsson, Indriði Úlfsson, Jakobína Sigurðardóttir, Jóhann Hjálmarsson, Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum. 11 mánaðarlaun alls: Baldur Óskarsson, Hjörtur Pálsson, Ólafur Gunnarsson, Sigvaldi Hjálmarsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Örn Bjarnason. 10 mánaðarlaun alls: Ásgeir Jakobsson, Björn Bjarman, Einar Kristjánsson, Einar Guðmundsson, Hafliði Vilhelmsson, Hilmar Jónsson, Hrafn Gunnlaugsson, Ingólfur Jónsson, Jón Björnsson, Kári Tryggvason, Matthías Johannessen Pjetur Hafstein Lárusson, Þóroddur Guðmundsson. 9 mánaðarlaun alls: Einar Ólafur Sveinsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Erlendur Jónsson, Helgi Sæmundsson, Kristján Jóhann Jónsson, Líney Jóhannesdóttir, Magnús frá Hafnarnesi, Málfríður Einarsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Örnólfur Árnason. 8 mánaöarlaun alls: Anna K. Brynjúlfsdóttir, Áslaug Ragnars, Dagur Sigurðarson, Guðmundur Halldórsson, Indriði Indriðason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, Skúli Guðjónsson. 7 mánaðarlaun alls: Bergsveinn Skúlason, Eiríkur Jónsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Páll H. Jónsson, Sigfús Daðason, Tómas Guðmundsson, Vilborg Dagbja-tsdóttir. 6 mánaðarlaun alls: Björn J. Blöndal, Gestur Guðfinnsson, Hreiðar Stefánsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Lúðvík Kristjánsson, Ragnar Þorsteinsson, Þráinn Bertelsson. 5 mánaðarlaun alls: Eiríkur Sigurðsson, Elías Mar, Dr. Jón Gíslason, Steingrímur Th. Sigurðsson, Þór Whitehead. 4 mánaðarlaun alls: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Árni Bergmann, Björn Th. Björnsson, Björn Þorsteinsson, Einar Laxness, Eðvarð Ingólfsson, Jakob Jónsson, Jón Bjarnason frá Garðsvík, Kristján Karlsson, Ómar Þ. Halldórsson, Páll Pálsson, Sigurður Róbertsson, Snjólaug Bragadóttir, Þorleifur Bjarnason. 3 mánaðarlaun alls: Árni Larsson, Bjarni Bernharður, Einar Pálsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Herdís Egilsdóttir, ísak Harðarson, Jenna Jensdóttir, Jón Thorarensen, Kjartan Ólafsson, Kristján Árnason, Leifur Jóelsson, Ólöf J. Jónsdóttir, Páll Baldvinsson og Sigurjón Sighvats xk hvor, Sigurður Á. Friðþjófsson, Sigurður Guðjónsson, Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón), Sigurjón Guðjónsson, Stefán Snævarr, Úlfar Þormóðsson, Úlfur Hjörvar, Vigfús Björnsson, Þorsteinn Stefánsson, Þórarinn Helgason. 2 mánaðarlaun alls: Ari Gíslason, Ármann Dalmannsson, Björn Magnússon, Bolli Þórir Gústavsson, Bragi Sigurjónsson, Einar Guðmundsson (kennari, f. 1905), Einar Ólafsson, Geir V. Vilhjálmsson, Guðrún P. Helgadóttir, Heimir Þorleifsson, Inga Huld Hákonardóttir, Ingimar Jónsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Jón Bjarman, Jón Þórðarson, Kristján Röðuls, Magnús Magnússon, Ólafur Jónsson, Pétur Önundur Andrésson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Ragnarsson, Sólrún B. Jensdóttir, Stefán M. Stefánsson, Stefán Unnsteinsson, Steindór Steindórsson, Valgarður Stefánsson, Viktor Arnar Ingólfsson, Þorvaldur Sæmundsson, Þórarinn V. Mangússon. Verkalýðsráð Sjálfstæöisflokksins: Lýsir yfir stuðningi við málstað hárgreiðslu- og hárskeranema EFTIRFARANDI tillaga var sam- þykkt á stjórnarfundi verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins 29. febrúar 1984. Stjórn verkalýðsráös er skipuð 46 mönnum. „Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins lýsir yfir fullum stuðn- ingi við málstað hárgreiðslu- og hárskeranema, en eins og kunnugt er eru þeir eini launþegahópurinn í landinu, sem ekki nýtur umsam- inna lágmarkslauna. Ástæðan fyrir því er sú að hár- greiðslu- og hárskerameistarar felldu einir aðildarfélaga VSÍ rammasamning milli ASI og VSÍ frá því í nóvember 1981. Verkalýðsfélagsráðið harmar þessa afstöðu og skorar á viðkom- andi félög vinnuveitenda að semja við ASÍ f.h. hárgreiðslu- og hár- skeranema um kjör, sem ekki eru lakari en kjör annarra iðnnema og veita þeim nemum sömu lág- markslaun." Kaupmenn á námskeið hjá VÍ: Frjáls álagning í frjálsri samkeppni VERZLUNARSKÓLI íslands mun í þessum mánuði gangast fyrir nám- skciðum í samráði við Kaupmanna- samtök íslands og verður á einu námskeiðani.a fjallaö um frjálsa álagningu í frjálsri samkeppni. Sagði Þorvarður Elíasson, skólastjóri VÍ, að námskeiðið væri fólgið í umfjöllun um það hvernig vörur væru verðlagðar þegar viðskiptafrelsi ríkir og verðlags- höft eru ekki fyrir hendi. Á námskeiðinu verður fjallað um, að sögn Þorvarðar, með hvaða hætti viðskipti ættu sér stað á frjálsum markaði. Nú þyrftu menn að gera sína verðútreikn- inga sjálfir, en áður hefðu þeir i mörgum tilfellum fengið verðið í hendur frá seljendum og verðlags- yfirvöldum. HANDVERKí SÉRFLOKKI er nú aftur til afgreiðslu. 6 m. matar- og kaffistell (35 stk.) kr. 11.021,-. Staðgreiðsluverð aðeins kr. 9.918,- Ótrúleg greiðslukjör: Útborgun 2000 kr. og 1000 á mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.