Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Þríþætt hagræðing á starfi og rekstri LIN Rætt við Árdísi Þórðardóttur, rekstrarhagfræðing, um lánasjóðsskýrsluna „Skýrslan er í raun fagleg úttekt, gerð að beiðni menntamálaráðherra, til að gera grein fyrir þróun Lána- sjóðs íslenskra námsmanna og huga að hagræðingu í rekstrinum á eins hlutlausan hátt og unnt er. Það er Ijóst að málefni sjóðsins eru flókin og viðkva'm og koma öllum lands- mönnum við. Vel menntaðir ein- staklingar eru mikilsverð auðlind hverrar þjóðar og fjármunum sem beint er til menntunar er vel varið. í skýrslunni er lögð á það áhersla að breytingar á núverandi fyrirkomu- lagi verði að gera í nánu samráði við námsmenn og sérfræðinga í mennta- málum. Alþingi tekur svo að sjálf- sögðu hinar pólitísku ákvarðanir og tilkoma skýrslunnar kemur vonandi til með að auðvelda þinginu það,“ sagði Árdís Þórðardóttir, rekstrar- hagfræðingur í viðtali við Morgun- blaðið. Árdís skilaði sl. mánudag skýrslu um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN, til menntamála- ráðherra, en hún hefur unnið að henni frá því í september sl. Hvar má hagræöa í rekstri sjóðsins? „Hagræðingu sem beinist að því að draga úr kostnaði, eða koma í veg fyrir að hann vaxi úr hömlu má gera á þrennan hátt. í fyrsta lagi með bættri nýtingu á fjárfest- ingum sem fyrir eru í landinu. í öðru lagi með því að breyta fyrir- komulagi námsaðstoðar og í þriðja lagi með því að dreifa fjármagni til námsmanna á ódýrari máta en nú tíðkast." Hvaða fjárfestingar má nýta betur í þess- um efnum? „í skýrslunni er bent á að með eflingu á starfsemi Háskóla ís- lands sé þetta unnt. Ástæða er til þess að stefna að því að allt nám á háskólastigi í landinu rúmist inn- an veggja háskólans. Það þarf að gera háskólann samkeppnishæfari en hann er nú gagnvart erlendum háskólum. Hér er bent á leiðir, eins og að auka möguleika á sveigjanlegri samsetningu náms- efnis að baki ákveðnum prófgráð- um, að hlutanám verði tekið upp, bjóða má upp á aukna möguleika til meistaraprófs og hugsanlega mætti bæta við nýjum námsgrein- um. Þegar hefur verið lagður grunnur að framtíðarhúsnæði, þrátt fyrir fyrirséða fækkun í ár- göngum og margvísleg önnur að- staða er fyrir hendi og við eigum ágæta fræðimenn til að takast á við ný verkefni. Þegar ég segi æskilegt að há- skólanám sé stundað í auknum mæli hér heima er ég ekki að tala um að „loka“ landinu. Það er ákvörðun hvers og eins hvar hann stundar sitt nám. Þá ber að geta þess að í kjölfar eflingar háskól- ans ykjust grunnrannsóknir í landinu og hefði það örvandi áhrif á nýsköpun atvinnulífs." Hvað um breytta skipan á námsaðstoð? „Til þess að hagræðing sé mögu- leg á kjörum námslána verður að gera lagabreytingu. Hún er líka nauðsynleg forsenda, verði talið æskilegt að færa dreifingu á námslánum til viðskiptabank- anna. Lagt er til að lögum verði breytt þannig að skýr greining verði á milli námslána og náms- styrkja. Við úthlutun yrði þá ljóst hve mikill hluti námsaðstoðar hvers einstaklings væri lán og hve stór hluti styrkur. Beinir styrkir Lánasjóðs eru nú taldir nema 34 milljónum króna, sem eru ferðastyrkir. I skýrslunni kemur fram að þessi upphæð er öllu hærri ef lagt er mat á niður- fellingu eftirstöðva höfuðstóls eft- ir 40—50 ár, vaxtaleysi og lán- tökugjaldsleysi. Þá lítur dæmið öðru vísi út og styrkirnir nema um 135—330 milljónum króna, að meðtöldum 34 milljónum í ferða- styrki. Þessar upphæðir miðast við meðal framfærsluvísitölu 1983. Til viðmiðunar má benda á að áætlaður rekstrarkostnaður há- skólans í ár nemur 242 milljónum króna, miðað við sama verðlag. Ráðstöfunarfé LÍN 1984 er 554 milljónir króna þannig að styrkir í þessum skilningi eru töluverðir hjá Lánasjóði. Sjóðurinn er nú fjármagnaður í auknum mæli með lántökum. Þau lán sem hann tekur bera vexti og þegar sama fé er aftur lánað út vaxtalaust rýrnar höfuðstóllinn sé allt annað óbreytt. Með óbreyttri fjármögnun LÍN, og einkum verði honum gert að auka lántökurnar, er hætt við að til gjaldþrots komi, hugsanlegra innan fárra ára. Auð- vitað gerist slíkt ekki í reynd, heldur kæmi ríkissjóður til bjarg- ar. Þessi hætta yrði úr sögunni kæmi til umrædd greining í lán og beina styrki.“ Hve miklu yrði þá varið til styrkja ann- ars vegar og náms- lána hins vegar? „í skýrslunni er ekki tekin af- staða til þeirrar upphæðar Sem varið skyldi til beinna náms- styrkja né heldur til námslána. Það eru pólitískar ákvarðanir sem verður að taka á pólitískum vett- vangi. Verði sú afstaða tekin er alls ekki fyrirséð hvernig eftir- spurn eftir námslánum verður. Hvort hún eykst eða minnkar. Það veltur meðal annars á því hversu örlátt fjárveitingavaldið verður á bein framlög til styrkja, atvinnu- möguleikum námsmanna og al- mennu efnahagsástandi á hverj- um tíma. Hins vegar er ljóst að heildar- upphæð lána sem námsmenn telja sig þurfa og kjósa að taka, verður betur tengd raunverulegri þörf þeirra en nú er. Upphæð lánanna gæti orðið hærri en nú er, þar sem vextir af þeim yrðu jákvæðir og þau endurgreidd að fullu. Þá er hugsanlegt að laun langskóla- menntaðra manna myndu hækka, sé litið til langs tíma, ef þróunin yrði sú að þeir stæðu sjálfir í auknum mæli straum af kostnaði menntunarinnar. Eins er mögu- legt að vaxtakostnaður yrði frá- dráttarbær til skatts, eins og til dæmis vaxtakostnaður er vegna fjárfestingar í eigin húsnæði. Vextir á námslán eru ekkert nýnæmi í veröldinni. í Skandin- avíu bera námslán yfirleitt vexti, til dæmis 11,5% í Noregi, þeir eru jákvæðir. Breytingarnar sem bent er á hér eru verulegar. Góðan tíma og mikla vinnu þarf að leggja fram til að kynna þær og útfæra. Þetta er með öðrum orðum tillaga um langtímalausn á einu þeirra vandamála sem greint er frá í skýrslunni." Hvað um skamm- tímaaðgerðir? „Rekstrarkostnaður skrifstofu LÍN hefur vaxið hraðar en heild- arfjárþörf sjóðsins, sem þó fjór- faldaðist að raungildi á því tíma- bili sem úttektin nær yfir, 1971 til 1984. Þegar fjármagni er úthlutað með jafn hagstæðum kjörum og hjá LÍN er mikilsvert að eftirlit sé verulegt og þeir einir hljóti aðstoð sem uppfylla sett skilyrði. Upplýs- ingaöflun og eftirlit hefur mjög aukið rekstrarkostnað skrifstof- unnar. Úthlutunarreglur eru flóknar og vinna við úthlutun kostnaðarsöm. f lögum um LfN er stjórnin ekki hvött til að halda kostnaði í skefjum. Þar segir: „Ár- legur rekstrarkostnaður greiðist af fé sjóðsins." Ef úthlutunarregl- ur yrðu einfaldaðar og skrifstofu- starfið endurskipulagt mætti ná verulegri hagræðingu í rekstrin- um. Varðandi úthlutunarreglur er lagt til að kröfur um námsafköst verði auknar og almenna reglan sú að aðstoð verði þá aðeins veitt skili nemandi fullum námsafköst- um samkvæmt mati viðkomandi skólastofnunar eða deildar. Meti skólastofnun hæfilega námslengd vera til dæmis þrjú ár verður ekki veitt til námsins meira fé en sam- svarar útreiknuðum þriggja ára námskostnaði eða þriggja ára tekjumarki, burtséð frá því hvað hver og einn er lengi að ljúka náminu. Þá er lagt til að heimild- arákvæði laganna um víxillán verði túlkuð þröngt, eins og sýnist hafa verið vilji Alþingis. Varðandi félagslegu hliðina er bent á að hlutverk almannatrygg- ingakerfisins er að jafna félags- lega aðstöðu landsmanna. Eðlilegt sýnist að námsmenn sitji þar við sama borð og aðrir, að svo miklu leyti sem lög kveða á um. Vinnu- tekjur skerða nú verulega láns- möguleika og því hafa námsmenn ekki jafn rika ástæðu og áður til þess að afla sér tekna samhliða námi. Verði tekjur ekki eða óveru- lega látnar hafa áhrif á aðstoð- armöguleika minnkar væntanlega þörf og ásókn í aðstoðina. Þá er lagt til að úthlutun miðist við ákveðin tekjumörk, í stað þess að byggja á neyslukönnunum um þarfir námsmanna. Kjör þeirra verða þá tengd almennum launa- kjörum í landinu og þar með úr sögunni hinar fyrirferðarmiklu umræður um prósentur „láns“- fjárhlutfalls. f skýrslunni er bent á leiðir við endurskipulagningu á skrifstofu- rekstrinum, svo sem að hraða vél- væðingu sjóðsins og vinna að út- hlutun í námsmannahópum. Hver starfsmaður hefði þá á sinni könnu vissan fjölda nema sem hann annaðist í gegnum allt þeirra nám. Þannig myndaðist þekking, kynni og aukið traust milli nema og starfsmanna. Árdís Þórðardóttir, rekstrarhag- fræðingur. Ljósm. Mbl./KÖE. Sjóðurinn leggur nú í verulegan kostnað við að afla upplýsinga um nemendur. Lagt er til að nemend- ur safni sjálfir saman nauðsynleg- um gögnum með lánaumsókn. Vanti gögn er þá við námsmann- inn einan að sakast, auk þess sem sjóðurinn losnar við útgjöld tengd upplýsingaöfluninni. Þá er lagt til að innheimtudeild sjóðsins verði lögð niður. Verði vanskila viðskiptamanns sjóðsins vart hjá Veðdeildinni, verði skuldabréfið, eftir tilkynningar þar um, sett í innheimtu hjá sér- stökum innheimtuaðilum. Van- skilakostnaður yrði þá borinn uppi af vanskilamanni, en ekki af sjóðnum sjálfum, eins og nú ger- ist.“ Hversu mikill beinn sparnaður gœti hlot- ist af framkvœmd skammtímatUlagn- anna? „Lauslegt mat bendir til þess að náist samstaða um framkvæmd tillagnanna geti skrifstofukostn- aðurinn minnkað um 5—7 milljón- ir. Það jafngildir námsaðstoð til 50—70 nemenda. Hins vegar gæti fjárþörf sjóðsins á næsta skólaári minnkað um 45—72 milljónir króna yrði dregið úr úthlutun víx- illána, vegna hertra krafna um námsafköst, minna félagslegs til- lits og ef tækist að hvetja nemend- ur til aukinnar tekjuöflunar. Það jafngildir því að sjóðurinn þyrfti um 10% minna ráðstöfunarfé en gera má ráð fyrir að óbreyttri skipan. Miðað við það styrkja- hlutfall sem líkur eru leiddar að í skýrslunni að sé raunverulegt, er sparnaður því vegna þessarar minnkandi fjárþarfar 11—42 milljónir króna. Þannig yrði beinn sparnaður vegna skammtímatil- lagnanna samtals 16—49 milljónir króna," sagði Árdís Þórðardóttir að lokum. VE Glæsilegir vinningar í i Glæsi-bingó Armanns fer fram í Sigtúni, fimmtudaginn 15. marz kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. PHILIPS IphilcoIB ÖLL NÚMER VERÐA DREGIN ÚT AF TÖLVU Meöal glæsi-vinninga: Solarlandaferð með Ufsyn Heimilistölvur Videotæki Utvarps og kassettutæki Litsjonvarp asamt fjölda annarra glæsi- Þvottavel legra heimilistækja fra Örbylgjuofn Heimilistæk|um hf Hrærivel . Korfuknattleiksdeild Armanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.